Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.2000, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.2000, Side 2
DJASS- HELGI í SKÁLHOLTI DJASSHELG lofgjörð, ljóð og fyrirlestrar verða í Skálholti um næstu helgi, 26. og 27. ágúst, og hefst dagskráin í Skálholtskirkju kl. 13.30 laugardaginn 26. ágúst með fyrirlestri Sigvalda Tveit sem hann nefnir Djass og guðsþjónusta. Kl. 14.15 verða tónleikar með Gunnari Gunnarssyni orgelleikara og Sigurði Flosasyni saxófónleikara. Kl. 17 verður ljóða- lestur og tónlist í kirkjunni og kl. 18 verður Vesper, tíðagjörð. Dagskrá sunnudagsins hefst kl. 9 með tíða- gjörð, tónlist og íhugun í kirkjunni. Kl. 10 verður ljóðalestur og tónlist. Kl. 13 flytur prófessor Don Saliers fyrirlestur með tón- dæmum sem hann nefnir „Aesthetic and poetic dimensions of liturgical j)articipation“. Kl. 14 verða tónleikar með Ama Scheving víbrafónleikara og Agli B. Hreinssyni orgel- leikara. Kl. 17 verður djassmessa. Kl. 20 verður málstofa með prófessor Don Saliers í ráðstefnusal skólans á vegum Rannsóknar- stofnunar í litúrgiskum fræðum og verður henni fram haldið mánudaginn 28. ágúst kl. 10. Hátíðarhökull í eigu Húsavíkurkirkju eftir Sigrúnu Jónsdóttur. ÍUÓSI DÝRÐAR f HALLGRÍMSKIRKJU verður opnuð sýning á verkum Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu í dag, laugardag, kl. 18. Sýningin hefur yfirskriftina í ljósi dýrðar og gefur að líta þverskurð af verkum hennar, en list Sigrúnar spannar yfir 50 ára tímabil. Hún hefur m.a. skapað hökla, veggteppi og altar- isklæði og unnið í gler og batík. Sýningin hefst á orgelleik Harðar Askelssonar, en síðan mun Pétur Pét- ursson prófessor fjalla um list Sigrún- ar. Að því loknu verður sýningin form- lega opnuð á orgelloftinu. Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona er fædd í Vík í Mýrdal 19. ágúst 1921. Hún lauk sérnámi í kirkjulegri textíl- list í Gautaborg þar sem hún stundaði listnám á árunum 1947-1955. Hún hef- ur haldið fjölda einkasýninga hér á landi og erlendis og fengið viðurkenn- ingar fyrir hökla og trúarleg batíkverk. Yfir tvö hundruð trúarleg listaverk unnin af Sigrúnu prýða kirkjur og hí- býli víðs vegar um heim. Að sýningunni standa menningar- klúbburinn Embla Reykjavík í sam- vinnu við Listvinafélag Hallgrímsk- irkju. Margar sögur fara af teiknum í náttúru landsins og mörg þeirra hefur borið upp á stórar stundir í sögu þess. Þessa mynd tók Björk Magnúsdóttir á nýafstaðinni kristni- hátíð á Þingvöllum og kallar hana „Kristur á kristnihátíð". Vilji lesendur Lesbókar tjá sig um myndina og það sem þeir lesa út úr henni er þeim frjálst að senda það efni á netfangið; ritstj@mbl.is MENNINGARNOTT í FIMMTA SINN Menningarnótt í miðborg Reykjavíkur er haldin í dag, laugardag, og munu söfn, gallerí, kirkjur, verslanir, veitingastaðir, bankar og önnur fyrirtæki í miðborginni hafa opið fram eftir kvöldi og bjóða upp á fjölbreytta dag- skrá. Þetta er í fimmta sinn sem menningar- nótt er haldin í Reykjavík. Dagskráin hefst kl. 12 á hádegi á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri set- ur menningamóttina og Reykjavíkurmaraþon í Lækjargötu. Yfir daginn verða svo margvís- legar uppákomur, upplestrar, gamanmál, dans, lifandi tónlist og myndlistarsýningar auk þess sem Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 mun leggja til ýmis skemmtiatriði víðs vegar um miðborgina. Húsavík er að þessu sinni gestabær Reykja- víkurborgar og kl. 15.15 mun borgarstjóri opna menningardagskrá bæjarins í Ráðhús- inu. Kl. 16 munu „2000 bömin“ koma saman í túni Menntaskólans í Reykjavík og syngja Þúsaldarljóð. í Hallgrímskirkju verður blönd- uð tónlistardagskrá sem hefst kl. 20, í Dómk- irkjunni er tónlist og leiklist frá kl. 22 og hið nýopnaða Borgarbókasafn í Grófarhúsinu býður upp á fjölbreytta upplestra og tónlist- ardagskrá frá kl. 15-22. í bönkum miðborgar- innar verður dagskrá fyrir alla aldurshópa, allt frá trúðum til djazztríóa. Harmonikkuball hefst kl. 21.30 á útitaflinu við Lækjargötu. Við Hafnarbakkann munu Stórsveit Reykjavíkur og Ragnhildur Gísladóttir undir stjóm Sæbjöms Jónssonar halda tónleika sem hefj- ast kl. 22.45 og kl. 23.30 mun Orkuveita Reykjavíkur bjóða upp á flugeldasýningu við Reykjavíkurhöfn. Á miðnætti verða tónleikar Möggu Stinu og hr.inga.r í Hlaðvarpanum og á sama tíma dansa vatnameyjar í Reykjavík- urtjöm. Með Morgunblaðinu í gær, föstudag, fylgdi fjögurra síðna sérblað með dagskrá Menning- arnætur í Reykjavík. TEKKNESKUR ORGELLEIK- ARI í HALLGRlMSKIRKJU TÉKKNESKI orgelleikarinn Jaroslav Túma leikur á hádegistónleikunum í Hallgrímskirkju í dag, kl. 12, og hann er fulltrúi menningar- borgarinnar Prag á tónleikum Sumarkvölds við orgelið annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Tónleikamir em á dagskrá Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000 og em hin- ir áttundu og næstsíðustu í tónleikaröðinni. Á efnisskrá hádegistónleikanna em þrjú verk. Fyrst leikur Jaroslav Túma hina þekktu Passacaglíu í d-moll eftir J.S. Baeh og hin verkin em tékknesk; Konsertfantasía úr Vys- ehrad (Heimalandið mitt eftir Smetana) sem Josef Klicka skrifaði og Postludium úr Glacoli- tísku messunni eftir Leoc Janácek. Sunnudagstónleikarnir hefjast á Prelúdíu og fúgu í C-dúr eftir J.S. Bach en eftir hana er efnisskráin tileinkuð tékkneskri orgeltónlist og hafa flest verkin ekki heyrst hér á íslandi áður. Fyrsta verkið er Fantasía í d-moll eftir Jan Krtitel Kuchar. Næsta verkið, svítan Hanakische Tánze, er til í handriti í safni í Briinn. Það var líklega rit- að á 18. öld, upphaflega fyrir klavíkord, en ekki er vitað hver gerði það. Á eftir þessu leikur hann síðan spuna yfir gefið tónstef. Bedrich Janácek lærði orgelleik í tónlistar- háskólanum í heimaborg sinni, Prag hjá B.A. Wiedermann. Hann varð kennari við sama skóla að loknu prófi árið 1946 en fluttist til Sví- þjóðar árið 1948 og býr þar enn. Hann stund- Tékkneski orgelleikarinn Jároslav Túma. aði orgelleik í Lundi og ferðaðist mikið til tón- leikahalds, bæði um Evrópu og Ameríku. Hann byrjaði að semja orgelverk 37 ára gam- all. Meðal verka hans em fjölmargir sálmfor- leikir. Eftir hann heyra tónleikagestir tvo þeirra við sænsku sálmana Se, vi gá upp till Jerusalem og Min sjál, du máste nu glömma. Síðasta verk tónleikanna og jafnframt hið nýjasta er Hommage a Dietrich Buxtehude eftir Petr Eben. Aðgangseyrir er 1.000 kr. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Árnastofnun, Amagarði: Handrita- sýning. Sýningin verður opin til 31. ájgúst frá kl. 13-17 alla daga. Asmundarsafn: Verk í eigu safnsins. Sýning á verkum Ásmundar Sveins- sonar. Til 1. nóv. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Vaxmyndasýning. Til 30. sept. Gallerí Reykjavík: Þiðrik Hansson. Til 28. ág. Gerðarsafn: Verk Sigfúsar Halldórs- sonar. Sex þýskir grafíklistamenn. Til 17. sept. Hafnarborg: Smáverk úr íslenskri hör. Akvarell ísland. Til 28. ág. Hallgrímskirkja: Karólína Lámsdótt- ir. Til 1. sept. Sigrún Jónsdóttir. Til 4. sept. 18, Ingólfsstræti 8: Anne Katrine Dol- ven. Til 10. nóv. Kjarvalsstaðir: Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Myndir úr Kjarvalssafni. Islensk og alþjóðleg myndlist. Til 8. okt. Listasafn Akureyrar: Dyggðirnar sjö. Til 27. ág. Listasafn ASÍ: Kristín Geirsdóttir og Ása Ólafsdóttir. Til 30. ág. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudga, kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Háskóla íslands: Málverk frá Mars. Til 28. ág. Listasafn Islands: Sumarsýning úr eigu safnsins. Til 27. ág. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús- inu: Gestur Þorgrímsson og Rax Rinnekangas. Til 27. ág. Listasafn Sigurjóns ÓIafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Listaskálinn í Hveragerði: Jóhanna Bogadóttir. Til 10. sept. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: 40 málmlistamenn. Til 30. ág. Mokkakaffi: Helga Óskarsdóttir. Til 11. sep. Norræna húsið: Edward Fuglo. Til 17. sept. Nýiistasafnið: Grasrót 2000. Til 3. sept. Pakkhúsið Höfn í Hornafirði: Inga Sigga Ragnarsdóttir, Felicitas Ger- stner og Jockel Heenes, Inga Jóns- dóttir. Til 3. sept. Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Ragnar Bjarnason, Haraldur Sigurðsson, Valdimar Bjarnfreðsson, Svava Skúla- dóttir, Egill Ólafur Guðmundsson og Guðjón R. Sigurðss. Til 29. ág. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarf.: Jón Gunnarsson. Til 1. sept. Skaftfell, Seyðisfirði: Olaf Christop- her Jensen. Til 17. septv Þjóðarbókhlaða: Verk Ástu Sigurðar- dóttur. Til 31. ág. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Hafnarborg: Sinfóníuhljómsveit æskufólks frá Þýskalandi. Kl. 20. Hallgrímskirkja: Tékkneski orgelleik- arinn Jaroslav Túma. Kl. 12. Sunnudagur Tékkneski orgelleikarinn Jaroslav Túma. Kl. 20. Reykholtskirkja, Borgarfirði: Sinfón- íuhljómsveit æskufólks frá Þýska- landi. Kl. 21. Mánudagur Langholtskirkja: Sinfóníuhljómsveit æskufólks. Kl. 20. Fimmtudagur Norræna húsið: Bergensemble. Kl. 22. Langholtskirkja: Söngtónleikar. Jón- as Guðmundsson, Kristín R. Sigurðar- dóttir, Nanna María Cortes. Ólafur Vignir Albertsson píanó. Kl. 20. Iðnó: Steven Hubbac slagverksleikari. Kl. 22. LEIKLIST Loftkastalinn: Thriller, fös. 25. ág. Iðnó: Jón Gnarr, fös. 25. ág. Tjarnarbíö: Með fullri reisn, fös. 25. ág. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudög- um merktar: Morgunblaðið, menning/ listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Mynds- endir: 5691222. Netfang: menning- @mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. ÁGÚST 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.