Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 2
Gestirfrá Lundúnum á Sumartónleikum í Skálholtskirkju Erlendu gestirnir sem fiytja munu Tónafórn Bachs í Skálholtskirkju: Carole Cerasi, Kati Debr- etzeni, Mark Levy, Katy Bircher og James Johnstone. FÓRNÍ TÓNUM ÞETTA er yndislegt. Hiti og sól. Eitthvað ann- að en kuldinn og rigningin heima. Síðan sáum við afskaplega fallegar myndir frá íslandi í flug- vélinni. Þetta verður greinilega ánægjuleg dvöl,“ segja tónlistarmennimir fímm sem flytja munu Tónafóm Bachs á Sumartónleikum í Skálholtskirkju um helgina, nýstignir út úr flugvélinni frá Lundúnum. Það lætur ekki að sér hæða, íslenska veðrið. Fimmmenningamir eru Mark Levy gömbu- leikari og stjómandi hópsins, Katy Bircher flautuleikari, Kati Debretzeni fiðluleikari, Carole Ceresi semballeikari og James John- stone orgelleikari. Þau eru af ólíku þjóðemi en búa öll og starfa í Lundúnum. Mark er sá eini sem áður hefiir leikið á íslandi en hann er hér nú í fjórða sinn. Þau hafa starfað mikið saman í gegnum tíðina en aldrei komið öll fram saman á sömu tónleik- um. Öll helga þau sig meira og minna tónlist frá barokktímanum þar sem Bach er vitaskuld í öndvegi. „Bach er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Er það ekki örugglega?" spyr Mark Levy sposkur á svip og gefur til kynna að hann sé með flugmiða heim í nepjuna verði svarið nei- kvætt. Eins og þess þurfi. ÞRIÐJU tónleikar Sumarkvölds við orgelið verða haldnir sunnudaginn 16. júlí kl. 20. Að þessu sinni er það spænski orgelleikar- inn José L. Gonsáles Uriol sem leikur á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju. Gonsáles Uriol er þriðji í röð organista frá menn- ingarborgum Evrópu sem heimsækja okk- ur þetta sumar og kynna tónlist heima- lands síns enda eru þessir tónieikar á dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Um efnisskrá sína segir Gonsáles Uriol m.a.: „Hér eru valin saman verk sem eiga það sameiginlegt að vera meðal þeirra merkustu sem rituð hafa verið fyrir orgel af spænskum tónskáldum. Strax á 16. öld fer að bera á miklum áhuga á orgelleik á Spáni. Fjallað var um aðferðir við að semja fyrir orgel og þá tækni sem menn þyrftu að búa yfir til að geta leikið á þetta hljóðfæri. Orgel var að finna jafnt í dóm- kirkjum sem í litlum sveitakirkjum og mörg þeirra hljómuðu afar fallega. Fyrsta verkið, Pavana con su glosa, er eftir Antonio de Cabezón sem var eitt helsta tónskáld endurreisnartímans. Eitt af því sem einkennir spænska orgelhefð fyrri alda er skiptingin á milli bassa og yfírradda á einu hljómborði. Þetta gerir orgelleikurum kleift að Ieika stefið með annarri hendi á meðan hin veitir stuðning í fjölrödduðum undirleik á sama hljóm- borði. Tvö verk eftir Pablo Bruna frá miðri 17. öld eru góð dæmi um þetta. Juan Cabanillas, organisti við dómkirkjuna í Valencia, var helsta tónskáld Spánverja á 17. öld og fram á þá 18. og var þekktur víða, meðal annars í Frakklandi. Eftir hann leik ég Pasacalles de primo tono. Þá leik ég tvö verk eftir ókunna höfunda, annars vegar Obra de falsa cromaticas sem er róleg og stutt tónsmíð full spánskr- ar dulúðar frá 17. öld og La grand batalla „Við dáum Bach,“ ljúka þau upp einum munni. „Sérstaklega á þessu ári þegar 250 ára ártíðar hans er minnst um allan heim.“ Ekkert þeirra stendur þó uppi í hárinu á Kati Debretzeni sem leikur aðeins á tvennum tón- leikum á árinu þar sem Bach kemur ekki við sögu. Tónafórnin var eitt af hinstu verkum Bachs, tileinkað hinum tónelska Friðrik Prússakon- ungi. „Þetta er líka sígild fórn, yndislegasta gjöf sem nokkur unnandi tónlistar getur hugs- að sér, ögrandi, hvetjandi og hrein unun að njóta,“ segir Mark sem halda mun erindi um verkið kl. 14 í dag. „Erindi mitt er eins konar inngangur að flutningnum. Auðvitað mun fólk njóta tónlistarinnar burtséð frá því en fyrir þá sem ekki þekkja sögu verksins gæti erindið sett verkið í samhengi og aukið á upplifunina." Þó Tónafórnin sé samin með hið krýnda höf- de marengo frá 18./19. öld. Batalla eða or- ustan er vel þekkt form í spænskum orgel- tónsmíðum. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta fjörugt verk, sem leitast við að lýsa orustu og þeim hljóðum sem þar heyr- ast. Tónleikunum lýkur á tveimur verkum frá 20. öldinni: Variaciones sobre un tema Vasco eftir Jesús Guridi og Tokkötu eftir Bernando Juliá.“ José L. Gonzáles Uriol lauk prófi í orgelleik með láði frá Tónlistarháskólan- um i Madríd. Auk þess stundaði hann nám í hljómsveitarstjórn, sótti námskeið í sem- balleik og túlkun á spænskri barokktónlist. Síðar hélt Gonzáles Uriol orgelnámi sfnu áfram í Haarlem, Hollandi. Þá naut hann einnig leiðsagnar hins þekkta Gustavs Leonhardts i semballeik og túlkun á barokktónlist. uð í huga segir Mark Bach fyrst og síðast hafa samið verkið sér til ánægju. „Segja má að hann hafi í vissum skilningi sleppt fram af sér beisl- inu við smíðina, látið á ýmsar nýstárlegar hug- myndir reyna. Slíkar tónsmíðar eru oft lítið fyr- ir hlustendur en það á aldeilis ekki við um Tónafómina. Þetta fjölbreytta tónverk er sann- kölluð veisla fyrir hlustandann.“ íslandsdvölin leggst, sem fyn- segir, vel í hina erlendu gesti. Samt óttast þeir að ekki gefist nægur tími til skoðunarferða því Tónafómin sé erfitt og tímafrekt verk í æfingu., Annars emm við vön að fara hratt um grundir,“ segir James Johnstone og Katy Bircher varpar fram hug- mynd. „Við getum kannski skoðað okkur um á daginn og æft á nóttunni? Dimmir nokkurn tíma héma?“ Tónleikar hópsins verða í dag kl. 17 og á morgun kl. 15. Gonzáles Uriol kemur fram jafnt sem or- gelleikari og semballeikari bæði austan hafs og vestan. Hann hefur haldið tónleika víða í Evrópu, Japan, Bandaríkjunum, Suð- ur-Ameríku og fyrrverandi löndum Sovét- ríkjanna. Gonzáles Uriol er nú eftirsóttur kennari og hefur hann haldið námskeið víða. Gonzáles hefur einkum sérhæft sig í spænskri miðaldatónlist. Hann er nú pró- fessor í orgel- og semballeik við Tónlistar- háskólann í Zaragoza. Þá skipuleggur Gonzáles Uriol þekktar tónlistarhátíðir, svo sem í Daroca á Spáni. Árið 1992 var honum veitt virt spænsk viðurkenning fyr- ir störf sín í þágu tónlistar í landinu. Sumarkvöld við orgelið verður með tón- leika öll sunnudagskvöld fram til 3. sept- ember. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar. Arnastofnun, Ámagarði: Hátíðarsýn- ing handrita, opin alla daga í sumar, milli klukkan 13 og 17 til 31. ág. Ásmundarsafn: Verk í eigu safnsins. Sýning á verkum Ásmundar Sveinsson- ar. Til 1. nóv. Byggðasafn Ilafnarfjarðar: Vaxmyndasýning. Til 30. sep. Galleri(©hlemmur.is: Ragnar Gests- son. Til 16. júlí. Gallerí one o one: Egill Sæbjörnsson. Til 8. ág. Gallerí Reykjavik: Pétur Behrens. Til 18. júlí, Gallerf Sævars Karls: Erna G. Sigurð- ardóttir. Til 20. júlí. Garður, Ártún 3, Selfossi: Jiirgen Wit- te sýnir í GUK. Til 24. sep. Gerðarsafn: Safn Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur. Til 8. ág. Hafnarborg: K. Ushio. Til 28. júlí. ís- land með augum Fransmanna. Til 7. ág. Hallgrímskirkja: Ný verk Karólínu Lárusdóttur. Til 1. sep. i8, Ingólfsstræti 8: Ljósmyndaverk El- inu Brotherus. Sýningin er opin fim. til sun. frá 14-18. Til 7. ág. Kjarvalsstaðir: Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Myndir úr Kjarvalssafni. Listasafn Ak.: Dyggðirnar sjö. Til 27. ág- Listasafn ASI: Kristín Geirsdóttir og Ása Ólafsdóttir. Til 30. ág. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daganemamánudagakl. 14-17. Listasafn íslands: Sumarsýning úr eigu safnsins. Til 27. ág. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu: Gestur Þorgrímsson og Rax Rinnekan- gas. Sýningin er opin alla daga kl. 11- 18, fimmtudaga kl. 11—19. Til 27. ág. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Listasalurinn Man, Skólavörðustíg: Guðbjörg Lind Jónsdóttir og Valgarð Gunnarsson. Sýningin er opin á versl- unartíma. Til 16. júlí. Listaskálinn í Hveragerði: Jóhanna Bogadóttir. Til 10. sep. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Ragna sýnir 16 ný olíumálverk. Til 20. júlí. Ljósaklif: Keizo Ushio. Til 23. júlí. Mokkakaffi: Ljósmyndasýning Gunn- laugs Ámasonar. Til 11. ág. Norska húsið, Stykkishólmi: Hlíf Ás- grímsdóttir. Sýningin er opin alla daga frákl. 11-17. Till.ág. Nýlistasafnið: Gústav Geir Bollason, Peeter Maria Laurits og Herkki Erich Merila. Til 6. ág. Perlan: Magnús Th. Magnússon. Til 31. júlí. Safnahús Reykjavíkur: Ljósmyndasýn- ing Marisu Navarrou Arason og Rober- to Legnani. Til 31. júlí. Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Ragnar Bjarnason, Haraldur Sigurðsson, Valdimar Bjarnfreðsson, Svava Skúla- dóttir, Egill Ólafur Guðmundsson og Guðjón R. Sigurðss. Til 29. ág. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarf.: Málverkasýning Jóns Gunn- arssonar. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 13-17. Til 1. sep. Skaftfell, Seyðisfírði: Olaf Christopher Jensen. Til 17. sep. Slunkaríki, ísafirði: Hallgrímur Helga- son. Til 23. júlí. Straumur: Alan James. Til 15. júlí. Stöðlakot: Bubbi, Guðbjörn Gunnars- son á sýningarsvæðinu útivið. Til 17. ág. Þjóðarbókhlaða: Ástu Sigurðardóttur minnst með sýningu á verkum hennar. Til 31. ág. Upplýsingamiðstöð myndlistar: Lista yfir fyrirhugaðar og yfirstandandi myndlistarsýningar í öllum helstu sýn- ingarsölum má finna á slóðinni www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Skálholtskirkja: Tónlist Johannesar Sebastians Bachs á 250 ára ártíð hans. Sunnudagur Akureyrarkirkja: Ydun Duo. Kl. 17. Hveragerðiskirkja: Unglingakórinn Muselfenkelcher frá Grevenmacher í Luxemborg. Kl. 20.30. Mánudagur Kópavogskirkja: Unglingakórinn Mu- selfenkelcher frá Grevenmacher í Lúx- emborg. Kl. 20.30. LEIKLIST Loftkastalinn: Thriller lau.l5.,fös.21. Iðnó: Björninn,fim.20. SPÆNSK ORGELVEISLA í HALLGRÍMSKIRKJU MorgunblaSið/Árni Sæberg José L. Gonsáles Uriol leikur á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 15. JÚLÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.