Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 10
Ef byggð verður ný rétt eins og Fjárræktarfélag Aðal- dælinga hefur lagt til við hreppsnefnd er Ijóst að þá verður engin Hraunsrétt lengur. Réttin er tákn sveitar- innar og vegna aldurs hennar er það tæpast einka- mál nokkurra bænda hvort hún verður lögð niður. EFTIR ATLA VIGFÚSSON ✓ lágum hraunkrika i Aðaldal er hin forna Hraunsrétt þar sem enn er rétt- að. Hún er ekki áberandi árið um kring en ber hátt á sjálfan Hrauns- réttardaginn og við hana eru tengdir atburðir og endurminningar flestra Aðaldælinga í nokkrar kynslóðir. Áhersla er lögð á sögu- og minja- gildi réttarinnar og hefur Þjóðminjasafnið lagt til að henni verði haldið við og notuð áfram því þannig verði menningarlegt gildi hennar mun meira. Réttin sé tákn hins gamla rótgróna bændasamfélags og mikilvægt sé að halda í verkmenningu sem birtist í hlöðnum veggjum úr hraungrjóti. „Hraunsrétt er þjóðleg rétt og enginn veit hennar ár. Um þau mætti rita doktorsritgerð ef einhver kynni að skrifa. Hún er svo þjóðleg að hvert hennar tangur og tetur er úr lands- ins eigin hraungrýti og skaparar hennar settu hana í öndverðu þar sem skjólið er best,“ sagði Bjartmar Guðmundsson alþingis- maður og bóndi á Sandi í Aðaldal í æviminn- ingum sínum. Þó ekki sé nákvæmlega vitað um bygging- arár Hraunsréttar er talið að hún hafí verið byggð um 1830 þar sem hún er nú, en áður var hún vestan undir Hraunstúni og sjást þar enn mosagrónir veggir í Hraunkambinum. Hraunrétt er byggð úr óreglulegu hraungrýti og veggimir eru hlaðnar hraun- girðingar eins og tíðkaðist í Aðaldal frá fomu fari, en ekki hefur verið lögð áhersla á að fella steinana saman í samfelldar vegghleðsl- ur eins og í húsbyggingum. Sagt er að bændur í hinum forna Helga- staðahreppi hafi samið við Jóhann Ásgríms- son, föður Sigurbjamar skálds í Fótaskinni, að hann hlæði almenninginn gegn því að fá haustlamb frá hverjum ábúanda hreppsins að verkinu loknu, en ábúendur hlóðu sjálfir dilka sína. Stærð almenningsins er 1800 fermetrar og er honum skipt um miðju með tvíhlöðnum vegg og era breiðar dyr á milli. Dilkar era alls 5432 fermetrar þannig að öll réttin er 7232 fermetrar. Lengi var safnhringur við Hraunsrétt, en fé allt rekið inn í almenning og dilka kvöldið fyrir réttardag. Vora tveir menn látnir vaka yfir réttinni svo að ekki tapaðist úr henni eða træðist undir. Þá var það eitt haustið að fjögur lömb lágu dauð og sundur troðin að morgni og var það sú ráðning sem þurfti til framkvæmda. Vorið þar á eftir var stór safnhringur hlaðinn norð- an við réttina og dyr teknar á norðurstafn hennar þar sem rekið var inn. Safnhringur þessi er 3750 fermetrar og er þar skjól gott fyrir norðan illviðrum. Hraunkriki sá sem Hraunsrétt stendur í, er grasi gróinn og er þar sérkennilegt og fag- urt landslag. Austan við réttina er hraun- kambur eða hraunhóll sem nefnist Réttarhóll og er þaðan gott útsýni yfir það sem er að gerast á réttardaginn. Talið er að Hraunsrétt og Stafnsrétt í Svartárdal hafi verið stærstu réttir norðan- lands. „Jafnvel steinarnir era forgengilegir hér í heimi,“ sagði Bjartmar. „Hleðslusteinar veggjanna eru gráleitir af mosa niður í snar- rótarbeðju, sem dafnar prýðilega af sparða- gangi hundrað ára. Aðrir steinar sem ofar liggja í veggjum era gulbrúnir af skóf. Skófin helgar sér þá sem lengst hafa legið síðan veggjameistarinn gekk frá þeim. En hraungrýtið molnar ef það dettur út úr vegg. Þann veg hefur farið fyrir mörgum steininum og hann farið í tvennt eða þrennt." Sama er um mannfólkið og kynslóð eftir kynslóð hafa Aðaldælingar staðið í Hrauns- rétt og heilsað fólki, dregið fé sitt í dilka, og beislað hesta sína. Þegar Bjartmar á Sandi stóð í réttinni á sínum efri árum fannst honum sem nærri all- ar dilksdyr hringinn í kringum þennan stóra almenning bentu á einhvern bónda í valnum. Einn, tvo, þrjá, fjóra, fimm. Þrjátíu, fjörutíu dilksdyr gátu ekki þagað um þá réttarmenn sem þar voru fyrir andartaki í huga Bjart- mars. Og Hraunsrétt lifði þá alla. Gelt, hnegg, jarmur og köll „Margt hefði Hraunsrétt getað sagt, hefði hún mál haft,“ sagði Kristján heitinn Jóhann- esson bóndi og markavörður í Klambraseli. Hann var einn mesti áhugamaður bænda um réttina og var ekki gamall þá er hann fór þangað fyrst. Taldi hann að það hefði verið fyrir sitt minni enda fór þangað allt rólfært fólk. Það var Jóhannes Jónatansson faðir hans, sem leiddi hann, ungan drenginn, í réttinni þegar hann man fyrst eftir sér og mundi Kristján eftir drukknum manni sem klappaði þeim feðgum og kallaði frændur sína. Fram- koma þessa manns var ólík framkomu ann- arra og því hræddist Kristján hann. Þarna sá Kristján í fyrsta sinn forystusauð með koparbjöllu í horni og söng hátt í henni og heyrðist langt til. Einnig sá hann roskna konu við fjárdrátt sem ekki þótti kvenlegt í þá daga, en kona þessi dró fé á Hraunrétt haust eftir haust. Þegar heim kom var Kristjáni kliðurinn í réttinni eftirminnilegur en það var kinda- jarmur, hundagelt, hnegg og mannaköll, allt í einum kór og út frá því sofnaði hann. Mikið af fólki og margt fé Draumurinn um Hraunsrétt rættist hjá Braga Sigurjónssyni frá Litlulaugum þegar hann var 11 ára sveinsstauli eins og hann seg- ir sjálfur frá í bók sinni Göngur og réttir. Kvöldið áður fann hann varla til fótanna á sér. Hann sveif um. Loksins átti draumurinn að rætast. Þegar hann var háttaður gleymdi hann ekki að lesa Faðirvorið, gleymska sem hafði hent hann oft, en í þetta skipti var geysilega mikið í húfi. Hann las það þrisvar. Svefninn var stopull um nóttina og aldrei ætlaði að morgna. Loksins klæddist faðir hans og steig út úr baðstofunni. Á leiðinni lyfti sunnanáttin skýjahjúpnum og fyrstu geislar morgunsólarinnar böðuðu fæðingarsveit föður hans, Aðaldalinn. Hin prúða Laxá liðaðist milli haustfölra bakka og víða glampaði á bæjarþil. Kringum réttina var allt á flugaferð. Menn bjuggust til dráttar og konur og börn hópuð- ust í hraunkambinn til að sjá yfir. Fjöldi hesta var við réttina og hundgá heyrðust víða. Allur almenningur var þéttskipaður fé, mislitu fé, vænu fé, rýru fé, fullorðnu fé, og dilkum. Þarna voru forystuær og sauðir með bjöllur og ekkert féll þeim ver en þrengslin. Sumir gengu athugulir að drætti og vannst þeim vel þótt þeir tækju stund og stund til þess að ræða við kunningja. Aðrir voru að- sópsmeiri og hraðhentir, en enn aðrir virtu fyrir sér veröldina, sýndu sig og sáu aðra. Bragi týndi föður sínum og bróður í fjöld- 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 15. JÚLÍ 2000 +

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.