Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Side 2
TÍBRÁ, ÁSKRIFTARTÓNLEIKAR í SALNUM í KÓPAVOGI
„FJÖLBREYTT DAGSKRÁ
VIÐ BESTU SKILYRÐI"
TÍBRÁ, tónleikaröð í Salnum í
Kópavogi, verður hleypt af
stokkunum í næstu viku. Kenn-
ir margra grasa fram að ára-
mótum en þetta er fyrsta heila
starfsár raðarinnar og í fyrsta
sinn sem tónleikarnir eru seld-
ir í áskrift.
„Þetta lítur ljómandi vel út -
það eru spennandi tímar
framundan í Tíbránni," segir
Vigdís Esradóttir, forstöðumað-
ur Salarins. „Islenskir tónlist-
arunnendur hafa loksins eignast
húsnæði þar sem þeir geta notið
tónlistar við bestu skilyrði og
við munum vitaskuld leggja
okkur fram um að bjóða upp á
fjölbreytta og spennandi dag-
skrá sem hæfir húsinu. Það er gaman að segja
frá því að á dögunum var hér staddur þýskur
upptökustjóri á vegum BlS-útgáfunnar að taka
upp flutning CAPUT á verkum eftir Hauk
Tómasson og hann fullyrti að Salurinn væri
besta hús af þessari stærð sem hann hefði tek-
ið upp í. Það þótti okkur virkilega ánægjulegt
að heyra.“
Þrettán tónleikar verða í Tíbrá fram að ára-
mótum en röðinni er skipt í þrennt.
Hinir fyrstu, 7. september, verða helgaðir
minningu Sigfúsar Halldórssonar, tónskálds
og heiðursborgara Kópavogs, en hann fæddist
á þessum degi árið 1920. Söngvaramir Sigrún
Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson munu
ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara
flytja allmörg lög Sigíúsar auk dúetta úr
söngleikjum og fleira. Tónleikamir heyra til
tónleikaröð 3.
Aðrir tónleikar Tíbrár verða 12. september
en þá mun franski píanóleikarinn Désiré
N’Kaoua leika stóra efnisskrá helgaða Chopin
í tilefni af 150 ára ártíð tónskáldsins. (Röð 1.)
Einar Kristján Einarsson gítarleikari kem-
ur fram í Tíbrá 21. september. Mun hann
leika verk eftir J.S. Bach, Hafliða Hallgríms-
son, Giuliani, Barkeley, Koshkin, Turina og
Albeniz. (Röð 2.)
Á hæla Einari koma kammertónleikar, 28.
september, þar sem þess verður minnst að
hundrað ár eru liðin frá fæðingu Francis Pou-
lenc. Flytjendur verða Nína Margrét Gríms-
dóttir píanóleikari og Blásarakvintett Reykja-
víkur. (Röð 2.)
Ungur kanadískur píanóleikari, Alain Lef-
evre, mætir næstur í Salinn, 3. október, og
leikur verk eftir Bach, Liszt og Wagner. (Röð
1.)
Annar ungur hljóðfæraleikari, Kópavogs-
búinn Ingibjörg Guðlaugsdóttir, kemur fram
á tónleikum 9. október. Ingibjörg leikur á
básúnu en með henni leikur Judith Þorbergs-
son á píanó. Á efnisskrá verða meðal annars
verk eftir Mahler, Scrocki, Gaubert og Pergo-
lesi. (Röð 2.)
17. október verður Chopin-vaka en Chopin
andaðist þennan dag fyrir 150 áram. Það er
Póllandsvinafélagið á Islandi sem stendur að
dagskránni í samvinnu við Tíbrá en fram
koma pólskir listamenn búsettir hér á landi,
þeirra á meðal söngkonan Alina Dubik, selló-
leikarinn Karolina Styczen og Jacek Tosik-
Warszawiak, sem leikur á píanó. (Röð 3.)
Fiðla og píanó er yfírskrift tónleika sem
verða 25. október en þar koma fram Guðný
Guðmundsdóttir og Gerrit Schuil. Á efnisskrá
verða sónötur eftir Mozart og Karl 0. Run-
ólfsson en sú síðamefnda heyrist afar sjaldan.
Einnig flytja þau verk eftir Part, Suk, Saint-
Saens og fleiri. (Röð 1.)
Trio Parlando leikur í Tíbrá
9. nóvember en það skipa Rún-
ar Oskarsson klarínettuleikari,
Héléna Navasse flautuleikari
og Sandra de Bruin píanóleik-
ari. Mun tríóið meðal annars
frumflytja verkið Bergmál eft-
ir Oliver Kentish en önnur
verk á efnisskrá era eftir
Andrew Ford, Elínu Gunn-
laugsdóttur, Astor Piazzola,
Kjartan Olafsson, Robert
Muczynski og Paolo Perezzani.
(Röð 2.)
Einleikstónleikar
Jónasar
Jónas Ingimundarson heldur
sína fyrstu einleikstónleika í
Salnum 13. nóvember. Á efnisskrá verða
fyrsta og síðasta sónata Beethovens og vals-
arnir fjórtán eftir Chopin en Jónas heiðrar
minningu hans sérstaklega á þessum tónleik-
um. (Röð 3.)
23. nóvember stígur á svið ungur píanóleik-
ari frá Lettlandi, Liene Circene að nafni. Af
henni fer gott orð og hefur hún unnið til
iyrstu verðlauna í mörgum keppnum og hald-
ið fjölda einleikstónleika víða um heim. Ekki
liggur fyrir hvað hún ætlar að leika. (Röð 1.)
Á fullveldisdaginn, 1. desember, verður
efnt til söngtónleika, þar sem tónlist Emils
Thoroddsens verður skipað í öndvegi. Öll
sönglög tónskáldsins verða flutt af Þorgeiri
Andréssyni tenórsöngvara, Lofti Erlingssyni
barítonsöngvara og Jónasi Ingimundarsyni
píanóleikara. Ekki er ólíklegt að þessi dagur
verði framvegis helgaður íslenskum söng í Tí-
brá. (Röð 3.)
Lokatónleikar ársins í Tíbrá verða Jóla-
barokk sem löng hefð er fyrir í Kópavogi.
Flautuleikaramir Camilla Söderberg, Guðrún
Birgisdóttir og Martial Nardeau, Elín Guð-
mundsdóttir semballeikari, Peter Tompkins
óbóleikari, Snorri Örn Snorrason teorbaleik-
ari og Svava Bernharðsdóttir fiðluleikari hafa
að þessu sinni undirbúið efnisskrá með verk-
um eftir De Lalande, Philidor, Couperin,
Vinci og Marin Marais. (Raðir 1, 2 og 3.)
Finnsk menn-
ingarmið-
stöð í Afríku
Söngvarar í Bragarbót og dansarar úr Sporinu.
BRAGARBÓT TIL KÍNA
FINNAR verða fyrstir Norðurlandaþjóða til
þess að eignast menningarmiðstöð í Afríku.
Menningarmiðstöðin verður staðsett í Ben-
in, sem nú er lítið grannríki Nígeríu á
gömlu Þrælaströndinni en var forðum daga
voldugt konungsríki.
Kennslumála- og utanríkisráðuneyti
Finnlands munu styðja þetta einkaframtak,
þar sem gert verður upp íbúðarhús frá ný-
lendutímanum. Þar verða hýstir 4-5 finnsk-
ir lista- og vísindamenn sem vilja rannsaka
menningu ýmissa þjóða. Frumkvöðullinn er
finnski rithöfundurinn Juha Vakkuri, en
miðstöðin fær heitið Villa Karo til minning-
ar um Karo Vakkuri sem dó úr krabba-
meini 15 ára gamall. Miðstöðin á að verða
fullbúin til notkunar vorið 2000.
Tilgangurinn með þessari menningarmið-
stöð er að víkka sjóndeildarhring finnskra
lista- og vísindamanna. Sjálfur hefur Juha
Vakkurin nú rannsakað afríska menningu
og stjómmál í þrjátíu ár.
íkonaegg
FYRIRLESTUR og sýning á handmáluðum
íkonaeggjum frá Rússlandi verður í safnaðar-
heimili Kristkirkju, Landakoti, á morgun,
sunnudag kl. 10.30. Fyrirlesari verður Sverrir
Friðriksson.
íkonaeggin era til sölu á vegum orgelsjóðs
Kristskirkju.
ÞJÓÐLAGAHÓPURINN Bragarbót mun
kynna þjóðmenningu íslands á menningar-
tengdri ferðamannahátíð í Peking sem hefst í
dag, laugardag. Ferðaskrifstofunni Land-
námu ehf. var boðið að taka þátt í sýningunni
og fékk Bragarbót til liðs við sig. Sýningin er
liður í því að efla menningartengsl milli Kína
og annarra landa og sýna fram á þá breytingu
sem er að verða í Kína á sviði viðskipta og
opnari samskipta við önnur lönd.
Bragarbót er skipuð Ólínu Þorvarðardótt-
ur, Kristínu Á. Ólafsdóttur, Sigurði Rúnari
Jónssyni og Kristjáni Kristjánssyni (K.K).
Hópurinn mun koma fram í þjóðbúningum og
flytja þjóðlög frá ýmsum tímum. Spilað verð-
ur á fiðlu, langspil, gítar og munngígju. Þjóð-
dansaflokkurinn Sporið úr Borgarilrði, Haf-
dís Rut Pétursdóttir, Grétar Einarsson, Pétur
Jónsson og Svava Kristjánsdóttir, munu
dansa mismunandi Vikivaka og rælasyrpu.
Sýningin er tvíþætt, annars vegar er um
listræna kynningu á þjóðmenningu landanna
að ræða, hins vegar kynningu á ferðaþjónustu
viðkomandi landa í stórri sýningarhöll. Þar
verða um 80 sýningarbásar með þátttakend-
um frá hinum ýmsu þjóðlöndum, en auk Finn-
lands er ísland eina þjóðin frá Norðurlöndum.
Hátíðinni lýkur 9. september.
MENNING/
LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Ásmundarsafn
Yfirlitssýning á verkum Ásmundar
Sveinssonar.
Gallerí@hlemmur(S)is. Þverholti 5
Þóra Þórisdóttir og Valgerður Guðlaugs-
dóttir. Til 27. sept.
Gallerí Stöðlakot
Kristjana F. Arndal. Til 12. sept.
Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs
Afmælissýning Textílfélagsins. Til 19.
sept.
Hafnarborg
Eiríkur Smith. Til 27. sept.
i8, Ingólfsstræti 8
Kjell Strandqvist. Til 5. sept.
Islensk grafík, Hafnarhúsinu
Bragi Ásgeirsson. Til 12. sept.
Kjarvalsstaðir
Hafsteinn Austmann. Borgarhluti verður
til. Patrick Huse. Til 24. okt.
Listasafn ASI
Ásmundarsalur: Inga Ragnarsdóttir.
Gryfja: Helgi Hjaltalín Eyjólfsson. Arin-
stofa: Sýnishorn verka úr eigu safnsins.
Til. 12. sept.
Listasafn Akureyrar
Hlynur Hallsson og Makoto Aida. Til 7.
okt.
Listasafn Einars Jónssonar
Opið alla daga nema mánudaga frá kl.
14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla
daga.
Listasafn Islands
Yfirlitssýning á völdum sýnishomum af
íslenskri myndlist.
Ljósmyndasafn Rvíkur, Borgartúni 1
Tore H. Royneland. Til 26. sept.
Mokkakaffi
Ljósmyndasýning Rúnars Gunnarsson-
ar. T0 1. okt.
Rauði veggurinn, Laugavegi 13
Listahópurinn Artemisia. Til 5. sept.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Sumarsýningin Spor í sandinn.
Listhús Ófeigs
Samsýning þriggja listhúsa; Meistari
Jakob, Listhús Öfeigs og Inga Elín gall-
erí: 17 listamenn. Til 4. sept.
Norræna húsið
Anddyri: Einar Vigfússon, Utskornir
fuglar. Til 21. sept.
Nýlistasafnið
Samsýning sjö listamanna frá Austurríki
og sex frá Islandi. Til 19. sept.
Safnhúsið, Borgarfirði
Helga Magnúsdóttir. Til 19. sept.
Sjóminjasafn Islands, Vesturgötu 8,
Hafnarf.
Fiskurinn í list Sveins Björnssonar. T0
15. okt.
Slunkaríki, ísafirði
Færeysk myndlist: grafíkmyndir Astri
Luihn.
Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði
v. Suðurgötu
Handritasýning opin þriðjudaga - föstu-
daga kl. 14-16. Til 15. maí.
Þjóðarbókhlaðan
Anddyi-i: Undir bláum sólarsali - Eggert
Ólafsson. Til 31. ágúst. List Inúita, T0 4.
nóv.
TÓNLIST
Sunnudagur
Hásalir, Hafnarfirði: Kór Flensborgar-
skólans. Kl. 20.30.
Fimmtudagur
Islenska Óperan: Jóhann Friðgeir Valdi-
marsson tenór og Ólafur Vignir Alberts-
son píanóleikari. Kl. 20.30.
LEIKLIST
Borgarleikhúsið
Litla hryllingsbúðin, lau. 4., fös. 10. sept.
íslenska Óperan
Hellisbúinn, lau. 4., fös. 10. sept.
Iðnó
Hádegisleikhúsið: 1000-eyja sósa, mið. 8.,
fim. 9., fös. 10. sept.
Þjónn í súpunni, fim. 9. sept.
Loftkastalinn
Rent, fös. 10. sept.
Kaffileikhúsið
Ævintýrið um ástina, sun. 5. sept.
Upplýsingar um listviðburði sem óskað
er eftir að birtar verði í þessum dálki
verða að hafa borist bréflega eða í tölvu-
pósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merkt-
ar: Morgunblaðið, Menning/listir,
Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir:
5691222. Netfang: menning@mbl.is.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. SEPTEMBER 1999