Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 8
ÞEGAR farið er norður eftir Hafnargöt- unni, sem er aðalgatan í miðbæ Keflavík- ur, er komið á svæðið þar sem byggð hófst í Keflavík. Þar sem standa tvö rauðmáluð gömul hús, er upphaf verzlunarstaðarins. í daglegu tali eru þau nefnd Duushúsin og er lofsvert að þeim er vel við haldið og verður senn fundið hlutverk við hæfi. Húsið til vinstri á myndinni er kallað Gamfa búðin. Hans Duus, umsvifamikill kaupmaður í Keflavík á síðustu öld, byggði það á þessum stað 1871. Verzlunin var á neðri hæðinni, en á efri hæð var íbúð assistentanna. Nafnið, Gamla búðin, er til komið vegna þess að á árunum 1890-1900 keypti Duusverzlun tvær aðrar verzlanir í Keflavík, Fischersverzlun og Knutzonsverzlun, og flutti þá sína verzl- un yfir í Fischershús. Eftir það var þetta hús nefnt Gamla búðin. Til hægri á myndinni er Bryggjuhúsið. Það er samskonar hús og Bryggjuhúsið sem stóð við enda Aðalstrætis í Reykjavík, enda byggði Duus þau bæði. Bryggjuhúsið í Keflavík var byggt 1877 uppúr tveimur eldri pakkhúsum og stóð annað þeirra á þessum stað, svo segja má að Bryggjuhúsið hafi einnig staðið þama frá upphafi. Fram af KAFFI DUUS við smábátahöfnina í Keflavík. Bryggjuhúsinu var bryggja þar sem vörum var skipað upp. Gamla búðin og Bryggjuhúsið eru í eigu bæjarins, en sem stendur eru þau ekki not- uð. Endurgerð að innanverðu er hafin og stendur til að Byggðasafnið flytji í Bryggju- húsið með tímanum, _en ekki er enn ákveðið til hvers Gamla búðin verður notuð. Gæti hugsast að það yrði eitthvað í tengslum við ferðaþjónustu. I viðbyggingu við Bryggju- húsið var elsta kvikmyndahús Keflavíkur 1923-24. Elínmundur Ólafsson sem átti húsið þá, byggði yfir port sem fyrir var og eftir að Fjalakötturinn í Reykjavík var rifinn er þetta elzta kvikmyndahús landsins. Upp af Duushúsunum er grasi vaxinn hóll. Þar er bæjarstæði hins foma Keflavíkur- bæjar, sem rifinn var seint á síðustu öld og tóftunum jafnað út. GROFIN I KEFLAVÍK OGGÖMLU HÚSIN » LJÓSMYNDIR OG TEXTAR: GÍSLI SIGURÐSSON AF MYNDINNI má í fyrsta lagi sjá að húsið Skólavegur 1 er ekki venjulegt íbúðarhús og í öðru lagi að höfundur þess hefur haft góða tilfinningu fyrir formi og hlutföllum. Það kom því ekki á óvart þegar athugun leiddi í ljós að sá sem teiknaði húsið er Rögnvaldur Ólafsson, fyrsti ís- lenzki arkitektinn, sem teiknaði nokkrar frábærar byggingar í byrjun aldarinnar, Húsavíkurkirkju og Vífilsstaðaspítalann þar á meðal. Húsið á myndinni er eitt af eldri húsum Keflavíkur: Barnaskólinn, sem byggður var 1911. Jafnframt er skólahúsið elzta steinsteypta húsið í bænum, 163 fer- metrar á tveimur hæðum; sú efri undir súð. Á sínum tíma kostaði byggingin 13 þúsund krónur og leysti af hólmi lítið barnaskólahús við Íshússtíg, sem hafði ver- ið notað síðan 1895. Húsið hefur verið notað til kennslu fram til þessa; undanfarin ár til smábarna- kennslu. Óhætt mun að slá því fostu að í þessu húsi hafi allir núlifandi og innfæddir Keflvíkingar stundað nám og ugglaust ein- ► hverntíma verið þröngt setinn bekkurinn, en auk kennslustofa á jarðhæð eru tvær uppi, sín í hvorum enda rishæðarinnar. Sú hugmynd hefur verið viðruð að Bamaskóla- húsið verði „Höfði“ Reykjanesbæjar í fram- tíðinni, notað fyrir fundarhöld og móttökur. Að utanverðu virðíst húsinu vel við hald- ið, en þegar skoðaðar eru gamlar myndir má sjá að gerðar hafa verið breytingar og þá ekki gengið fram með þeirri gætni sem eina verk Rögnvaldar Ólafssonar í bænum verðskuldar. Upphaflega voru stórir kross- póstar í gluggum, svo og aðrir smærri. Ein- hverntíma hafa gluggarnir verið endurnýj- aðir og þá ekki hirt um að hafa þá í upp- runalegri mynd, heldur með jafnri pósta- og rúðustærð. Um 1960 voru gerðar lítilsháttar breyt- ingar á útlitinu. Dyr sem verið höfðu á gafl- inum sem sést á myndinni voru lagðar nið- ur og þar eru í staðinn komnir tveir glugg- ar, en inngangurinn var færður á suður- gaflinn. Reykháfur sem verið hafði á húsinu var þá brotinn niður að ástæðulausu. • 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 21. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.