Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 7
SÍFELLT fer meira land undir byggingar og mannvirki, sífellt fjölgar fólkinu. Árið 1968 sagði vistfræðingurinn Paul Erlich að mannkynið væri svo gott sem komið á leiðarenda og hundruð milljóna manna mundu svelta í hel á næsta áratugi. Samt er mannkynið nú, eftir að því hefur fjölgað um nærri 2 milljarða, nær því að hafa í sig og á en þá var. BJART FRAM- UNDANEÐA ALLT AÐ H RYNJA? EFTIR JOHN TIERNEY Um þessar mundir áttu olía og ýmsir málmar að vera á Drotum og mannkynið sjálft í Drotum vegna offjölgunar. :yrir þessari myrku sýn hafa ramtíparspámenn eins og vistfræðingurinn Paul Erlich talað, en aðrir eins og bandaríski hagfræðingurinn Julian Simon hafa spáð dví að mannkynið muni leysa hvern vanda og til þessa hefur sá spádómur fremur gengið eftir. RIÐ 1798 gaf Thomas Malthus Aút bók þess efnis að mannfjölg- un í heiminum stefndi í óefni, fæðuskortur yrði óhjákvæmi- legur með þessu áframhaldi, og eina vonin um betri tíð fælist í því að koma góðu eða illu í veg fyrir það að menn ykju kyn sitt fyrirhyggjulaust. Rit þetta varð alræmt, og nafn höfundar er fleygt enn þann dag í dag, þótt fáir nema fræðimenn hafi lesið hann. Nú orðið má kalla kenningu Malthusar rót- fasta í hugarheimi Vesturlandabúa. Þeir sem ekki búa mjög þröngt hafa náttúrulega ekki brýna ástæðu til að velta málinu fyrir sér dag- lega. En menn vita af vandanum, hann vofir stöðugt yfir líkt og hættan á kjarnorkustyrjöld eða germengun náttúrunnar, svo að dæmi séu nefnd. Slíkt getur lagst svo þungt á menn að þeir örvænti um framtíðina. Er skammt að minnast kalda stríðsins, þegar kjarnorkustyrj- aldarkvíði gagntók börn og unglinga svo að þau bárust varla af. Mannfjölgunarhættan er ekki jafnbráð. En margir, og kannski flestir, þykjast ekki sjá betur en þetta hljóti að enda með ósköpum. Menn gera sér vonir um að fá sjálfir að enda ævina áður en allt verður yfir- fullt - og helst börn þeirra líka, en lengra megna fæstir að hugsa. Ekki er ýkja langt síðan margir Vestur- landamenn trúðu því í einlægni að auðlindir veraldar væru óþrotlegar. Nú munu flestir trúa því að þær séu af skornum skammti. Mál- ið sé einfalt: Eyðist það sem af er tekið. Menn hafa spurt á móti: Af hverju eru auðlindirnar ekki þrotnar þegar? En slíkar efasemdir þykja ekki sannfærandi lengur, flestir eru nokkuð vissir í sinni sök. Vísbendingarnar þykja orðn- ar svo greinilegar. Að vísu hefur oft syrt í ál- inn og lífið samt haldið áfram að ganga sinn gang. Orkukreppur eru til dæmis engin nýlunda. Um miðja síðustu öld hafði hvölum fækkað svo að verð á ljósmeti snarhækkaði. Arið 1905 sá Roosevelt Bandaríkjaforseti ástæðu til að vara landa sína við „skógarneyð“, því allt þótti benda til þess að timbur yrði senn á þrotum, og varð mönnum svo bilt við að lagt var til að jólatré yrðu bönnuð. Og árið 1926 létu bandarísk yfirvöld þá tilkynningu út ganga, að olíulindir landsins mundu endast í sjö ár í viðbót. Veðmál Simsons og Ehrlichs Julian Simon heitir bandarískur hagfræð- ingur sem lengi hefur hvatt til bjartsýni á framtíð mannkynsins. Hann hefur að sjálf- sögðu átt við ramman reip að draga. Árið 1980 veðjaði hann þúsund dollurum við einn hat- rammasta andstæðing sinn, Paul Ehrlich vist- fræðing um það, að verð á málmum mundi fara lækkandi næsta áratuginn. Gekk sú stað- hæfing þvert á spár Ehrlichs og samherja hans, því þeir reikna dæmið svo að auðlindir þverri og þar af leiðandi verði hráefnið dýrara. Nú fór það svo, að mannfólkinu fjölgaði um 800 milljónir á þessum árum, og varla hefur mikið bæst við auðlindirnar í jörðu. Hins veg- ar lækkaði verðið á öllum fimm málmtegund- unum. Hafði Ehrlich þó fengið að tilgreina þær sjálfur, og valið króm, kopar, nikkel, tin og wolfram. Ehrlich hefur samið bók þá sem líklega hef- ur selst best allra vistfræðirita. Hún nefnist Fólksfjöldasprengjan, The Population Bomb, og kom út árið 1968. Þessi eru inngangsorð hennar: „Baráttan við að fæða mannkynið er á enda. Á næsta áratug munu hundrað milljóna manna svelta í hel.“ Hún heldur svo áfram í sama dúr. Ehrlich staðhæfir að „óhjákvæmi- legt“ sé að „dánartalan í heiminum hækki ákaflega“ í framtíðinni. í bók sem hann samdi með konu sinni sex árum síðar og nefndist Endalok velmegunar, The End of Affluence, hækkar hann dánartöluna enn. Boðar hann „stórslys í manneldinu" og muni það líkast til ríða yfir á áttunda áratugnum en í síðasta lagi á þeim níunda. Skepnuskapur og fáviska hafi Iagst á eitt og komið málum þannig að heill milljarður manna kunni að svelta í hel. Eitt megi að minnsta kosti segja með fullkominni vissu: matvöruverð muni fara síhækkandi. Ein staðhæfing stendur eftir af því sem spáð var í bók þessari. Mannkyninu hefur fjölgað. Við erum orðin um 6 milljarðar (6000 milljónir) og hafa háttí 2 milljarða bæst við frá því að Fólksfjöldasprengjan kom út. Hitt er verra, að velmegun á Vesturlöndum hefur aukist frekar en hitt, menn eru ívið efnaðri, betri til heilsunnar og betur nærðir. Ekki hef- ur dánartíðnin heldur aukist svo sem Ehrlich spáði. Bæði hefur dregið úr barnadauða og lífslíkur aukist. í þriðja heiminum hafa þær aukist stórlega. Vissulega hafa hungursneyðir lagst á hér og hvar, ýmist af völdum ófriðar, þurrka eða ólánlegrar landbúnaðarstefnu. En stöðugt færri verða fyrir á slíkum hörmungum og hefur svo gengið undanfarna þrjá áratugi. Eru þeir reyndar færri en um sama bil á síð- ustu öld, og hefur mannfólkinu þó stórfjölgað. Sérfræðinga greinir á um það hversu margir eigi við langvarandi sult að stríða, en þeir eru nokkurn veginn sammála um hitt að fólk í þriðja heiminum sé að meðaltali betur nært nú en árið 1968. Matvælaframleiðsla hefur aukist frá því Fólksfjöldasprengjan kom út, og gert betur en að halda í við fólksfjölgunina. Fór hér eins fyrir Ehrlich og forgöngumönnum hans allt frá Malthusi. Silaekkandi hráelnisverð Julian Simon hreifst í upphafi með bölsýnis- bylgjunni. Hann lagði trúnað á offjölgunar- spámar og fór að senda frá sér greinar um ráð við vandanum. Fannst honum ráð að nota hag- rænar aðferðir og egna fyrir konur með fyrir- heiti um aukna velmegun ef þær færu sér hægar í barneignum. En þegar frá leið rakst hann á hagrannsóknir sem leitt höfðu í ljós, að þjóðir sem fjölgaði mjög ört voru ekki verr staddar en aðrar sambærilegar - og ófáar bet- ur staddar. Svo varð fyrir honum bók ein, Skortur og vöxtur, Scarcity and Growth, sem út hafði komið 1963. Höfundarnir, Harold Bar- nett og Chandler Morse, höfðu rakið þróun hráefnaverðs allar götur frá 1870 og komist að því að verðið hafði farið sílækkandi og gilti það um flestöll hráefni. Venjulegir launþegar fengu meira magn kola fyrir tímakaupið núna en á öldinni sem leið, og sama gilti um matvæli og málma. Það hafði dregið úr skorti eftir því sem fólki fjölgaði. Simon og félagar hans leit- uðu nú lengra aftur í tímann, ein 10 þúsund ár og athuguðu sérstaklega auðlindakreppur. Þeir komu þá auga á ákveðið munstur. Endr- um og eins fór eitthvað að skorta - en sjaldan Ieið á löngu þar til menn fundu upp ráð við vandanum. Ymist fundu þeir nýjar lindir af viðkomandi hráefni ellegar þeir tömdu sér að fara betur með. Þegar tinnu þraut á steinöld komust menn upp á það að brýna vopn og verkfæri. Meðan nóg var af tinnu fleygðu menn henni þegar hún tók að sljóvgast og sóttu sér nýja. Oft reyndist skorturinn hafa leitt til þess að menn brugðu á betri ráð. Á bronsöldinni, þeg- ar Grikki fór að vanta tin í bronsið, tóku þeir að nota járn í staðinn. Það fór á svipaðan veg í Bretlandi á 16. öld. Þá fór mjög að vanta timb- ur, en það varð til þess að menn fóru að vinna kol fyrir alvöru. Og fyrsti olíuborturninn var reistur stuttu eftir að hvallýsi tók að þverra um miðja síðustu öld. Simon og aðrir allsnægtasinnar halda því fram að hráefna- skortur sé aldrei nema tímabundinn; ef stjórn- völd fari ekki að sletta sér fram í málin og stýra verðlagi eða setja lög um takmörkun nýtingar muni menn ævinlega finna up ráð við vandanum - og þau verði yfirleitt til batnaðar. Simon gengur svo langt, að hann staðhæfir að auðlindum séu engin takmörk sett. Hann á fyrst og fremst við hugvitssemi manna. Hún sé bókstaflega óendanleg, og þess vegna megi gera ráð fyrir því að „burðarþol jarðar“, sem vistfræðingum verður tíðrætt um, sé óendan- legt. Hér er komið að atriði sem greinir ger- samlega milli viðhorfa þeirra Simons og Ehrlichs. Lokuð kringrás eða sveigjanlegt kerfi Ehrlich og hans líkar telja heiminn fyrst og fremst vistkerfi, lokaða hringrás. Simon og fylgismenn hans líta á heiminn eins og markað, sveigjanlegt kerfi, eða vél sem gerir sjálf við það sem aflaga kann að fara. Þeir telja burðar- þolshugtakið gefa villandi mynd af tengslum mannanna og náttúrunnar. Menn láti ekki við það sitja að eyða af náttúrunni heldur rækti hana og bæti. Áð vísu mengi þeir hana - en hafi líka sýnt að þeir geti bætt fyrir það. Nefna þeir til, að bæði vatn og loft í Bandaríkjunum hafi orðið æ hreinná undanfarna áratugi og þakka það aukinni velmegun (því auðugra sem samfé- lagið er þeim mun frekar stendur það straum af mengunarvörnum), svo og tækniframforum (mengun af bílum í stórborgum nú á tímum er varla umtalsverð í samanburði við kolabræluna um síðustu aldamót). Eins muni finnast ráð við skógarauðn, fækkun dýrategunda, jarð- vegseyðingu, minnkun fiskstofna og öðrum hrellingum. Þeir segja að hrakspámennirnir meti hugvitssemi mannkynsins einskis, reikni aldrei með henni. Auk þess séu þeir stór- slysafíklar. Jafnharðan og ein hrakspá bregðist fari þeir að svipast um eftir öðru mögulegu stórslysi. En að sögn bjartsýnismannanna er það einmitt hugvitssemi okkar að þakka að við höfum nú efni á því að brjóta heilann um vandamál á borð við fækkun dýrategunda og eyðingu mýrlendis. Svo vikið sé aftur að veðmáli þeirra Ehrlichs og Simons, þá lækkuðu sem sagt allir málm-. arnir fimm í verði á síðasta áratug. Orsakirnar voru þær sömu og oftast endranær, þ.e.a.s. framtakssemi og tækniframfarir. Menn tóku sig til, leituðu og fundu nýjar málmæðar, tölvu- tækninni fleygði fram, nýjar vélar voru fundn- ar upp og nýjar og skilvirkari aðferðir til vinnslu. Auk þess fundu menn upp á því að nota ódýrari efni, t.d. plastefni, í stað málma til ýmissa hluta. Plastefni urðu ódýrari þegar ol- íuverð fór lækkandi. Tekið var að beina símtöl- um um gervihnetti og trefjaþræði í stað kopar- þráða. Postulín kom í stað wolframs, sem notað hafði verið í margs konar skurðtæki. Á1 kom að miklu leyti í stað tins við dósagerð. Að mati bjartsýnismanna mun „offjölgunar- vandinn" einnig snúast til góðs. Vilja þeir telja fólksfjölgunina sigur á dauðanum og telja furðulegt að margir skuli fyllast hryllingi yfir henni í stað þess að gleðjast. Auðvitað fylgi kostnaður hverju barni sem fæðist, en hann muni að jafnaði skila sér aftur þegar barnið vaxi úr grasi og geti tekið til sinna ráða. Hrakspárnar um offjölgun séu miðaðar við fjölgunina eina saman og ekkert tillit sé tekið til þess að mannkynið kunni að bjarga sér úr vandanum - eins og það hafi gert hingað til. Má geta þess að við sama tón kveður í skýrslu sem bandaríska vísindaakademían sendi frá sér ár- ið 1986. Þar segir að ekki hafi verið færðar neinar sönnur á það að fátækt aukist af fólks- fjölgun. Líklega mundi það koma löndum í þriðja heiminum betur ef fólkinu fjölgaði hæg- ar, en það ráði ekki úrslitum. Aðrir þættir, sér- staklega hagkerfi og stjórnarfar, ráði meiru um velferð almennings. Flestir sérfræðingar telji hungur fara minnkandi í heiminum. Er klykkt út með því að um fyrirsjáanlega framtíð muni „hráefnaskortur aðeins hafa lítilsháttar áhrif á hagvöxt". Svartsýnin á hwg og hjörlw almennings Bölsýnismenn hrista að sjálfsögðu höfuðið við svona tali og draga upp sinn langa lista með hrellingum sem þegar séu dundar yfir ellegar vofi yfir. Ósonlagið þynnist, það rignir súru, gufuhvolfið er að ofhitna. Matvælaframleiðslan hefur aukist, rétt er það. En það er einungis vegna þess að við höfum haldið vægðarlaust áfram að ganga á jarðveginn og grunnvatnið - eins og það væri óendanlegt. Þetta á eftir að koma okkur í koll. Segja má að Simon og bjartsýnisfylkingunni vaxi fylgi meðal sérfræðinga. Hins vegar leikur enginn vafi á því hvor þeirra Ehrlichs hefur unnið hug og hjörtu almennings. Á Degi jarð- aiinnar árið 1990 hélt Ehrlich ræðu á fjölda- fundi og var ómyrkur í máli að venju. Kvað hann mannkynið vera í þann veginn að missa af síðasta tækifæri til að bjarga jörðinni. Áheyrendur losuðu 200 þúsund. Var merkileg reynsla að sjá og heyra þá fagna ræðumanni hjartanlega þegar hann fluti heim þær fréttir, að yrði ekkert róttækt gert við offjölgunar- vandanum mundu barnabörn þeirra á sínumí tíma slást um mat með klóm og kjafti á götum borgarinnar. Hefði menn ekki heldur átt að setja hljóða? Þýtt, endursagt og aukið af Ásgeiri Ásgeirs- syni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. ÁGÚST 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.