Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Síða 12
sýslu og Suður-Múlasýslu, afstöðu af öllu, og
suður í Lón; og suður yflr Öræfajökul sást of-
an á auð fjöll, sem eru á að giska í Fljóts-
hverfí. Þetta er ljós vottur um, að Snæfell er
hærra en Öræfajökull, þar sem svona sást til
fjalla yfír hann.“
Ferð Fljótsdselinga 1 880
Báðar fyrmefndar göngur voru á norður-
enda fjallsins. Næst er vitað til að átta Fljóts-
dælingar gengu saman á Snæfell 22. ágúst
1880, líklega sömu leið, en þeir lentu í ógöng-
um vegna jökulsprungna. Lýsing Guttorms
Vigfússonar á þessari leið er ekki aðlaðandi
(4):
„Þar komum vjer að jökulgjá, er lá þvert
fyrir allri sveifinni. Var enginn kostur að kom-
ast yfir hana, því að öðru megin lá hún fram á
þverhnýptan hamar, en hinu megin ofan í jök-
ulhengi. Gjá þessi var frá 2-4 föðmum á
breidd og 30-40 faðma djúp, og efri barmurinn
miklu hærri en hinn neðri. Var við því búið að
vjer yrðum að snúa aftur, nema ef vjer freist-
uðum að fara yfír á örmjórri og þunnri ný-
fennisbrú, er lá á einum stað yfír hana og var
það ráðið. Fyrir ofan gjá þessa tóku við marg-
ar aðrar, en yfír flestar þeirra lágu gamlar
jökulbrýr, er virtust traustari en hin fyrsta.
Fyrir sumar varð gengið eða hlaupið yfir.“
Margir hafa farið vandræðalaust þessa
sömu leið, þar á meðal Helgi Hallgrímsson
sem getur þess til (11) að þessar jökulsprung-
ur hafi líklega verið afleiðingar sérlega mikilla
sumarhita árið 1880.
Ferð Austfirðinga 1925
Guttormur og félagar fóru sennilega niður af
suðausturhomi fjallsins, á Snæfellshálsi, og
gerðu í ferðinni ýmsar vísindalegar athuganir
og mældu meðal annars hæð fjallsins og töldu
það 2006 m en Sveinn Pálsson hafði talið það
2080 m. Lengi var það talið hæsta fjall á Is-
landi, en Þorvaldur Thoroddsen telur það
skömmu fyrir aldamót vera 1822 m og næst-
hæsta fjall landsins (11). Fjórir Austfirðingar
gengu svo á Snæfell 22. júlí 1925 og mældu hæð
þess 2130 m. Gengu þeir eftir fjallinu endilöngu
norðanfrá, líklega upp norðvesturöxlina. Þeir
voru 2,5 tíma upp og svo auðveld þótti þeim nið-
urgangan sunnanfrá að Sveinn Jónsson bóndi á
Egilsstöðum teymdi hest sinn þar upp daginn
eftir (12). Snæfell er nú talið 1833 m hátt, hæsta
fjall utan Vatnajökuls og hæsta fjall í Norður-
Múlasýslu. Síðan þessir frumkvöðlar gengu á
Snæfell hafa fjallaferðir mjög færst í vöxt og
ótalmargir gengið á fjallið eða farið þangað á
vélsleðum. Halldór Stefánsson (2) nefnir nokkr-
ar þessara ferða, og í ágúst 1937 munu fyrstu
konumar hafa gengið á fjallið, Bergljót Gutt-
ormsdóttir frá Hallormsstað, Unnur Jónsdóttir
frá Egilsstöðum og Unnur Briem úr Reylqavík.
Þær fóm ásamt fylgdarmanni upp á suðvestur-
homi fjallsins. Þá em nefndar ferðir 1939 og
þrjár ferðir 1944. Halldór Stefánsson lýsir einni
þeirra allvel og komu þeir félagar með nokkrar
ömefnatillögur.
Ferð oklcar 1996
En það er af ferð okkar að segja, að Helgi
varð eftir við skálann, en við feðgarnir ókum
slóðina spölkorn lengra suður, líklega 2-3 km,
allt þar til við vomm komnir suður fyrir meg-
infjallið, suður á milli Langahnjúks og
taglanna sem ganga suður úr Snæfelli. Þar
hófst gönguferð okkar á Snæfell, líklega við
svonefnda Kvennprestakvos (5). Hefst gangan
í 825 m hæð, svo við þurfum að hækka okkur
um rúma 1000 m. Nú birti til, og við vomm
staddir í sól og logni. Alveg skafheiðríkt var í
suðri, góðviðrabólstar í vestri og þar bar
Kverkfjöll og Herðubreið við himin. Við tókum
nú stefnu á brattann til austurs, á hnjúkana og
töglin sunnan við Snæfellið. Þegar upp á
fyrsta ásinn er komið göngum við á fallegum
líparítmelum, og var það svo reyndar mestalla
leiðina. Nú komum við að gili sem lá til suðurs
og fómm yfir það á snjóbrú. Þetta er framhald
Axlardalsins og upptök Sauðár. Nú gengum
við í átt að Snæfellinu upp með gilinu í tals-
verðum hliðarhalla og lausagijóti, því við vild-
um spara okkur að fara alveg upp á gilbrún-
ina. Gilið sveigði síðan til austurs og lá að suð-
vesturhh'ð fjallsins. Þegar við höfðum gengið
upp með gilinu alveg að fjallsrótum sáum við
auðan hparíthrygg í fjallshlíðinni, handan gils-
ins, og fómm við þá aftur yfír það á fönn og
upp hrygginn. Þetta er Gönguöxlin sem liggur
upp á Axlartind. Hann var brattari og lausari
en við höfðum talið, enda sáum við annan
hrygg svolítið austar, eiginlega fyrir enda gils-
ins, og sýndist okkur hann aðgengilegri, og
ákváðum við að fara niður hann í bakaleiðinni.
Það mun vera svonefndur Uppgönguhryggur.
A göngú okkar upp Gönguöxlina fómm við að
sjá austur á Eyjabakkajökul, en hann átti eftir
að blasa betur við síðar. Við gengum síðan eft-
ir mjóum rinda Gönguaxlarinnar og til vinstri
sáum við vel ofan á falljökulinn í Axlarjökli, en
þegar rindanum lauk og við vomm á Axlart-
indi sveigðum við þvert til austurs á skafli og
þaðan aftur upp annan gijótrinda og vomm
við þá komnir að meginjöklinum sem þekur
Snæfell úr norðaustri. Hafursá er í forgrunni, skál Hálsjökuls á miðri mynd.
Ljósmynd/Oddur Sigurðsson
Efst: Horft upp eftir suðvesturhorni Snæfells. Sprunginn Axlarjökull sést lengst til vinstri. f leið-
angrinum sem hér er sagt frá var gengið upp auða hrygginn t.v. á myndinni, en niður af fjallinu
á hryggnum hægra megin fyrir botni gilsins. í miðju: Horft til suðurs af Snæfelli yfir Þjófahnjúka
að Eyjabakkajökli. Þjófadalur er fyrír miðju. Neðst: Hvílst að lokinni Snæfellsgöngu í baðiaug-
inni við Laugakofa. Norðausturhlið Snæfells í baksýn. Myndirnar tók greinarhöfundurinn.
koll fjallsins. Þarna vorum við líklega á þeim
stað sem Halldór Stefánsson nefnir Kamba-
brún (2). Snjórinn var laus vegna sólbráðar og
var auðgengið upp tvær hæfilega brattar
brekkur upp á tindinn.
Á tindinum
Snævi þakinn toppurinn er hvelfdur, fremur
mjór milli austur- og vesturbmnar en lengii í
norður og suður, og á brúnunum era vörður og
þar sá í hnullunga. Halldór Stefánsson og fé-
lagar hlóðu vörðu á suðausturbmninni og
nefndu hana Almenningshöfða, og þaðan er
fögur sýn yfir Eyjabakkana og Austurfjöllin. A
Snæfelli er lítill jökuli og Guttormur Vigfússon
segir að á toppinum sé ,jökulgnúpur“ en Þor-
valdur Thoroddsen talar um , jökulhúfu" (4), og
Halldór Stefánsson (2) bæði um ,jökulkúpu“
og ,jökulkoll“ en Benedikt Jónasson (12) og
Hjörleifur Guttormsson (9) um ,jökulhettu“.
Jöklarnir á tindi og í hlíðum Snæfells vom
rannsakaðir 1952 (17) og var þá meðfylgjandi
jökulkort teiknað. Nú voram við komnir á
toppinn eftir 3,5 tíma göngu, og höfðum við
gengið í sól og logni nær allan tímann. Þegar
við náðum jökulbrúninni fór að kólna og kula
úr vestri, og það var alveg ótrúlegt hvað okkur
varð kalt uppi á tindinum. Vindurinn kældi,
snjórinn kældi og við vomm áreiðanlega stadd-
ir í frosti. Við höfðum ætlað að njóta nestisins á
toppnum, en hríðskjálfandi reyttum við í okkur
nokkra bita, gengum snarlega um toppinn og
nutum útsýnis til allra átta, þó einna minnst til
vesturs, vegna þess að góðviðrabólstrarnir
komu siglandi til okkar, og við lentum í örfá
augnablik í einum slíkum. Við sáum víða auð
fjöll standa upp úr Vatnajökli, og við töldum
okkur sjá Öræfajökul. Ekki er hægt að rekja
fjallahringinn, enda allur norðausturhluti
landsins undir. „Þar fannst mér mikið tignar-
legur staður," skrifaði Guðmundur Snorrason
eftir að hafa fyrstur manna notið þessarar feg-
urðar og Guttonnur Vigfússon skrifar eftfr
aðra ferðina: „Utsýni þaðan er afar vítt og
tröllslegt." Benedikt Jónasson, einn Austfirð-
inganna frá 1925, segir (12): „Af Snæfelli er
dýrðleg útsýn,“ og Halldór Stefánsson (2) segir
1944: „Þótt reynt sé með orðum að lýsa hinni
yfirbragðsmiklu, víðfeðmu yfirlitssýn frá Snæ-
fellstindi, þá verður sú lýsing ekki nema eins
og svipur hjá sjón í samanburði við raunveru-
leikann." Fegurst þótti mér að líta til suðaust-
urs til Lónsöræfa og Þrándaijökuls. Hér er vel
viðeigandi að vitna til Ijóðlína Þorvarðar A.
Kjerúlf, en hann orti ljóð eftir gönguferð
Fljótsdælinganna á Snæfell 1880 (3):
Yfir firnindi og fjöll,
rennum augunum öll,
onaf Snæfellsins tröllvaxna tind.
Hér er svalari sól,
uppi á jötunheims hól,
en við niðandi laufhvanna lind.
Suðurhnjúkar - Þjófadalur
Við nutum útsýnisins af tindi fjallsins um
stund. Hnjúkarnir sunnan Snæfells eru sér-
lega fallegir þarna ofanfrá. Samheiti yfir alla
suðurhnjúkana er Þjófahnjúkar, en tveir þeir
vestustu bera sérheiti. Vestast er Ketilhnjúk-
ur (1160 m) og syðst Litla-Snæfell (1160 m),
og er Mosdalur á milli þeirra. Suðvestur úr
Litla-Snæfelli gengur öxl sem nefnist Bjálfa-
fell (980 m). Þrír Þjófahnjúkar (1230, 1122 og
1080 m) liggja til austurs frá Ketilhnjúki, og
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 4. SEPTEMBER 1999