Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.2000, Qupperneq 9
Ljósmynd/Gísli Sig.
fellur milli kletta og vel sést á myndinní verður gerð göngubrú 2002. Skóglendið heitir Austurskógar,
II. Koltungutínd ber hæst.
Vegurinn inn eftir Kjarrdalsheiði er í um 700 m hæð og þaðan er mikið útsýni, meðal annars til
Snæfells sem rís yfir fjöllin á miðri myndinni.
Ljósmynd/Gísli Sig.
Skyndidalsá er mestur farartálmi á bílveginum inn á lllakamb. Hér sést hluti bflalestarinnar á leið
yflr vaðið sem breytir sér frá degi til dags, en er venjulega fært jeppum, þó ekki án leiðsagnar.
Ljósmynd/Gfsli Sig.
Göngubrúin á Jökulsá við Kollumúla. Þar var áður kláfur sem Víðidalsbændur byggðu. Handan ár-
innar er lítil fjárrétt.
ferðaþjónustan í Stafafelli hefur til boða og er að
sjálfsögðu greitt fyrir hana.
IV
Við höldum áfram upp á Kjarrdalsheiði; hlíðin
sumstaðar snarbrött og vegurinn hefur verið
ruddur í krákustígum svo hvergi verður óþægi-
lega bratt, en gott finnst manni að vita af aldrif-
inu. Beygjumar eru hinsvegar afar krappar og ég
efast ekki um að einhver fær í hnén við að h'ta
fram af vegarbrúninni. Ef til vill er þetta ekki
mjög traustvekjandi vegur fljótt á litið, en ekkert
óhapp hefur orðið hingað til og skiptir þá sköpum
að hér verður ekki ekið öðruvísi en hægt, oft að-
eins í fyrsta gír.
Þegar upp er komið á Kjarrdalsheiði opnast út-
sýni til norðvesturs yfir fjalllendi Stafafells. Hér
eru það ekki sízt litbrigðin sem sérstæð geta tal-
izt, en eiga sér þó hliðstæður, til að mynda á svæð-
inu við Landmannalaugar. Litbrigðin í berginu
má rekja til Kollumúlaeldstöðvar í miðju frið-
landsins, sem var virk fyrir 5-7 miiljónum ára, en
yngstu jarðmyndanir eru frá síðustu ísöld. Fleiri
megineldstöðvar voru á svæðinu eins og það ber
raunar með sér. Ein þeirra, kennd við Lón, var
næst byggðinni, Flugustaðaeldstöð var á austur-
mörkum og Eyjabakkaeldstöðvar að norðvestan-
verðu. Allar hafa þessar megineldstöðvar skilið
eftir sig súrar gosmyndanir, líparít og innskot og
auk þess hefur jarðhiti átt sinn þátt í ummyndun
og litauðgi bergs á svæðinu. Þessar gosmyndanir,
svo og áhrif jökla, jökulvatna og veðrunar, birtist í
rauðleitum, jafnvel appelsinugulum skriðum í
bland við gráa kletta úr einhverskonar sandsteini
sem veðrast hafa og orðið eins og spírur á gotn-
eskri dómkirkju eða fingur á manni. Gráar þursa-
bergsstrýtur eru hér og þar og rauðleit berginn-
skot standa eftir eins og veggir innan um
sérkennilega grábláar skriður, en fannir í giijum
og grængresi á stöllum og í hlíðum auka við þetta
makalausa litaframboð.
Talið er að vegna þykktar ísaldarjökulsins á
þessum slóðum hafi orðið gífúrlegtrof; jafnvel svo
að 2000 m af upphaflegum jarðlagastafla hafi
horfið. Þegar jökullinn hörfaði í ísaldarlok varð
landris vegna þess sem nefnt er flotjafnvægi og
má sjá verulegan jarðlagahalla í norður, eða norð-
vestur. Rofið og landrisið eiga sinn þátt í því að
betur sést í djúpberg en í öðrum landshlutum.
Gabbróinnskotin eru meðal þeirra stærstu á land-
inu og talin vera 6-9 milljón ára gömul. Bas-
altstaflinn umhverfis innskotin er þó mun eldri,
eða 9-10 miHjón ára.
V
Þorvaldur Thoroddsen á heiðurinn af fyrstu
vísindalegu rannsókninni á Lónsöræfum seint á
19. öldinni. I einni af ferðum sínum fór hann úr
Fljótsdal suður um öræfin, yfir IUakamb, og taldi
meðal annars að gabbróið væri merki þess að
4 OG FEGURÐINA
mmmmmmmmmmmm^^^^immmmm'immimmm^^""""m"m""""‘mm"im"^"m"m"K"l"""""""""""*m"l^"""i*""i"i*^"^""mmmm^m^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmi^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmm
LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. ÁGÚST 2000 9