Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Side 13
Horft til suðausturs úr Suðurhlíð Snæfells yfir innri hluta Eyjabakkasvæðisins. Hnjúkar í jaðri Vatnajökuls í baksýn, Eyjabakkajökull lengst til hægri. Horft yfir Axardal í átt að Snæfellstindi. Hamarinn ber við himin iengst til vinstri og neðar sést í hluta Skálatind. Göngumennirnir fóru upp auða hrygginn lengst tii hægri. myndast Pjófadalur á milli þeirra og Snæfells (sumir tala um Þjófadali (13), sem gætu verið áhrif af þekktara örnefni nærri Kjalvegi). Sá hæsti og vestasti Þjófahnjúkanna þeirra er ílangur og nefnir Helgi hann Þjófahrygg (6). Þjófadalur er ævintýraheimur, einkum vegna litbrigðanna, og auðvitað eru þjóðsagnir um sauðaþjófa á þessum slóðum (3). Á fellur um Þjófadal í átt að Eyjabökkum um Þjófagil, sunnan við svokallaðan Snæfellsháls sem gengur suður úr austurjaðri Snæfells. Suður úr Snæfelli liggja ranar eða tögl, sem Hjörleif- ur Guttormsson nefnir axlir. Ljós líparít- hryggur afmarkar Þjófadal til vesturs likt og Snæfellsháls til austurs og endar hann syðst í stökum áberandi ljósum hnjúki sem nefndur hefur verið (5) Bjartur (1150 m). Upp af þess- um þessum hrygg liggur Uppgönguhryggur upp á Snæfell. Svæðið sunnan Þjófahnjúka að Vatnajökli, á milli Eyjabakkajökuls og Brúar- jökuls, nefnist Maríutungur. Næst Þjófa- hnjúkunum, við mynni Mosdals, er flatneskja sem kennd hefur verið við Berkvíslarnar sem renna meðfram Eyjabakkajökli, en Hjörleifur Guttormsson nefnir þetta svæði Mosdals- slakka. Þai- er grunnt vatn, Mosdalsvatn, sem líklega þornar á sumrin. Suðvestur af vatninu er Háalda (940 m) og er þá komið upp að jökli. Undir Fellum Austan Snæfells er mikið og gróðurríkt svæði fram undan Eyjabakkajökli, og nefnist það Eyjabakkar. Þar eru upptök Jökulsár í Fljótsdal, en deilt er um virkjanaáform sem munu sökkva þessu fagra svæði. Vísað er til lýsingar á því (14). Segja má að flatlendið und- ir Snæfelli austanverðu niður að Jökulsá sé hluti af Eyjabökkunum, en afrétturinn milli Jökulsár og Snæfells og Snæfellshnjúka nefn- ist Undir Fellum. Um er að ræða allvíðáttu- mikið flatlendi og nefnist svæðið beggja vegna Þjófagilsár Þjófagilsflói, pollamýri vaxin stör- um. Norðan við flóann er gangnamannakofmn Hálskofí undir Snæfellshálsi. Við norðurmörk Snæfellsháls kemur á eða lækur úr fjallinu og nefnist gilið Dimmagil. Norðan þess breikkar undirlendið til austurs og nefnist það svæði Snæfellsnes. Neðantil á nesinu eru stórþýfðir móar með lækjarskorningum, en ofar skiptast á hallalitlar mýrar, mólendisrindar og aurflet- ir (14). Snæfellsnes teygir sig allt norður að Hafursá, sem á upptök sín í norðurhnjúkum Snæfells. Upp af Snæfellsnesi er jökulskálin Sótavistir með Sótajökli og framan þess er Sótaleiði. Ysti tangi Snæfellsness, að ármótum Jökulsár og Hafursár, nefnist Hafursárufs. Hún er mynduð af hrauni úr Snæfelli og syðst á ufsinni er mýrlendi en utar eru grýttar og mosagrónar öldur með tjörnum á milli (14). Heimferðin Eftir að hafa fagnað sigrinum lögðum við af stað niður, og þegar við komum á grjótrindana okkar vorum við aftur staddir í sól og logni. Þar sáum við vörðubrot, og kann þetta að vera arftaki þeirrar vörðu sem Hall- dór Stefánsson og félagar hlóðu 1944 á því sem þeir nefndu Kambabrún (2). Á leiðinni niður nutum við útsýnisins yfír gróðursæla Eyjabakkana í austri og vonuðumst til þess að þeim yrði ekki fórnað á altari hagvaxtarins. Einnig nutum við gróðursins, einkum dverg- sóleyjar, fjallavorblóms og jöklasóleyjar. Við veltum fyrir okkur hvers vegna jöklasóleyjan er svo mismunandi, sums staðar fagurhvít, annars staðar bleik. Ekki vissum við hvort við hefðum gengið „á réttum stað“ upp fjallið, en okkur sýnist á lýs- ingum annarra að svo muni vera. Hjörleifur Guttormsson lýsir göngu þai-na á fjallið (10). Snæfellssvæðinu eru gerð ítarleg skil í 2.-3. tölublaði Glettings 1998 og þar er göngu sunnaná fjallið lýst og þar kemur fram að nú er búið að stika þá leið (13). Við vorum komnir í Snæfellsskála eftir sex tíma göngu, og þar beið Helgi okkar, en hann hafði gengið um vesturhlíðar Snæfells í rannsóknarerindum. Á leiðinni heim skutumst við í baðlaugina við Laugakofa, og létum þreytuna líða úr okkur allsnöktum með Snæfell í bakgi’unni. Að kvöldi var okkur vel og rausnarlega tekið af Guðborgu og Þórarni á Skriðuklaustri. Heimildir: 1. Sigurður Gunnai-sson, 1876. Um öræfi íslands (1). Norðanfari 15,69-70. 2. Halldór Stefánsson. Gengið á Snæfell. Eimreiðin 50, 249-265. 3. Helgi Hallgrímsson, 1991. „Silfri krýnda Héraðsdís". Austri, Jólablað, 24-25. 4. G(uttormur) Vigfússon, 1880. Ferð upp á Vatnajökul. Norðanfari 20 (1-2). (Endurprentað í heimild nr. 11.) 5. Ármann Höskuldsson og Páll Imsland, 1998. Snæfell - Eldfjall á gosbelti framtíðar. Glettingur 8 (2-3), 22-30. 6. Helgi Hallgrímsson, 1998. Náttúrumæraskrá og Nátt- úrulýsing Fjjótsdalshéraðs. Handrit 185 bls. 7. Sigurdur Thorarinsson, 1964. On the age of Terminal moraines of Bruarjökull and Hálsajökull. Jökull 14, 67-75. 8. Helgi Hallgrímsson, 1998. Sótavistir. Austri 26 (2). 9. Hjörleifur Guttormsson, 1998. Við norðaustanverðan Vatnajökul. Glettingur 8 (2-3), 9-21. 10. Hjörleifur Guttormsson, 1987. Norð-Austurland - hálendi og eyðibyggðir. Árbók Ferðafélags íslands 1987, 218 s. 11. Helgi Hallgrímsson, 1992. Fjallgöngur á Snæfeli fyrr á tíð. Jökull 42, 65-72. 12. Benedikt Jónasson, 1948. Gengið á Snæfell. Gerpir 2 (12), 22-28. 13. Rannveig Árnadóttir, 1998. Gengið með Jökulsá. Glettingur 8 (2-3), 59-62. 14. Helgi Hallgrímsson 1998. Eyjabakkar. Glettingur 8 (2-3), 31-38. 15. Sigfús Sigfússon, 1988, íslenskar þjóðsögur og sagn- ir. IX bindi bls 165. 16. Inga Rósa Þórðardóttir, 1993. Snæfell. Snæfell 13 (2), 21-23. 17. Jennings, JN 1952. Snaefell, East Iceland. Joumal of Glaciology 2 (12), 133-137. Höfundurinn er nóttúrufræðingur og starfar hjó Rannsóknarstofnun landbúnaSarins á Möðruvöllum. LJÓDRÝNI HJÁtMAR JÓNSSON SÁLARSKIPIÐ Sálarskip mitt fer hallt á hlið og hrekur til skaðsemdanna, af því það gengur illa við ándviðri freistinganna. Sérhverjum undan sjó ég slæ, svo að hann ekki fylli, en á hléborðið illa ræ, áttina tæpast grilli. / Onýtan knörinn upp á snýst, aldan þá kinnung skellir, örvæntingai'því ólgan víst inn sér um miðskip hellir. / ÍSLENSKRI lestrarbók 1750-1930, sem Sigurður Nordal setti saman (og mín kynslóð var látin lesa í skóla) eru felld úr þessu kvæði Bólu-Hjálmars (1796-1875) fjórða og fimmta erindi skýringar- og athugasemdalaust. Þannig lærði ég þetta kvæði og hélt að það væri þannig heilt. Það var ekki fyrr en löngu seinna, er ég fór að glugga í Ljóðmæli Hjálmars í útgáfu Jóns Þorkelssonar (1915-19), að ég sá kvæðið allt. Urfellingin á trúlega rætur að rekja til úrvals þess er Hannes Hafstein valdi (Kvæði og kviðlingar, 1888), en þar er úrfellingin merkt með þremur stjörnum. Hún er einnig greinileg í kvæðasafninu Islands þúsund ár, þar sem Snorri Hjartar- son valdi ljóðin í hlutann 1600-1800. (Hins vegar er Hjálmar fæddur rétt fyrir alda- mótin 1800 og Sálarskipið talið ort um 1850). í íslensku ljóðasafni II (1975) er kvæð- ið aftur prentað í heild, en þar völdu kvæðin Hannes Pétursson og Kristján Karlsson. Því er þessi úrfelling gerð að umræðuefni hér, að ég hygg að flestir þekki kvæðið þannig, en ekki eins og það kom frá hendi skáldsins. Ástæðan er líklega sú, að Hann- esi Hafstein hefur fundist þessi tvö erindi einhvers konar lýti á kvæðinu, eða það að minnsta kosti betra án þeirra. Sigurður Nordal hefur verið sama sinnis. Hins vegar er á að líta, að hluti höfundarréttar er svokallaður sæmdarréttur, sem kveður á um að ekki skuli breyta verkum höfunda. Þetta er umdeilt atriði og breytingar hafa stundum verið gerðar, einkum á leikritum, þegar höfundarréttur er ekki lengur í gildi. Á síðari hluta 19. aldar var þessi réttur ekki fyrir hendi, og því mátti Hjálmar þola látinn, að smekkur annarra á ljóðlist hans fengi að ráða. Gera verður kröfu um, að úrfellingar úr kvæðum séu rækilega einkenndar. Heiti kvæðisins felur í sér mynd- hverfíngu: sálin er eins og skip, eins og til að gera hana sýnilega og skiljanlega. Sálin verður þannig bæði myndræn og áþreifanleg. Og framhaldið felur síðan í sér nýgerv- ingu, skipsmyndinni er haldið, með einni undantekningu þó. I fyrsta erindinu er lýst siglingu þessa skips og gengur illa. Siglt er gegn stormi, en af því að í raun er þetta sálarlýsing, þá er andviðrið freistingar og skipið hrekur til skaðsemda. Með myndhverfingunni andviðri freistinganna er minnt á hina tvö- földu mynd, sem nauðsyn er að hafa í huga til að skilja til fulls efni kvæðisins. í öðru erindi má segja að leitast sé við að forðast ágjöf freistinganna með því að slá undan brotsjó þeirra, svo að báturinn fyllist ekki. Fyrir okkur merkir skip fyrst og fremst stóra fleytu, en varla bát sem róið er, eins og sagt er í þriðja vísuorði, þar sem flla gengur að róa þeim megin sem undan vindinum snýr. Ekki tekst því að standa gegn andviðri freistinganna, enda sést varla til átta. Ónýtur knörr í upphafi þriðja erindis hlýtur að merkja veiklyndi mælanda ljóðsins tjáð í líkingamáli, fleytan lætur ekki að stjórn þegar öldur brotna á bógi hennar (kinnungnum) og brotsjór hellist yfir miðskips, líkt og örvæntingin sligar sálina. Því er ekki að neita, að þriðja og fjórða erindi eru tæpast eins vel ort og aðrir hlut- ar kvæðisins. Á það þó einkum við um hið fjórða, þótt engan veginn réttlæti það, að þeim sé sleppt, enda vantar þá raunar í efnisþráðinn. Sögnin að bíta í upphafi þriða erindis merkir að sigla móti vindi (sbr. þeim beit fyrir nesið: þeim tókst að komast fyrir nesið á siglingu gegn vindinum), og hér tekst naumlega að forðast að skipið strandi á nestöngum. Naustavík er til sem örnefni (t.d. rétt norðan við Náttfaravik við Skjálfandaflóa), en hér er trúlega einungis átt við vík þar sem hægt er að leggjast að landi. Það tekst þó ekki, því að stormur freistinganna hrekur skipið í stríðan straum óláns uns það steytir á Smánarbergi. Og það er þó ekki örnefni, þótt ritað sé með stórum staf. Þessi smán táknar endalok ferðarinnar. Skipið ferst hér. í fjórða erindinu breytist myndmálið (og má vera að það hafi fyrst og fremst vald- ið því að Hannes Hafstein felldi erindin tvö úr kvæðinu). Rekald skipsins brotnar sundur í brimi við bergið, en það fellur tæpast vel að myndmálinu að það lendi í iðr- um jarðar líkt og líkamsleifar látins manns. Og síðan breytist sálin í önd, sem illa er fleyg af því að fiður hennar er myndhverfing fyrir illverk þau, er maðurinn vann í lif- anda lífi. Síðasta erindið verður vart skilið öði-u vísi en sem trúarvon mælandans og skálds- ins. Nú sést vel hve mikið kvæðið breytist við úrfellingu fjórða og fimmta erindis. Þá er einungis um siglingu að ræða, óvissa siglingu, og þrátt fyrir áföll sést til lands (þannig verður sð skilja orðin fyrír handan haf) þar sem dagur vonar rís upp af ólgu- sjó sorgarinnar. í erindunum tveimur á undan er hins vegar lýst hvernig sálarskipið ferst og öndin reynir að bjarga sér með því að flögra burtu á illverkafjöðrum sínum. Þar „flæmist“ hún burt, hrekst burt, og bendir til algers vonleysis. Samt tekur við hinn hátignarskæri og fagri vonardagur. Á illverkafugl slíkt skilið? Tæplega. En trú- arvon Hjálmars í Bólu byggist líklega á óskiljanlegri náð Guðs. NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK Bítur mér fyrir nesin naum, í Naustavík hjálpar hvergi, óláns því hrekst í stríðan straum og steyti á Smánarbergi. Sundur þá leysir feigðar flök ogfesth'íjarðariðri, eitthvað burt flæmist öndin slök, illverka reifuð fiðri. Sýnist mér fyrh' handan haf hátignarskær og fagur brotnuðum sorgar öldum af upprennavonar dagur. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. SEPTEMBER 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.