Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Side 13
ALDARAFMÆU POSTFERÐA
EFTIR HEIMI ÞORLEIFSSON
Ný vegalög voru sett á alþingi 1893 og þar var
gert ráð f/rir svokölluðum flutningabrautum á helstu
leiðum og skyldu þær 1 agð< jr þannig, að þær væru
f; serar vögnum. Það er þó fyrst á alþingi 1897, að
1 u < CD ZT~ 3 /ft að nota þurfi hina nýju vegi og brýr
betur í þágu almenns flutningakerfis.
Ljósmyndasafn Magnús Ólafsson.
Póstvagnar í Hafnarstræti. Pósturinn situr í fremri vagninum og er með pósttösku og lúður.
Fargjald og flutuingskaup meö póstvagninum.
Milli Reykjavíkar og Selfoss
Fargjald:
aöra leið kr. 3,50, báöar ieiðír kr. 5,00
—' — — * Þjórsárbrúar — — - 4,25, — — - 6,00
—' — — - Ægisíða — — - 5,00, — — - 7,00
— — — - Þingvalla — — - 3,00, — — - 4,00
Ath. 1. i’yrir allan farangur sinn verða farþegar að borga sérstaklega.
2. Farþegar austan yfir Hellisheiði verða að gaDga upp Kambana.
3. Fargjaldið greiðist jafuan um leið og stigið er í vagninn.
Fluiningskaup:
Milli Reykjavikur og Kotstrandar fyrir pnndið 2*/* eyrir
— - Selfoss — —
— - Þjórsárbrúar — —
--- . Ægisiðu — —
— . Þingvalla — —
Ath. 1. AUar sendingar með vagninum verða að vera yfir 5 pd,
2. Engin þungavara, svo sem kornmatur, járnvara, salt og
flutnings með póstvagninum; en bjóðist mikill flutningur, verður hann
sérstökum flutningsvögnum, ef um semur og ástaður leyfa.
3. Hver sending só greinilega merkt, með nafni og heimili viðtakanda; skal og til-
tekið, á hvaða póststöð sendingunni skal skilað, og er hún úr ábyrgð vagnstjóra
eftir að þangað er komið.
4. Flutningskaup greiðist um leið og sendinguani er veitt viðtaka.
5. Samkvæmt prentaðri áœtlun um póstvagnferðir leggur vagninn á stað frá Reykja-
vik á bverjum mánudegi kl. 6 siðdegis, og kemur aftur næsta föstudag á eftir.
En til Þingvalla íer vagninn á tfanabilinu frá 1. júll til I. september á hverjum
laugardagsmorgni kl. 8, og snýr þaðan aftur daginn eftir.
6. Komi þær tálmanir fyrir, aö vagninum ekki verði unt að fyigja áætlun, skal
það tekið fram, að vagnstjóri ber enga ábyrgð gagnvart farþegum, þótt för
þeiria tefjist; en bann mun gera BÓr far um að ferðirnar gangi svo fijótt og Yel
sem frekast verðnr auðið.
Reykjavík, 2. júli 1900.
I»orst. J. Davidson.
3
4 ' •
5
2'/» eyri
að þyngd.
kol, verðnr tekin til
fluttur
Auglýsing úr ísafold 7. júlí 1900.
HINN 18. júní næstkomandi
eru liðin 100 ár frá því að ís-
lendingar áttu þess fyrst
kost að setjast upp í vagn,
sem flutti þá landleiðis milli
staða. Fólk gat í fyrsta sinn
nýtt sér þau þægindi að
geta keypt sér far á vissum
degi og vissum tíma og vera nokkuð öruggt um
að komast á vissan stað á vissum tíma. Þessi
nýjung var tengd póstflutningum sem loksins
voru teknir að þróast til nýrra hátta. Fram að
þessu hafði allur póstur á landi verið fluttur í
koffortum á klyfjahestum eða í töskum ríðandi
og gangandi landpósta. það er með ólíkindum,
að í lok 19. aldar var þungaflutningur eins og
bréfapóstur, blaðapóstur og jafnvel böggla-
póstur fluttur á hestbaki svo langa leið eins og
milli Reykjavíkur og Eskifjarðar. En snemma
sumars árið 1900 varð loksins á þessu breyting.
Tekið var til við að flytja póst og farþega með
fjórhjóla yfirbyggðum vögnum með tveimur
hestum fyrir á vestasta hluta póstleiðarinnar
Reykjavík - Eskifjörður.
Allt frá því að sett voru lög um vegagerð árið
1875 og Alþingi fór að veita fjármunum til
þessa málaflokks, var unnið að vegabótum á
leiðinni frá Reykjavík austur í Arnessýslu.
þessir nýju vegir voru lengi vel eingöngu mið-
aðir við reiðmenn og hestalestir og ekki færir
vögnum. Kom hér einkum til mikill halli í veg-
arstæði, einkum í Hellisskarði fyrir ofan Kol-
viðarhól og um Kamba. Ný vegalög voru sett á
Alþingi 1893 og var þar gert ráð fyrir svoköll-
uðum flutningabrautum á helstu leiðum og
skyldu þær lagðar þannig, að þær væru færar
vögnum eða eins og segir í lögunum:.....svo
skal vegi gjöra á flutningabrautum, að vel sjeu
akfærir hlöðnum vögnum á sumrum“.
Meðal flutningabrauta, sem taldar voru upp í
lögunum frá 1893, var leiðin frá Reykjavík
austur í Rangárvallasýslu. A þessari leið hafði
Ölfusá þegar verið brúuð og Þjórsárbrú var
opnuð 1895. Þá voru liðin tvö ár, frá því að Sig-
urður Thoroddsen hafði tekið við nýju starfi
sem landsverkfræðingur, og meðal hans fyrstu
verka var að mæla fyrir og stjórna lagningu
nýs vegar um Hveradali í stað þess að fara
brattann í Hellisskarði og fjölga beygjum og
með því gera Kambana vagnfæra. Eftir þessar
framkvæmdir og nýja vegarlagningu austan
Hellisheiðar var kominn vagnfær vegur austur
í Rangárvallasýslu.
Þó að fært væri orðið fyrir vagna yfir Hellis-
heiði varð enn nokkur bið á því, að reglubundn-
ar ferðir hæfust á þessari leið með vögnum.
Eftir jarðskjálftana miklu á Suðuriandi árið
1896 voru þó börn flutt til dvalar í Reykjavík í
vögnum, og einstaka maður fór reglulega með
vagn eða kerru yfir heiðina. það er fyrst á Al-
þingi 1897, að því er hreyft að nota þurfl hina
nýju vegi og brýr betur og í þágu almenns
flutningakerfis. Jón Jensson, þingmaður Reyk-
víkinga, tók sérstaklega fram í ræðu í þinginu,
að það væri skrítið, að póstar sem færu yfir
Hellisheiði notuðu ekki vagna en væru með
klyfjaða hesta upp á gamla móðinn. Vildi Jón,
að landsstjómin beitti sér fyrir því, að póstam-
ir notuðu vagna og komið yrði á skipulegum
flutningum. þetta leiðir hugann að því, að um
margar aldir höfðu áætlunarvagnar, dregnir af
hestum, verið á ferð um vegi i Evrópu. Fólk gat
keypt sér far með þeim auk þess sem vagnarnir
fluttu póst og minni varning. Síðan hafði tími
hestvagnanna liðið undir lok við komu gufuafls-
ins og um aldamótin 1900 höfðu járnbrautar-
lestir bmnað um löndin í marga áratugi.
Niðurstaða umræðanna á Alþingi 1897 varð
sú, að nokkrir þingmenn lögðu til, að styrkur
yrði veittur fjárlögum til „fastra flutninga-
vagnferða einu sinni eða tvisvar í viku að sumr-
inu, frá Reykjavík austur að þjórsárbrú og
lengra eptir því sem lagning flutningabrautar-
innar austur í Rangárvallasýslu miðar áfram“.
þessi tillaga náði ekki fram að ganga í það sinn.
Á þinginu 1899 kom aftur fram tillaga um
styrk til vagnferða og nú að gefnu tilefni. Ditlev
Thomsen kaupmaður hafði boðist til þess að
koma á vagnferðum austur um sveitir gegn
styrk úr Landssjóði og einhverju gjaldi fyrir
póstflutning. Thomsen hugsaði sér, að starfs-
maður póststjórnarinnar færi með vagninum
og sæi um póstinn. Nú brá svo við, að Alþingi
samþykkti að veita árlegan styrk til póstvagna-
flutninga árin 1900 og 1901.
þó að styrkur væri fenginn, fer engum sög-
um af vagnferðum Thomsens kaupmanns, en
um áramótin 1899-1900 barst landshöfðingja
bréf frá þorsteini J. Davidson, sem kallaður var
„skýlisvörður á þingvöllum". Efni bréfsins var
tilboð frá Þorsteini þess efnis, að hann býðst til
þess fyrir fjárstyrkinn frá Alþingi „að lá ta lukt-
an póstvagn ganga milli Reykjavíkur og Ægis-
síðu einu sinni í viku á tímabilinu frá 15. júní til
1. október". Til frekari skýringar segir Þor-
steinn, að vagninn verði útbúinn sem póstvagn-
ar í öðrum löndum. Hann verði þó eins léttur og
meðfærilegur sem nokkur kostur sé á. Þor-
steinn segist ætla að láta panta vagninn og þá
væntanlega erlendis. Byggt verði yfir hann
með sérstöku tilliti til þess sem hentar veðráttu
hérlendis. I vagninum eigi að flytja allan póst-
flutning austur um land og kveðst Þorsteinn
ekki ætla sér annað endurgjald fyrir það en
krónurnar frá Alþingi. Skyldi póstvagnaferð-
unum hagað þannig, að vagninn mætti austan-
pósti í Odda, en sá flutti póstinn austur að
Prestsbakka. Fyrir að flytja póstinn frá Ægis-
síðu að Odda, þ.e. yfir Rangá, sem var óbrúuð,
fór Þorsteinn fram á hæfilega aukaborgun.
Landshöfðingi afhenti Sigurði Briem póst-
meistara tilboð Þorsteins og virðist póstmeist-
ara hafa litist vel á það. Var fljótlega gerður
samningur um „ flutning á póstsendingum með
vagni milli Reykjayíkur og Ægissíðu frá 15.
júní til 1. október". í samningnum voru ákvæði
um brottfarardaga og skyldi farið á mánudags-
kvöldum austur og komið aftur á föstudögum.
Þá var kveðið á um fargjöld, sem auglýst voru,
eftir að ferðirnar voru hafnar. Nákvæmar
reglur voru auðvitað um póstflutninginn, en
Þorsteinn J. Davidson bar ábyrgð á honum
gagnvart póststjórninni. í vagninum skyldi
flytja allar póstskrínur, póstpoka og pósttösk-
ur, og ökumaður hans var skyldugur til þess að
taka á móti lausum bréfum, sem hann var beð-
inn fyrir. þau skyldu sett í sérstaka tösku, sem
síðan skyldi opna og taka upp úr á næstu póst-
afgreiðslu.
Eftir að samningurinn um vagnferðir var
gerður, hefur Þorsteinn efalaust unnið að und-
irbúningi ferðanna. Hann auglýsir eftir hestum
til kaups, en ekki er ljóst, hvaðan hann fékk
fyrsta vagninn. Fyrsta vagnpóstferðin á ís-
landi og jafnframt fyrsta áætlunarferðin á
landi, þar sem seld voru sæti fyrir farþega,
hófst síðan mánudagskvöldið 18. júní og segir
ísafold svo frá þessum stórtíðindum 23. júní:
Póstvagnaferðirnar austur í Rangárvalla-
sýslu hófust núna í byrjun vikunnar [18. júnfj.
þær annast hr. þorsteinn Davidson, skýlisvörð-
ur á þingvöllum. Hann var 5 dægur í ferðinni
alls austur að Odda; vagnbraut ekki lengra en
að Ægissíðu. Torfærur reyndust engar á leið-
inni, nema í Flóanum; ofaníburður horfinn þar
á löngum kafla nokkuð. Vagninn einn aðeins,
með 2 hestum fyrir, en stór nokkuð, flytur 6-
800 pd. Von á miklu stærra vagni, fráAmeríku,
og þó ekki þyngri til dráttar.
Nákvæmasta lýsingin á tilhögun vagnferð-
anna er í auglýsingu um þær sem birtist í Isa-
fold 7. júlí. Þar er greint frá fargjöldum á hina
ýmsu viðkomustaði á póstleiðinni og líka til
Þingvalla, en þangað hélt Þorsteinn einnig uppi
ferðum. Farþegum voru sett þau skilyrði að
borga fargjaldið um leið og stigið var upp í
vagninn. þá urðu þeir að borga fyrir allan far-
angur eftir ákveðinni gjaldskrá og síðast en
ekki síst urðu þeir að vera viðbúnir því að
ganga upp Kambana.!!
Svo virðist sem vagnferðirnar hafi gengið
slysalaust fyrsta sumarið, en vegna rigninga
var um tíma illfært eða ófært fyrir vagna um
Flóann. Þorsteinn J. Davidson var með vagn-
ferðir í tvö sumur, en þá tók Jón Guðmundsson
við þeim. Hann var með póstferðir á hestum á
þessari leið á öðrum árstímum. Jón keypti
vagnana af Þorsteini og eru þeir við þá sölu
kallaðir „amerískir sveitavagnar með jámhjól-
um“. Næsti póstur, Hans Hannesson, tók síðan
við ferðunum 1906 og hafði þær lengi með vax-
andi umsvifum og vagnafjölda.
Eftir tíu ára akstur póstvagnanna, lýsti Skúli
Skúlason, prestur og póstafgreiðslumaður í
Odda, þeim vandamálum, sem upp höfðu komið
vegna brottfarartíma póstvagnanna frá Ægis-
síðu. Hann segir, að sumarið 1911 hafi vagninn
átt að fara klukkan sex að morgni frá Ægissíðu
en hafi raunar aldrei farið af stað fyrr en klukk-
an sjö eða seinna. Séra Skúli segir, að vagninn
hafi verið töluvert notaður af farþegum að
austan þetta sumar. Á Ægissíðu sé ekkert
gistihús og því verði fólk, sem búi í nokkurri
fjarlægð, að leggja af stað um miðja nótt til
þess að ná vagninum. þetta sé mjög erfitt, eink-
um fyrir gamalt fólk og böm, sem gjarnan fari
með honum. Póstafgreiðslumaður segir, að
vagninn sé um sjö tíma á leiðinni að Selfossi og
fari ekki lengra þann daginn. Þangað sé komið
ekki síðar en klukkan þrjú, og þar verði farþeg-
ar að bíða til næsta morguns sér til „baga,
kostnaðar og leiðinda".
Vorkoman var lengi erfíð fyrir þá, sem fóru
um íslenska vegi. I þá mynduðust hvörf og rás-
ir, sem ökutæki sukku í og komust ekki alltaf
óskemmd upp úr. Gangandi og ríðandi póstar
höfðu ekki svo miklar áhyggjur af þessu. Þeir
fóru bara út fyrir veginn, ef hann var ófær. En
það gegndi öðra máli um póstvagnana að ekki
sé nú talað um póstbílana, þegar þeir komu.
Hans póstur Hannesson kvartaði undan því
vorið 1912, að vegurinn yfir Hellisheiði væri 'x
svo slæmur, að vagnar hans hafi orðið fyrir
skemmdum. Jón Þorláksson, verkfræðingur
landsins, var að þessu tilefni fenginn til þess að
meta ástand vegarins. Hann segir þennan veg
yfirleitt vera mjög slæman á vorin, þegar klaki
sé að fara úr jörðu. Aurinn vaðist allt að því í
hné og vegna klakaskánar komist vatn ekki
niður.
í reikningum póststjórnarinnar er síðast
getið um vagnaferðir á árinu 1920, en póstferð-
ir með bifreiðum á leiðinni austur að Ægissíðu
höfðu hafist sumariðl916. Þær gengu reyndar
erfiðlega í fyrstu, ef marka má greiðslu, sem
Hans póstur Hannesson fékk haustið 1916 hjá
póststjórninni fyrir tíu póstvagnaferðir „eptir *
að póstbflamir gáfust upp“.
Höfundurinn er sagnfraeðingur og vinnur að ritun
póstsögu.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 17. JÚNÍ 2000 1 3 '