Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Side 11
á siglingu með Snorra syni sínum, fyrsta hvíta barninu sem fæddist í Ameríku. Myndin er eftir kínverskan listamann, Ji Shen, sem kom til íslands 1995 og hefur unnið hér að list sinni síðan. Hallsteinn goði tók við þeim ok setti þau niðr at Urðum í Skálmarfírði, ok var þeira byggð ekki vinsæl. Ingunn, móðir Pórðar, sem var kvæntur Guðrúnu Ósvífursdóttur, kvartaði við son sinn yfir nágrönnunum og kvað þau Kotkel gera sér óvært í fjárránum og fjölkynngi. Þórður brá skjótt við, hélt vestur og tók allt lausafé móður sinnar og bar á skip. Síðan segir: Þórðr kom til bæjar Kotkels með tíunda mann; synir þeira Kotkels váru eigi heima. Síðan stefndi hann þeim Kotkatli ok Grímu ok sonum þeira um þjófnað ok fjölkynngi ok lét varða skóggang; ... Þá kómu þeir Hall- björn ok Stígandi heim, er Þórðr var kominn frá landi, ok þó skammt; sagði Kotkell þá son- um sínum, hvat þar hafði í görzk. Þeir bræðr urðu óðir við þetta ok kváðu menn ekki fyrr hafa gengit í berhögg við þau um svá mikinn fjándskap. Síðan lét Kotkell gera seiðhjall mikinn; þau færðusk þar á upp öll; þau kváðu þar harðsnúin fræði; þat váru galdrar. Því næst laust á hríð mikilli. Þat fann Þórðr Ing- unnarson ok hans förunautar, þar sem hann var á sæ staddr, ok til hans var gört veðrit. Skip Þórðar fórst með allri áhöfn og var Kotkatli, Grímu og sonum þeirra kennt um. í kjölfarið fór Gestur Oddleifsson á fund Hall- steins goða og gerði honum tvo kosti, að reka brott þessa fjölkunnugu menn, ella kvaðst hann mundu drepa þá. Þau Kotkell settust næst að í skjóli Þorleiks Höskuldssonar sem hafði af þeim kjörgripi fyrir. Þorleikur þurfti að hefna sín á Hrúti frænda sínum og leitaði þá liðsinnis landseta sinna: En litlu síðar gera þau heimanferð sína, Kotkell ok Gríma ok synir þeira; þat var um nótt. Þau fóru á bæ Hrúts ok gerðu þar seið mikinn. En er seiðlætin kómu upp, þá þóttusk þeir eigi skilja, er inni váru, hverju gegna myndi; en fögr var sú kveðandi at heyra. Hrútr einn kenndi þessi læti ok bað engan mann út sjá á þeiri nótt, ... Kári, sonur Hrúts, var sá eini sem vakti, fór út, gekk á seiðinn og féll dauður niður. Þeir Hrútur og Ólafur pá fóru með fimmtán menn að fjölkynngisfólkinu. Kotkell og Gríma náðust á hálsinum milli Haukadals og Laxár- dals, voru þar barin grjóti í hel og dysjuð. Heitir þar síðan Skrattavarði. Hallbjörn náð- ist og var dreginn belgur á höfuð honum, bundinn steinn við hálsinn og honum drekkt. Stígandi náðist síðar. Var dreginn belgur á höfuð honum, hann barinn grjóti í hel og dysjaður. Þá er rétt að líta nánar á nokkur atriði í því sem segir um þetta meinta fjölkynngisfólk í því skyni að grafast fyrir um raunverulegan átrúnað þess. 1. Nágrönnum Kotkels, Grímu og sona þeirra stóð að sögn frá upphafi stuggur af ■þeim sem fjölkynngisfólki. Asökun um fjárrán gæti bent til þess ágreinings út af hoftolli. 2. Ekkert eitt þeirra fjögurra sker sig úr sem leiðtogi eða sérlega magnaður galdra- maður. Þau eru samstilltur hópur. 3. Lýsingin; „en fögur var sú kveðandi að heyra“, bendir til þess að söngur fjórmenn- inganna hafi hljómað nýstárlega. 4. Fjölskyldan kom frá alkristnu landi og fyrir það eitt yfirgnæfandi líkur á að þau hafi verið kristið fólk. 5. Ekki er fráleitt að gera ráð fyiir því að kristnir menn sem settust að hér á landi á tíundu öld hafi sungið kristna tíðasöngva á heimilum sínum eða í litlum bænhúsum. Var ekki ólíklegt að heiðingjum stæði stuggur af, ef þeir heyrðu slíkt til kristinna manna. Aft- ansöngur og náttsöngur, sem að vetrarlagi var fluttur eftir að myrkt var orðið, vai- einkar líklegur til að skjóta heiðnum mönnum skelk í bringu. I þessu sambandi er fróðlegt að vitna til þeirrar tónlistarfræðilegu niður- stöðu, að tónræn formúla tíðasöngs gæti í eyrum heiðinna manna hafa líkst hugsanleg- um sönghætti galdraljóða. Þessi athugun styrkir mjög þá tilgátu, að Kotkell, Gríma, Hallbjörn slíkisteinsauga og Stígandi hafi verið kristin og látið lífið sem píslarvottar. VI Þá vík ég sérstaklega að sagnamyndun og sagnageymd í samfélagi munnlegrar menn- ingar til að skýra nánar hvað veldur því hvernig eftirmæli hver einstaklingur fær. Ríkjandi öfl og ráðandi viðhorf samfélagsins móta sagnamyndunina á hverjum tíma. A tíundu öld, blómaskeiði norræns átrúnaðar á Islandi, voru kiistnir menn sakaðir um gald- ur, en á kristnum tírna, tólftu og þrettándu öld, voru heiðnir menn taldir göldróttir. Það gat verið breytilegt hversu magnaðar eða h't- ilvægar þessar galdraásakanir urðu er fram liðu stundir. Ásólfur alskik var sakaður um galdur á öndverðri þjóðveldisöld og hrakinn stað úr stað uns hann komst til Jörundar frænda síns. Á kristnum tíma varð Ásólfur helgur maður. En hefðu heiðnir menn drepið hann undir Eyjafjöllum má vænta þess að hann hefði lifað í sögnum sem hættulegur galdra- maður sem héraðsbót var að ryðja úr vegi. Þegar Digur-Ketill hélt til baka eftir að hafa stefnt Þorleifi hinum kristna um hoftoll skall á hann vitlaust veður. Hér er sama minnið og er Þórður Ingunnarson hafði birt Kotkatli og hans fólki stefnu og fékk yfir sig ófært veður á Breiðafirði. Hefði Digur-Ketill drepið Þorleif í stað þess að biðja hann um mat og húsaskjól má vænta þess að sagnir hefðu greint frá Þorleifi sem skæðum fjöl- kynngismanni og tíundað hvernig veðrið skall á fyrir hans tilverknað. Þorleifur naut hins vegar þeirrar sérstöku náðar að hann varð kristin hetja á Þingvöllum við kristnitöku, er WANGRONGHUA ÓÐURTIL GUÐRÍÐAR ÞORBJARN- ARDÓTTUR VILHJÁLMUR H. GlSLASON ÞÝDDI Fæddist fljóð forðum daga yndi augna áerlitu. Viðjum viljinn varðist styrkur mild þó mætti mærin öllu. Böndeibatthún bænélandi sjói sigldi og söng frá neggi. Loflýða ljúfthúnþáði framkoman fáguð framsýn þótti. Fæddi feima fyrsta soninn Evrópu ættar í Ameríku. Illuraöflum óþurftveitti innra eðli eðalkonu. Langferð ljóðræn álegitúlkar hennar huga og hegðan alla. Þrautir þungar erþolamátti hugans hreysti hennijuku. Til Rómar ristill réðst að ganga þekking þáði þyrstum huga. Þá óskir allar uppfyllthafði úttilíslands aftursnéri. Sonarsynir og sonur glöddu eiðuaugu við endurfundi. Lífilifði með lagar görpum. Húnáheima í hetjuröðum. Samansjáum ofsögutímans löngu liðna og líðandi stundu. Fljóttviðfinnum fremsta standa konuknáa ogkvenskörung. Höfundur er sendiherra Kína á íslandi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 17. JÚNÍ 2000 I lý

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.