Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Síða 17
SKUGGAR KYNLEGRA KVEN-
PERSÓNA OG ÚFIÐ HRAUN
Morgunblaðið/Jim Smart
Magdalena Margrét Kjartansdóttir viö nokkur verka sinna á sýningunni Skrítinn skuggi.
Tvær sýningar verða
opnaðar í Listasafni ASI
við Freyjugötu í dag kl.
16. f Ásmundarsal gefur
að líta verk Magdalenu
Margrétar Kjartansdóttur
og í Gryfjunni sýnirMar-
ia Elisabeth Prigge fró
Austurríki. Bóðarstanda
sýningarnar fram til 2.
júlí og er safnið opið alla
daga kl. 14-18.
SKRÍTINN skuggi er yfirskrift
sýningar Magdalenu Margrét-
ar Kjartansdóttur í Ásmund-
arsal. Verk hennar eru unnin
á mannhæðarháar handunnar
japanskar pappírsarkir og að
sögn listakonunnar er mynd-
efnið, konur og stúlkur, pers-
ónulegar lýsingar og vangaveltur sem sest
hafa á pappírinn hjá henni undanfarin tvö ár.
Magdalena Margrét segist vera að túlka
nokkrar eftirtektarverðar kvenpersónur,
þekktar jafnt sem óþekktar, og tileinkar hún
sýninguna ýmsum þeim konum sem sest hafa
að í minningunni og mótað myndverkin. Þar
nefnir hún til dæmis þær Nínu Sæmundsson
sem hlaut frægð í Hollywood og vináttu
flækingskatta, Nínu Björk Árnadóttur,
hattadömuna, konuna með pinklana, Pálínu
með stubbana og fleiri sem eiga það sameig-
inlegt að vera horfnar af sjónarsviðinu.
Konursem höguðu
sér öðruvísi
„Þetta eru konur sem höguðu sér öðru-
vísi,“ segir Magdalena Margrét, sem er alin
upp í Kleppsholtinu og man eftir mörgum
sérkennilegum persónum af þeim slóðum.
„Það er sagt að maður eigi að varðveita
barnið í sér sem lengst. Það gerðu þessar
konur einmitt og sumar þeirra voru jafnvel
lokaðar inni fyrir það,“ segir hún.
Magdalena Margrét lauk námi frá Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands 1984. Hún hef-
ur tekið þátt í fjölda sér- og samsýninga frá
1983, til dæmis á Kjarvalsstöðum, Listasafni
Islands, Listasafninu á Akureyri, Listasafni
Kópavogs, Hafnarborg, í Þýskalandi, Dan-
mörku, Japan, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi,
Færeyjum, Póllandi og Bandaríkjunum.
HEILLUÐ AF
ELDFJALLAEYJUM
MÁLARINN og graffklistamaðurinn Maria El-
isabeth Prigge heillast af eldfjallaeyjum. Hún
er um þessar mundir í sinni þriðju Islandsferð
en hún býr í Salzburg í Austurríki auk þess
sem hún er með vinnustofu á Fuerteventura,
einni eyjanna sem kenndar eru við Kanarí.
Prigge kom í fyrsta sinn hingað til lands ár-
ið 1996 og árið eftir dvaldi hún um sex vikna
skeið í listamiðstöðinni Straumi í Hafnarfirði.
Það er hin ósnortna náttúra sem hcillar lista-
konuna og áhrifa hennar gætir í grafíkverk-
unum sem hún sýnir í Gryfjunni. „Þegar ég
geng úti í hrauninu fínnst mér stundum eins
og ég sé fyrsta mannlega veran í þessum
heimi,“ segir hún. Nú sækir hún innblástur í
hraunið, mosann og fjöllin. „Áður fyrr sótti ég
mikið til stórborga á borð við New York, Ber-
lín, París og Madríd en núna er náttúran farin
að toga meira í mig,“ segir hún.
Verkin á sýningunni eru unnin í tækni sem
nefnist carborundum þrykk, en hún gefur
möguleika á að vinna með svörtustu tóna og
ná fram áferð sem líkist t.d. úfnu hrauni.
Allt frá árinu 1984 hefur Prigge haldið
fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýning-
um í Austurríki, Belgíu, Lúxemborg, Frakk-
landi, ítaliu, Þýskalandi, Úkraínu, Tyrklandi
og víðar. Hún hefur hlotið viðurkenningar
fyrir verk sín og nýiega tók hún við grafík-
verðlaununum „Slavi Soucec 2000“ í Salzburg.
Hún hefur verið í stjóm listaráðs Salzburgar
auk þess að starfa sem gestakennari í málun
og grafík vfða um heim.
Sýningin í Listasafni ASI er styrkt af aust-
urríska utanríkisráðuneytinu og vínfram-
lciðandanum Lens Moser í Austurríki.
A sýningunni Miðnætursól í Lapplandi sumarið 1998 sýndi Maria Elisabeth Prigge m.a. þetta
verk sem hún teiknaði með birkistofnum.
Morgunbla8iS/Jim Smart
Maria Etisabeth Prigge og eitt verka hennar á sýningunni í Gryfjunni.
LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 17. JÚNÍ 2000 1 Y