Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Síða 5
Burstabær Jóns Sigurðssonar AFI Jóns Sigurðssonar og alnafni byggði nýjan bæ á prestssetrinu Hrafnseyri um 1800. Árið 1791 birtist ritgerð í riti Lær- dómslistafélagsins eftir séra Guðlaug Sveinsson, prófast í Vatnsfirði við Djúp, og nefndi hann ritgerðina „Um húsa eða bæja byggingar á íslandi". Með ritgerðinni birti séra Guðlaugur grunnmyndir og útlits- teikningar af þremur gerðum sveitabæja, smábýli, meðalbæ og stórbæ. Tvær þær fyrstu voru endurbætur á ríkjandi skipu- lagi. Með þriðju tillðgunni boðaði hann al- gjöra umbyltingu í gerð bæjarhúsa á Is- landi. í stað langhúss meðfram hlaði með dyrum fyrir miðjum langvegg, komu þrjú samsíða hús, er öll sneru timburklæddum stöfnum fram að hlaðinu. Hugmyndir séra Guðlaugs voru í raun fyrstu tillögur um byggingu burstabæja á landinu, sem vitað er um og má hann því kallast faðir íslenska burstabæjarins, en þess skal getið, að burstabæir urðu ekki algengir í sveitum landsins fyrr en um miðja nitjándu öld, að sögn Harðar Ágústssonar, sem manna mest hefur kynnt sér byggingar hér á landi áður fyrr. Telja má víst að Hrafnseyrarklerkur hafi reist bæ sinn eftir teikningum séra Guð- laugs. Þessa gerð kallaði séra Guðlaugur stórbæ, sem áður er nefnt og segir hann í áðurnefndri ritgerð sinni: „Með viðlíka formi og þessu veit eg 3 prestgarða byggða." Það virðist nokkuð ljóst, að burstabær séra Jóns er með allra fyrstu bæjarhúsum á landinu sem snúa þremur timburstöfnum fram að hlaði, þótt engu verði slegið föstu um það hér hvort hann sé sá fyrsti. Hugmyndir um framkvæmdir Séra Böðvar Bjarnason tók formlega við staðnum vorið 1902 og voru þá bæjarhúsin að falli komin. Komust hann og Ragnhild- ur, fyrri eiginkona hans, varla inn í bæinn. Tóku þau það ráð að búa um sumarið í fjárhúsblöðu upp á Bæli fyrir ofan Bælis- brekku og þar eignaðist Ragnhildur fyrsta barn þeirra hjóna. Ekki fékkst fé til að endurbyggja bæinn og var hann því niður tekinn, að undanskildu gaflhlaði úr einu húsanna, en séra Böðvar byggði nýtt fbúð- arhús úr timbri. Vorið 1993 var Sveinn Einarsson, hleðslumaður frá Hrjóti á Austfjörðum, fenginn til að endurhlaða gaflhlað það sem eftir stóð af bænum. Þegar til átti að taka, neitaði Sveinn að snerta við gaflhlaðinu, en sagðist í þess stað gjarnan vilja hlaða upp allan bæinn og má segja að þessi orð Sveins hafi verið kveikjan að því sem á eft- ir kom. Af þessum hugmyndum varð þó ekki, þar sem Sveinn féll frá veturinn eftir. Bærinn reistur Hrafnseyrarnefnd tók svo málið upp á sína arma og lét hefja framkvæmdir eftir frumuppdráttum Ágústar Böðvarssonar, með hliðsjón af líkani af bænum í Safni Jóns Sigurðssonar og teikningum Auðuns H. Einarssonar, sem var yfirsmiður við verkið ásamt Sófusi Guðmundssyni. Höfð var hliðsjón af úttektargjörðum og ekki síst lýsingum sjónarvotts, Guðbjargar Krisljánsdóttur frá Baulhúsum, sem gisti í bænum nokkrar vikur þegar hún gekk til spurninga hjá séra Richard Torfasyni rétt fyrir aldamótin 1900. Hornsteinn var lagð- ur að byggingunni 17. júní 1994 og veggir bæjarins hlaðnir upp þá um sumarið. Unnið var við bygginguna næstu sumur og hann síðan formlega tekinn í notkun 17. júní 1997. Reynt var að hafa bæinn sem líkastan fyrirmyndinni þó margt sé þar öðru vísi út- lits en var þegar Jón forseti var að alast þar upp. I bænum eru seldar veitingar í þjóðlegum stíl yfir sumartímann og sýning- ar ýmiskonar eru hafðar þar uppi. Þar eru meðal annars staðsettir ýmsir munir frá 19. öld úr Byggðasafni Vestfjarða og einn- ig er verið að koma upp utan dyra sýnis- hornum af hestaverkfærum þeim sem tíðk- uðust í landbúnaði hér á landi áður fyrr. Burstabær Jóns Sigurðssonar var reistur fyrir framlög frá Alþingi og nokkrum fyr- irtækjum í landinu. Bygging bæjarins var umfangsmikið verk og þurfti þar margs að gæta. Fjórfalt torflag er til dæmis á þökum og er grundvallaratriði að þar myndist góð gróðurþekja, sem verður að vökva í þurrkatíð. Burstabær Jóns Sigurðssonar. Bærinn er 150 fermetrar að innanmáli og 200 að utanmáii. tré og járn. Lögspakur maður var hann og vel máli farinn. Eiginkona hans var Hallkatla Einarsdóttir frá Kaldaðamesi syðra og eign- uðust þau níu börn, fjóra syni og fimm dætur. Hrafn og skólinn í Salerno Forfeður Hrafns, Atli, Bárður og Svein- björn, höfðu fengist við lækningar hver fram af öðrum. Hrafn var víðförull og lagði leið sína meðal annars suður um Evrópu. I Salerno á Ítalíu er elsti læknaskóli í Evrópu, stofnaður á 9. öld og var jafnt fyrir karla sem konur. Til Salerno komu lærisveinar víða að og vom lær- dómskröfur strangar og tók átta ár að ljúka prófi með fullum réttindum. Var skólinn jafnt fyrir pilta og stúlkur. Fræðimenn telja líklegt að Hrafn hafi komist í snertingu við Salemo- skólann, þó ekki hafi verið staðfest að hann hafi stundað þar nám. Lítill vafi leikur þó á að hann hafi fyrstur Islendinga leitað sér mennt- unar í læknislist. Má lesa um það hjá Vilmundi landlækni (Læknar á íslandi, útg. 1944) Þar segir Vilmundur að Hrafn beri hæst allra nor- rænna lækna í fornum sið. Ennfremur segir Vilmundur: „Var hann lærður maður, völund- ur að hagleik, og hafði ferðast mikið erlendis, eigi aðeins um Norðurlönd, heldur og um England, Frakkland, Spán og Ítalíu. Má ætla að hann hafi gefið nokkum gaum lækningum á þeim ferðum. Hann var hið mesta göfugmenni og tók læknisstarfið þeim tökum, er vera mega til fyrirmyndar læknum á öllum tímum. Saga Hrafns er ekki aðeins skemmtileg heim- ild um lækningar hans og lækniskunnáttu, heldur og fagurt vitni þess, hve líknarskylda læknisins og ábyrgðartilfinning var honum rík í brjósti.“ Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri Kvenna- skólans í Reykjavík, varði doktorsritgerð í Oxford um sögu Hrafns og lækningar hans og var hún gefin út af Clarendon Press í Oxford 1987. Aldrei mat hann f jár lækning sína eða smiðir í Hrafns sögu segir svo: „Til einskis var honum svo títt, hvorki til svefns né matar, ef sjúkir menn komu á fund hans, að eigi mundi hann þeim fyrst nokkra miskunn veita. Aldrei mat hann fjár lækning sína. Við mörgum mönnum vanheilum og fé- kom hann að vörmu spori vestur og staðfesti strax grun okkar um langeldinn. Næstu tvö sumur fór svo fram uppgröftur í Grelutóftum og nærliggjandi tóftum á vegum Þjóðminjasafns og komu þá í ljós meðal ann- ars tvær smiðjur og tvö jarðhýsi sem líklega hafa þjónað sem vinnustaðir og örugglega sem gufubað. Þessar rannsóknir fornleifafræðing- anna staðfestu frásögn Landnámu um fyrstu byggðina á Eyri um árið 900, þó ekki hafi fundist nafnspjald þeirra Ánar og Grelaðar. Kemur þetta heim og saman við það sem helstu fræðimenn hafa haldið fram um land- nám í Arnarfirði. (Sjá Árbók hins ísl. forn- leifafélags 1980, Guðmundur Ólafsson: Grelu- tóftir, Landnámsbær á Eyri við Arnarfjörð) Hrafn Sveinbjarnarson goðorðsmaður og læknir Lítið er vitað um ábúendur á Eyri fyrstu tvær þrjár aldirnar eftir Án og Grelöðu, en á ofanverðri tólftu öld og fyrstu árum þeirrar þrettándu býr hér goðorðsmaðurinn Hrafn Sveinbjarnarson, mildur höfðingi og frægur í Islandssögunni fyrir höfðingsskap sinn og tók hann við búskap af föður sínum. Er Hrafn nafnkenndasti höfðingi sem setið hefur á Eyri. Ber þar margt til, en einkum þó það, hve hann er talinn hafa borið af samtímamönnum sínum fyrir friðsemdar sakir. Þegar aðrir höfðingjar landsins ástunduðu það helst að vega hver annan, bar Hrafn á Eyri smyrsl á sárin í bókstaflegri merkingu. Hann er nefnilega tal- inn fyrsti lærði læknir á íslandi. Honum er svo lýst, að hann var réttleitur í andliti, með svart hár, sundmaður ágætur og svo mikill bogmað- ur að af bar. Handskoti skaut hann best allra manna og var sú íþrótt lengi viðloðandi í Arn- arfirði. Hann var völundur að hagleik, bæði á Gestir i veitingastofu i burstabæ Jons Sigurðssonar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 17. JÚNÍ 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.