Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Blaðsíða 10
4 GRAFARVOGSKIRKJA VEIZLA FYRIR AUGAD ÞEGARINN ER KOMIÐ GREINOGLJÓSMYNDIR: GÍSLISIGURDSSON ALGENGT hefur verið að velja kirkjum í þéttbýli stað þar sem þær geta orðið kennileiti og sett svip á staðinn. Nægir í því sam- bandi að benda á Akureyr- arkirkju, Blönduóskirkju, , Kópavogskirkju og Vída- línskirkju í Garðabæ. Hitt er líka til að kirkjum hafi verið valínn staður þar sem minna ber á þeim. Þannig stendur Digra- neskirkja í Kópavogi undir hlíðinni og Grafar- vogskirkja, sem hér verður nánar litið á, stendur neðst í byggðinni við Grafarvoginn. Ur sókninni sést hún varla fyrr en að henni er komið og útlit hennar nýtur sín ekki sem skyldi, nema farið sé alveg niður í fjöruna. Bezt nýtur kirkjan sín af svæðinu handan Grafarvogsins. Af þessu leiðir að hún verður ekki það kennileiti fyrir Grafarvogshverfið sem hún hefði getað orðið á hærri byggingarstað. Hér hefur þó risið mjög athyglisvert bygg- ingarverk, góð viðbót við arkitektúr síðustu ára og eiga höfundarnir, arkitektarnir Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson, heiður skilið fyrir verk sitt, en tillaga þeirra varð fyrir valinu eftir lokaða samkeppni sem fram fór ár- ið 1990. Sú skoðun heyrðist þegar kirkjan var í byggingu að hún væri ekki nógu „kirkjuleg" og var þá líklega átt við að hún er turnlaus. Stundum fer betur á því að hafa turn og ég fann að því í umfjöllun um Þorgeirskirkju á Ljósavatni að hún væri turnlaus og til að sjá eins og stór hlaða. Við Grafarvoginn var ekki verið að byggja samskonar minningarmark og auk þess virðist turn skipta minna máli þegar kirkja er byggð í þéttbýli. Mér finnst það ekki lýta Grafarvogskirkju að enginn er á henni turninn, en aftur á móti er á útlitshönnuninni sá galli að frá hlið gengur þetta dæmi ekki upp sem skyldi. Um Grafarvogskirkju má annars segja, að þar er ekki allt sem sýnist. í grunnmynd kirkjunnar leggja arkitektarnir upp með fisk- inn, sem var fornt, kristið helgitákn. Gallinn er sá að áhorfandinn verður annaðhvort að hafa grunnteikningu við hendina eða að sjá kirkjuna úr lofti til þess að þessi skírskotun verði ljós. Megineinkenni kirkjunnar er hins- vegar voldugt miðskip sem alls staðar ber hæst, ílóng og kassalaga bygging. Fjórar hlið- arálmur hvorum megin mynda „ugga" fisksins og dæmið gengur fullkomlega upp að innan- verðu. Meginágalii byggingarinnar er hinsveg- ar sá, að þegar litið er á kirkjuna frá hlið virð- ast hliðarálmurnar vera einhver hús sem byggð eru utan í stóran múrvegg. Þessa til- finningu hefði með einhverjum hætti þurft að brjóta upp. Athyglisvert er hinsvegar að þetta fellur allt í ljúfa löð að innanverðu. Fremst mynda mið- skip og hliðarálmur sjálft helgirýmið, í næstu hliðarálmum er safnaðarheimilið og verður með prýðilegum hætti hluti af heildinni. í næstu „uggum" þar fyrir aftan eru annars veg- ar eldhús, en hinsvegar kapella og í minnstu „uggunum" aftast eru skrifstofur en þar mynd- ar miðskipið forkirkju. Að innanverðu er Grafarvogskirkja veizla fyrir augað og ekkert minna. Þar er hún í flokki með nokkrum mun eldri kirkjum sem ævinlega eru augnayndi; til að mynda Húsa- víkurkirkju, Grundarkirkju í Eyjafirði og Stóra-Núpskirkju í Arnessýslu. Steindur gluggi Leifs Breiðfjörðs í kór er ekki aðeins mesta skart kirkjunnar heldur má telja að verkið sé ásamt með altaristöflu Ninu Tryggvadóttur í Skálholtskirkju það kirkju- listaverk á landi hér sem hvað bezt hefur tek- izt. Efnisnotkunin í Grafarvogskirkju er kapítuli út af fyrir sig. Frábærlega vel hönnuð húsgögn úr birki, leðurklædd, eru í safnaðarheimilinu, einnig er birki í innréttingum forkirkjunnar og sjálfum kirkjubekkjunum. í hliðarskipunum og forkirkjunni eru hljóðdempandi plötur, einnig spónlagðar með birki. Allt rímar það afar fal- lega við sænskættaðar birkiplötur í lofti mið- skipsins, sem eru sveigðar og smá hækkar þetta rými aftur að altarinu. Þar verður birtan einnig mest og ómtími hljóðs er lengstur þar. Á gólfi og veggjum miðskipsins er granít frá Spáni, glansandi að utan en matt að innan- verðu Altarið er úr svartpóleruðu basalti, en í grátum eru stálrör krómuð með messing. Sér- staka athygli vekur skírnarfontur sem hafður er aftarlega í kirkjunni. Stórt grágrýtisbjarg með skófum og mosa, stendur þar upp á end- ann og skírnarskálin er felld ofan í það. Það var ekki aðeins í grunnmyndinni að höf- undarnir lögðu upp með helgitákn, sem fara þó líklega fyrir ofan garð og neðan hjá flestum; íslendingum er ekki mjög tamt að hugsa á þeim nótum. Til að mynda á miðskipið að tákna vegferð mannsins frá vöggu til grafar og mismunandi efnisnotkun í miðskipi og hliðar- rýmum á að minna söfnuðinn á mun efnis og anda. Ég skal játa að sá munur fór framhjá mér, enda finnst mér slíkar skírskotanir ekki endilega koma byggingarlistinni sjálfri við og fyrst og fremst vitnar þetta sköpunarverk höf- undanna um yfirburði hins andlega þáttar. Það er samt fróðlegt að grípa niður í nokkuð há- stemmda hugmyndafræði höfundanna sem til er prentuð, en þar segir meðal annars svo: „...hér er um að ræða þrískipta kirkju þar sem miðskipið er „Via Sacra", hinn heilagi veg- ur sem táknar um vegferð mannsins frá vöggu til grafar og áfram til eilífðar. Við enda hins heilaga vegar er hringurinn, sem er söfnuður- inn. Hringurínn er opinn á móti eilífðinni þar sem er altarið; borð Drottins. Þarna sameinast tveir helstu pólar í kirkjuarkitektúr; vegurinn og hringurinn. Eins og í dómkirkjum miðalda tengjast miðskipinu ótal rými og kapellur sem þjóna þörfum líðandi stundar." Einnig stendur þar: „Steinarnir í veggjum miðskipsins eru skirskotun til ritningarinnar þar sem segir: „...látið sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús." Steinamir tákna þar mannlífið sem er „...musteri Guðs". Þann- ig eru steinarnir tákn safnaðarins. A steinana í miðskipinu verða klappaðar helstu táknmyndir kristninnar. Þar verða mótaðar myndir affíski, krossi, dúfu, Spiritus Sanctus, þríhyrningi, hring, skipi, aJfa og omega, lambi o.fi.... Loftið í miðskipi og hliðarskipum er hvítt á lit. Hvíti liturinn er „...litur hins ósundur- greinda Ijóss, litur hins fullkomna Guðs, Htur hreinleika og þar af leiðandi litur engla, dýrði- inga og hinna nýskírðu". Grafarvogskirkja rúmar 273 kirkjugesti í bekki í sjálfu helgirýminu. En með því að raða stólum geta um 1.000 manns fengið sæti við at- hafnir. I kjallara er aðstaða fyrir safnaðarstarf og auk þess hefur Borgarbókasafnið fengið að- stöðu þar. Astæða er til að óska sóknarbörnum og sóknarpresti í Grafarvogi, svo og höfundun- um, til hamingju með kirkjuna. Hvað sem mönnum kann að finnast um trúarlegt táknmál ættu allir að geta notið fegurðarinnar sem við blasir í kirkjunni, hvert sem litið er. Því miður vantar þann þátt í sumar nýjar eða nýlegar kirkjur og mest kveður að þeirri vöntun þar sem naumh'yggja hefur verið höfð að leiðar- ljósi. Sjá ennfremur bls. 12. Grafarvogskirkja séð úr fjörunni við Grafarvoginn. Að innanverðu mynda kirkjuskipið og hliðarálmurnar frábæra heild. Hér er horft frá altarinu aftur til for iðí kirkjuskipinu lækkar aftur eftir kirkjunni. Altarið, úr svartpóleruðu basalti, er eitt af mörgu í kirkjunnl sem ber höfundunum fagurt vitni. Á bak vfð það sést í neðsta hluta glermyndar Leifs Breiðfjörð. 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 7. OKTÓBER 2000 -I ¦— ii i »i.i ..fi I i»l IIIIMI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.