Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Síða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS - MENNING LISTIR
34. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR
EFNI
GÁSIR VIÐ
EYJAFJÖRÐ
Við Hörgárósa á vesturströnd Eyjafjarðar
eru minjar um langstærsta byggðasvæði
frá miðöldum sem þekkt er hér á landi.
Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að
menn hafa verið á þessum verslunarstað
frá 10. öld og fram yfir aldamótin 1400.
Um þennan forna verzlunarstað og forn-
leifarannsóknir þar skrifar Margrét Her-
manns Auðardóttir fornleifafræðingur.
GENGIÐ Á SNÆFELL
Snæfell er hæsta fjall á íslandi utan meg-
injökla, svipmikið og er af því útsýni yfir
mik.il víðerni og svo til Vatnajökuls. Um
göngu á Snæfell skrifar Bjarni E. Guð-
leifsson náttúrufræðingur og er líklegt að
einhverjir fari í fótsport, hans á komandi
haustdögum því tilfinningaþrungnar uin-
ræður um Eyjabakka að undanförnu hafa
orðið til þess að margir hafa lagt leið sína
á þessar slóðir í sumar.
HAFSTEINN OG
HUSE
opna sýningar á Kjarvalsstöðum í dag. Haf-
steinn Austmann sýnir myndir unnar í olíu
og vatnsliti á undanförnum 15 árum; yfirlits-
sýningu, sem ekki var lagt upp með, heldur
varð til svona eftir á. Norski Iistamaðurinn
Patric Huse sýnir landslagsmálverk og
teikningar, sem byggja á landslaginu við
Krýsuvík. Sú sýning vakti gríðarlega athygli
í Osló og frá Kjarvalsstöðum fer hún á söfn í
Bandaríkjunum.
VARGÖLD
I 2. hluta greinaflokks um sögu þýskra kvik-
mynda skrifar Jónas Knútsson kvikmynda-
gerðarmaður um þau kaflaskipti sem urðu í
Þýskalandi þegar Göbbels skildi áróðurs-
gildi kvikmynda. Undir stjórn nasista voru
gerðar 1000 kvikmyndir, en á saman tíma
gengu þeir af þýskri kvikmyndagerð dauðri.
26 alþjóðlegra arkitekta í Nútímalistasafn-
inu í New York vekur athygli á breyt.tum
áherslum í byggingarlist síðustu 10 ára. Inn-
hverfu heimilislífinu hefur verið varpað fyr-
ir róða en sameiginleg einkenni þessara hí-
býla er nálægðin við umhverfið nær og fjær
þar sem flestir útveggir eru úr gleri og hver
krókur og kimi er tækjum búinn til ÍJar-
skipta.
FORSÍÐUMYNDIN
/ /
PALL OLAFSSON
TIMINN
Tíminn mínar treinir ævistundir.
Líkt sem kemba er teygð við tein
treinir hann mér sérhvert mein.
Skyldi hann eftir eiga að hespa, spóla
og rclcja mína lífsins leið,
láta í höföld, draga í skeið?
Skyldi hann eftir eiga að slíta, hnýta,
skammel troða, skeið að slá,
skjóta þráðum til ogfrá?
Skyldi hann eftir eiga mig að þæfa,
síðan úr mér sauma fat,
síðast slíta á miggat?
Skyldi hann eftir eiga mig að bæta?
Pað get ég ekki giskað á
en gamali held ég verði þá.
Póll Ólalsson, 1827-1905, fæddist á Dvergasteini við Seyðisfjörð, ólst upp á Kolfreyjustað
! Fáskrúðsfirði, en var lengst af bóndi á Fljótsdalshéraði. Hann var gleðimaður og yrkisefni
hans voru úr daglega lifinu, um gleðskap og búskap, hesta og einkum þó um seinni konu
hans sem var ló órum yngri en hann.
Myndina tók Snorri Snorrason á Eyjabökkum, en í baksýn er Snæfell.
RABB
Kl RKJAN OG
SAMKYNHNEIGÐ
m JTANDRÆÐAGANGUR
K þjóðkirkjunnar við að taka
K afstöðu til þess hvort
K blessa megi í kirkju hjóna-
K band samkynhneigðra
(eða staðfesta samvist eins
og það er ennþá kallað) er
▼ farinn að verða henni
heldur til minnkunar. Kirkjan hefur lagt
áhei'zlu á stuðning við margvíslega minni-
hlutahópa og prédikað umburðarlyndi og
réttlæti gagnvart t.d. ólíkum kynþáttum, en
þessum stóra minnihlutahópi - sumir gizka
á um 5% þjóðarinnar - finnst hann lítt vel-
kominn innan kirkjunnar og að hún flokki
samkynhneigða sem annars flokks trú-
bræður. Sem betur fer eru ekki allir kirkj-
unnar menn þeirrar skoðunar að hjóna-
vígsla samkynhneigðra sé fráleit, en and-
stæðingar hennar eru þó augljóslega nógu
mai'gir til að koma í veg fyrir að kirkjan
breyti afstöðu sinni.
Af kynnum mínum við samkynhneigt fólk
þykist ég vita að samkynhneigð er ekki
hlutskipti, sem neinn velur sér, ekki frekar
en að vera svartur eða hvítur, rétthentur
eða örvhentur, íslendingur eða Indverji.
Samkynhneigð er jafnnáttúruleg og eðlileg
og gagnkynhneigð, þótt hinir samkyn-
hneigðu séu færri en við hin. Hún er partur
af sköpunarverkinu og þar af leiðandi hlýt-
ur hún að vera Guðs vilji. Við erum einfald-
lega ekki öll sköpuð eins - en þó öll eftir
Guðs mynd, samkvæmt því sem Biblían
kennir okkur.
Biblían - þar stendur nú reyndar hnífur-
inn í kúnni. Þegar andstæðingar hjónavígslu
samkynhneigðra vilja ekki viðurkenna eigin
fordóma beita þeir bókinni helgu fyrii- sig.
Þar eru víst einhverjir textar, sem útleggj-
ast þannig að samkynhneigð sé synd og
hreinlega bönnuð samkvæmt Guðs orði. Ég
skal viðurkenna að ég þekki ekki þessa ritn-
ingarstaði þannig að ég geti vitnað í þá. Við
biblíulestur hef ég aldrei staldrað við þá eða
tekið eftir þeim. Eg viðurkenni líka að Bibh'-
una mína tek ég helzt fram úr bókaskápnum
þegar eitthvað bjátar á í lífinu, til að sækja
styrk og trú. Umræddir ritningarstaðir hafa
aldrei orðið mér innblástur, styrkur eða
hvatning til eins eða neins. Þeir hafa aldrei
orðið til þess að ég beindi lífi mínu á nýjar
brauth-. Það hafa hins vegar svo ótal margir
aðrir textar í Biblíunni orðið. Kærleiksboð-
skapur Krists ermegininntak ritningarinnar
og það er hann, sem hefur hrifið hundruð
milljóna manna með sér og breytt lífi þeirra,
ekki þessii- torfundnu staðir í Bibh'unni, sem
sumir kirkjunnar menn bera íyrir sig.
Biblían er líka full af mótsögnum, án þess
að það hafi komið í veg fyrir að kirkjan hafí
tekið nútímalega afstöðu til mála. Páll post-
uli hvatti þræla til dæmis til að vera hlýðnir
í öllu jarðneskum húsbændum sínum, en
ekki hefur orðið vart við það seinni árin að
kirkjan styðji þrælahald. Páll hvatti aukin-
heldur konur í Kólossu að vera eiginmönn-
um sínum undirgefnar, „eins og sómir
þeim, er Drottni heyi’a til“. Samt er ís-
lenzka þjóðkirkjan með jafnréttisáætlun.
Fagnaðarerindið er mörgum samkyn-
hneigðum sömuleiðis afar kært. Margir
hafa þeir mátt búa við margvíslegt mótlæti
og innri baráttu vegna fordóma samfélags-
ins og hafa þá sótt sér styrk í trúna. Samt
hefur kirkjan ekki tekið þeim opnum örm-
um með kærleika og umburðarlyndi; ekki
leyft þeim að finna að þeir eigi raunveru-
lega heima í samfélagi kristinna manna.
Tilfinningamar, sem sambönd samkyn-
hneigðra para byggjast á, eru jafnfallegar
og sannar og okkar hinna; lífshamingjan í
farsælum samböndum sú sama. Oskii’ sam-
kynhneigðra um að kirkjan blessi hjóna-
band þeirra ættu í raun að vera kirkjunni
fagnaðarefni. Þær bera vott um að fólk
sækist eftir blessun hennar. Vígsla í kirkju
er yfirlýsing um að hjón hyggist ganga á
Guðs vegum, haga sambandi sínu í sam-
ræmi við boðskap kirkjunnar. Kirkjan ætti
að fagna öllum, sem til hennar vilja koma í
slíkum erindagerðum. Samt heldur hún
þessum eina hópi armslengd frá sér.
Þegar andstæðingar vígslu samkyn-
hneigðra í kirkjunni komast í rökþrot og
viðurkenna, að tilfinningar samkynhneigðra
- kynhneigð þeirra - séu ekki synd, hafa
þeir gjarnan uppi þá röksemd að kynhegð-
un þeirra sé syndsamleg; m.ö.o. að það sé í
lagi að bera ástarhug til manneskju af sama
kyni, en ekki að elskast með henni. Burtséð
frá því almenna sjónarmiði að það þykir
eðlilegt og sjálfsagt að flest ástarsambönd
séu fullkomnuð með kynlífi, hlýtur þessi
röksemdafærsla óhjákvæmilega að enda í
ógöngum, því að kirkjan fer ekki fram á
neitt kynhegðunarvottorð hjá gagnkyn-
hneigðum, sem vilja ganga í hjónaband,
jafnvel þótt vitað sé að ýmislegt gengur nú
á í kynlífi gagnkynhneigðra.
Dæmið ekki, til þess að þér verðið ekki
dæmdh’, segir Jesús í Biblíunni. Ég hef
stundum velt því fyrir mér hvaða afstöðu
þeir, sem tregastir eru til að veita samkyn-
hneigðum blessun kh’kjunnai’, myndu taka
ef það kæmi t.d. í ljós að barnið þeirra væri
samkynhneigt. Liði þeim vel með að hafa
fyrirfram dæmt það sem syndara og útOok-
að að það fengi að lifa í kærleiksríku sam-
bandi með annarri manneskju með blessun
kirkjunnar? Eða legðu þeir á sig að leita að
týnda sauðinum og skildu hina níutíu og níu
eftir á meðan?
Sannleikurinn mun gera yður frjálsa,
sagði Kristur. Þessi orð hafa sannazt á
mörgum samkynhneigðum, sem hafa komið
út úr skápnum, eins og það er kallað, hætt
að skrökva að sjálfum sér og samfélaginu
um hneigðir sínar og tilfinningar; orðið
betri og sannari menn fyrir vikið. Kirkjan
ætti að hvetja og styðja þá, sem vilja
horfast í augu við eigin samkynhneigð og
læra að lifa með henni, í stað þess að ýta
undir að fólk lifi í lygi og luktum heimi ang-
istarinnar yfm því að vera öðruvísi en aðrh’.
Fordómar samfélagsins í garð samkyn-
hneigðra eru á undanhaldi, en þó ennþá svo
yfirþyrmandi að sumir hafa jafnvel fremur
valið sjálfsvíg en að vera samkynhneigður í
þessu samfélagi. Með breyttri afstöðu gæti
kirkjan stuðlað að því að fækka slíkum til-
fellum. Hún á að bjóða fram til samkyn-
hneigðra það bezta veganesti, sem hugsazt
getur í ólgusjó lífsins, fagnaðarerindi
Ki’ists, sem á sama erindi við okkur öll
hvernig sem Guð skapaði okkur. I þessu
máli á kirkjan að ganga á undan, en ekki að
drattast á eftir. Sjálfsagt og eðlilegt fyrsta
skref er að leyfa og hvetja til hjónavígslu
samkynhneigðra í kirkjunni.
ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. SEPTEMBER 1999 3