Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 19
Frá Siglufirði ISLENSKTON- LISTARSAGA Á FIMM DÖGUM Þjóðlagahátíð á Siglufirði verður haldin í fyrsta skipti dagana 18.-23. júlí í samvinnu við Reykjavík - menn- ingarborg Evrópu árið 2000. Gunnsteinn Ólafsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segir SÚSÖNNU SVAVARSDQTTUR frá tilurð og tilgangi hennar. Morgunblaðið/Krisfinn Gunnsteinn Olafsson AÐ var fyrir þremur árum sem Gunn- steinn Olafsson fór á fund forsvars- manna Siglufjarðarbæjar og kynnti hugmynd sína um þjóðlagahátíð og þjóðlagasetur á Siglufirði. Þegar Gunnsteinn er spurður að því, hvers vegna honum hafi þótt Siglufjörður ákjósanlegur staður til að varð- veita og halda á lofti íslenskri tónlistarhefð, segir hann ástæðuna vera þá að þar hafi séra Bjarni Þorsteinsson starfað en hann hafi verið mikilvirkur safnari þjóðlegrar tónlistar - auk þess sé hann sjálfur fæddur Siglfirðingur. Frumkvöðullinn séra Bjarni Þorsteinsson „En Bjarni var ekki bara þjóðlagasafnari," segir Gunnsteinn. „Hann var meðal fyrstu ís- lensku tónskálda til að gefa út tónsmíðar sínar á prenti. Hann var líka prestur, andlegur leið- togi bæjarins og driffjöður í uppbyggingu Siglufjarðar. Hann gerði skipulagsteikningar að bænum og stjórnaði honum á mestu upp- gangstímum Islandssögunnar. Röggsemin var slík að útlendingum sem komu til Siglufjarðar datt ekki annað í hug en að þetta væri höfuð- borg landsins. Hugmyndin um þjóðlagasetur og þjóðlaga- hátíð byggir engu að síður fyrst og fremst á þjóðlagasöfnun séra Bjama. Húsið sem hann bjó í á meðan hann safnaði þjóðlögunum er ennþá í góðu ásigkomulagi og þar hyggst Fé- lag um Þjóðlagasetur sem stofnað var á síðasta ári hefja starfsemi sína.“ Vanrækt tónlistarhefð - Hefur þjóðlagahefðin ekki verið vanrækt á íslandi? „Jú, ég held að það sé óhætt að segja að við íslendingar höfum ekki lagt sömu rækt við þennan þátt í sögu okkar og margar aðrar þjóðir." - Jafnvel talin hallærisleg? „Kannski ekki hallærisleg en þegar hin vestræna tónlist fór að berast til landsins sagði þjóðin skilið við þá tónlist sem hún hafði alið með sér um langan aldur, bæði andlega og veraldlega. Rímna- söngurinn þagnaði og gömlu íslensku sálma- lögin viku fyrir dönskum og þýskum lögum. Séra Bjarni var mjög áhugasamur um hina nýju tónlist en honum rann til rifja hversu þjóðlögin voru lítils metin og hóf að safna þeim. Hann skrifaði niður lögin sem hann lærði við móðurkné í Hítardal og síðar þau sem hann lærði af skólafélögum sínum í Lærða skólan- um. Á Siglufirði hélt hann söfnuninni áfram og skrifaði mönnum um allt land til þess að afla laga í safn sitt. Úr þessu varð bókin íslensk þjóðlög sem kom út á árunum 1906-1909. Á þjóðlagahátíðinni á Siglufirði verður einmitt sýning á handritum séra Bjarna og á þeim lög- um sem honum voru send.“ Samar, inúítar og færeyskir dansarar - En nú eruð þið ekki eingöngu með íslenska þjóðlagatónlist á hátíðinni. „Nei. Upphaflega var ætlunin að einbeita sér að íslenska þjóðlagaarfinum en síðan ákváðum við að fá á hátíðina tónlist annarra þjóða við Norður-Atlantshaf.“ - Hvers vegna? „Vegna þess að tónlist á ís- landi hefur ekki þróast ein og sér, heldur orðið fyrir margvíslegum áhrifum erlendis frá - og við höfum eflaust haft áhrif á tónlist annarra þjóða. í Egilssögu segir til dæmis af samskipt- um Egils og Sama eða Finna eins og þeir eru nefndir þar og því var tilvalið að bjóða hingað tónlistarmönnum frá Finnmörku, þeim Ole Larsen Gaino og Elenu Ingu Eira Sara. Þau syngja eða jojka eins og gert hefur verið í byggðum Sama frá örófi alda. Við höfum í aldanna rás átt samskipti við in- úíta á Grænlandi og á austurströnd Kanada. Því bjóðum við á afmælisári landafundanna trommudansaranum David Serkoak frá Baff- inslandi á hátíðina. Hann mun, auk þess að koma fram á tónleikum, kenna trommudans. Loks er von á færeyskum þjóðdansahópi. Ætlunin er að dansa með þeim inn í nóttina að kvöldi laugardags." Á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði verður boðið upp á fjölbreytta morgunfyrirlestra. Þar verð- ur fjallað um rímnakveðskap, forn hljóðfæri og hljóðfæraleik, m.a. tveggja strengja fiðluna og langspilið, sagt frá tvísöng, fjölröddun og áhrifum þjóðlaga á verk tónskálda. Þá verður kastljósinu beint að bamagælum og þulum, sagnadönsum og fornri kirkjutónlist í munn- legri geymd. „Á hátíðinni gefst einstakt tækifæri til þess að fá yfirsýn yfir íslenska tónlistarsögu á fimm dögum,“ segir Gunnsteinn. - En hvernig hefur þjóðlagatónlist þróast í gegnum aldirnar? „Kannski get ég gefið þér viðhlítandi svar eftir að hafa hlýtt á fyrirlestrana á hátíðinni. Við vitum að tónlistarmenning var hér með miklum blóma á miðöldum. Sumt af þeirri menningu lifði fram á 19. öld, líkt og islenski tvísöngurinn og rímnakveðskapurinn. Þjóðin kvað rímur í 650 ár. Nú er þessi tegund tónlist- ar að hverfa. Aðeins örfáir kunna að kveða og hætt er við að þessi íþrótt deyi út ef ekkert verður að gert. Ég hef jafnvel hugleitt hvort efna mætti til keppni meðal framhaldsskól- anna í rímnakveðskap til þess að hleypa nýju lífi í þennan forna tónlistararf.“ Hver kvæðamaSur átti sitt kvæðalag - Hvað einkennir rímur? „Það er auðvitað fyi'st og fremst kveðandin. Hver kvæðamaður hafði sinn stíl og átti sér sitt einkennislag. Rímnakveðskapur var mjög vin- sæll hér á landi. Jón Lárusson, kvæðamaður og bóndi frá Hlíð á Vatnsnesi, kom til Reykja- víkur árið 1928 og kvað rímur ásamt þremur bömum sínum kvöld eftir kvöld fyrir fullu húsi. Það var eins og mikill poppari væri á ferð. Hann keypti jörðina sem hann bjó á fyrir af- raksturinn. Rímur skjóta líka upp kollinum í bókmenntum okkar. Kvað ekki Bjartur í Sum- arhúsum Pontusrímur eldri meðan hann þýddi blóðmörskepp á berum sér í skafli einhvers- staðar í Jökuldalsheiðinni?" - Hvað tók svo við af rímunum eftir 650 ár? „I raun kom ekkert í þeirra stað. Ný tónlist mddi sér til rúms og rímumar gleymdust. Rímnalögin vom sungin einradda og söngmát- inn var gjörsamlega á skjön við skólaðan söng- máta Evrópumanna. í ungmennafélögunum hófu menn að syngja fjölrödduð lög, erlend eða frumsamin í rómantískum stíl og rímnalögin áttu ekki heima í þeim félagsskap. Þau vora gerð hornreka, hentuðu ekki fyi'ir hið unga Is- land. Kvæðamannafélagið Iðunn er eini félags- skapurinn hér á landi sem enn heldur lífi í* þessari fornu iðju og vitanlega munu félags- menn fjölmenna á þjóðlagahátíðina. Þeir munu bæði kenna rímnakveðskap og koma fram á tvennum tónleikum.“ Fjölbreyttir tónleikar Og víst er að engum ætti að leiðast á Siglu- fii'ði dagana 18.-23. júlí. Hátíðin sjálf skiptist í þrjá hluta. Eins og fyrr segir verða fjölbreyttir fyrirlestrar fyrir hádegi en síðdegis bjóðast sjö mismunandi námskeið. Á kvöldin verða tvennir stuttir tón- leikar með færastu listamönnum, auk þess sem opin dagskrá verður helgina 22.-23. júlí með frjálsri þátttöku hópa víðsvegar að af landinu. Laugardagskvöldið 22. júlí verður mikil hátíðardagskrá í íþróttahúsinu þar sem helstu gestir þjóðlagahátíðar koma fram. * Meðal fyrirlesara og kennara verða Stein- dór Andersen, formaður Kvæðamannafélags- ins Iðunnar, og Njáll Sigurðsson námsstjóri, Sigríður Pálmadóttir frá Kennaraháskóla ís- lands, Ása Ketilsdóttii' kvæðakona og Rósa Þorsteinsdótth’ sem starfar á Stofnun Árna Magnússonar, Kolfinna Sigurvinsdóttir þjóð- dansakennari, Smári Ólason, sem fjallar um kirkjutónlist, Hans Jóhannsson hljóðfæra- smiður og Guðmundur Andri Thorsson rithöf- undur. Þeir sem sækja námskeiðin geta tekið börnin með sér því þeim verður boðið upp á sérstaka tónlistar- og leikjadagskrá á meðan. Hátíðin verður sett þriðjudaginn 18. júlí kl. 20.30 í Siglufjarðarkirkju. Guðmundur Guð-^ laugsson bæjarstjóri býður gesti velkomna, Halldór Blöndal, forseti Alþingis, flytur ávarp, Gunnsteinn Ólafsson setur hátíðina og sigl- firskir kórar koma fram. Hátíðinni verður slit- ið með þjóðlagamessu í Siglufjarðarkirkju sunnudaginn 23. júlí kl. 11. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JÚLÍ 2000 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.