Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 6
LISTISAMSPILI VIÐ NÁTTÚRUNA Á morgun verður opnuð óvenjuleg og viðamikil myndlistarsýning við Rauðavatn í útjaðri Reykjavíkur. Sýningin ber heitið Landlist við Rauðavatn og sýna þar sautján listamenn sextán verk, sem öll eru unnin með samspil við náttúruna þar í kring í huga. Auk þess hafa listamennirnir notið aðstoðar un gs fólks úr Reyl <javík, sem vinnur hjá Vinnuskóla Rey kjavíkur í sumar. INGA MARÍA LEIFSDÓTTIR sá fjölbreytta myndlist og hitti fyrir samhentan hóp listafólks sem var að leggja síðustu hönd á verkin þegar hún heim- sótti svæðið nú í vikunni. SVÆÐIÐ í kringum Rauðavatn er vinsælt útivistarsvæði Reykvfldnga. Þar er ýmislegt hægt að gera; ganga, sigla, veiða, flatmaga og viilast í skógi. Nú er þar einnig hægt að skoða margvísleg og for- vitnileg listaverk unnin af íslenskum listamönn- um og ungum aðstoðarmönnum þeirra í Vinnu- skóla Reykjavíkur. Verkin standa á víð og dreif sunnan og austan við vatnið og eru eins misjöfn og þau eru mörg. Samstarfsverkefni Verkefnið er samstarfsverkefni Vinnuskóla Reykjavíkur og Reykjavíkur - menningarborg- ar Evrópu árið 2000. Hugmyndina að verkefn- inu átti Guðrún Erla Geirsdóttir, formaður stjómar Vinnuskóla Reykjavikur. í henni felst að starfsemi Vinnuskólans breikki og tengist menningarborgardagskránni. Hugmyndin var auglýst og kynnt fyrir listamönnum í fyrra og skiluðu þeir tillögum að verkum, sem svo var valið úr. Skilyrðin voru þau að nemendur Vinnu- skólans gætu á einhvem hátt komið að og átt þátt í gerð og uppsetningu verkanna, sem og að notast væri við náttúmna og verkin yrðu til upp úr því sem landið gæíi og félli vel inn í það lands- lag sem fyrir hendi væri. Nemendur Vinnuskól- ans áttu svo kost á að velja sér þetta verkefni sérstaklega og völdu flestir þeir sem taka þátt í verkefninu þetta starf. Starfið felst annars veg- ar í aðstoð við listamenn og hins vegar í al- mennri umhirðu og vinnu á svæðinu kringum vatnið. Tuttugu og tvö ungmenni tóku þátt í verkefn- inu ásamt listamönnunum sautján. Verkin hafa flest verið í vinnslu síðan í byijun júní, en tvö þeirra vom unnin síðasta sumar. Listamenn skiiuðu í upphafi hugmyndum sem þróuðust áfram við vinnuna á staðnum. Mörg verkin breyttust eftir að komið var á staðinn og farið að kanna aðstæður og í sumum tilfellum fengu krakkamir að taka þátt í sköpun og hugmynda- vinnu verksins ásamt listamönnunum. I öllum tilfellum er um að ræða verk sem tengjast á ein- hvem hátt náttúrunni og umhverfinu í kringum vatnið, þó að verkin taki á mjög ólíkan hátt á efninu. Skáldskapur skógarins Eina verkið á sýningunni sem unnið er í sam- starfi tveggja listamanna nefnist Skáldskapur skógarins. Það er verk þeirra Guðrúnar Veru Hjartardóttur og Elsu Dórótheu Gísladóttur og fengu þær til liðs við sig tvö ungmenni úr Vinnu- skólanum, Helgu Björk Pálsdóttur og Aðalstein Má Ólafsson. Verkið skiptist í fimm hluta sem liggja út af þröngum stíg í skóginum austan við vatnið. Fimmti og síðasti hlutinn er unninn í al- gjörri samvinnu listamannanna og krakkanna. „Við Guðrún Vera komum héma í vetur og gengum um svæðið til að fá hugmyndir. Það var svo merkilegt að við fengum báðar sömu til- finninguna á hveijum stáð,“ segir Elsa Dóró- thea. „Svo fómm við heim og unnum úr hug- myndunum en skildum eina eftir óunna. Þegar við hittum krakkana settumst við niður með þeim og fengum innblástur. Svo byrjuðum við bara að skapa hlutina." Anna Þóra, Arndís og Hafsteinn við vinnu í Nordlingabúð. Lista- mennirnir Anna Þóra Karlsdóttir Asta Ólafsdóttir Borghildur Óskarsdóttir Dagmar Rhodius Elsa Dóróthea Gísladóttir Erla Þórarinsdóttir Eygló Harðardóttir Guðlaugur Valgarðsson Guðrún Gunnarsdóttir Guðrún Vera Hjartardóttir Hekla Björk Guðmundsdóttir Inga Rósa Loftsdóttir Kristín Reynisdóttir Málfríður Aðalsteinsdóttir Sonja Hákansson Sólveig Aðalsteinsdóttir Vignir Jóhannsson Erla Þórarinsdóttir dyttar að Norðurljósasætinu. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JÚLÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.