Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 5
ICELAN'DIC CUi-TURE SERHÍS H( & SC 1t % !S 3rttF:co.\i\i 1 P§jr /. ; f t WrSJ' >1 & á Kápumynd á Úrvali úr íslendingasögum í kínverskri þýðingu. ISLENDINGA- SÖGUR GEFN- AR ÚT í KÍNA Islendingasögurnar eru vafalaust merk- asta framlag okkar til heimsbók- menntanna og raunar framlag sem óskiljanlegt er með öllu hvernig gat komið frá því fámenna samfélagi sem hér var á ritunartíma sagnanna. Hluta af þessum menningararfi okkar hefur nú verið komið á framfæri við fjölmenn- ustu þjóð veraldar með því að nokkrar sagn- anna hafa verið þýddar á kínversku og komið út í Kína í tveimur bindum og hefur sýnilega verið vandað til verka, meðal annars með því að íslenzkir listamenn hafa myndlýst bækurn- ar. Hinn 16. maí sl. komu sjö Islendingasögur út í Kína hjá forlagi Commmercial Press og alls eru bindin tvö 1.140 blaðsíður og að sjálfsögu með kínversku letri. Fyrra bindið hefst með Vínlandssögunum, Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða og stendur það val í tengslum við þúsund ára af- mæli landafunda vestanhafs. Þýðandi þeirra er Shi Qing’er. Aðrar sögur í þessu bindi eru Vatnsdæla saga sem Jin Bing hefur þýtt og Njála í þýðingu Zhou Jingxin. í síðara bindinu eru Laxdæla i þýðingu Shi Qing’er, Egils saga í þýðingu Lin Hua og Gunnlaugs saga ormstungu í þýðingu Chen Wenrong. A minnisblaði frá íslenzka sendiráðinu í Kína segir að ekki séu nema um þrjú misseri síðan hafizt var handa við útgáfuna, en sam- staríið við Commercial Press, eitt elzta og virt- asta bókaforlag í Kína, hafi allt verið hið Þorgerður Sigurðardóttir: Mynd í Vatnsdælasögu. ánægjulegasta. Umsjónarmaður með útgáf- unni af hendi forlagsins var Bao Jingjing. Við útkomu bókanna var hátíðleg athöfn sem sendiráðið og Commercial Press stóðu Valgerður Bergsdóttir: Mynd í Eiríks sögu. Guðjón Ketilsson: Mynd í Egils sögu. saman að á Beijing International Hotel í hjarta borgarinnar. Þar voru um hundrað gestir, þar á meðal Chen Haosu, varaforseti kínverska vináttufélagsins við erlend ríki og háttsettir embættismenn úr utanríkis- og menningar- málaráðuneyti, fulltrúar norrænu sendiráð- anna, bókmenntagagnrýnendur og fjölmiðla- fólk. Sendiherra íslands, Ólafur Egilsson, flutti ávarp, en einnig Yang Deyan, framkvæmda- stjóri Commercial Press, Vésteinn Ólason, for- stöðumaður Árnastofnunar, og frú Shi Qing’er, sem forlagið réð sem aðalritstjóra verksins. Ræddu þau um sögurnar og skyld efni. Þótti vera hátíðarblær yfir athöfninni og ríkti ánægja með útkomu bókanna. Á eftir var gestum boðið til kvöldverðar og voru á veggjum salarins innrammaðar 28 teikningar, sem sex íslenzkir myndlistarmenn unnu í sögurnar. Upplag bókanna í byrjun er 5.000 eintök og er þeim dreift í Kína, svo og í nokkrum öðrum löndum þar sem margt er um kínverskumæl- andi fólk. Kápumyndin er þekkt lýsing úr íslenzku handriti ásamt broti úr texta, og bókarheitið á kínversku. Undir því stendur á ensku: Ice- landic Sagas - A selection, eða: íslendingasög- ur - úrval. Innan á kápu og saurblaði er teikn- ing af flota víkingaskipa, en sú gerð víkingaskipa er okkur ókunn, bæði fyrir gífur- leg skjaldarmerki á seglunum og einkanlega fyrir hús með kínversku pagóðuþaki, aftast á skipinu. Formálsorð í útgáfuna rita ÓÍafur Eg- ilsson sendiherra og aðalritstjórinn, frú Shi Qing’er. Auk þess samdi Vésteinn Ólason ítar- legan, almennan inngang ásamt kynningu á hverri einstakri sögu. Til lítils er fyrir okkur flest að glugga í text- ann, en annað mál er með myndlýsingarnar og má segja um þær, að þar hafi afar misjafnlega til tekizt. Þessir listamenn eru Ásta Ólafsdótt- ir, sem hefur teiknað í Laxdælu, Guðjón Ket- ilsson í Eglu, Helga Armanns í Gunnlaugs Guójón Ketilsson: Mynd í Egils sögu. Jón Axel Björnsson: Mynd í Njálu. Ásta Ólafsdóttir: Mynd í Laxdælu. Helga Ármanns: Mynd í Gunnlaugssögu ormstungu. sögu ormstungu, Jón Axel Björnsson í Njáls sögu, Valgerður í Eiríks sögu og Grænlend- inga sögu og Þorgerður Sigurðardóttir i Vatnsdæla sögu. GfSLI SIGURÐSSON ÁGÚSTÍNA JÓNSDÓTTIR ARFUR Milda barnshönd gríptu fast um fíngurminn gæddu mig æsku þinni innst í hjarta mínu liggur erfðadjásn úr glæstri framtíð festi það um háls þér Birtuna sækirðu í nafn mitt Ef á þigfellur álagaskuggi skaltu minnast mín í sólskini SNILLINGUR Björt ljóðganga á þungri vetrartíð blærinn spinnur rökkrinu sterkan feigðarvef við sjötta ljóð látinn tónsnillingur úr ómerktri gröf helgar sjöunda ljóðinu sögu sína af kynlegri hlýju leikur af fíngrum fram í blindu ljóði Höfundur er Ijóðskóld og kennari í Reykjavík. AÐALHEIÐUR JÓNATANSDÓTTIR SUMARSÓL- STÖÐUR Þú ert eins og fagur glitrandi óskasteinn sem flýtur á vatnsborðinu á Jónsmessunótt Sú sem nær að grípa þennan stein áður en dagar og hann hverfur í djúpið verður hamingjusöm til eilífðarnóns. í VEIÐIHUG Éggóniáþig gírugum freðsjónum eins og veiðihundur í viðbragðsstöðu tilbúin að stökkva á bráðina ef hún skyldi falla þó ekki til að færa hana eigandanum heldur til að njóta hennar sjálf Höfundur er húsmóðir í Reykjavík. ÞÓRARINN GUÐMUNDSSON HORFTTIL NJÁLU I rökkur ónuminna djúpa smýgur ljósþunguð hugsun - syngjandi spjót slá örlagavef þjáninga og þrekvirkja. Draumi vafðir blossa logaryfír vanamörk - yfir efaslóð - þar er myrkrið rautt ogglóðin litverp. Þungir eru hrynstafir hjartna. Skærgeisli lyftir þrúgandi þögn - blikar til lífgöngu - nemur ókunnar strandir - nemur fjarlendur. Lífsstorka daganna byltist og brotnar. - Rofna skýjaklakkar við skært ljós - brennir það hugarrökkrið og bindur geislalíni gráföl móðutjöld. Geysist bjartfætt valkyrja djúpra þungra örlaga - faðmar lönd - fangar hugsýnir - lífgar - lifír. SUÐ- RÆNA Svo ung milli fjalla fer andheit suðræn nótt - grið físki - glampa blá lón - grið fugli - um sönghverfan skóg - grið manni - er himinn húmblár og hugur frjór falla í kyrrðarfang. ILMUR Þegar raddir víðáttunnar eru eins ognýslegið gras á sólskinsmorgni nærilmurinn alla leið til hjartans. Það dillar sér eins og bjöllukólfur við morgunmessu. Allir logar verða að báli í reykelsi gróandans oghiminn minn verður fagurgrænn af kynþokkahreifum ilmi dagsins. Höfundur býr ó Akureyri og hefur gefið út sex Ijóðabækur. Sú síðasta, Myndir dag- anna, kom út ó þessu óri. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 15. JÚLÍ 2000 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JÚLÍ 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.