Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 9
ÞEGAR komið er til Keflavíkur leiðir að- koman umferðina í Hafnargötu, sem segja má að sé aðalgata miðbæjarins, en vekur enga athygli fyrir fegurð eða sér- stæðar byggingar. í Suðurgötu, næstu götu fyrir ofan, eru hinsvegar nokkur athyglis- verð timburhús frá fyrrihluta aldarinnar og er lofsvert að þeim hefur verið haldið við af umhyggju og virðingu. Þar á meðal er hús- ið númer 9 við Suðurgötu, sem Keflvíkingar nefna Veghús. Þetta er svartbikað timbur- hús með hvítmáluðumn gluggum, rauðu þaki, tveimur kvistum, en á skúrbygging- unni sem næst er á myndinni er torfþak. Þetta hús er staðarprýði þótt ekki sé það stórt, tæpir 60 fermetrar. Það var byggt 1907 og það gerði Magnús Arnason, sem lengi bjó í Bolafæti í Ytri-Njarðvík, þar sem séra Hallgrímur Pétursson bjó um tíma á Suðumesjaárum sínum. Eftir Magn- ús bjó sonur hans, Ámi Vigfús skipasmiður í húsinu, en fyrir allmörgum ámm eignaðist Sævar Helgason málarameistari Veghús. Hefur hann og kona hans, Ragnheiður Skúladóttir, systir Olafs biskups, haldið húsinu við svo til fyrirmyndar má teljast. AKREPPUÁRUNUM um miðjan fjórða áratuginn hófst Guðlaugur Eyjólfsson húsasmíðameistari handa um húsbyggingu við Suðurgötu 38. Þá vora yfirleitt hvorki efni né aðstæður til að byggja stórt og nútímafólki finnst ótrúlegt að stórar fjölskyldur gátu búið í húsum sem nú era á stærð við tvö herbergi. Sú var einnig stærðin á hinu uppranalega húsi Guðlaugs; það var 43 fermetrar. Húsið var endurbyggt og stækkað fyrir nokkram áram, málað með rauðum lit sem fer vel við hvíta glugga og grindverk. Eftirtektarvert er að sterkir litir klæða yfirleitt vel lítil timburhús frá þessum tíma. Síðan 1995 era eigendur húss- ins Halldór Halldórsson og Þorgerður Viðarsdóttir. ◄ FLJÓTT á litið gæti virst að húsið Suðurgata 1 sé eitt af þessum litlu, bárujámsklæddu íbúðarhúsum frá fyrstu áratugum aldarinnar. En svo er ekki. Keflvíkingar kalla þetta hús Báruna og nafnið er til komið vegna þess að Sjómannafélagið Báran, sem stofhað var 1906, byggði húsið. Ekki þó til fundarhalda, heldur sem pakkhús, því Sjómannafélagið Báran kom á fót pöntunarfélagi og þurfti þessvegna á pakkhúsi að halda og því hlutverki gengdi húsið til 1920. Þá keyptu húsið bræður tveir af Miðnesi, Sigurður og Jón Guðmundssynir. Báðir vora þeir fjölskyldumenn og þótti ágætlega rúmt um fjöl- skyldumar tvær í húsinu, enda var það 42 fermetrar. m- SUÐURGATA 5 er reisulegt íbúðarhús, byggt á háum kjallara og með háu risi. Það er eins og fleiri gömul hús í bænum rauðmálað með hvítum gluggum og handriðum og skerpt á andstæðunum með svörtu þaki og kjallara sem virðist að mestu of- anjarðar. Eins og útlitið ber með sér hefur þetta hús átt sitt breytinga- skeið, en breytingamar hafa verið gerðar af smekkvísi og í takt við það upprunalega, sem Jón Páll Friðmundsson málarameistari byggði 1924. Grannflötur þess húss var 62 fermetrar, en eftir endurbyggingu og stækkun 1987 sem Þorbjörg dóttir Jóns og eiginmaður hennar, Eyjólfur Eýsteinsson (Jónssonar ráðherra) stóðu að er stærðin kom- in upp í 79 fermetra. Þau búa nú í húsinu. IXEFLAVÍK fær prik fyrir þessa skreytingu sem jafnframt gæti IXnýzt til þess að vama því að ekið sé þar sem ekki má: Gildir steinrörsbútar, líklega úr skolplögn hafa verið mótaðir eins og sjá má og era notaðir sem blómaker skammt frá Duushúsunum. ◄ SJÁLF Keflavíkin markast af Vatnsnesklettum að sunnanverðu og Brennunípu á Hólmsbergi að norðanverðu. Utar segja stað- kunnugir að heiti Stakksfjörður en líklegt má telja að sú nafngift sé mörgum ókunnug. Innsti hluti Keflavíkur hefur hinsvegar ver- ið nefnd Grófin. Þar er ný og glæsileg smábátahöfn sem lokið var við 1994 og er talin rúma 84 báta; sumt smærri fiskibátar, en líka sportbátar og hvalaskoðunarbátar. í smábátahöfmni má segja að sé borð fyrir bára; um tveir þriðjuhlutar hennar era nýttir. Norðan Grófarinnar er Keflavíkurbjarg og húsin sem þar standa era „úti á bergi“ eins og sagt er á staðnum. Þau tílheyrðu Gerðahreppi til 1972. Áður var Grófin athafnasvæði Dráttarbraut- ar Keflavíkur, sem byggð var 1932 og var þarna fram tíl 1989. Það sem setur sterkan og fallegan svip á smábátahöfnina fyrir ut- an bátaflotann era garðar úr stórgrýti sem umlykja hana, en grjótið var flutt á staðinn utan úr Helguvík þar sem mikið af stór- grýti féll til við framkvæmdir. Sumir eldri Keflvíkingar sjá eftir Grófinni eins og hún var. En í augum aðkomumanns hefur þetta umhverfi ekki aðeins breyzt tíl batnaðar, heldur er á fögram sólskinsdegi, eins og þegar mynd- imar voru teknar, beinlínis fagurt um að litast við smábátahöfn- ina. Utsýnisins yfir hana er nú enn betur hægt að njóta með því að líta inn í Kaffi Duus, sem Sigurbjöm Sigurðsson byggði og rekur ásamt konu sinni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 21. ÁGÚST 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.