Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Qupperneq 19
Væri ekki stundum gott að geta kallað á aðstoð spreng-
lærðra kokka um tölvuskjá í eldhúsinu? í Stafræna-húsinu
sem hannað var af Gisue og Mojgan Hariri fyrir tímaritið
House Beautiful árið 1998 er bent á þá fjölmörgu nýju mögu-
leika sem tölvutæknin getur boðið upp á við heimilishald.
'• ' 1 -
Torus-húsið er verið að reisa í Old Chatham í New York-ríki.
Arkitektinn Preston Scott Cohen hannaði heimilið fyrir tvo
listamenn en tvö stærstu rými hússins, sem sjá má á mynd-
inni, þjóna tvíþættu hlutverki vinnustofu málaranna og borð-
stofu og stofu.
Glerhús arkitektsins Michaels Bells er að því leyti ólíkt flestum
hinna húsanna á sýningunni að það er tiltölulega ódýrt í gerð
sinni og uppsetningu. Húsið er tvískipt og í þeim hluta er hýsir
dagstofur og eldhús eru allir veggir og rennihurðir úr gleri en í
svefnálmunni eru veggir að mestu klæddir málmi.
Tjaldveggja-húsið í Tókíó eftir Shigeru Ban var reist árið 1995. I þessu þriggja hæða húsi eru
engir útveggir á þeim tveimur hliðum er snúa út að götunni. Efnismikil segltjöldin eru hins veg-
ar í anda hefðbundinna færanlegra milliveggja í japanskri húsagerðarlist. Tjöldin bærast
til og frá í golunni eða þá að þau eru dregin frá svo heimilið blasir við nágrenninu, - og öfugt.
Möbius-húsið í Hollandi er kennt við grunnform sitt, tvær samhangandi lykkjur sem leggja
enda saman eins og greina má á Ijósmynd af framanverðum inngangi og norðurhlið hússins.
Hönnuður er Ben van Berkel en húsið er frá 1998. Lögun þess þykir táknræn fyrir upplausn
hefðbundnari forma og er glerið ríkjandi efni ásamt grárri ómálaðari steypunni.
HEIMILISLIF
FYRIR OPN-
UM TJÖLDUM
Sýning á híbýlahönnun 26 alþjóðlegra arkitekta í Nú-
tímalistasafninu í New York vekur athygli á breyttum
áherslum í byggingarlist síðustu 10 ára, segir
HULDA STEFÁNSDÓTTIR.
INNHVERFU heimilislífinu hefur verið
varpað fyrir róða en sameiginleg ein-
kenni þessara híbýla er nálægðin við
umhverfið nær og fjær þar sem flestir
útveggir eru úr gleri og hver krókur
og kimi er tækjum búinn til fjarskipta.
Sýningin ber titilinn The Un-Private
House. Horft er til þeirra breytinga sem
orðið hafa í lífi og starfi fólks í vestrænu
samfélagi síðustu áratugi, og þá ekki síst
sveigjanlegri vinnutíma og breytilegri
íjölskyldusamsetningar en áður.
Teygjufjölskyldur hafa þær verið nefnd-
ar á íslensku, Ijölskyldur þar sem í eru
börn frá fyrri samböndum foreldra ásamt
þeim sem síðar komu. Þá virðist það fær-
ast, í vöxt, a.m.k. í Bandaríkjunum, að pör
kjósi að láta barneignir eiga sig og slíkt er
auðvitað einnig algengt, í sambúð samkyn-
hneigðra, að ekki sé talað um þá „maka-
lausu“.
Daglegt líf fólks hefur einnig breyst og
það færist í vöxt að fólk nýti sér fjar-
skiptatæknina og sinni vinnu sinni að
heiman. Slíkt virðist að minnsta kosti vera
algengt á meðai þeirra íjölskyldna sem
hér eiga í hlut. Verðbréfamiðlarar í New
York fóru fram á það að við hönnun glæsi-
legrar íbúðarinnar yrði tölvu- og sjón-
varpsskjám komið fyrir sem víðast svo
frán augu þeirra misstu ekki af nokkurri
tölu í viðskiptum dagsins.
Vídeólistasafnararnir í Napa Valley í
Kaliforníu þurftu marga rökka sali fyrir
verk sín á heimili sem að mestu er neðan-
jarðar. Og hjón með 3 börn sem starfa
heiman frá óskuðu eftir að húsi sínu yrði
skipt upp og að aðstöðu barnanna yrði
komið fyrir í aðskildum hluta hússins.
Það sem situr fast í huganum eftir þessa
sýningu eru þó ekki bara allar fersku og
skemmtilegu hugmyndirnar sem þar er að
finna heldur einnig ótakmarkað fjármagn
sem húseigendurnir virðast langflestir
hafa yfir að ráða. Einu takmörk arkitekt,-
anna eru því oft glíman við eigið ímyndun-
arafl.
Og er það ekki draumaaðstaða hvers
arkitekts og undirstaða þróunar á sviði
byggingalistar?
T
íbúð þessi á Manhattan var hönnuð af Sulan
Kolatan og William MacDonald árið 1997.
Einkennandi eru mjúk og sveigjanleg org-
anísk form. Á myndinni má sjá hvernig rúmið
og baðkarið voru mótuð í sameiginlegan
strúktúr úr trefjaplasti þar sem aðeins gegn-
sær glerveggur skilur á milli.
T-húsið er í eigu piparsveins og rithöfundar í
New York-ríki sem óskaði eftir að við hönn-
un hússins yrði fyrst og fremst hugsað fyrir
stóru safni bóka sinna. Arkitektarnir Simon »
Ungers og Thomas Kinslow hönnuðu því
sérstakan T-laga turn undir vinnuaðstöðu og
bókasafn eigandans sem er á tveimur hæð-
um. Efri hlutinn er gluggalaus geymsla fyrir
bækurnar en í lesaðstöðunni á neðri hæðinni
er aftur á móti vel bjart enda allir veggir sett-
ir háum gluggum. Húsið er frá 1992.
«
LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. SEPTEMBER 1999 1 9