Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Blaðsíða 19
A FARALDS- FÆTI TONLIST Síoililii' iliskar GEORG FRIEDRICH HÁNDEL Lög eftir Aleksandra Vrebalov, Carlos Paredes, Rahul Dev Burman, Enrique Rangel, Sapo Perapaskero, Rezsö Seress, Terry Riley, Aníbal Troilo, Kayhan Kalh- or, Ali Jihad Racy, Nicholas Roubanis. Hljóðfæraleikur: Kronos kvartettinn - David Harrington (fíðla), John Sherba (fiðla), Hank Dutt (vfóla) Jennifer Culp (selló). Aðrir hljððfæraleikarar: Zakir Hussain, Kayhan Kalhor, Ziya Tabassian, Ali Jihad Racy, Souhail Kasp- ar, Martyn Jones og sígaunahljónisveitin Taraf de Haídouks. Útgáfa: Nonesuch 7559 79490-2. Heildartími: 62,53 mín. Verð: 2.199 kr. Dreifing: Skífan. ÓRATORIAN Israel in Egypt var samin árið 1739 og ásamt óratoríunni Saul markar hún upphaf óratoríuáranna, síðasta skeiðs- ins á tónskáldaferli Handels (1685-1759). Óratoríurnar eru dramatísk söngverk fyrir einsöngvara og kór en ekki ætluð til svið- setningar eins og óperurnar. Efniviðinn sótti Hándel í Biblíuna, bæði Gamla og Nýja testamentið, en sjaldnast notaði hann óbreyttan biblíutexta. Nema í Israel in Egypt - og reyndar Messíasi. Annað sem gerir Israel in Egypt sérstakt er að þetta er fyrst og fremst kórverk. Kaflar verksins eru samtals 51 og af þeim eru 37 hreinir kórkaflar og aðeins 4 einsöngsaríur, 3 dúettar, 3 kvartettar (þar af 1 með kór) og 4 örstutt resítatíf. Hándel var þekktur fyrir „að taka að láni" stef úr verkum annarra tónskálda. í þessu verki bregður fyrir stefj- um og jafnvel heilum atriðum úr verkum eftir m.a. Alessandi'o Stradella (diskur I, nr. 18: He spake the word... o.fl. ), Giovanni Gabrieli (diskur II, nr. 4: And I will exalt him...) og Francesco Urio (diskur II, nr. 5: The Lord is a man of war...). Stefið er úr Te Deum eftir Urio og það hafði Handel einnig notað í nokkur atriði í Saul og Dettingen Te Deum og ekki er laust við að það líkist grunsamlega mikið bassaaríunni „The trumpet shall sound..." úr Messíasi. Hándel var einnig ófeiminn við að gjörnýta eigin stef og nota í ýmsum myndum í hinum ólík- ustu verkum og að manni læðist sá grunur að hann hafi ekki alltaf verið viss um upp- runann. Hér má heyra hugmyndir m.a. úr forleiknum að Vatnamúsíkinni (diskur I, nr. 19: He gave them hailstorms for rain...), tveimur sembalfúgum (diskur I, nr. 14: They loathed to drink of the river... og disk- ur II, nr. 21: He smote all the first-born of Egypt...) og allur fyrsti hlutinn, „The La- mentations of the Israelites..." (nr. 1-12), er byggður á útfararóðnum The Ways of Zion Do Mourn (1737) sem Hándel samdi til flutnings við útför Karólínu drottningar Georgs II. Israel in Egypt hefur ávallt verið vinsælt hjá blönduðum kórum í Englandi og skyldi engan undra. Kórarnir eru með því glæsi- legasta sem Hándel samdi þótt ekki séu þeir eins fljótteknir og kórarnir í Messíasi. En nánari viðkynning tekur af allan vafa um að hér sé meistaraverk á ferðinni. Af mörgu er að taka en sérstaklega er ástæða til að nefna þættina í öðrum hluta sem fjalla um plág- urnar tíu og lýsa efninu mjög svo vel. I sér- stöku uppáhaldi hjá mér er „But as for his people..." (diskur I, nr. 22) sem er einstak- lega fallegur og lofsóngurinn stórglæsilegi „I will sing unto the Lord..." (diskur 2, nr. 2) sem svo er endurtekinn í lokaþættinum. Frammistaða allra hlutaðeigandi á þess- um diskum er með ágætum en langmest mæðir á kórnum og hljómsveitinni, hinni léttleikandi Brandenburg Consort. Karla- og drengjakórinn frá King"s College hefur jafnan státað af fallegum og hreinum drengjaröddum og öflugum karlaröddum og varla ber nokkurn skugga á söng þeirra í þessu verki. Hljómur kórsins er frábærlega þéttur og hljómmikill og enginn vafi leikur á því að tónlist Hándels er þessu kórfólki í blóð borin. Stjórnandinn, Stephen Cleo- bury, stjórnar af festu og oft talsverðum þunga en leyfir tónlistinni þó að fljóta áreynslulaust áfram þegar við á. Lítið mæð- ir á einsöngvurunum sem skila sínu þó prýðilega en án þess að vera sérlega minnis- stæðir. En það er frammistaða kórsins sem ber þessa útgáfu uppi og gerir það að verk- um að maður vill hlusta aftur og aftur. CARAVAN George Friedrich 1 lii ndel: Israel in Egypt (frumgerð, 1739). Kór: The Choir of King's College, Cambridge. Hljómsveit: The Brandenburg Consort. Konsertmeistari: Roy Goodman. Einsöngur: Susan Gritton (sóþran), Libby Crabtree (sópran), Michael Chance (kontratenór), Robert Ogden (kontratenór), Ian Bostridge (tenór), Step- hen Varcoe (bassi) og Henry Herford (bassi). Stjórnandi: Stephen Cleobury. Heildarlengd: 2,05 klst. Utgáfa: Decca 452 295-2. Verð: 2.999 kr. Dreifing: Skífan. KRONOS-kvartettinn er þekktur fyrir frumlega samsetta diska. Þeir nálgast tón- listina jafnan á óvenjulegan hátt og sprengja utan af sér fjötra hefðarinnar. Og í því felst meginstyrkur þessa frábæra strengjakvartetts. Þeim halda engin bönd þegar að verkefnavali og samsetningu disk- anna kemur. Landamæri eru gjarnan þurrkuð út - bæði þau landfræðilegu og stílfræðilegu. Hins vegar er þess jafnan gætt að heildarsvipur sé sannfærandi. Nýjasti diskur Kronos-kvartettsins nefnist Caravan og titillinn skírskotar til mikils íerðalags sem hlustendum er boðið í. Júgó- slavía, Rúmenía, íran, Líbanon, Indland, Portúgal, Argentína og Kalifornía eru með- al viðkomustaðanna á þessu viðburðaríka og afar skemmtilega ferðalagi þeirrá Kronos- manna. Á diskinum má finna leifturhröð danslög, sorgaróða, tregasöngva, indverska kvikmyndatónlist og arabatónlist - sann- kallað bland í poka. Fyrsta lagið heitir Pannonia Boundless og er eftir Aleksandra Vrebalov. Flóknir ryþmar, strengjagliss- andó og grípandi laglínur einkenna þetta líf- lega sígaunalag. Af sama toga er Turceasca (Tyrkjasöngur) eftir Sapo Preapaskero, eldfjörugt stuðlag frá Rúmeníu. Hér fær Kronos- kvartettinn rúmensku þorpshljóm- sveitina Taraf de Haidouks til liðs við sig og árangurinn er ótrúlega glæsilegur. Engum getur blandast hugur um að hér séu sann- kallaðir virtúósar á ferð - og standa Rúmen- arnir þeim Kronos-mönnum síst að baki. Og ekki má gleyma villtri hrossahjörðinni í Gal- lop of a Thosand Horses eftir Kayhan Kalh- or frá íran. Ótrúlegt er að heyra hvernig Kronos-kvartettinum tekst að laga sig að sérstæðum austrænum hljóm írönsku fiðl- unnar (kamancheh) sem Kayhan Kalhor leikur á. Á viðlíka sannfærandi hátt sam- sama þessir bandarísku tónlistarmenn sig tónmáli Ali Jihad Racys frá Líbanon (sem leikur með á reyrflautu) í gullfallegu og angui-væru laginu Ecstasy. I tregakantin- um er einnig hinn ómótstæðilega fallegi fado-söngur Cangáo Verdes Anos eftir Portúgalann Carlos Paredes. Þetta er eitt af þeim lögum sem greypa sig fast í huga manns og minnir helst á tregafullar tón- smíðar Piazollas, sem reyndar má einnig segja um Responso eftir Aníbal Triolo þar sem Kronos-kvartettinum tekst eins og ekkert sé að laða fram hljóðmynd argen- tínsku harmónikkunnar, bandoneon. Sorg- armarsinn Cortejo Fúnebre en el Monte Diablo eftir mínimalistann Terry Riley er saminn til minningar um son Davids Harr- ingtons, fyrsta fiðluleikara Kronos-kvart- ettsins og er sérstaklega áhrifai'íkur. Ef finna mætti að einhverju á þessum annars frábæra diski þá væri það lokalagið, Misir- lou Twist eítir Nicholas Roubanis, sem er frámunalega hallærislegt og ekki þessum stórgóðu listamönnum samboðið. Hvernig væri að kynna öðruvísi „stuðplötu" fyrir unglingnum á heimilinu? Hver veit nema að hann kynni meta þetta safn og ef ekki þá geta foreldrarnir bara haldið áfram að njóta þess. Valdemar Pálsson Bjarni Þórarinsson býr sig undir gjörninginn. Morgun GJORNINGURANETINU HARALDUR Karlsson hefur hannað hug- búnað sem hann kallar Interactive video Concert Programme with homemade cont- rollers (IVCP) og fékk fyrir hugmynd sína hámarksstyrk úr sameiginlegum Evrópu- sjóði fyrir cafe9.net. Á sunnudaginn kl. 14-16 á cafe9.net í Listasafni Reyjavíkur, Hafnarhúsi, mun Haraldur eða Halli Kalli eins og hann er gjarnan nefhdur tengjast Helsinki og Bruss- el í margflóknu verkefni sem byggist á sér- hönnuðum sensorum eða nemum sem skynja þrýsting og ljós. Sem uppistöðii í verkefninu á sunnudaginn hefur Halli Kalli fengið til Iiðs við sig Bjarna Þórarinsson, myndlistarmann sem mun kyrja af sinni al- kunnu snilld frumsaminn texta á eigin tungumáli. Þrýsti- og ljósnemarnir munu skynja sérhverja hreyfingu Bjarna en við það umbreytist tónlist og vídeólistaverk sem verða í bakgrunni og er sérstaklega samið fyrir viðburðinn. Aðrir listamenn sem fram koma eru tónlistarmennirnir Biogen og Reinart. Þessum gjörningi verður varpað til hinna borganna og 'á netið en á sýningartjaldinu er einnig hægt að fylgjast með gjörningun- um frá Helsinki og Brussel. Framlag Hels- inki til IVCP er dans Buthodansara, sem er þá í líku hlutverki og Bjarni hér í Reykja- vík. Þegar nemarnir skynja hreyfingu dansarans fer af stað hljoðverk sem saman- stendur af orðabrotum. Frá Brussel kemur hins vegar hljómsveitarleikur ástralskrar hljómsveitar en hinn breytilegi bakgrunnur þar samanstendur af tuttugu tungumálum. Viðburðinum á sunnudaginn er skipt nið- ur í þrjá þætti. I fyrstu verður hver borg með tíu mínútna innslag, síðan leika tvær og tvær smiian og að lokum verður öllum gjörningunum blandað saman. Þeim verður svo varpað á sýningartjaldið í Hafharhús- inu, ýmist samanblönduðum eða aðskildum í litlum römmum. Samstarfsaðilar cafe9.net eru Islandssími og Skjár einn. Boteroborg KÓLUMBÍSKI listamaðurinn Fernando Botero stendur hér við hlið eins skúlptúra sinna í nýju listasafni í Medellin, norðvest- ur af Bogotá. Listasafn íslands Listasafninu hefur verið gefið nafnið Boteroborg í höfuðið á listamanninum, en safnið mun hýsa bæði skúlptúra og myndir Boteros. Nýr kynningarstjóri Hildur Helga Sigurðardótt- ir hefur verið ráðin kynn- ingarstjóri Listasafns ís- lands frá fyrsta október sl. Hildur Helga nam sagn- fræði og stjórnmálaheim- speki við Cambridge Uni- versity í Bretlandi 1985 til 1988 og menningarsögu, Contemporary Cultural Studies, við Middlesex Uni- versity, Lundúnum, 1988-1989. Hún starfaði sem blaðamaður við Morgun- blaðið 1980-1986, var fréttaritari Ríkisútvarps og Sjónvarps í Lundúnum og fréttamaður á fréttastofum RÚV hér heima árin 1988-1996. Hildur Helga var ritstjórnarfulltrúi Dags- Tímans 1996-1997 og stjórnandi þáttarins „...þetta helst" í Sjónvarpinu sl. þrjú ár. LEIÐRETTINGAR í FRÁSÖGN í Lesbók 26. ágúst af minn- ingarlundi í Fljótshlíð um Nínu Sæ- mundsson er ekki rétt að styttan af Nonna hafi verið afhjúpuð á Akureyri 1992. Anna Snorradóttir sem leitaði að styttunni og fann hana segir svo í bréfi til Lesbókar: „Það rétta er að styttan fannst haustið 1992 en fór svo í „siglingu" til Þýska- lands, var þar hjá frægu fyrirtæki sem steypir listaverk og þetta tók allt sinn tíma. En heim kom hún aftur og fór til Akureyrar þar sem hún var vígð og fór á stall við Nonnahús. Afhjúpunin fór fram 29. ágúst 1995." Ennfremur leiðréttist hér það sem sagt var ranglega í ritdómi um nýjan leiðarvísi um íslenskan arkitektúr eftir Brigit Abr- echt, að Pétur H. Ármannsson hefði átt þátt í vali verka i annan leiðarvísi sem út kom fyrr í sumar á vegum Arkitektafé- lags íslands. Pétur átti ekki þátt í því vali og leiðréttist það hér með. íst LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 7. OKTÓBER 2000 1 f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.