Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSEVS ~ MENMNG LISTIR 39. TÖLUBLA) EFNI 39. TOLUBLAÐ - 75. ARGANGUR LawrenceWeiner segir í viðtali við Fríðu Björk Ingvarsdóttur að til þess að list geti tilheyrt samtimanum verði hún að opna fyrir eitthvað framandi sem áhorfandinn geti melt með sér og auðgast af, annað sé hrein tímasóun. Grafarvogskirkja MEÐAL þess sem auðgað hefur íslenska byggingarlist síðustu ára er hin nýja Graf- arvogskirkja. Gísli Sigurðsson skrifar um kirkjuna og hefur einnig ljósmyndað hana. I greininni segir hann að kirkjan sé veizla fyrir augað þegar inn er komið. Ytra útlitið er hann aftur á móti ekki eins ánægður með. Réttlæti og fegurð Á slóð hornbogans GUÐMUNDUR BÓÐVARSSON ÞÓNÓH FARIYFIR Er nóttin fór yfír og næddi um ungar greinar nístandi vindur úr hinni bitrustu átt, að trölli varð drangur, að ókindum stakir steinar, að stórveldi hættunnar fjallið myrkvað oggrátt. acfs; nefnir Eiríkur Jónsson grein sína um sögu- persónur í Heimsljósi Halldórs Laxness, en þar er teflt saman andstæðunum Ólafi Kárasyni ljósvíkingi og Erni Ulfari, sem 01- afur dáir, enda var Örn Úifar „í augum hins mjúklynda vinar síns sá klettur þar sem ranglæti heimsins á að brotna..." ISlÐUSTU Lesbók birtist grein Bergsveins Gizurarsonar um beinhringinn sem fannst við Rangá. Þar er mikil saga að baki og hér heldur Bergsteinn áfram á slóð hornbogans sem hann telur að Þormóður Þjóstarson hafi komið með úr austurvegi og síðar hafi Gunnar á Hh'ðarenda eignast li;imi. í grein- inni færir hann rök fyrir því hvernig það gat gerst. FORSIÐUMYNDIN Snorri Snorrason fór í berjamó þar sem döggin glitraði á bláberjunum og lynginu og hann tók Ijósmyndina. Þá stóðstþú viðgluggann og sást út til sólarlagsins, er síðasta dagskíman kvaddi okkar einmana stað, og mæltir afharmiþíns hjarta og barnsást tU dagsins: Hver hefursóhna skapað? Segðu mérþað. Ég vissi ekki svarið. Hvað vita allar heimsins þjóðir? - Þó varð mérþað auðvelt á tungu sem fornkunnugt ijóð: Guð hefur skapað sólina, sagði mín móðir, og hún sagði alltafsatt, hún mamma mín, vina mín góð. Þú krafðist eifrekara svara, en sökktir þér niður ísefjun gamallar trúar, sem mörgum varð sönn. Og um okkur bæði rann kvöldsins kyrrláti fríður, þó koldimmt væri úti og hlæði þar niður fönn. Þó nótt fari yfír og drúpi haustfölir hagar, íhringleikjum stormanna dansi snjóélin hórð, já, hvernig sem er, þá bjarmar og brosir og dagar afbarnanna sólást, á hinni skugguðujörð. GuSmundur Böðvarsson, 1904-74, var frá Kirkjubóli ó HvitársíSu og þar var hann bóndi. Fyrstu IjóS hans voru nýrómantísk en urSu sfSar þjóSfélagslegrí, en víSa kemur fram jarSbundin náttúruskynjun. Fyrsta IjóSabók hans kom út árið 1936. RABB HAUSTIÐ komið. Lauf falla. Fjöll grána. Fugl- arnir búnir með öll rifs- berin og reyniberin úr garðinum og flúnir til fegri heima. Þögnina sem þeir skUja eftir til minn- ingar um sig tekur marg- ur sem váboða, hrollur komandi illviðra sest í sálina, minningin um örvæntingarbarning við fasta bíla í sköflum eða köldu krapi blossar upp á ný, ellin hlammar sér af alefli á þá ellimóðu, sem um stundarsakir í sumar ruku upp til æskunnar á ný og hjörtun herpastafkvíða. En börnin hlakka til. Snjórinn kemur! Snjórinn kemur! hrópa þau - og svellin! Þá er gaman að velta sér og renna sér og henda snjóboltum og fara í stríð. Guði sé lof að þeim er fyrirmunað að sjá fyrir sér erfið- ið sem allt þetta kostar foreldra þeirra, afa og ömmur og aðra sem eiga fyrir þeim að sjá - tryggja þeim glaðværar stundir. Þeirra blessun er að þau sjá skammt og horfa þangað ævinlega sem birtan er. Njáll heitinn á Bergþórshvoli var forvitri. Hann sá fyrir óorðna hluti og afleiðingar verka. Honum hefur ekki alltaf liðið vel. Héðinn sonur hans sá aftur á móti ekki miklu lengra en til næsta manns sem hann þurfti að kljúfa í herðar niður. Til afleiðinganna náði hans sjðn ekki - né heldur Hallgerðar. Það er víst þetta sem átt er við þegar sagt er að sælir séu einfaldir. Og guðir hafa til- hneigingu til að blessa þá, til skamms tíma litið að minnsta kosti. Og „er á meðan er" segja þeir. Hetjur eru til frægðar en eigi langlífis. Þær lifa stutt, lifa hratt og hafa gaman af því. Mín samúð er þó öllu frekar með hinum gömlu og forvitru sem verða að horfa upp á ósköpin, jafnvel leggja á ráðin SÆLIR ERU EINFALDIR en fá að engu gert, sjá fyrir komandi vetur strax á blómstrandi vori, guðum gleymdir, blessaðir með þeirri huggun einni að eigi má sköpum renna og að eitt sinn skal hver deyja. „Með framsýni, bjartsýni, stórhug og vilja," sagði Ólafur Thors, „þá fær þjóðin fæði, skæði og hús-næði" (Merkileg þessi áhersla miMlla pólitíkusa á seinni hlut arða). Svo lét hann í samráði við kommana kaupa 30 nýsköpunartogara og byggja hell- ing af síldarbræðslum fyrir stríðsgróða og moka upp silfri hafsins sem þá flaut í þykk- um torfum um allan sjó. Þetta entist á með- an stríðsgróðapeningarnir entust og þang- að til silfur hafsins var eytt, þá fór það á hausinn (Ýmsir reikningsglöggir menn telja reyndar að gróðinn af stríðinu og síldaræv- intýrunum samanlagt hafi enginn orðið, að allt hafi það farið í ævintýramennsku og óþarfa sukk en sú hagsæld sem nú er orðin sé byggð á því fólki sem ekki lét þennan djöfulgang trufla sig. En það er önnur saga). En þá komu nýir menn með nýjan stórhug og efndu til nýrra framsýnna og bjartsýnna stórvirkja. Og þannig er nú það, að um leið og hinir eldri vitkast og sjá að sér, þá eru óðara komnir upp nýir menn, yngri og kraftmeiri, sem ryðja hinum vitr- ari frá og æða fram fullir bardagagleði, bjartsýni, stórhug og vilja (líkari Héðni en Njáli) og svo framsýni sem þó nær, guði sé lof, aldrei svo langt að sjá hver endirinn verður, hver gjalda þarf stórvirkjanna og hvað þau leggja í rúst. Þá yrði nefnilega engin dramatík og engin saga! I mínum sveitum tíðkaðist að taka öllu með fyrirvara, gleðjast ekki óhóflega yfir velgengni og hryggjast ekki heldur nema í hófi harmanna vegna, erindislaust erfiði tal- ið til hollustu en langvarandi góðviðri vara- söm og vissu á héraðsbrest, enda Njáll karl- inn hin stóra guðdómsmynd, sá sem lét segja sér tíðindin þrim sinnum og brá ekki grön. Þetta hafa löngum verið farsælar byggðir og jafnt hvalrekar sem kreppur sneitt þar hjá garði. Engu síður urðu bænd- ur þessara sveita að láta undan þunga tísk- unnar á þessum síðustu svonefndu fram- faratímum, ganga með í stórvirkjaæðið, vélgrafa hundruð hektara mýrafláka, teygja túnflæmi út um allar grundir og dæla ótölulegum sauðafjölda alla fjaUdali fulla. Uns markaðinn þraut og landið var uppétið - af framsýni-bjartsýni-stórhug og vUja. En menn létu síst deigan síga við þetta. Næst var bara að moka ofan í skurðina af sömu framsýni og þeir höfðu verið grafnir, reka sauðféð og bændurna burt af landinu og fyUa það af sjoppum og túrisma af sömu bjartsýni, ryðja upp jarðgöngum, virkjun- um, laxeldi, tófurækt og skógum af sama stórhug, reisa í verki viljans merki fram um öU nes, uppi á hverju fjalli. Uns markaður- inn fyUist og mannvirkin breytast í rúst, eins og eftir annan gróðavænlegan hernað gegn landi og fólki. Það dregur ekki úr vetrarkvíðanum hjá þeim sem sjá örlítið lengra en hin svonefnda viðtekna framsýni stórathafnamannanna að gróðinn af túristabransanum, sem fram undir þetta átti öllu að bjarga, er minni en enginn þetta árið. Innkoman að vísu mikil en útgjöldin þó meiri. Yfir þessu eru menn bara brattir, þetta hefur sínar skýringar, óhagstæð gengisþróun o.s.frv; „það gengur bara betur næst". En það er því miður ekki svo. Málið er að þessi markaður mettast eins og aðrir, verðið feUur með sífeUdri auk- inni hagræðingu, sífeUt harðari samkeppni. Víða í löndum er þessi „iðnaður" kominn á sveitina og það sem arðvænlegast er í hon- um; brenriivínssala, húsabrask og vændis- húsarekstur komið í hendurnar á útlendum mafiufélögum eins og suður á Kanarí þar sem ég var fyrir skemmstu og þýska og spænska mafían eru farnar að berjast á göt- um úti og vega menn hvor fyrir annarri þessara kámugu peninga vegna. Innfæddir eyjaskeggjar virðast hinsvegar mjög hóf- lega ríkir, að ekki sé meira sagt. A einum stað mætti ég gamaUi konu með fjórar geit- ur á heimleið úr haga upp langar snarbratt- ar brekkur og hún lifði af þessu. En einmitt þar, í þessum iUgenga fjaUdal, þar sem fólk bjó í heUum, gat að heyra einn fegursta söng og sjá einn þokkafyUsta dans sem á mínum ferðum hefur fyrir borið. Og kannski það fari eins með sveitunga mína upp til Hlíða í Tungunum, að þegar hálendisnefnd í krafti „þjóðarinnar" er búin að gera meirihluta lands þeirra upptækt tíl að leggja undir innlendar og erlendar stór- virkjana- og stórtúristamafíur, þá haldi söngur þeirra samt lífi? Egvonaþað. EYVINDURERLENDSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 7. OKTÓBER 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.