Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Síða 8
Safnaðarheimili og tónlistarskóli í Hafnarfirði. Það er sá hluti hússins sem hýsir skólann sem
sést á myndinni.
Höfðabakkabrúin.
Ljósmyndir/Ámi Sæberg
Arbæjarsundlaug,
NORRÆNI BYGGINGARDAGURINN
Dagana 5.-8. september
verður Norræni bygging-
ardagurinn (NBD) haldinn
í Reykjavík. Samtökin Nor-
rænn byggingardagur
voru stofnuð í Stokkhólmi
árið 1927 og eru fjöl-
mennustu samtök á Norð-
urlöndum sem hafa starf-
að sjálfstætt í anda nor-
rænnar samvinnu. Ráð-
stefnur Norræna bygging-
ardagsins eru haldnar til
skiptis á Norðurlöndunum.
Þetta er 20. ráðstefnan
sem haldin er en sú þric ija
sem haldin er á i ísland j
MARKMIÐ Norræna byggingar-
dagsins er að kynna og skiptast
á skoðunum um mannvirkja-
gerð, skipulag, byggingartækni
og hvaðeina sem varðar byggin-
ariðnaðinn á Norðurlöndum. Sú nýbreytni
var tekin upp á NBD19 í Stokkhólmi árið
1996 að blanda saman fyrirlestrum og skoð-
unarferðum þannig að þátttakendur gætu,
auk þess að hlusta á fyrirlestra, kynnt sér á
staðnum nýjungar í bygginariðnaði í viðkom-
andi landi.
Formaður Norræna byggingardagsins á ís-
landi er Þorvaldur S. Þorvaldsson forstöðu-
maður Borgarskipulags Reykjavíkur.
Dómhús Hæstaréttar við Arnarhól.
Norræni byggingardagurinn í Reykjavík
hefst sunnudaginn 5. september með skoðun-
arferð um borgina undir leiðsögn. Á mánu-
dag verður ráðstefna með fyrirlestrum í Há-
skólabíói og verður dagskráin blönduð tón-
listarflutningi og öðrum menningarlegum
listviðburðum. Fyrirlesarar verða frá íslandi,
hinum Norðurlöndunum og víðar að. Heið-
ursfyrirlesari verður frú Vigdís Finnboga-
dóttir, fyrrverandi forseti Islands, sem
„skyggnist inn í nýja öld.“ Þriðjudaginn 7.
september er boðið upp á stuttar skoðunar-
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. SEPTEMBER 1999