Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Side 14
■4
KVIKMYNDAGERÐ í ÞÝSKALANDI - ANNAR HLUTI
VARGÖLD
KVIKMYNDAGERÐ í ÞRIÐJA RÍKINU
EFTIR JÓNAS KNÚTSSON
Undir stjórn nasista voru gerðar 1.100 kvikmyndir í
Þýzkalandi. Á saman tíma gengu þeir af Dýskri kvik-
myndagerð dauðri. Bannað var að gera cvikmyndir
sem „gengju í berhögg við tíðarandann" . Afskiptin
hófust 1933 þegar Göbbels sagði: „Listin er frjóls.
Þó verða menn að hlíta vissum reglum." Göbbels
gerði sér betur grein fyrir áróðursgildi kvikmynda
Lyginni líkast. Barún Munchhausen ríður fallbyssukúlu á slig.
Robert Herlth teiknaði leikmynd fyrir myndina Amphitryon árið 1935 og stældi
Albert Speer í háðungarskyni.
Ég hef lengi séð allt í umrótum.
Eitthvað skýtur upp kolli,
• lætur til skarar skríða, deyðir og meiðir.
Ur ljóðinu Að Haustlokum eftir Rainer
Maria Rilke. (Lausleg þýðing J.K.)
Valdatíð nasista var tími þversagna í þýskri
kvikmyndasögu. I raun voru þessi tólf ár mik-
ið gróskuskeið í kvikmyndagerð þar í landi.
Fleiri og merkari myndir voru framleiddar á
þessu tímabili en næstu tvo áratugi eftir
seinni heimsstyrjöld. Alls voru gerðar ellefu
hundruð myndir í fullri lengd undir stjóm
nasista. A hinn bóginn gengu þjóðemisjafnað-
armenn af þýskri kvikmyndagerð dauðri og
flæmdu hvem hæfileikamanninn á fætur öðr-
um úr landi.
Upplýsinga- og áróðursmálaráðuneyti
Þýskalands (Reichsministerium fiir Volksauf-
klámng und Propaganda - RMVP) var stofn-
að 13. mars árið 1933. Ráðherra var Joseph
Göbbeis, þrítugur að aldri. Ný kvikmyndalög-
gjöf hafði tekið gildi 16. febrúar árið 1932.
Nasistar vildu, eins og mai-gir góðir menn
fyrr og síðar, stjóma því sem kæmi fyrir augu
almennings. Var kveðið á um í lagabálki þess-
um að kvikmyndagerðarmenn skyldu leggja
handrit að öllum myndum sem framleiddar
væm í Þýskalandi fyrir kvikmyndadeild ráðu-
neytisins. Nefndust slíkar ráðstafanir „fyrir-
byggjandi ritskoðun“. Svonefndur „Reichs-
fdmdramaturg“ hafði umboð til að stöðva tök-
ur á myndum og gat krafist að fá í hendur öll
gögn sem að hverri kvikmynd snera. Yfirlýst-
'ur tilgangur slíkrar ritskoðunar var að koma í
veg fyrir að verk „gengju í berhögg við tíð-
arandann." Ráðuneytið hóf næst afskipti af
gagnrýnendum. Illa gekk að hemja þá í
fyrstu. Ráðherrann ungi var ekki af baki dott-
inn og brá á það ráð að banna almenna list-
gagnrýni í nóvember árið 1936. Nasistum
reyndist auðvelt _að sölsa undir sig kvik-
myndaiðnaðinn. Oðaverðbólga hafði leikið
framleiðendur grátt og fjárhagslega stóðu
þeir höllum fæti.
Adolf Hitler skar upp herör gegn Weimar-
menningunni, kallaði hana fjórtán ára rasla-
haug - ein Trúmmerfeld -. Merkustu verk frá
þessu blómaskeiði í eigin menningarsögu
nefndu nasistar afrakstur menningarbolsi-
visma. Segja má að afskipti nasista af þýskri
kvikmyndagerð hefjist formlega 28. mars árið
1933. Josef Göbbels ávarpar fulltrúa kvik-
myndaiðnaðarins í Kaiserhof-hótelinu í
Berlín: „Listin er frjáls. Þó verða menn að
hlíta vissum reglum." Göbbels bannar tveim-
ur dögum seinna mynd eftir Fritz Lang
„Vitnisburður dr. Mabuse" og segir hana ógn-
un við þjóðarheil. Sama sumar flýr Lang land
og endar í Hollywood. Hafði Göbbels beðið
leikstjórann að ganga til liðs við sig. Alls er
talið að 1.500 kvikmyndagerðarmenn og leik-
arar hafi flúið land. Vissulega þekktust sumir
gylliboð frá Bandaríkjunum en flestir áttu fót-
um fjör að launa. Þessi atgervisfótti setti svip
á þýskar kvikmyndir í tvo áratugi eftir stríðs-
lok og þýski kvikmyndaheimurinn hefur
aldrei borið sitt barr eftir þessa blóðtöku.
Helmingur þeirra mynda sem framleiddar
vora undir stjóm Göbbels vora gaman- og
söngvamyndir. Þetta skildu yfirvöld í ráð-
stjómarríkjunum og aðrar kommúnista-
stjómir aldrei og létu einvörðungu gera aug-
ljósar og gagnsæjar áróðursmyndir. Göbbels
reyndist hafa lög að mæla og almúginn í
kommúnistaríkjum fékk sig brátt fullsaddan á
eintómum áróðri. Sjálfur lét Jósef Stalín sýna
bandarískar kúrekamyndir í einkasal sínum í
Kreml en sauðsvartur almúginn þurfti að
horfa á hverja heimildarmyndina um
samyrkjubú og alþýðuhetjur á fætur annarri.
Adolf Hitler var sama marki brenndur og
vildi einvörðungu láta framleiða áróðurs-
myndir. Göbbels aðhylltist á hinn bóginn svo-
kallaðan óbeinan áróður. Þótt Göbbels og
Hitler létu banna Ameríkumyndir kemur
fram í dagbókum ráðherrans að hann sá for-
ingjanum fyrir smyglvarningi, Mikka Mús
myndum. Erfitt er að ímynda sér þá
félaga skríkjandi og fraktandi af
fögnuði yfir tiltækjum músarinn-
ar glaðbeittu.
Kvikmyndavinurinn Göbbels
áttaði sig á sannfæringarkrafti
kvikmyndanna þegar hann sá
áróðursmyndir eftir rússneska
snillinginn Sergei Eisenstein.
Ráðherrann sagði eitthvað á það
leið að kvikmyndir væra nútímatæki
sem gæti haft áhrif á skoðanir fjöldans.
Engin ríkisstjórn gæti látið slíkt form af-
skiptalaust. Ráðherrann lét til að mynda þau
boð út ganga að myndir á borð við Gyðinginn
Suss (Jud Súss) og Gyðinginn gangandi (Der
Ewige Jude) skyldi ekki auglýsa sem níð um
gyðinga. Göbbels hafði lærst það af Ameríku-
myndum að kvikmyndir gátu dásamað
land og þjóð án þess að þær virtust
beinlínis gerðar í áróðursskyni.
Göbbels leit á heimildar-
myndir, nánar tiltekið
fréttamyndir, sem öflug-
asta áróðursvopnið en þær
voru sýndar á undan öllum myndum í Þýska-
landi eins og þá var lenska um allar jarðii'.
Adolf Hitler vildi á hinn bóginn aðgreina list
og skemmtun annars vegar og stjórnmál hins
vegai’, m.ö.o. áróður í þriðja ríkinu skyldi vera
hreinn og beinn, undanbragðalaus.
því ég leit í lundi
lilju fagra í myrgin
bleiku höfði halla
til helfarar snúna,...
Úr Vestanvindinum e. Bjama Thorarensen
Synir Abrahams
Engin ummerki um andúð á gyðingum er
að finna í leiknum myndum fyrir árið 1938.
Fyrsta bíómyndin sem beinlínis var gerð til
höfuðs gyðingum bar nafnið Rotschild-fjöl-
skyldan (Die Rotschilds). Hingað til höfðu
myndir um gyðinga verið óvandaðar heimild-
armyndir. Megininntak myndarinnar var að
breskt efnahagslíf væri í höndum gyðinga.
Frökkum og Bretum voru ekki vandaður
kveðjurnar. Wellington lávarður var látinn
vera siðspilltur glaumgosi. Flýr Wellington af
hólmi og svíkur prússneska bandamenn sína.
Þessi mynd fékk takmarkaða aðsókn þótt
stjórnvöld kynntu hana óspart fyrir almenn-
ingi.
Hitler, Göbbels og Alfred Rosenberg,
erkióvinur Göbbels, settust á rökstóla hinn
11. desember 1939. Foringinn gekk hart að
Göbbels að gerðar yrðu fleiri kvikmyndir um
nasistaflokkinn í stað þess að reyna að inn-
ræta áhorfendum almenna föðurlandsást.
Göbbels réðst í að gera tvö verk, Jud Súss og
Der Ewige Jude. Ónnur myndin er dæmi um
óbeinan áróður í búningi afþreyingar, hin um
beinan áróður í ávarpstón. Áróðursmálaráðu-
neytið þýska hugðist láta kvikmynda leikritið
Kaupmanninn frá Feneyjum eftir Shakespe-
are. Gyðingaofsóknir höfðu tíðkast í Evrópu
síðan á dögum krossferða og andúð á gyðing-
um var engin nýmæli í evrópskum bókmennt-
ioseph Göbbels og Mikki mús
Göbbels gerði sér betur grein fyrir áróðurs-
gildi kvikmynda en flestir samtímamenn
hans. Ráðherrann hélt því
fram að einungis brot úr
heildarframleiðslu
Þjóðverja á þessu
sviði ætti að vera
hreint áróðursefni.
Lunginn úr þýsk-
um myndum skyldi
skemmta þjóðinni í
stað þess að leggja
henni lífsreglumar.
Skyldu Hitler og Göbbels hafa séð þessa
mynd? Mikki Mús heldur tónleika. Göbbels gaf for-
ingingjanum tólf Mikka Mús myndir í jólagjöf árið 1937
og reit í dagbók sína: „Hann gleðst yfir þessum fjársjóð-
um. Þeir verða honum vonandi til mikillar ánægju og
hugarhægðar.1
en flestir samtímamenn hans.
1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. SEPTEMBER 1999