Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Síða 4
Ljósmynd/Margrét Hermanns Auðardóttir
Gásir við Eyjafjörð. Myndin er tekin sunnan við ytri Gáseyrina yfir rústirnar á
Gásaverslunarstað sem greina má á miðri mynd.
VERSLUNAR-
STAÐURINN
AÐ GÁSUM
EFTIR MARGRÉTI HERMANNS AUÐARDÓTTUR
Undir svarðarþekju við Hörgárósa á vesturströnd Eyja-
fjarðar hvílir langstærsta samfellda byggðaminjasvæði
frá miðöldum sem þekkt er hér á landi. Til marks um
hversu áhugavert það < er var því helgað sérstakt mál-
þing í Noregi á fyrra ári. í rituðum heimildum er stað-
arins ýmist getið sem Gása eða Gáseyrar en hann ber
nafn af gásum, sem er eldri orðmynd fyrir gæsir, en
þær flykkjast í stórum hópum á staðinn ár hvert.
AÐ er einkennandi fyrir verslun-
arhafnir fyrr á tíð að þær er að
finna þar sem skipalægi var hag-
stætt frá náttúrunnar-hendi eins
og að Gásum (sjá kort). Minjarn-
ar frá Gásaverslunarstað eru
margfalt umfangsmeiri en þær
minjar sem er að finna við aðrar
verslunarhafnir landsins frá miðöldum, en það
gæti bent til þess að snemma hafí náðst fast-
mótaðra innra skipulag á verslun á Norður-
landi en í öðrum landshlutum. Fornleifarann-
sóknir sem fram fóru að Gásum 1986 leiddu í
Ijós að menn hafa haldið til á verslunarstaðn-
um allt frá 10. öld og fram yfir aldamótin 1400.
Áður en fjallað verður um minjarnar að
Gásum er vert að h'ta til þeirra fornminja og
örnefna í Eyjafirði sem benda til verslunar.
Þar ber fyrst að nefna h'til vogarlóð, svokölluð
met, frá víkingatíma sem notuð voru sem
þyngdareiningar til að vega gjaldmiðil í
tengslum við vöruskipti og verslun. Slík vogar-
lóð sem þekkt eru hér á landi eru 55 talsins, af
þeim eru 44 úr heiðnum gröfum, og tæplega
helmingur þeirra er frá Dalvíkursvæðinu
ásamt Svarfaðardal. Vogarlóðin og bátsgrafir
við Dalvík í mynni Svarfaðardals benda til
þess að bændur á þessu svæði hafi stundað
farkaupmennsku á fyrstu öldum Islands-
byggðar.
Bæjarnafnið eða ömefnið Kaupangur suð-
austur frá Gásum (sjá kort) mætti túlka sem
vísbendingu um verslunarumsvif í tengslum
við þinghald á Vaðlaþingsstað sem liggur norð-
an Kaupangs. Ömefnið Kaupangur er náskylt
nöfnum og nafnaviðskeytum á verslunarstöð-
um á Norðurlöndum frá víkingatíma, þ.e.a.s.
kaupang í Noregi, köbing í Danmörku og köp-
inge í Svíþjóð. Ef innanlandsverslun eða vöm-
skipti hafa farið fram á Kaupangssvæðinu í
tengslum við þinghald má ætla að viðskipti við
innlenda sem erlenda farkaupmenn hafi farið
fram að Gásum þegar á 10. öld.
Verslunarstaðurinn að Gásum og
breytingar á náttúrufari við Hörgárósa
Þær búðaminjar sem greina má að Gásum
em um 10.000 m2 að flatarmáli en hinn hring-
laga kirkjugarður (A) og svæðið milli hans og
búðaminjanna (G) eru um 4000 m2 að flatar-
máli (2. mynd). Milli búðaþyrpinganna hafa
legið götur eða sund. Opna svæðið (G) milli
hringlaga kirkjugarðsins og búðaþyrpinganna
hefur sennilega nýst sem opið svæði eða torg
þar sem verslun og vömskipti hafa farið fram.
Nýlegar mælingar á strandsvæðinu við
Hörgárósa benda til þess að yfirborð sjávar
hafi hækkað allt að 40 metmm eftir lok síð-
ustu ísaldar. Það gæti einnig hafa verið um all-
nokkra sjávarborðshækkun að ræða milli nú-
tíma og elsta hluta verslunarminjanna að Gás-
um, sem nær aftur á 10. öld. Rannsóknir Hall-
dórs Péturssonar jarðfræðings á vatnafarveg-
um Hörgár hafa auk þess leitt í Ijós að aur-
skriður úr bröttum fjallshlíðum meðfram far-
vegum Hörgár hafi lent í ánni og þetta hafi
leitt til vemlegra breytinga við ósa Hörgár
þar sem Gásaverslunarstað er að finna. Við
sunnanverða Hörgárósa er greinilega um tvær
eyrar að ræða, innri Gáseyri þar sem verslun-
arstaðurinn stóð og ytri eyri, sem ýmist hefur
verið kölluð Gáseyri eða Toppeyri. Gáseyrar
er iðulega getið í fombréfum og einnig rit-
heimildum frá miðöldum og síðari öldum.
Sandeyrarnar við ósa Hörgár, innri eldri Gás-
eyrin og ytri yngri Gáseyrin eða Toppeyrin,
Kort af Norðurlandi eystra sem sýnir staðsetningu þeirra örnefna, staða og
fornleifafyrirbaera sem getið er í greininni hér. (MHA 1998.)
Lítið vogarlóð eða met frá síðvíkingatíma.
Kjarni lóðsins er úr járni og skelin úr bronsi,
en þyngd lóðsins er tæplega 4,3 g. Innfellda
krossmerkið líkt og málmþráðurinn utan um
stautinn á lóðinu þjónaði þeim tilgangi að
leiðrétta þyngd þess til að ná ákveðinni
þyngdareiningu. (ímynd 28/5 1990.)
hafa myndast þar sem framburður Hörgár
hefur hrannast upp á mörkum ósa árinnar og
sterkra hafstrauma meðfram vesturströnd
Eyjafjarðar.
Fornleifarannsóknir að Gásum 1907
Sumarið 1907 gróf danski kapteinninn og
fornleifafræðingurinn Daniel Bruun ásamt
norrænufræðingnum Finni Jónssyni allnokkra
smáa og stóra könnunarskurði í búðaþyrping-
arnar að Gásum (sjá uppdrátt). Rannsóknirn-
ar að Gásum 1986 benda þó eindregið til þess
að búðaminjarnar sem þeir félagar könnuðu
séu miklu flóknari að uppbyggingu en þeir
gerðu sér grein fyrir, bæði að því er gerð og
innbyrðis aldur varðar. Ekki er með þessu
verið að vanmeta þá frumherjavinnu sem þeir
félagar inntu af hendi. En hvort tveggja er, að
bylting hefur orðið í fornleifafræðilegri upp-
graftrartækni á þeim rúmum 90 árum sem lið-
in eru síðan og einnig búum við að margfalt
betri þekkingu á mannvirkjagerð úr torfi.
Við þetta er því að bæta að á síðari hluta ald-
arinnar áttuðu menn sig á jarðhýsurn sem sér-
stöku byggingafyrirbæri. Þau eru meðal ann-
ars einkennandi fyrir verslunarstaði norrænna
manna frá síðjárnöld og víkingatíma og hið
sama á við um elsta hluta verslunarstaðarins
að Gásum samkvæmt niðurstöðum rannsókn-
anna 1986. Þar af leiðandi eru allar líkur á því
að neðstu gólflögin sem þeir Bruun og Finnur
greindu árið 1907 séu frá jarðhýsum, sem hafi
fylgt annarri skipan en þær búðaþyrpingar
sem greina má á staðnum í dag. Með frekari
rannsóknum að Gásum er því viðbúið að menn
myndu einnig túlka yfirborðsminjarnar á
staðnum með öðrum hætti en þeir Bruun og
Finnur gerðu í byrjun aldarinnar.
Rannsóknirnar
að Gásum 1986
Síðla sumars 1986 voru grafnar fjórar könn-
unarholur, 1x3 m eða 3 m2 að flatarmáli, í hluta
minjanna að Gásum. Annars vegar voru teknar
þrjár holur innan búðaþyrpinganna auk könn-
unarholu í norðurlangvegg kirkjurústarinnar
innan hringlaga kirkjugarðsins sem áður er
getið (sjá loftmynd). Könnunarholurnar fjórar
voru því samanlagt 12 m2 að umfangi og því
einungis örlítill hluti af því 14.000 m2 svæði
sem sýnilegar yfirborðsminjar að Gásum ná til.
Til að komast nær um aldur búðaþyrpinganna
voru holurnar teknar í gegnum veggjaleifai’,
þar sem ætla mátti að elsta byggingarskeiðið
væri að finna undir þeim veggjaleifum sem
greina mátti á staðnum.
Undir veggjaleifum í tveimur af könnunar-
holunum komu í ljós niðurgrafin gólf, sem
benda til þess að fyrsta byggingarskeiðið að
Gásum hafi einkennst af jurðhýsum eins og
áður segir. Við rannsóknirnar 1986 mátti
einnig sjá að þegar fram í sótti hafi menn
stungið upp jarðveg utan við búðaveggina
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. SEPTEMBER 1999