Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Síða 6
Útsýn af Ánarmúla yfir Arnarfjörð. Sér til Ketildala og Bíldudals. Langanes er til vinstri en Hrafnseyri í forgrunni til hægri. Ljósm.: Ólafur Gíslason Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson Jón Sigurðsson á tindi manndómsáranna, um fimmtugt. Þetta er líklega kunnasta Ijósmynd sem þekkt er af Jóni, en til eru myndir af honum á ýmsum aldri. Ljósmyndari er ókunnur. lausum tók hann, þeim er þrotráða voru, og hafði með sér á sínum kostnaði, þangað til þeir voru heilir. Eigi aðeins græddi Hrafn þá menn, er særðir voru eggbitnum sárum, held- ur græddi hann mörg kynjamein þau, er menn vissu eigi, hvers háttar voru.“ Mörg dæmi eru nefnd um lækningar Hrafns. Hann eyddi bjúg með því að brenna díla á húðina á baki og brjósti og læknaði þunglyndi með blóðtöku. Hann opnaði með skurði þvagrás karlmanns sem þjáðist af þvagteppu vegna steina, tókst að ná í þá og fékk síðan sárið til að gróa. Ekki er fráleitt að ætla að fyrsta sjúkrahús landsins hafi verið í húsakynnum Hrafns á Eyri, þó með öðrum hætti hafi verið en tíðkast í dag. Þó ekki sé nú kunnugt um húsaskipan og annað sem því við- kemur í tíð Hrafns, er ljóst að þar hefur mikils þurft við. Mörgum mönnum veitti Hrafn smíð- ir sínar og aldrei mat hann þær fjár. Skemmti- legt orðalag sem fylgir lækninum á Eyri. Bæ sinn byggði hann vel og gjörði þar mörg hús og stór og marga aðra bæjarbót þá er mikil merki má á sjá, segir í sögu hans. Enn segir í Hrafns sögu: „Alla menn lét hann flytja yfir Amarfjörð, þá er fara vildu. Hann átti og skip á Barðaströnd. Það höfðu allir þeir er þurftu yfir Breiðafjörð. Og af slíkri rausn Hrafns var sem brú væri á hvorum tveggja firðinum íyrir hvern, er fara vildi“. Hér er mikið sagt í fáum orðum og munu fá dæmi um slíka rausn í fomum sögum okkar. Breiðafjarðarfeijan Baldur kom ekki tii þjón- ustu íyrr en sjö öldum síðar. En sá er munur- inn að nú borga menn feijutolla. Virki lét Hrafn gera um bæ sinn úr grjóti. Ekki sér þess nú stað. Hins vegar sést vel móta fyrir hafskipanausti hans niður við sjó, svokölluðu Hrafnsnausti. Segja munnmælin, að þar hafi Hrafn ráðið hafskipi til hlunns. Má þetta til sanns vegar færa, þar sem Hrafn fór nokkrar utanferðir sem áður segir. Þorvaldur Vatnsfirðingur Snorrason, frændi Hrafns, leitaði á náðir hans er bróðir Þorvaldar, Þórður, tók við staðfestu í Vatns- firði við Djúp, eftir deilur þeirra um fé og völd. Hrafn tók við hinum staðfestulausa Þorvaldi og hafði hann hjá sér í nokkra vetur og var til hans eins og hann væri sonur hans eða bróðir. Sem dæmi um það skal nefnt, að er Þorvald fýsti utanfarar, fékk Hrafn honum alfatnað, rekkjuklæði, húðfat og vistir til fararinnar. Meö f jölmenna flokka yfir Glómujökul Nokkmm áram eftir að Þorvaldur tók við Vatnsfirðingagoðorði að bróður sínum látnum, gerðust úfar með þeim goðunum og algjör fjandsemi. Virðist Þorvaldur hafa haft þar for- göngu og notað hvert tækifæri sem hann gat til að ná valdi á Hrafni. Fór hann meðal annars þrjár ferðir að Eyri með fjölmenna flokka yfir Glámujökul í því skyni. Ekki hafði hann erindi sem erfiði í tveimur fyrstu ferðunum. Má geta þess til gamans og sem dæmi um góðsemi Hrafns, að eftir að önnur aðför hafði mis- heppnast, bauð hann Þorvaldi og förunautum Ferðakistill Jóns Sigurðssonar sem hann geymdi í sínar jarðnesku eigur er hann fór að heiman til Reykjavíkur árið 1829 til að ganga undir stúdentspróf. Kistillinn er kominn að Hrafnseyri úr fórum Egils heitins Ólafssonar á Hnjóti og Ragnheiðar Magnúsdóttur konu hans. hans í mat, en það voru um 400 manns, bænd- ur og búalið úr Djúpi. Og ekki nóg með það, heldur lét hann og skera húð til skúa föranaut- um Þorvalds, því þeir voru mjög skólausir er langa leið höfðu farið! Svo segir sagan, en þess er skylt að geta, að fræðimenn telja höfund Hrafnssögu, sem trúlega hefur verið geist- legrar stéttar, halda fram hlut Hrafns á kostn- að Þorvaldar og má vel vera rétt. Þess er að geta, að eiginkona Þorvaldar var Þórdís, dóttir Snorra Sturlusonar. Hrafn Sveinbjarnarson varð ekki gamall maður. Var hann ekki nema liðlega fertugur þegar frændi hans náði valdi á honum í þriðju aðförinni, eftir að hafa komið yfir Glámujökul í hríðarbyl með herflokk. Bundu þeir menn alla á bæjum, sem á leið þeirra urðu í Arnaríirði, svo engin njósn bærist. Komust þeir kumpán- ar í virki Hrafns með því að setja mann á skjöld og lyfta honum síðan á spjótsoddum, svo hann komst upp á virkisvegginn og gat opnað virkisdyrnar. Ekki hafði verið haldinn vörður um nóttina vegna óveðursins og vissu þeir Hrafn ekki fyrr til en vopnaðir menn vora komnir í virkið. Varð h'tið um varnir og vildi Þorvaldur engin boð taka frá Hrafni. Þeir lögðu eld í bæinn, sem títt var á Sturlungaöld og lét Þorvaldur hálshöggva velgjörðamann 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 17. JÚNÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.