Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.2000, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.2000, Qupperneq 13
auðkenna þá menn ýmsa sem í þá daga settu bæjarbraginn í Reykjavík eða jafnvel töluðu fyrir landið og þjóðina. Það væri ágætt ráð að rífa ekki þessi lágu fríðu hús sem tala við okk- ur kyrrlátlega og kurteislega um þá tíð þegar ísland var að vakna til kröfu um að íslenska væri töluð í Reykjavík; þá tíð sem var áður en hávaðinn kom og belgíngurinn. Danskir menn komu hér af ýmsum hvötum; þeir komu líka til að baka okkur brauð, vort daglegt brauð. Hér bjó Brauð Reykjavíkur. Danski arkitektinn Karsten Rönnov, einn þekktasti sérfræðingur Dana í endurbygging- um lagðist síðan á sveif með húsverndarsinn- um, rannsakaði Bernhöftstorfuna og birti nið- urstöður sínar í Samvinnunni. Þar segir m.a.: „Á grundvelli þeirrar reynslu sem ég hef af daglegu starfi mínu við friðun og varðveislu menningarlegra húsahverfa fullyrði ég að öll húsaröðin frá Stjórnarráðshúsinu til íþöku myndar geðþekka heild sem er óumdeilanlaga mikilsverð frá byggingarlegu og byggingar- sögulegu sjónarmiði." Stofnun Torfusamtakanna Hinn fyrsta desember 1972 var haldinn úti- fundur framan við Bernhöftstorfuna. Að þeim fundi stóðu öll félög innan bandalags íslenskra listamanna og öll félög ungra stjórnmála- manna auk einstaklinga. Þar fluttu ávörp Jónatan Þórmundsson, Páll Líndal og Þór Magnússon. í ávarpi Þórs kom fram að hvar- vetna í heiminum hefði menningarverðmætum verið eytt umhugsunarlaust og víða um lönd hefðu nú risið upp kröftug andmæli gegn þess- ari gereyðingarstefnu. Við íslendingar hefðum „horft sljóum augum á, hvernig menningar- verðmæti þjóðarinnar hafa verið tætt í sundur og þeim eytt, oft af lítilli ástæðu. Enn fremur sagði hann: „Hér fyrir framan okkur höfum við dálítinn part af Reykjavík 19. aldar, enn ósnortinn að mestu. Þetta er hluti af Reykja- vík Jóns Sigurðssonar og samtímamanna hans, sem við nefnum oft á degi sem þessum og þökkum baráttuna fyrir sjálfstæði landsins. Þessi húsaröð frá Stjórnarráðinu til Bókhlöðu Menntaskólans er hið eina samfellda sem nú er eftir af byggðinni í Reykjavík frá því um miðja 19. öld.“ Þarna var saman komið á annað þús- und manns sem stóð með tendruð blys og söng. Að fundinum loknum var farin blysför í Sigtún (Sjálfstæðishúsið) við Austurvöll og þar voru Torfusamtökin stofnuð fyrir fullu húsi. Á fund- inum var kosin fimm manna stjórn og var Guð- rún Jónsdóttir kosin formaður samtakanna á fyrsta stjórnarfundi. Hlutverk samtakanna vai' og er að vinna að varðveislu, endurnýjun og fegrun gamla miðbæjarins í Reykjavík og annarra hverfa, gatna eða húsa í Reykjavík er hafa menningarsögulegt gildi eða gildi sökum fegurðar eða samræmis í umhverfi. Bernhöftstorfan á Alþingi Hálfum mánuði fyrir fundinn gerði Ellert B. Sehram fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi um afstöðu hans til friðunar Bernhöftstorfunnar. Magnús Torfi Olafsson menntamálaráðherra lýsti ekki afstöðu sinni en sagði að ekki hefði verið tekin afstaða til málsins enn. Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra svaraði fyrirspurn Ellerts og lýsti sig andvígan friðun húsanna, engin eftirsjá væri að þeim og þau væru engin borgarprýði. Það væri ólíkt myndarlegra, ef þarna risi fögur Stjórnarráðsbygging. Við það sat í mörg ár eftir þetta. Þó gáfu yfirvöld sig smám saman og árið 1976 veittu þau leyfi til að hreinsa húsin og létu hita þau upp. Torfan máluð og friðuð Mikla athygli vakti þegar hópur áhuga- manna, með Guðrúnu Jónsdóttur og Torfu- samtökin í broddi fylkingar, tók sig til og mál- aði húsin á Bernhöftstorfu laugardaginn 19. maí 1973. Þar voru margir sjálfboðaliðar, þar á meðal margir sem oftar klæddust jakkafötum en málningargöllum. Málningarverksmiðja og fleiri gáfu málninguna. Svo vel vildi til að veður var hið fegursta og var það glaðvær hópur sem framkvæmdi þessa andlitslyftingu. Framtakið mæltist mjög vel fyrir hjá almenningi og jók enn fylgi fólks við varðveislu húsanna. Baráttan um friðun og endurbyggingu hús- anna var þó engan veginn unnin. I mars 1977 var kveikt í Móhúsunum og Mjölskemmunni og brunnu þau til grunna og naumlega tókst að bjarga hinum húsunum. Þetta vakti enn há- værari raddir um friðun húsanna. Það var þó ekki fyrr en 1979 að þrýstingur innan og utan stjórnkerfisins var orðinn það mikill að þáver- andi menntamálaráðherra, Ragnar Arnalds, friðaði húsin. Það gerðist 7. ágúst 1979. Einn mesti áfangasigur náðist eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í október sama ár. Torfusamtökin héldu áfram að þrýsta á hinn nýja menntamálaráðherra, Vilmund Gylfason, og óskaði stjórn samtakanna eftir því við ráð- herra að þau fengju Torfuna á leigu gegn því að endurbyggja hana. Hinn 20. nóvember var síðan undirritaður leigusamningur til tólf ára milli ríkisstjórnarinnar og Torfusamtakanna. Þar með má segja að framtíð Torfunnar hafi verið tryggð. Minjavernd sett á stofn í janúar 1980 var kosin ný stjórn Torfusam- takanna með Þorstein Bergsson sem formann. Jafnframt réðust samtökin í að gera húsin upp á eigin ábyrgð þrátt fyrir lítil fjárframlög ríkis og borgar. Oft urðu Torfumenn að taka lán á eigin ábyrgð, sem þeir gerðu vegna þess að þeir trúðu á verkefnið. Þegar baráttan um Bernhöftstorfuna var yf- irstaðin og unnin héldu samtökin áfram að framfylgja þeim tilgangi sínum að „vinna að varðveislu, endurnýjun og fegrun gamla mið- bæjarins í Reykjavík“. Árið 1983 urðu miklar deilur um Fjalaköttinn við Aðalstræti 8. Þá buðu samtökin Reykjavíkurborg sams konar samning og gerður hafði verið um Bernhöfts- torfuna en því miður var því tilboði hafnað. Um svipað leyti keyptu þau húseignina Vesturgötu 5, gerðu hana upp og seldu fullfrágengna árið 1985. Árið 1985 var komið á fót sjálfseignarstofn- un um Bernhöftstorfuna er hlaut nafnið Minja- vemd. Aðild að Minjavernd fengu þeir aðilar sem næst verkefninu stóðu, þ.e. Torfusamtök- in, Þjóðminjasafnið og fjármálaráðuneytið, sem í raun fór með eignarhald lóða og húsa á Torfunni. Minjavemd tók þá við öllum skuld- bindingum og réttindum Torfusamtakanna um endurbyggingu og viðhald húsa og lóða. Þor- steinn Bergsson var ráðinn framkvæmdastjóri Minjaverndar og má því segja að Þorsteinn hafi frá 1980 unnið allra manna ötulast að end- urbyggingu og viðhaldi Bernhöftstorfunnar með hjálp margra valinna stjórnarmanna þar ábæ. Tími fræðslu upprunninn Við þessar breytingar breyttist starfsemi Torfusamtakanna vemlega. Undir fomstu nýs formanns, Hjörleifs Stefánssonar, var áhersl- an nú lögð á fræðslu, umræður og útgáfustarf- semi. Boðið var upp á skoðunarferðir um mið- bæ Reykjavíkur, umræðuhópar skipaðir og ráðstefna haldin um húsverndun. Árið eftir komu út rit á vegum samtakanna með erindum ráðstefnunnar undir heitinu Húsverndun og Akureyri, Fjaran og Innbærinn, fyrir bæjar- stjórn Akureyrar, bæði undir ritstjórn Hjör- leifs. Árið 1987 gáfu Torfusamtökin síðan út byggingarsögu miðbæjarins í Reykjavík, Kvosina, efth- þau Hjörleif, Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur og Guðmund Ingólfsson. Áhrifa frá samtökunum tók fljótt að gæta víða um land og voru stofnuð húsverndarsam- tök víðar en í Reykjavík, námskeið vora haldin um viðhald og endurbyggingar, almenningur fór að sækjast eftir að kaupa gömul hús til end- urbyggingar og viðhorf fólks fór almennt að breytast í garð gömlu húsanna. I Hafnarfirði var miðbænum.bjargað frá stórfelldu niðurrifi með stofnun félagsins Byggðarverndar, en þágildandi miðbæjarskipulag gerði ráð fyrir að öll gömul hús í miðbænum hyrfu og í stað- inn kæmu steinbyggingar á borð við Stjórnar- ráðshúsið sem rísa átti á Torfunni. Smám sam- an fór að þykja eftirsóknarvert að búa í gömlum húsum og gera þeim til góða. Það þarf ekki að leita langt til að finna heilu hverfin sem gerð hafa verið upp og em í dag gróin, vel hirt og full af lífi. Skilningur stjórn- valda hefur aukist og viðhorf þeirra snúist við, þannig að ríki og bæjarfélög sjá sér nú hag í að varðveita og endurbyggja sín gömlu hús eða styðja slíkar framkvæmdir. Það má því segja að menningarverðmæti íslenskrai’ byggingar- listai' hafi öðlast þann sess sem þeim ber, að undanskildum stöku slysum. Það má því taka undir með Nóbelsskáldinu okkar þegar hann segir í fyrrnefndri grein sinni um „Brauð Reykjavíkur" að þessi gömlu hús, sem reyndar era okkar byggingararfleifð, séu „öll við sig“, einsog íslendíngarnir vora vanir að segja um vel lagaða hluti áður fyrri.“ Við tímamót eins og árið 2000 lítur fólk gjarnan til baka, gerir úttekt á því hvað hefur áunnist og ákveður út frá þeim niðurstöðum hvar það stendur og hvert skal halda á nýrri öld. Það á eins við um húsverndarfólk og Torfusamtökin vilja af því tilefni gera slíka út- tekt og hugleiða hversu langt þetta málefni er á veg komið. Nú á menningarnótt, 19. ágúst, munum við halda upp á áfangasigra okkar á 20. öldinni og bjóða gestum og gangandi til há- tíðar við Bernhöftstorfuna. Þar geta gestir hlustað á tónlist, skoðað sýningu, tekið þátt í málþingi og horft á leikhóp „mála Torfuna". Dagskránni lýkur svo með harmoníkuballi um kvöldið. Heimildir: Hörður Ápústsson: íslcnsk byggingararfleifð H, Húsa- friðunaraefnd ríkisins (öútkomin.) Ymsar greinar í Morgunblaðinu, Tímanum, Vísi, Al- þýðublaðinu, Þjóðvi(janum og Samvinnunni. Torfusamtökin við aldahvörf. Höfundur er formaður Torfusamtakanna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.