Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Side 17

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Side 17
Norski strokkvartettinn Vertavo í Listaskálanum. Ljósmynd/RIkarður Öm Pálsson hálfklént að geta aðeins lesið um tónverkin á afhentum lausablöðum en ekki í aðalhátíðar- skrá. Bentu álíka smáatriði til að sá þjóðar- löstur Islendinga að fresta málum þar til á síðustu stundu sé Færeyingum ekki með öllu framandi. Ekki var heldur þægilegur fyrir gagnrýnendur sá plagsiður að almyrkva áheyrendapalla Norðurlandahússins um leið og leikur hófst, en varla heldur hvetjandi fyrir aðstandendur að fá hvergi umsögn úr fær- eyskum dagblöðum, sem hafa, að manni skilst, sjaldnast á neinum tónlistargagn- rýnendum að skipa. Jákvæðu hliðamar vógu þó þyngra. Fyrst og fremst var viðkunnanlegt andrúmsloftið í Tórshavn, gestrisni og vingjamlegt viðmót Færeyinga og áþreifanlegur menningaráhugi þeirra afl sem hlaut að draga hið bezta fram, ekki sízt úr erlenda hljómlistarfólkinu, og verður það ásamt náttúrafegurð eyjanna ef- laust hátíðinni mikill aðdráttarsegull um ókomin ár. I heild bar mikið á ungum spilur- um á uppleið, og var athyglivert hvað yngri kynslóðin stendur orðið hinum reyndari lítt að baki - og jafnvel þótt síður sé. Vel var látið við hljómlistarmenn Summar- tóna í Færeyjum. Fastur liður eftir tónleika var að hittast heima hjá Kristian Blak og Sharon Weiss („Black and White“ meðal kunningja) í torfþektum bæ þeirra hjóna niðri á Tinganesi, fornum frumkjarna Þórshafnar, þar sem tjörguð timburhúsin bera skrautleg nöfn eins og Neðrí Kína og Efrí Kína. Þar var löngum setið við skraf og léttar veitingar. Hitti maður þar fjöldann allan af forvitnilegu fólki meðal gesta og gangandi, og var sumt langt að komið þótt sezt væri að í Eyjum, eins og Stamen Stantchev, ungur píanisti frá Búlgaríu, sem greint gat frá mörgu áhuga- verðu í fjölskrúðugri þjóðlagatónlist Balkan- landsins. Hinn roskni og þrautreyndi Peter Parkes, er kom frá Bretlandi til að stjórna ný- stofnaðri lúðrasveit, fræddi mann um sér- stæða „Brass band“-hefð Breta, og svo mætti áfram telja. Er óhætt að segja, að þessi óformlegi listahátíðarklúbbur þeirra hjóna hafi sett sérstakan og viðkunnanlegan svip á Summartóna, sem maður hefði ekki viljað án vera. „Fyrstu skiptin“ gerast mörg í Færeyjum þessi árin. Þvi þó að margt hafí þegar verið gert, er enn margt eftir. Fyrsta færeyska sin- fónían (eftir Sunleif Rasmussen) bíður frum- flutnings. Fyrsta atvinnusinfóníuhljómsveitin á enn eftir að líta dagsins Ijós, þótt hálfnað sé verk þá hafíð er. Tónverkamiðstöð er enn ekki til, sem hlýtur að vera allri upplýsinga- leit um færeysk tónlistarmál Þrándur í Götu. Og rétt handan við homið lumar hugsanlega á sjálfstæði og olíuævintýri - þó að Færeyingar gefi sem minnst út á það. En grunnurinn er traustur. Þó að 50 millj- ón ára brim hafí sorfíð grimmt að blágrýtis- stöflum syðri enda Íslands-Færeyjahryggs- ins, standa eyjarnar átján enn. Og íbúar þeirra standa enn óhaggaðir gagnvart hol- skeflum streitu og gylliboða nútíma neyzlu- samfélags og láta hvorki vélar né vélræna hugsun stjóma sér frekar en endranær. FRANKLIN JÓNSSON LEIFUR EIRÍKSSON LAND- KÖNNUÐUR I annálum heimsins er afrek skráð, sem enn er af lýðum hylit, og upplýst sem allstirndur himinn er dáð, sem orðrómi þessum er skylt. Frá liðnum öldum enn er bjart, sem árröðuls vordagsijós, Leifs nafnið uppljómast afreksskart, með alheimsins verðugt hrós. Mannverur hafna í tímans haf, hverfa í unn við sand. Völt eru sporþeirra um vetrartraf, og vansjeð skart geislaband. Þeir fundu ei leið að kljúfa klett, íkipruðum hugsana seim, gátu ei skilið, né spurningu sprett sem spurull hugur bauð þeim. Hin leitandi sál er hið eina afl, sem öðlast mun nokki-a mennt, huldar leiðir við lífsins tafl, leysajafn unaðarkennt. Langskipin sigldu um sædjúpsins skaut, og sigruðu í orrahríð hugprúð og djörf var sú hugsjóna- braut, heiðstirnd, björt og víð. Fornar dáðirúr feðranna sjóð; - og fulltingis Ásvafm bönd; orkuna veitti hið ólgandi blóð, og úthafsins spannaði lönd. Þótt Njörður í algleyming yrki við raust og öldurnar brjóti við sand, Oðins hrafninn, úr Yggdrasli skaust, og ugglaust vísaði á land. Vínland beið, svo villt en frjáls, sem Valkyrja forlaga kíf, hún fann sérí hjarta byrjun báls, sem boðaði komandi líf. Fagnandi ól hún sitt iðgi-æna ski-úð, auðæfí í mörk oggrund, með heimanmund svo hæversk og prúð, heilluð draummannsins komandi stund. Fyi-ri ái'a blysin björt, bjarma nýjar leiðir, epísk dáðin glæðir ört, ungt og gamalt seiðir, í stjörnu leiftrí, Leifs frá baug, leysist margur vandi, og bátar hrjáðir barningsdraug, björguðust oft frá grandi. Nafnið hans geymist sem gull í mund, gljáslegin minninga bók, eylandið glitrar um aftanstund, og ástfóstur syninum jók, synir hennar í sækónga fjöld, sýndu þolgæðis hugmyndaflug, og fáninn þeirra öld eftir öld, efldi heiður og karlmennskudug. Höfundurinn er (yrrverandi bóndi í Odda viS Winnipegvatn, en býr nú á islandi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. SEPTEMBER 1999 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.