Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Qupperneq 20
£
. UNNIÐ
MEÐ ÞRÁÐ
Textílfélagið stendur að viðamikilli sýningu í öllum söl-
um Gerðarsafns í tilefni af 25 ára afmæli félagsins.
HÁVAR SIGURJÖNSSON skoðaði sýninguna í fylgd
þeirra Þóru Bjarkar Schram, Ólafar Einarsdóttur og
Arnrþrúðar Aspar sem allar eru í sýningarnefnd Textí 1-
félagsins.
Sýningarnefndin samankomin. Frá vinstri: Þóra Björk Schram, Ásdís Birgisdóttir, Ólöf Einars-
dóttir, Arnþrúður Ösp og Kristveig Halldórsdóttir.
LMENNINGUR hefur
gjaman haft þá hugmynd
um textfllist að hún sé fólg-
in í vefnaði fyrst og fremst.
En það er hægt að vinna
með þráð á fleiri vegu.
Listvefnaður er vissulega
dluti af textíllist en á þess-
ari sýningu gefur að líta verk 29 félagsmanna,
allt kvenna, sem ýmist eru unnin í frjálsri
myndlist, listiðnaði eða hönnun," segja þær
Þóra, Ólöf og Amþrúður Ösp í upphafi.
I formála stjómar og sýningamefndarinnar
sem birtur er í veglegri sýningarskrá með
sýningunni kemur fram að Textflfélagið var
stofnað árið 1974 af ellefu myndlistarkonum.
„Stofnendumir áttu það sameiginlegt að
skapa myndlist með og úr textílefnum. Mark-
mið þeirra var að kynna listgreinina og efla
hag sinn með samheldni. Textflfélagið hefur
*haldið stórar samsýningar á fimm ára fresti
og einnig hafa minni hópar innan félagsins
staðið saman að sýningum. Ennfremur hefur
félagsmönnum boðist að taka þátt í alþjóðleg-
um sýningum erlendis. Textflfélagið er aðili
að SIM, Sambandi íslenskra myndlistar-
manna og Form Island, samtökum hönnuða.
Félagar í Textflfélaginu hafa farið ýmsar leið-
ir í sinni listsköpun; sumir í hönnun, aðrir í
frjálsa myndlist og enn aðrir hafa sinnt hvoru
tveggja. Félagsmenn eru fimmtíu og vinna að
list sinni á fjölbreyttan hátt; vefa, prjóna,
sauma, þrykkja, þæfa, vinna pappír, hanna
fatnað og annan textíl. Verk listakvennanna
29 sem nú eru sýnd í Gerðarsafni, bera vitni
um þennan fjölbreytileika."
Tfl að gefa hugmynd um fjölbreytileika
sýningarinnar væri kannski einfaldast að
>segja að sjón sé sögu ríkari en þegar gengið
er um fyrsta salinn af þremur ber fyrir augu
verk sem spanna allt frá hönnun mynstra í
slæður og gluggatjöld sem ýmist eru
munsturskorin með nútímaleysitækni (verk
Margrétar Adolfsdóttur) til veggteppa úr
þæfðri ull þar sem beitt er aldagömlum að-
ferðum. Þær Þóra, Ölöf og Amþrúður Ösp
segja sýninguna hafa verið mjög flókna í upp-
setningu af þessum sökum. „Verkin gera
mjög ólíkar kröfur um uppstillingu og samspil
við rými og áhorfendur. Við erum búnar að
fara margar ferðir á milli sala og upp og niður
stigann áður en hægt var að komast að end-
anlegri niðurstöðu um sýninguna.“
Þær benda á að listhönnun eigi alltaf í sam-
keppni við fjöldaframleiðsluna. „Fólk sér
kannski ekki í fljótu bragði muninn á
* handunnum listvefnaði og fjöldaframleiddu
efni. Af þessum sökum guggna margir
veflistamenn hreinlega á að verðleggja verk
sín í samræmi við þá vinnu og sköpun sem
farið hefur í þau,“ segir Þóra Björk. Þær eru
þó sammála um að almennt sé áhugi fólks
orðinn meiri á að eignast veflistaverk, það
haldist í hendur við aukna hagsæld þegar fólk
hafi meiri peninga handa á mflli. „Þá vill það
frekar borga fyrir eitthvað sem er ekki fjölda-
framleitt. Þetta stafar líka af því að það er
auðveldara fyrir fólk að nálgast verk
textfllistamanna. Þau eru sýnilegri um leið og
þau eru fjölbreyttari. Það er einmitt að
.vaukast að listamennirnir séu með tvær fram-
leiðslulínur í gangi, ef þannig má að orði kom-
ast. Önnur línan er þá markaðstengdari og
hin beinist meira að frumsköpun."
Þær benda á að textfllist eigi sér mjög
stutta sögu hér á Islandi. „Aldur félagsins
segir allt sem segja þarf. í nágrannalöndum
Verk Ásdísar Birgisdóttur.
„ Verkin gera mjög ólík-
ar kröfur um uppstill-
ingu og samspil við
rými og áhorfendur.
okkar er aldalöng hefð fyrir veflist og félög
textíllistamanna jafnvel meira en aldargömul.
Hér þróaðist aldrei nein veflist og ástæðan er
kannski sú að hér voru ekki kóngar eða aðals-
menn sem höfðu efni á að skreyta híbýli sín
með listvefnaði," segir Ólöf. „Þær tvær konur
sem eru heiðursfélagar Textflfélagsins hafa
átt mikinn þátt í að opna augu almennings
fyrir listvefnaði. Asgerður Búadóttir er önnur
þeirra en hún hefur öðrum fremur verið
brautryðjandi á sviði íslensks listvefnaðar
undanfama áratugi. Sigríður Halldórsdóttir
hefur rannsakað sögu íslensks vefnaðai- og
skráð hana í tengslum við Heimilisiðnaðarfé-
lagið og Árbæjarsafn," segir Arnþrúður Ösp.
„Það væri líka hægt að nýta þekkingu og
kunnáttu textfllistamanna á miklu fjöbreytt-
ari hátt hér á Islandi en gert er,“ segir Þóra
Björk. „Erlendis verður æ algengara að arki-
tektar og textflhönnuðir vinni saman að verk-
efnum og víða er leitað til textflhönnuða þegar
gera á mynstur af alls konar tagi. Mér dettur
í hug að í Noregi hefur talsvert verið gert af
því að fá textflhönnuði til að hanna mynstur í
götur og torg. Kunnáttan og þekkingin í að
raða saman formum, litum og mynstrum nýt-
ist þannig á ýmsan hátt. Þessi brunnur þekk-
ingar og kunnáttu er auðvitað til staðar hér
ekki síður en annars staðar og manni fyndist
að sækja mætti meira og oftar í hann en gert
hefur verið. Þessi stóra og fjölbreytta sýning
ætti að færa fólki heim sanninn um hversu
fjöbreytt kunnáttan og þekkingin er orðin,“
segja þær Ólöf, Þóra Björk og Arnþrúður Ösp
að lokum.
Ljósmynd/Þorkell
Frjáls myndlist unnin í ýmis textílefni. Verk Kristveigar Halldórsdóttur, Hrafnhildar
Sigurðardóttur og Ólafar Einarsdóttur.
Verk Herdísar Tómasdóttur og Ingibjargar Styrgerðar Haraldsdóttur.
*
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. SEPTEMBER 1999