Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Blaðsíða 17
ínu og ísrael á arabísku og hebresku. Á þess- um slóðum eru litlir peningar til, en samt sem áður er mér boðið eitthvað fyrir það sem ég er að vinna og ég þigg það. Hér á íslandi er fólk mun sjálfhverfara, sem verður til þess að ef maður vill eiga við það samskipti þá er það skilyrðum háð - maður verður helst að vingast við það, mynda persónulegt sam- band. En ég er jú bara listamaður, ég ferðast ekki um heiminn til þess að afla mér vin- sælda svo að ég verði kjörinn borgarstjóri," segir Weiner og hlær dátt. „En það breytir ekki því að ég er einstak- lega stoltur af því sem var sett upp á bóka- safninu á Akureyri. Listaverkið er hluti byggingarinnar og það lítur ekki út eins og auglýsing - í þeim skilningi að það þröngvar sér ekki upp á neinn. Samt hefur verkið ákveðið vægi sem hugsanlega getur veitt ungri manneskju, sem situr á bókasafninu til að læra um fiskveiðar eða eitthvað annað, innsýn inn í aðrar hliðar lífsins. „Skrifað í sandinn..." hefur einungis það hlutverk að veita öðru fólki tækifæri til að tengjast ein- hverju í umheiminum sem hefur ekkert að gera með það sjálft. Fólk á oft svo erfitt með að horfa framhjá sjálfu sér," segir hann með áherslu. Kjánalegt að þröngva eigin gildismati upp á aðra „Mín notkun á orðum eða tungumálinu miðast að því að draga athygli fólks að ýmsu sem það skilur í grundvallaratriðum, án þess að sú byrði sem felst í skilningi þess á eigin mikilvægi sé að þvælast fyrir því. Þannig gefst fólki færi á að nota list eins og mynd- hverfingu fyrir eitthvað sem það uppgötvar sjálft. List er samt ekki myndhverfing í eðli sínu, þó höfum við tilhneigingu til að nota hana sem slíka. Sem listamaður er ég sjálfur algjörlega á móti því að búa til myndhverf- ingar. Mér finnast allir listamenn sem nota myndhverfingar kjánalegir því þeir eru að reyna að þröngva ákveðnu gildismati upp á einhvern annan. Því allir erum við jú að búa til list fyrir aðra." Það var líka auðséð á öllum sem viðstaddir voru á Akureyri að þeir voru snortnir af verki Weiners og hann tekur undir það al- varlegur í bragði: „Ég var ákaflega snortinn við afhendingu þessa verks því mér fannst ég finna hversu mikilvægt það væri viðstöddum. Enda ríkti fullkominn skilningur á milli mín og arkitektanna sem unnu framúrskarandi vel úr öllu viðvíkjandi útfærslunni á verkinu. Þetta var mikil vinna fyrir alla því mig lang- aði til þess að sýna fram á það í minnstu smáatriðum að við getum haft fullkomna stjórn á tengslum okkar við umheiminn. Ég vildi einnig koma því á framfæri að sú stjórn þarf ekki að endurspeglast í því að reisa verk sem gnæfir eins og getnaðarlimur úr ryðfríu stáli á torgi fyrir framan einhverja byggingu. Það er hægt að hafa meiri áhrif á hógværari hátt og það er mikilvægt að sýna fram á þá möguleika án þess að vera með einhverja karlmennskustæla. En ég vil alls ekki tala um þetta sem gjöf," segir Weiner með áherslu, „heldur sem verknað. Við sem stóðum að þessu eigum öll okkar þátt í því sem þurfti að gera, við kom- um einhverju í verk á Akureyri af því að við vorum svo heppin að eiga nóg að bíta og brenna á meðan. Nú kemur verkið mér ekk- ert við lengur, það á bara heima þarna fyrir norðan." Litlir hlutir geta haft áhrif Stundum er eins og verk Lawrence Wein- ers fjalli fremur um sambandið á milli hugs- unar listamannsins og áhorfandans en það sem teljast mætti áþreifanlegur veruleiki. „List snýst um hugsun eða meðvitund um sjálfa hlutina, því það er leið listarinnar til að fjalla um hluti," segir Weiner. „En það á ein- göngu við að því leyti sem listin gengst við þeirri staðreynd að til eru margir raunveru- leikar. Ef við getum viðurkennt þann veru- leika sem venjulega er lagður til grundvallar ásamt þeim veruleika sem er afleiddur, þá komumst við að því að allir þessir raunveru- leikar eiga sér stað á sama tíma og á sama stað. Og þeir stangast ekki á. Það er þetta sem hrífur mig, viðurkenningin á því að litlir hlutir geti haft áhrif, í stað þess að listin þurfi stöðugt að vera að brjóta niður veggi." „Það er að vísu oft eitt mikilvægasta hlut- verk listar að brjóta niður þá veggi sem fyrir eru," heldur Weiner áfram eftir dálitla um- hugsun; „í þeim skilningi að það er í verka- hring listamannsins að eyðileggja þær fyrir- fram ákveðnu hugmyndir sem við höfum um menningu okkar. Listamenn verða þó að gera það á þann máta að sá hluti almennings sem ekki vill meðtaka það hlutverk hafi svigrúm til að lifa sínu lífi. Það má ekki þröngva neinu upp á fólk. Lærdómurinn skil- ar sér á endanum." Weiner segir að undanfarin tvö ár hafi hann verið að uppgötva að til eru leiðir til að fara í kringum vegg skilningsins án þess að Morgunblaoio/Einar Falur Pétur Arason og Lawrence Weiner rýna f verkið á bókasafninu á Akureyri. igffm Morgunblaoið/Þorkell Verk eftir Lawrence Weiner sem sýnt var f Ásmundarsal á samsýningunni „í skuggsjá rúms og tíma" á listahátíð snemma í sumar. brjóta hann niður. „Grunnhugmyndin er þó sú sama; að brjótast í gegn og komast „hin- um megin" inn í annan veruleika í táknræn- um skilningi. Þetta þýðir með öðrum orðum að um leið og fólki fer að líða vel innan um þá list sem er í kringum það er kominn tími til að skoða eitthvað nýtt." Listamenn eru ekki sérstakir Weiner verður tíðrætt um hlutverk lista- mannsins í þessu samtali, og það vekur at- hygli hve jarðbundnar hugmyndir hans um listsköpunina eru. „Það er beinlínis hlutverk listamannsins að ferja áhorfandann inn í annan raunveruleika," segir hann. En sá veruleiki þarf ekki endilega að vera öðrum fremri enda er þetta ekki spurning um línu- lega þróun, heldur óheftar víddir hugans. Annars finnst mér of mikið gert úr stöðu listamannsins. Ég hef tekið eftir því vanda- máli í íslensku menningarlífi að íslendingar hafa tileinkað sér þessa gamaldags evrópsku hugmynd expressjónismans, að listamaður- inn sé í eðli sínu mjög sérstök manneskja. Listamenn eru ekki sérstakir, sérstaða þeirra liggur eingöngu í því að þeir sinna ein- hverju sem enginn annar vill gera en er samt nauðsynlegt. Sú leið sem maður verður að fara í listinni er iðulega torsótt, eins og að feta sig eftir loftfimleikalínu, eða sigla milli skers og báru. Sjómaður þrífst í annars kon- ar umhverfi en sá sem vinnur í nvjúkum stól á skrifstofu, en það gerir hvorugan þeirra sérstakan, og það sama gildir um listamann- inn." Weiner segist hafa komið inn í listheiminn eftir óvenjulegum leiðum, en hann er sjálf- menntaður á sviði lista. „Eg trúi því statt og stöðugt að list sé jákvætt afl í samfélaginu og einnig að í listsköpun felist jákvæð leið til íjjL virkja reiði manns," segir hann. „Hvernig við kjósum að nota list í samfélaginu er mjög flókið mál. En staðreyndin er sú að tengsl mannskepnunnar við listina felast fyrst og fremst í því hvernig við virðum hana fyrir okkur og hvernig við umgöngumst hana. Frá listrænu sjónarmiði er mikilvægast að spyrja spurninga, að reyna að nálgast það sem mað- ur skilur ekki alveg - þangað til maður skilur það." Eldri list er oft of auðskilin til að skilja eitthvað eftir ,Annars á ég við svipað vandamál að stríða og málari gagnvart þeim sem eru blindöf, Mín verk eru búin til með orðum, og sá sem ekki getur lesið skynjar ekki verkin mín. En sem betur fer er meirihluti heimsbyggðar- innar læs," bætir Weiner við og hlær. „Ann- ars væri ég í vandræðum því samtímalist snýst að stórum hluta um það að búa eitt- hvað til sem lifir með fólki. Eldri list skilur stundum ekkert eftir sig vegna þess að hún er svo auðskilin, maður hefur svo oft séð það sem hún er að fjalla um. Til að list geti til- heyrt samtímanum verður hún að opna fyrir eitthvað framandi sem áhorfandinn getur melt með sér og auðgast af, sama á hvaða sviði það er. Annað er hrein tímasóun." Samband áhorfandans við efniviðinn skipt- ir Weiner miklu máli. Hann segir allt annað smáatriði í samanburði við það. „Mér finnst t.d. ekki skipta höfuðmáli hvernig verkin mín, eru þýdd svo lengi sem allir skilja hvað átt ér við. Það má endalaust deila um „réttar" þýð- ingar á verkunum, jafnvel þegar allir eru í raun sammála um inntakið. Það er óskaplega gaman þegar verið er að þýða verkin eftir mig, því í þýðingunni felst í grundvallaratrið- um það ferli sem myndar verkið sjálft, þ.e.a.s. hugsanaferlið og sú hugmynd sem það leiðir af sér. Sá sem horfir á verkið veit um leið og hann sér það hvað það merkir - en svo geta verið nokkir möguleikar á að koma þeirri merkingu á framfæri." Skiptir ekki máli hvaðan list ^. kemur eða hver býr hana til „Annars gleðst maður helst yfir því að ná athygli þeirra sem maður á síst von á," held- ur Weiner áfram. „Eins og ég sagði þér áðan þá er ég veikur fyrir bókasöfnum, og mesti heiður sem mér hefur hlotnast í lífi mínu var að halda sýningu í almenningsbókasafni New York-borgar. Þar voru sýndar allar bækur sem ég hef nokkru sinni gert. Þessi sýning var mun mikilvægari fyrir mig en t.d. allar þær stóru yfirlitssýningar sem settar hafa verið upp með verkum mínum. Það skemmti- lega var að þangað streymdu krakkar í hipp- hopp-fötum, sem voru sannfærðir um að ég væri að vinna í anda mun yngri listamanns, Keith Haring, því þau þekktu sjálf til verka hans (Haring var m.a. frægur fyrir að mála á neðanjarðarlestir í N.Y. en hann lést árip. 1990 aðeins 31 árs gamall.). Sýningarstjór'- inn, ég og aðrir sem að sýningunni stóðu leið- réttum aldrei þennan misskilning krakk- anna, því það skiptir engu hvaðan list kemur eða hver býr hana til. Það sem skiptir máli er að þessir krakkar lásu verkin, horfðu á þau og handfjötluðu, og þannig urðu verkin hluti af lífi þeirra." „Mér er þess vegna alveg sama hvort fólk veit hver ég er þegar það sér verkin mín. Oft er mér líka nokkuð sama um hvernig þau eru sett fram. Stundum vinna verkin þannig að það skiptir engu hvort þau eru stór eða lítil. Þannig gæti það sem fer á stóran vegg verið alveg jafn áhrifamikið á eldspýtustokki," segir Weiner, hristir stokk sem hann er með í yasanum og kveikir í annarri sígarettu. „Áhrifin fara einungis eftir samhenginu,. Mikilvægast er að uppsetningin og samheng- ið beri ekki inntak verksins ofurliði. Það sem skiptir máli er að verkið sé sett upp af alúð og að það sé hæfilega áleitið. Með því á ég við að listamaðurinn sé tilbúinn til að taka áhættuna á því að það sem hann hefur fram að færa í listinni muni ekki endilega verða til þess að hann fái laun erfiðis síns." Að svo komnu máli komum við okkur sam- an um að mál væri til komið að fá sér eitt- hvað í svanginn. Listin og tengsl hennar við raunveruleikann eru Weiner samt enn efst í huga: „Listin tjáir ekki einungis raunveru- lega tilvist einhvers heldur einnig þá skynjun sem felst í tilvist þess og samhenginu við uí& hverfið," segir hann á leiðinni út. „Þess vegna verður öll list að skila einhverju skyn- rænu, annars er hún einskis virði," segir Lawrence Weiner um leið og við stígum út í kaldan vindinn í leit að stað þar sem við gest- um yljað okkur á fiskisúpu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 7. OKTÓBER 2000 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.