Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 17
TH. Mule: Mótað eftir Thorvaldsen 1846. Royal Copenhagen safnid. framt konunglegt einkaleyfi, og þar blómstr- aði iðnin sem aldrei fyrr. I Englandi var svonefnt beinpostulín framleitt frá miðbiki átjándu aldar, nánar tiltekið í Bow 1748, og þar hófu menn gerð harðpostulíns 1760. I Englandi og Frakklandi munu nú helstar ka- olínnámur í Evrópu. Eins og nærri má geta var heill her efna- fræðinga og kuklara upptekinn við að finna upp hina réttu formúlu við samsetningu postulínsins án kaólíns, hér var mikið í húfi, gullnáma í næsta sjónmáli. Fyrsta eftirlíking ekta postulíns leit dagsins ljós í Evrópu árið 1708, gerðist við saxnesku hirðina og höf- undarnir voru efnafræðingurinn Ehrenfried Walter von Tschirnhaus og gullgerðarmað- urinn, alkemistinn Johann-Friedrich Bött- ger. Sá fyrrnefndi hafði um áratugaskeið verið niðursokkinn í tilraunir með jarðefni úr nágrenninu, svo og brennslueigindi þeirra. Samvinnan leiddi til þess að Böttger fann upp rauða steinunginn 1707, og árið eft- ir hið svonefnda Böttgerspostulín sem í stað silfurbergs innihélt lagkennd kalkefni. Mik- ilvægasta sjálfstæða uppgötvun Böttgers fylgdi svo 1709 í hinum sérstaka og fína gler- ungi. Þetta allt leiddi svo til þess að árið 1710 var stofnuð fyrsta postulínsverksmiðja Evrópu í Albrectskastalavirkinu í Meissen, í hæðunum ofan við Dresden. Friðrik Agúst I konungur, með viðurnefnið Ágúst sterki af Saxlandi, gerði sér vel ljóst hvað væri í húfi og fljótur að átta sig á að hér væri á vappi gæs sem væntanlega gæti verpt gulleggjum og mikilvægt að góma hana á undan öðrum. En skreytimöguleikarnir voru í fyrstu mjög takmarkaðir og það var fyrst eftir dauða Böttgers að Johann Gregor Höroldt þróaði ekta postulínsliti og um leið sérstök stílein- kenni sem urðu leiðandi í greininni. í tímans rás komu fram ýmis stíleinkenni bæði með austurlenzkum blæ og undir áhrifum frá samtíðarmálurum, en of langt og faglegt að telja það allt upp. En sitthvað hefur þó verið gert hér, til að bregða ljósi á hin flóknu fræði er að baki liggja, en þó helst til að út- lista mikilvæga áfanga í þróuninni. Þeir eru og einnig vel að merkja, að 1807 þróuðu menn í Servés krómgrænt, svart og brúnt til notkunar í postulín og 1881 allt litrófið í kóngsins Kaupmannahöfn! Það var gert með því að bæta við mörgum tegundum af gulum, brúnum og rauðum tónum. Áður, á saut- jándu öld, höfðu menn orðið að láta sér nægja hið sjaldgæfa kapuzinerbrúnt svo og kóbaltblátt þar sem aðrir litir þoldu ekki hinn mikla hita við brennsluna. Þetta hermir okkur að sjálfsögðu, að hér voru Danir með á nótunum, fljótir að taka við sér og bæta um betur, eins og öll sýningin á listiðnaðarsafninu er til vitnis. Helst voru það kóngarnir sem að baki stóðu, sem ekki vildu vera eftirbátar annarra kónga á meginlandinu hvað listir, íburð, pell og purpura í sínu ríki áhrærði og veri þeir blessaðir fyrir. I öllu falli hefur metnaður þeirra, með hégómaskap í bland, framborið hið frábærasta í dönsku þjóðfélagi hvað grunneiningar svo sem bygg- ingarlist, myndlist og hönnun snertir. Og til nánari fróðleiks má nefna að hér gætir áhrifa frá Niðurlöndum, sem svo aftur sóttu elds- neyti til Habsborgaranna eins og orða má það, því án hins mikla listáhuga þeirra hefði minna orðið um afrek á því landsvæði. Aðalat- riðið er ekki hvernig eða hvaðan allt gott og mikilfenglegt kemur úr fortíðinni, mestu máli skiptir að þetta voru mikilvæg þrep í þróunar- braut mannsandans sem ber að líta upp til og gaumgæfa þá horft er til framtíðar. Hér ber einnig að nefna postulínsfyrir- tækið Bing & Gröndahl, sem stofnað var 1853 og varð annar risi á hinum alþjóðlega markaði, fyrirtækin voru sameinuð 1987, réttum hundrað árum eftir að fyrst kom til tals að gera það og munaði víst litlu. Og nú er Royal Copenhagen hluti af skandinavískri iðnaðarkeðju Royal Scandinavia A/S, með þátttöku silfurfyrirtækjanna Georg Jensen og Hans Hansen, og glerfyrirtækjanna Orrefors, Kosta Boda og Holmegaard. Hvað sem öllum fínheitum og hégóma líð- ur skal ekki litið framhjá hinni miklu nyt- semi uppgötvunarinnar og að framsæknir myndlistarmenn og hönnuðir hafa ekki síður leitað í smiðju tækninnar til útfærslu rót- tækra núlista og má hér vísa til fyrrnefnds Björns Nörgaards, auk ótal annarra vestan hafs sem austan. Miklu skiptir að vekja athygli á þessari einstæðu sýningu í listiðnaðarsafninu og væri lag fyrir íslenzka leirlistarmenn að gera sér ferð þangað, í öllu falli festa sér bókina sem er bæði til á dönsku og ensku. Þá væri heldur ekki úr vegi að bregða sér til London um leið og skoða postulín, leir- og glerlist í Victoria & Albert-safninu, sem þar er í einstæðu úrvali. Lítið meira mál í Kaup- mannahöfn en að bregða sér frá Reykjavík til Akureyrar og loks er einungis tæpra þriggja tíma lestarferð til Parísar frá Water- loo-brautarstöðinni. Postulínið ber í sér sögu er nær yfir tæpa hálfa aðra stóröld og er frábært sýnishorn kínversks postulíns á listiðnaðarsafninu auk innlends frá ýmsum tímum sem þar er alla jafna til sýnis. A.C. Luplau: Evrópa og griðungurinn sirka 1786. Listiðnaðarsafnið Kaupmannahöfn. Ursula Munch-Petersen: Urusla 1993. Listlðnaðarsafnið Kaupmannahöfn. Carl Mortensen 1895: Mávar á flugi. Peterhof safnið, Pétursborg. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JÚLÍ 2000 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.