Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 10
KVENNABLÓMI 1943 ÁRIÐ 1943 var síðari heisstyrjöldin í al- gleymingi, en þrjú síðustu árin höfðu orðið mikii umskipti á Islandi með nægri atvinnu eftir kreppu og langt kyrrstöðutímabil. Unga fólkið fylgdist vel með tízkunni og fyrir- myndimar voru ekki síst sóttar í kvikmynd- ir, svo til einvörðungu amerískai. Islenskur kvennablómi var þá ekkert öðruvísi en ann- arsstaðar; hárgreiðslan eins og á Betty Gra- ble eða Hedy Lamarr og öðrum Hollywood- stjörnum og pilsfalurinn var um hnéð. Hópur ungra Reykjavíkurstúlkna sem myndaður var 1943 ber með sér að stúlkum- ar hafa verið laglegar þá ekki síður en nú, en það er svo önnur saga að ef til vill þætti stúlkum á þessum aldri núna fráleitt að klæðast kjólunum sem vora í tízku 1943. Til- efni myndatökunnar var að þessi hópur lærði listsaum hjá Júlíönu Jónsdóttur frá Stykkis- hólmi, sem var mikil hannyrðakona, einnig góð söngkona og gift Hannesi Jónssyni dýra- lækni. Ekki hefur hún sóst eftir því láta nem- endur sína fást við einfaldar fyrirmyndir, ef marka má tvær útsaumsmyndir sem ástæða hefur þótt til að hafa með á myndinni. Þar hafa tvö þekkt málverk eftir Einar Jónsson myndhöggvara verið útfærð með listsaumi og væri fróðlegt að vita hvort þessar útsaum- smyndir em til ennþá. Lesbók fékk myndina senda frá Hallfríði G. Schneider, sem býr í Bandaríkjunum. Hún er dóttir Guðbrands Magnússonar for- stjóra Áfengisverslunar ríkisins, sem var þjóðkunnur maður. Hallfríður er önnur frá hægri í fremstu röð. Listsaumskennarinn, Júlíana Jónsdóttir, situr í fremstu röð milli útsaumsmyndanna. Því miður em nöfn þess- ara kvenna að öðm leyti ekki tiltæk, en von- andi era einhverjar sem þekkja sig á mynd- inni og aðrir sem þekkja mömmur og ömmur sínar. GS. ÖNNUR ÖNN SMÁSAGA EFTIR RÓSU SVEINBJARNARDÓTTUR FYRSTA kvöldið sem Jakob gekk til hvílu eftir ósköp liðins dags var hann ekkert hryggur. Hann undraðist það, kannski var það skammarlegt, en hann gat bara ekkert að því gert. Hann var næst- um glaður, fann sig frjálsan í fyrsta skipti í fjöratíu ár - fjörutiu ára fangelsi, hann var laus úr hlekkjum. Ljótt var af honum að hugsa svona, en hann réð ekki við hugsanir sínar. Þær komu innan að, vora eins og fræ, sem kemst í mold, þroskast uns sprotinn rífur sig upp mót birtu ogyl. Þeir höfðu farið með hana í svörtum plast- poka, ekkert annað var hægt að gera. Þetta var ekki virðulegur heimanaðbúnaður, en til- heyrði skyndilegu dauðsfalli. Hitt kæmi seinna, sorgin, virðuleikinn, blómin, minning- argreinamar, hræsnin og yfirborðsmennskan. Það yrði brot sannleikans. Oft má satt kyrrt liggja, það var hans mottó. Af hverju lét hann svona? Aumingja maðurinn nýbúinn að missa konuna, langt um aldur fram, hún ekki nema sextug, loksins þegar þau gátu farið að njóta lífsins, og ferðast frjáls og öðram óháð. En hefði hún viljað það? Nei hann vissi betur. Og nú gat hann farið einn, en var það gaman? Hann var ekki lengur rúmlega tvítugur, ekki um fertugt - heldur nýsloppinn yfir á sjötugs- aldurinn. Hlægilegt að ímynda sér að svo gamall maður eigi sér nokkurs að vænta. Hann varð að láta slíkar hugsanir bíða aðeins. Allt það umstang sem framundan var, sem fylgir svona snöggu dauðsfalli, víkur burtu ótímabæram framtíðaráætlunum. Leikur hans í hlutverki syrgjandi eigin- manns var sannfærandi. Bömin hans tvö stóðu þétt upp við hlið hans - hún hafði verið þeim góð móðir, það efaðist hann ekki um, en hafði hann ekki fallið í skuggann? Hversu oft hafði hann ekki orðið að lúffa fyrir jámvilja konu sinnar og bama. Hún var sú sterka, hann sá veiklundaði. Hún var dóttir alþingismanns, hann vissi ekki hver faðir hans var. Hún hafði tekið niður fyrir sig. Þau tóku fyrst eftir hvort öðra daginn sem þau útskrifuðust, hann úr Verslunarskólan- um, hún úr MR. Þau lentu saman í partíi, sem endaði í hennar herbergi og rúmi, þetta dró dilk á eftir sér. Það mátti ekki falía skuggi á ætt hennar. Þau vora pússuð saman. Hann var alsæll. Hún var falleg og gaman að láta sjá sig með henni - meðan hún nennti, og hafði gaman af því, svo breyttist það, börnin tóku tíma hennar allan. Svo kom framinn í félaginu, hún varð fljót- lega formaður þar. Og þegar krakkamir vora orðin stálpuð fór hún í Háskólann og lærði fé- lagsfræði. Hann hafði aðeins lokið tveim áram í viðskiptafræði, fór svo að vinna við bókhald hjá ríkisfyrirtæki, og festist þar bak við lok- aðar dyr. Það var svo sem ágætt - ábyrgðar- laust. Það tók enginn eftir þó hann hyrfi stund og stund. Hann stalst til að spila handbolta með gömlu félögunum úr Versló. Æfingamar fóra fram í hádeginu. Það vora hans sælustu stundir, en hann hætti því um fimmtugt, hann var orðinn of feitur og þungur á sér, þá fór hann að iðka jóga og innhverfa íhugun. Það leyndarmál átti hann einn, konan og krakk- amir vissu aldrei um það. Það var líka eins gott, nógar vora nú háðsglósumar samt. Og einhvem veginn lét hann sig hafa það að kyngja öllu þegjandi sem við hann var sagt. Hann þoldi ekki rifr- ildi, enda ekki eins fær í rökræðum og frúin, sér- staklega eftir að hún fór í félagsfræðina, eða þá þeg- ar krakkamir vora komin í flokkinn, og fóru að vinna á verðbréfamarkaðinum. Þá var gott að geta lokað öllum skynfæram og sökkt sér í sinn eigin ímyndaða heim. En allt í einu var hún farin, fyrirvaralaust. Hvað tók nú við? Börnin og presturinn tóku af honum allt um- stang, og ekki má gleyma félaginu, sem sá um erfis- drykkjuna. Hann var ekki hafður með þegar bömin sömdu líkræðuna með prestinum. Þau sögðu að hann væri lasinn. Þetta var svo óvænt, sorg hans var svo mikil, það skildu allir. Hann átti samúð fólksins. Margir urðu til að skrifa minningargreinar. Þær komu honum flestar á óvart. Hann virtist ekki hafa þekkt þessa konu mikið. Kannski hafði hann aldrei haft tækifæri til að kynnast henni. En undir niðri var hann nú dulítið montinn að hafa átt svona fullkomna konu. Hann rétti úr sér, tók við samúðaróskum fólksins, sem hann að vísu þekkti ekki, ekki nema fáa. Hann fann sig sem aðalleikara þessa sjón- leiks, jafnvel krakkarnir vora með minni rall- ur. Þau vora nú líka krakkarnir hans, og þau vora skratti myndarleg, eins og móðurættin. Hann þekkti svo fáa úr sinni ætt. Þessir sorgardagar liðu íljótt, eins og allir aðrir dagar. Hann tók gleði sína á ný, eða þessa sömu gleði og hann hafði alltaf haft. Vinnan gekk eins og venjulega. Nú þurfti hann ekki að stelast á jógaæfing- amar, og hann fór að fara á fundi hjá Krossin- um á kvöldin. Skrýtið að þurfa ekki að gefa skýrslu þegar heim var komið. Frelsi hans var takmarkalaust. En hann nennti ekki að taka til í íbúðinni, þegar enginn var til að segja honum það, og það sást líka fljótlega á útliti heimilisins. Krakkamir fóra að ragast í því. Hann varð að fá sér húshjálp, álitu þau. Þau hjón höfðu að vísu oft haft húshjálp, sú síðasta hafði verið frá Tælandi, en verið nýfarin þegar konan dó. Hún hafði trúlofað sig og flutt til Seyðisfjarð- ar. Og innan skamms var önnur komin, íslensk - um fertugt. Hann tók lítið eftir henni í fyrstu, hún var oftast farin þegar hann kom heim, en stöku sinum hittust þau og því oftar sem fram liðu stundir. Og áður en hann vissi af hafði það skeð. Rúmið var þama uppbúið og hlýlegt, og með honum leyndist meira líf en hann gran- aði, enda ekki á það reynt síðustu tuttugu ár- in. Allt gerðist þetta svona af sjálfu sér. Hann var kominn með í fangið unga konu, káta og spræka, gott að nota sér hlunnindin meðan gafst. Þetta framkvæði kom honum sjálfum á óvart - eða átti hýn upptökin? Hann vissi það ekki, en hann var viss um að hún átti uppástunguna að Kanarí-ferðinni. Og hann sveif í einhverjum draumaheimi. Keypti farseðla og gjaldeyri, sólarkrem, gler- augu, nýja sundskýlu og handklæði - lokaði húsinu og fór. Og þau komu heim sólbrún og sæl, eða hvað? Jú, jú, þetta hafði verið gaman, eitthvað sem hann hafði aðeins heyrt um en ekki reynt fyrr. Konan hans sálaða hafði aldrei viljað fara á svona sólarströnd - það var bara fyrir smáborgara. Hún hafði farið með vinkonum sínum í menningarferðir, til að skoða söfn og fara í leikhús. Hann var aldrei með í þeim ferðum. Svo hafði hún verið send á ráðstefnur hingað og þangað, hann var ekki inni í því dæmi. En nú voru þau sem sé komin heim, og eitt- hvað hafði breyst, eða var allt eins og áður? Það er að segja fyrir sorg og frelsi. Þau ákváðu í sameiningu að fara til fógeta, svona hálfgert í kyrrþey, til að gera allt lög- legt. Hún flutti heim til hans, tók við öllu, hann hélt áfram í vinnunni, fór aftur að fara í jóga í hádeginu, en sleppti Krossinum á kvöldin. Krakkarnir hættu að koma, þau vora eitt- hvað stúrin út í hann, honum var alveg sama. Unga konan var ákveðin í að fara í mynd- listamám, það var gamall draumur. Hann var stoltur af því, svona til að byrja með, en þegar kvöldin fóra líka að fara í námið varð hann hugsi. Hvað var nú að ske, var allt að fara í sama farið? Hvert flaug frjálsræðishugsun hans? Var hann aftur kominn inn fyrir múra sterkrar konu? Vora þær kannski allar eins, þó aldur og útlit væri fjölbreytt? Og allt í einu rann upp fyrir honum ljós, - eins og elding kviknaði það. Það þurfti enga innhverfa íhug- un til að sjá að hann var bara helvítis rola, og hafði alltaf verið. Og hana nú og hafiði það. Höfundurinn er húsmóðir í Reykjavík. lO LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.