Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 20
Tónlist Johanns Sebastians Bachs á 250 ára ártíð hans í Skálholtskirkju •MEKKAFÖR SELLÓ- LEIKARANS Sigurður Halldórsson sellóleikari ræðst í það þrekvirki að leika allar sex sellósvítur Johanns Sebastians Bachs á Sumartónleikum í Skálholtskirkju. Þrjár leikur hann í dag og aðrar þrjár eftii ' hálfan mánuð. ORRI PÁLL ORAAARSSON skrapp í Skálholt þar sem Sigurður hefur æ ftogl ivílst í vikunni. EGAR Johann Sebastian Bach skrifaði svíturnar sex fyrir barokkselló á ofan- verðum öðrum áratug átjándu aldar var Jón Vídalín biskup í Skálholti. Hann þótti skörungur á stóli, merkur kenni- maður og stakur mælskusnillingur. Ekki er vitað til þess að þessir menn hafí þekkst enda samgöngur litlar milli sögubólsins góða og Leipzig, þar sem meistari tónsköpunarinnar bjó og starfaði á þeim tíma. Það hefði þó ekki verið lakara. Þannig er nefnilega að engin handrit að svítunum eru til eftir Bach sjálfan en Skálholtsbiskupar voru orðlagðir fyrir áhuga á dýrmætum handritum á þessum tíma, ekki síst forverar Jóns, Oddur Einars- son og Brynjólfur Sveinsson, og söfnuðu þeim. Guðsmaðurinn hefði því hugsanlega getað haldið gerseminni til haga. En það mun hafa verið vilji æðri máttarvalda að hafa ís- land úr alfaraleið. Nú, ríflega 280 árum síðar, skila svíturnar sex sér loksins upp í Skálholt, þar sem þær verða leiknar í tvennu lagi, í dag kl. 15 og laugardaginn 29. júlí. Hljóðfærið verður í höndum Sigurðar Halldórssonar. Mun hann leika svítur 1, 2 og 6 í dag og endurtaka svítu 2 á morgun kl. 16.40. Laugardaginn 29. júlí mun hann síðan flytja svítur 3, 4 og 5 kl. 17 og endurtaka þær allar daginn eftir kl. 15. Oft er talað um glímuna við svíturnar sex sem hina endanlegu áskorun - Mekkaför t sellóleikarans. Sigurður segir það ekki fiarri lagi. „Svítumar eru alveg sér á parti í selló- bókmenntunum. Maður tekur til dæmis ekki próf án þess að spila einhvem hluta þeirra. Sjálfur er ég búinn að vinna í þeim í tuttugu ár. Þetta er ferð án enda.“ Oftast flutt í tvennu lagi Það er til marks um umfangið að enginn ís- lenskur sellóleikari hefur flutt svítumar í heild á tónleikum, eins og Sigurður gerir nú, en Erling Blöndal Bengtsson, sem er af íslensku bergi brotinn, hefur í tvígang flutt þær hér á landi á vegum Kammermúsík- klúbbsins. ^ Sigurður segir Erling hafa tvískipt flutn- ingnum sem sé algengast. „í seinni tíð hefur einn og einn ofvirkur sellóleikari ráðist í að flytja þetta í heilu lagi en það heyrir til und- antekninga," segir hann brosandi. Ástæðuna fyrir því að enginn íslendingur hefur fyrr ráðist í verkið tengir Sigurður við fámenni og álag. „Það em einfaldlega ekki svo margir íslenskir sellóleikarar sem eru að fást við verkefni af þessum toga. Hljóðfæraleikar- ar hér á landi þurfa líka að vinna mjög mikið, einkum þeir sem era í Sinfóníunni, og hafa fyrir vikið ekki tíma til að sinna svona verk- efnum. Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því að ég kaus snemma að standa fyrir utan Sinfóníuna." I heilt ár hefur Sigurður æft svíturnar á hverjum degi og árið þar á undan greip hann reglulega í þær. Svona flutningur verður ekki mótaður á einni nóttu. „Ég naut góðs af starfslaunum, sem ég fékk í sex mánuði á síð- asta ári, en þau gerðu mér kleift að helga mig verkefninu að minnsta kosti hálfan daginn þann tíma. Ekki svo að skilja að ég hefði hætt við að öðram kosti en starfslaunin breyttu miklu. Því er ekki að neita.“ Sigurður hefur leikið svíturnar nokkrum sinnum á tónleikum erlendis að undanfömu, meðal annars í Lundúnum. „Það er nauðsyn- legur liður í undirbúningi fyrir flutning af þessu tagi, til að fá keyrslu á þetta, eins og við segjum." Er Sigurður þá tilbúinn? ,Alveg eins tilbúinn og hægt er að vera,“ svarar hann brosandi. „Eg sleppti nótunum að 1., 2. og 6. svítunni fyrir nokkra en reikna með að hafa þær fyrir framan mig á seinni tónleikunum, einkum vegna þess að stilla þarf hljóðfærið öðravísi í fimmtu svítunni, og þá kemur ýmislegt manni í opna skjöldu. Síðan er þetta bara spurning um að vera óþreyttur og vel upplagður." Rólegt í Skólholti Sigurður hefur dvalist í Skálholti frá því á mánudag og lætur vel af dvölinni. „Hér er ró- legt og notalegt að vera, því á þessu stigi er ekki síður mikilvægt að hvfla sig en æfa. Hér er maður laus við allt stressið úr borginni og getur því slappað vel af.“ Hann hefur aðstöðu til að æfa í kirkjunni, skólahúsinu og æfingasal í Skálholtsbúðum. „Ég nýti mér þessa staði á víxl. Sýnu minnst æfi ég þó í kirkjunni enda stríður straumur af ferðamönnum þar á daginn og erfitt að ein- beita sér. Það er aftur á móti gott að æfa í kirkjunni á kvöldin, þegar kyrrðin hefur tekið völdin.“ Sellósvítur Bachs era engin smásmíði, 36 kaflar sem taka um tvær klukkustundir og tuttugu mínútur í flutningi. Fyrsta svítan er styst, um sextán mínútur, og er hún oftast leikin en sú sjötta lengst, losar hálftímann. Lokasvítan hefur einnig þá sérstöðu að vera skrifuð fyrir fimm strengja selló og mun Sigurður leika hana á slíkt hljóðfæri. „Sjötta svítan er að vísu oftast spiluð á venjulegt fjög- urra strengja hljóðfæri en þar sem ég á ágætt fimm strengja selló sjálfur mun ég að sjálf- sögðu nota það,“ segir Sigurður. Talið er að Bach hafi samið sviturnar á skömmum tíma á ofanverðum öðrum áratug átjándu aldar. „Bach samdi jafnan einleiks- verk í törnum og það er greinilegt að hann vex í verkinu,“ segir Sigurður. Svíturnar vora, að sögn Sigurðar, líklega ý 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JÚLÍ 2000 Morgunblaðið/Orri Póll Sigurður Halldórsson æfir sig á tröppum Skálholtskirkju. Klukkan 15 í dag færir hann sig inn fyrir og leikur 1., 2. og 6. svítu Bachs fyrir barokkselló. J. S. Bach oft fluttar meðan tónskáldið var uppi og líka fyrstu áratugina þar á eftir. Flutningur virð- ist að mestu hafa legið niðri á 19. öld og það er ekki fyrr en spænski sellósnillingurinn Pablo Casals tók þær upp á sína arma í upp- hafi 20. aldarinnar að þær fóra að hljóma aft- ur á tónleikum. Til era frægar hljóðritanir sem Casals gerði á fjórða áratugnum. „Það er misskilningur að svíturnar hafi fallið í gleymsku og Casals „fundið" þær. Það vissu ýmsir af þeim. Hitt er aftur á móti rétt að Casals vakti þær til lífsins og frá þeim tíma hafa þær verið með helstu viðfangsefnum sellóleikara um heim allan,“ segir Sigurður. Segir hann það til marks um sérstöðu svítn- anna að þær hafi áratugum saman ekki verið bomar saman við önnur verk frá sama tíma. „Þær voru eins og eyja í hafinu. Það hefur þó verið að breytast smám saman á undanförn- um tuttugu áram.“ Margir möguleikar Eins og fyrr segir er ekkert handrit að svít- unum til eftir Bach sjálfan en elsta handritið sem vitað er um er frá Önnu Magdalenu Bach, eiginkonu tónskáldsins. Segir Sigurður að mest mark hafi lengst af verið tekið á því. „Þar ræður Bach-nafnið að ég held miklu. Annað handrit frá sama tíma er um margt vandaðra. Ég styðst því síst minna við það. Síðan era til þrjú yngri handrit, þar sem sitthvað fleira er skráð inn. Ég hef gefið mér góðan tíma til að fara í gegnum handritin og komist að raun um að það er margt í þeim sem ekki hefur verið farið eftir í gegnum tíð- ina eða að minnsta kosti túlkað með öðrum hætti. Auðvitað býður verk af þessu tagi upp á marga möguleika. Ég mun gera þetta eftir bestu samvisku." Tvö ár eru löng sambúð hljóðfæraleikara og tónverks. Óttast Sigurður ekki tómleika í kjölfar tónleikanna? „Nei, nei. Ég er búinn að búa þannig um hnúta að ég verð mjög upptekinn næstu mán- uði. Það er líka tími til kominn að snúa sér að öðram verkefnum. Að vísu fæ ég að endur- nýja kynnin stuttlega við svíturnar í haust, þegar sex sellóleikarar koma saman til að flytja þær. Ég mun leika þá þriðju.“ Það er heldur ekki eins og Sigurður segi nú skilið við svíturnar. „Öðru nær. Þetta er bara áfangi á leiðinni. Maður getur alltaf bætt við. Þetta er verk sem gott er að leggja frá sér um tíma og koma að aftur. Ég ætla til dæmis ekki að taka svíturnar upp núna. Það mun ég gera síðar.“ Hvers vegna? „Ég verð eiginlega að verða mér úti um ennþá betri hljóðfæri áður en ég ræðst í upp- tökur. Ég er raunar með alveg ágæt hljóð- færi, sem hafa reynst mér vel, en lengi getur gott batnað. Þetta er, eins og allt, spurning um kostnað.“ Sigurður segir lítið til af upprunalegum barokkhljóðfæram þvi þeim hafi í stóram stíl verið breytt á síðustu öld. Hann gæti því al- veg eins hugsað sér að láta smíða fyrir sig nýtt hljóðfæri. Meðal verkefna Sigurðar á næstu vikum og mánuðum má nefna flutning á sónötum Beet- hovens ásamt Daníel Þorsteinssyni píanóleik- ara, flutning á sónötum Bachs ásamt Helgu Ingólfsdóttur semballeikara og tónleikaferð með CAPUT-hópnum til Bandaríkjanna, Tékklands og Ítalíu. Þá er væntanleg í verslanir geislaplata, þar sem Sigurður leikur einleiksverk frá tuttug- ustu öldinni, meðal annars sónötu Kodálys, sem var, vel að merkja, íyrsta einleiksverkið sem samið var fyrir selló frá tímum Johanns Sebastians Bachs. „Þegar menn fóru að kynn- ast Bach-svítunum fóra þeir í auknum mæli að spreyta sig á tónsmíðum af þessu tagi,“ segir Sigurður. Þau era ótvíræð, áhrif Bachs.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.