Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Qupperneq 7
Sýningu fylgir alltaf viss léttir, einhvers konar kaflaskil. núna og hef verið að hugsa um undanfarið. Þessi sýning er því kærkomið tækifæri til að undirbúa flugið." Hafsteinn er úr hópi þeirra málara sem komu fram á sjónarsviðið á sjötta áratugn- um. Hann hefur verið trúr sjálfum sér í myndlistinni; listfræðingurinn Aðalsteinn Ingólfsson kemst þannig að orði í sýningar- skrá að einkenni á myndlist Hafsteins sé „... sú frjóa togstreita yfirborðs og rýmis, skipulags og óreiðu, rökhugsunar og tilfinn- inga, sem er aðal myndlistar Hafsteins til þessa dags“. Sjálfur segist Hafsteinn aldrei hafa málað fígúratíft, ekki einu sinni teiknað, „... ég ætti sjálfsagt að teikna meira, það er undirstaðan fyrir alla myndlist. Ég byrja alltaf á því að byggja upp form myndarinnar í svart-hvítu. Síðan fara litirnir að bætast við og togstreitan við að komast til botns í myndinni hefst fyrir alvöru. Fyrir mér er samspil lita og forma að- alatriðið, persónuleg tjáning eða lestur í mál- verkin er ekki í huga mér þegar ég mála. Áhorfandinn á ekki að skynja persónu mína af málverkunum heldur á hann að skoða við- brögð sinnar eigin persónu við málverkinu. Þegar ég skoða verk mín frá liðnum árum eins og á þessari sýningu rifjast ekki upp fyr- ir mér hvernig mér leið þegar ég málaði til- tekna mynd. Eg fer kannski að hugsa um eitt- hvað annað sem tengist þeim tima, hvað ég var að gera eða bara hvað mér hafí nú farið fram síðan ég málaði þessa mynd. Maður er stöðugt að reyna að gera betur og ná enn lengra en áður. Sumar af gömlu myndunum mínum finnst mér reyndar býsna góðar. Ég hef þó allt aðra tilfinningu fyrir þeim núna en ég hafði þegar ég málaði þær. Mér þótti mynd kannski góð af allt öðrum ástæðum þá en núna. Þetta er dálítið flókið mál skal ég segja þér, tengslin við gamlar myndir. Best er að fara ekki of mikið út í þá sálma.“ Hafsteinn segir að með árunum hafí færst meiri formfesta yfir vinnulagið sjálft. „Hér áður málaði ég kannski fram á kvöld eða nótt. Nú byrja ég oftast fyrir hádegi á því að mála í vatnslitum. Það er auðveldara að byrja dag- inn þannig, vatnslitirnir eru auðveldari. Eftir hádegið sný ég mér frekar að olíulitunum og mála fram undir kvöld. Ég reyni alltaf að hætta dagsverkinu þannig að ég eigi eitthvað eftir. Þá er auðveldara að byrja næsta dag. Ég mála á hverjum degi og líður illa ef ég sleppi því marga daga í senn. Það er helst ef ég fer í ferðalög sem ég sakna þess ekki. En ef of langur tími líður fer ég verða órólegur. Ég fæ hreinlega kvíðatilfínningu ef ég mála ekki. Kannski er þetta bara mín aðferð við að verða ekki vitlaus." Hafsteinn segir að vissulega komi tímabil þar sem honum finnst ekkert ganga. „Maður hjakkar kannski í sama farinu langtímum saman. Þá hefur mér gefist vel að skipta um efni, fara úr vatnslitunum í olíuna eða öfugt. Svo losnar skyndilega um eitthvað og manni finnst allt ganga upp. Mér hefur fundist þetta gerast ef ég hef farið utan. Eftir dvöl í Róm árið 1965 fór ég t.d. að vinna allt öðruvísi með olíulitina en áður. Aðalatriðið er auðvitað að halda áfram að vinna hvernig sem gengur. Þau eru kannski ekki mörg augnablikin sem manni hefur fundist að mynd gengi alveg upp. En þau halda manni samt gangandi.“ Krísuvík. Myndin er úr bókinni Rift sem Aschehougforlagið hefur gefið út um Patrick Huse og list hans. un er, eins og áður segir, vandlega ígrunduð og því hluti af þeim skila- boðum sem hann vill koma á fram- færi. I Krýsuvík hefur Patrick fundið landslag sem gerir honum kleift að koma skilaboðum sínum frá sér á af- gerandi hátt. Landslagið er eyðilegt og ógnvekjandi og sumstaðar er eins og aldrei hafi farið þar maður um; þeim sem kemur þar virðist stundum að hann hljóti að vera fyrstur til að líta þessa sanda, hraun og kletta. Þar birt- ist landslagið sem frumkraftur, óbyggt og óbeislað, markað af ómennskum öfl- um elds og vinda, vatns og titrandi jarðskorpunnar. Þar stendur maðurinn bókstaflega andspænis náttúrunni og finnur hvorki í henni næringu né skjól. Samt hefur hún undarlega sterkt að- dráttarafl, þessi berangurslega og óvinsamlega náttúra. Hún veitir okkur í raun tækifæri til að skilja okkur sjálf sem okkur býðst ekki gagnvart rækt- uðu landi, búsældarlegum sveitum eða skipulega byggðum svæðum. Gagnvart þessari náttúru getum við öðlast skiln- ing á þeim sterku mótsögnum sem móta okkur, andstæðu náttúru og menningar, hins grundvallarlega og hins afleidda, hins fagra og hins óbeisl- aða. I landslaginu birtast öll grundvall- arform og þess vegna virðast málverk Patricks frá Krýsuvík stundum vera allt að því afstrakt. I gegnum þetta landslag tekst honum að nálgast frum- þætti málverksins sjálfs svo í raun eru myndir hans ekki aðeins íhuganir um’ landslagið og manninn heldur einnig rannsókn á möguleikum og eðli listar- innar. Það er auðvitað alltaf spennandi fyr- ir Islendinga að sjá hvernig utanað- komandi listamenn nálgast landið og þann efnivið sem íslenskir málarar hafa verið að vinna úr meira eða minna alla öldina. En það er sjaldan sem við sjáum tekið á þessu efni með jafn ákveðnum og afgerandi hætti og í verkum Patricks. Ef finna ætti einhverja hliðstæðu við þessi verk í íslenskri myndlist þyrfti að leita til Kjarvals því í myndum Patricks birt- ist einmitt ýmislegt af því sem gerir málverk Kjarvals einstök. Þar vaknar sterk tilfinning fyrir sjálfstæðu lífi náttúrunnar og þeirri dul- arfullu meðvitund sem í henni býr. Patrick nær líka að lífga hreyfingu í hraunmyndum sínum sem ekki á sér aðra hliðstæðu en hraunmyndir Kjarvals, til dæmis mynd hans af mosagrónu hrauninu við Vífilfell. Engu að síður nær þessi samanburður ekki langt því málverk Patricks tilheyra allt öðrum tíma og öðrum hugsunarmáta en myndir Kjarvals. Þótt Patrick Huse máli landslag er langt frá því að verk hans séu einhvers konar aftur- hvarf til fyrri tíma listar eða að þau takist ekki á við þau vandamál sem efst eru á baugi í samtímalistinni. Öll framsetning myndanna og samhengi þeirra endurspeglar nútímaleg viðhorf og gagnrýna sýn á bæði viðfangsefni myndlistarinnar og aðferðir hennar. Gagn- rýnin felst ekki í fordæmingu á nýlist eins og sumir sem fjallað hafa um list Patricks hafa haldið fram; það er allt of einföld túlkun. Hins vegar fela þessi verk í sér sterka kröfu til listamannsins um að hann axli ábyrgð á sínu starfi og þar með á öllu um- hverfi sínu. Þetta getur listamaður gert, sama hvaða miðil hann kýs sér, málverk, innsetningu eða skúlptúr, en það verður aðeins gert með því að nálgast starfið af fullri alvöru, forðast einfaldar lausnir og yfírborðs- mennsku, og gera sér grein fyrir því að það er fullt eins mikill ábyrgðar- hluti að mála málverk og til að mynda að stjórna stórfyrirtæki eða gegna ráðherraembætti. Líkt og var um sýninguna sem Pat- rick kom með hingað árið 1995 hefur verið gefin út stór bók um málverk hans frá Krýsuvík, í þetta sinn á veg- um Aschehoug-forlagsins sem er eitt það stærsta í Noregi. í bókina rita fjórir fræðimenn, meðal annarra Fol- ke Edwards, prófessor í listfræði við Listaháskólann í Stokkhólmi. Þar segir hann um myndir Patricks: „Náttúran er orðin í senn raunveru- legri og meira afstrakt. Raunveru- legri í þeim skilningi að við finnum líkamlega fyrir byggingu hennar, en afstrakt í þeim skilningi að við grein- um ekki lengur einstaka hluti eins og fjöll, ský eða vatn. Hin hlutlæga af- staða hefur vikið fyrir ferli og hreyf- ingu. Við stöndum ekki lengur frammi fyrir hlut sem hefur útlínu, massa og stærð. í staðinn stöndum við frammi fyrir einhverju eða ein- hvers konar strúktúr sem virðist stöðugt vera að breytast. Það er eins og við séum gengin inn í hraun sem ekki er enn storknað. Eða inn í sjálft frum-efnið.“ Sýning Patricks hefur yfirskriftina Rift sem mætti útleggja sem „rof‘ eða „rifu“. Með því er augljóslega verið að vísa til þess að á Islandi, og alveg sérstaklega í Krýsuvík, er jörð- in að rofna þar sem meginlandsflek- arnir tveir færast hvor frá öðrum svo landið gliðnar sundur. En um leið sjá- um við að þessi gliðnun og hið eyðilega lands- lag sem af henni skapast endurspeglar hug- lægari gliðnun eða rof, rof manns og náttúru, hugsunar og forms, skilnings og umhverfis. I grófri náttúru Suðurnesjanna hefur Patrick fundið uppsprettu sem gerir honum kleift að fást við grundvallarvandamál af þessu tagi og búa til málverk sem hljóta að höfða sterkt til hvers áhorfanda. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. SEPTEMBER 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.