Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Síða 15
wSS í&m wm
TARFJUHf UBEfi MS V/£lTJUDEXTtl»>
Áróðursmyndir nasista til höfuðs gyðingum vekja enn óhug.
Göbbels leggur á ráðin.
um. Má fínna heiftúðleg ummæli um gyðinga í
verkum eftir Shakespeare og Tacitus. Ekki er
lengra að leita en í Passíusálmana: „Til
Hammas húsa herrann Krist/hai-ðráðir Júðar
leiddu fyrst,...“ (X). Var ákveðið að ráðast í
gerð myndarinnar Gyðingurinn Suss (Jud
Suss) í stað Kaupmannsins. Leikstjórinn Veit
Harlan skrumskældi skáldsöguna eftir Lion
Feuchtwanger. Oppenheimer nokkur er
skattheimtumaður. Lýðurinn rís upp og heng-
ir hann í sögulok. Aftakan verður til þess að
allir gyðingar í landinu leggja á flótta. Sagan
var áður kvikmynduð á Bretlandseyjum árið
1935. Gyðingurinn Heinrich Eduai’d Jacob
lýsti áróðursmyndinni sem byssu sem hleypt
er af tuttugu sinnum á sekúndu og átti þar við
að hver myndrammi væri sem ein byssukúla.
Airæmd heimildarmynd var gyðingurinn
gangandi (Der Ewige Jude). Sýndar voru
glefsur úr myndum eftir Charles Chaplin,
Ernst Lubitseh og atriði með leikaranum Pet-
er Lorre. Voru þessi myndbrot notuð sem
dæmi um úrkynjaða gyðinga og þeim kennt
um að hafa innleitt nútímalist í Evrópu. Þess-
ar áróðursmyndir eru enn bannaðar víða um
veröld.
Ohm Kriiger
Emil Jannings lék Búann Ohm Ki'úger.
Kemur þar fram réttilega að Bretar voru
fyrstir til að reisa fangabúðir í núverandi
mynd. Illmennið í myndinni líktist Winston
Churchill. Viktoríu drottingu bregður fyrir og
er hún pöddufull, Kitchener er kaldrifjaður
morðingi og Rhodes svikahrappur. Reyndar
átti sú mynd sem dregin er upp af framferði
Breta í Búastríðinu við rök að styðjast. Þótt
þessi mynd sé mörgum þyrnir í augum hefur
enginn getað borið brigður á frammistöðu
Jannings í aðalhlutverkinu.
Leikstjórinn Hans Steinhoff leikstýrði
einnig myndinni Hitlerjunge Quex. Segh’ þar
frá syni kommúnista nokkurs sem kallaður er
Quex (kvikasilfur). Sá tekur sinnaskiptum,
kúvendist og gengur til liðs við Hitlersæsk-
una. Quex dreifír áróðursbleðlum en komm-
únistar vega hann og hann deyr píslarvættis-
dauða.
Hreystisögur barúnsins
Nasistar vildu ólmir keppa við aðfluttar
bandarískar myndir. Markmið þeirra var að
framleiða þýska mynd sem hlotið gæti lýðhylli
í samanburði við vinsælustu Hollywood-mynd-
ir, án þess að leita út fyrir þýskan menningar-
heim. Þegai’ þessi íburðarmikla litmynd var
frumsýnd höfðu Þjóðverjar nær gei-valla Evr-
ópu á valdi sínu. Einhver álög vh’ðast hvíla á
hreystisögum barúnsins. Mynd eftir AmeiTku-
manninn Terry Gilliam um ævintýri
Munchhausens fékk slæma útreið hjá gagn-
rýnendum hálfri öld síðar og framleiðendur
myndarinnar töpuðu morðfjár þrátt fyrir
snjallan leik Johns Nevilles í aðalhlutverki.
i draumi sérhvers manns...
Stórmyndin Kolberg er merk heimild um
þá tröllatrú sem Þjóðverjar höfðu á áróðurs-
mætti kvikmyndanna. Þeir atburðir sem frá
segir gerðust í stríði Frakka og Þjóðverja árið
1807. Ibúar í Kolberg vörðust frönsku umsát-
ursliði, börðust til síðasta blóðdropa og dóu
hetjudauða. Göbbels vildi stappa stálinu í
landa sína og minna þá á að forfeður þeirra
kusu fremur að deyja fyrir fósturjörðina en
bíða lægri hlut fyrir innrásarher. Talið er að
187.000 þýskir dátar hafí verið kallaðar heim
til að koma fram í myndinni og hefur það ver-
ið ljúf kvöð. Leikstjórinn Harlan Veit bað um
4.000 sjóðliða. Þein-i málaleitan var hafnað en
Göbbels hlutaðist til um málið og leikstjórinn
fékk þann liðstyrk sem um var beðið. Kolberg
kostaði áttfalt framleiðsluverð venjulegrar
myndar eða á hálfa níundu milljón marka.
Myndinni var ætlað að koma í stað
Hollywood-mynda sem Þjóðverjar fluttu inn
fyrir seinni heimsstyrjöld. Veit hafði til um-
ráða þrefallt fleiri aukaleikara en þeir voru
sem háðu orrustuna. Voru statistarnir himin-
lifandi yfír því að fá að berjast við innrásarher
Bónapartes og falla fyi-ir púðurskotum frekar
en takast á við sýnu illvígari dáta úr rauða
hernum á austurvígstöðvunum.
Göbbels var upphafsmaður myndarinnar og
hafði hönd í bagga við gerð handrits. Æsku-
draumur Göbbels var að verða heimsfrægur
rithöfundur. Ráðherrann hafði til reiðu sýn-
ingarsal alls staðar þar sem hann fór. Með
þessu móti gat hann séð hverja einustu mynd
sem framleidd var áður en henni var dreift í
kvikmyndahús. Göbbels lét sem fyrr segir
heillast af Hollywood-myndum og stefndi
leynt og ljóst að því að Þjóðverjar gætu keppt
við Bandaríkjamenn á þessu sviði. Uppáhalds-
mynd Göbbels var stórvirkið Á hverfanda
hveli (Gone With the Wind). Kolberg skyldi
vera andsvai' Þjóðverja við þessari stórmynd.
Ráðherrann var nógu mikill listamaður í sér til
að skilja að Þjóðverjar stóðu Bandaríkja-
mönnum langt að baki í þessum efnum. Hann
lét þessa skoðun óspai’t í ljós, óminnugur þess
að flokksbræður hans höfðu hrakið nær allt
hæfileikafólk á þessu sviði úr landi.
Göbbles lagði drög að Kolberg árið 1941.
Efnið þótti ekki viðeigandi þar sem Þjóðverj-
ar sóttu fram um alla Evrópu og höfðu sigur í
hverri orrustunni á fætur annarri. Tveimur
árum seinna urðu þýskar herdeildir að hörfa
undan sveitum bandamanna og saga píslar-
vottanna í Kolberg hentaði tíðai'andanum þar
sem Þjóðverjar bjuggu sig undir að verja
fósturjörðina. Tökur hófust í lok árs 1943.
Italía var á valdi bandamanna. Rússar sóttu
óðfluga í vesturátt. Bandaríkjamenn og Bret-
ar létu sprengjum rigna yfir Þýskaland og
eirðu engu. Meðan á þessum höi-mungum
gekk lögðu hundruð manns nótt við dag til að
ljúka við leikmynd og búninga áður en tökur á
þessu stórvirki gætu hafist. Göbbels lét flytja
hundrað lestarvagna af salti til Neustettin
fyrir atriði sem gerist á jólum. Þótt Þjóðverj-
ar væru nær uppiskroppa með skotfæri á
austurvígstöðvunum voru hundruð þúsunda
púðurskota framleidd fyrir myndina. Engu
líkara vai' en að Hitler og Göbbels væri meira
í mun að sigra Napóleón en Churchill og Sta-
lín. Harlan tók níutíu klukkutíma af efni. Kol-
berg er dýrasta mynd sem Þjóðverjar hafa
gert. Göbbels skipaði Harlan að fella út atriði
þar sem mannskæður bardaginn var sýndur
af miklu raunsæi. Ottaðist hann að slík
hryggðarmynd kynni að draga úr Þjóðverjum
móðinn. Sagði hann Veit að landar þeirra
gætu séð slíkar blóðúthellingar ef þeir litu út
um gluggann. Tónlist samdi Nobert Schultze,
höfundur ballöðunnar frægu um LUi Marlene.
Þrátt fyrir allar þær fórnir sem þýska þjóðin
mátti færa við gerð þessarar myndar reyndist
hún misheppnuð hvort heldur sem listaverk
eða áróðursmynd. Sögupersónur héldu langar
og leiðigjarnar ræður við minnsta tilefni og
engum blöðum var um það að fletta að höf-
undar myndarinnar höfðu ekki erindi sem erf-
iði.
Meðan Róm brennur
Kolberg var frumsýnd í Frakklandi í janú-
ar árið 1945. La Rochelle var umsetin herjum «
Bandamanna. Þurfti að hætta lífi manna úr
þýska flughernum til að koma sýningarein-
taki til borgarinnar. La Rochelle féll tveimur
vikum síðar í hendur Bandaríkjamanna.
Frumsýning myndarinnar í Berlín gekk með
ósköpum. Oll helstu kvikmyndahús borgar-
innar höfðu verið sprengd í loft upp. Flestir
frumsýningargestir létu sig vanta og sátu
þess í stað í loftvarnarbyrgjum. Aðstoðar-
menn Göbbels fundu á síðustu stundu nokkra
opinbera starfsmenn og var þeim gert að
sitja frumsýningu myndarinnar meðan
sprengjurnar drundu yfir þeim. Fylltust fáir
þeirra eldmóði við að horfa á forfeður sína
deyja píslarvættisdauða á breiðtjaldinu enda
gátu þeir sjálfir beðið sömu örlög á hverri
stundu. Göbbels segir frá því í dagbók sinni
18. maí 1945 að Kolberg sé fallin í hendur a
Bandamanna. Segist hann munu halda þess-
um fregnum leyndum frá almenningi til að
rýra ekki áróðursgOdi myndarinnar. Fimm
dögum áður en Rússar hernámu Berlín lét
Göbbels sýna undirmönnum sínum myndina.
Ráðherrann hélt ræðu að sýningu lokinni og
minnti menn sína á að eftir hundrað ár yrði
gerð viðlíka mynd um afrek þeirra ef þeir
hvikuðu ekki og veittu rauða hernum viðnám.
Fæstir sýningargesta kærðu sig um að kom-
ast á spjöld sögunnar með þessu móti. Þeir
biðu ekki boðanna, flýðu borgina og gáfu sig
á vald Bandaríkjamönnum. Adolf Hitler réð
sér bana 30. apríl 1945. Göbbels tók við stjórn
Þýskalands og gegndi þeirri stöðu vart í einn
dag. Lét hann konu sína og börn drekka eitur
og stytti sér síðan aldur. Leikstjórinn Veit
Harlan var dreginn fyrir rétt og kærður fyrir ♦
stríðsglæpi árið 1949. Hélt hann því fram að
Göbbels hefði haldið einu barna sinna í gísl-
ingu í hvert sinn sem hann fór út fyrir landa-
mæri Þýskalands. Harlan var sýknaður. Ævi-
saga hans I skugga mynda minna (In Schatt-
en meiner Filme) varpar ljósi á þessa at-
burði. Bandamenn tóku myndina Kolberg úr
umferð. Var hún hvergi sýnd nema í Argent-
ínu. Þýsk sjónvarpsstöð hugðist sýna mynd-
ina ái'ið 1963. Hætt var við þau áform vegna
fjölda mótmæla sem bárust hvaðanæva að.
Myndin var sýnd á nýjan leik í kvikmynda-
húsum árið 1966 og olli mikilli ólgu í Þýska-
landi. Segja má að Kolberg hafi fremur verið _
gerð í þágu Bandamanna en Þýskalands þar
sem Þjóðverjar eyddu kröftum sínum tO
gerðar myndarinnar þegar þeir síst máttu
við.
Höfundurinn er kvikmyndagerSarmaöur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. SEPTEMBER 1999 1 5