Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Page 3
LESISÓK >H>l!(,l \ISI \I)SI\S ~ MENNING IISIII!
45, TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR
EFNI
William Heinesen
höfuðskáld Færeyinga og eitt af mestu
skáldum Norðurlanda á öldinni hefði orðið
100 ára á þessu ári. Til að minnast þess er
birt viðtal sem Hólmfríður Gunnarsdóttir
átti við hann 1962, en auk þess er brugðið
upp nokkrum verkum myndlistarmannsins
Heinesens. Heima í Færeyjum var hann
jafnvel enn þekktari sem slíkur.
Nýsköpun
við Potsdamer Platz er heiti á 2. grein Gísla
Sigurðssonar frá Berlín. Hann lítur á það
miðborgarsvæði sem nýlega hefur verið
byggt og vakið hefur mikla athygli vegna
þess að ýmsir kunnustu arkitektar heimsins
voru til kallaðir.
Liberace
var skemmtikraftur af guðs náð fyrr á öld-
inni í Ameríku, sonur fátækra innflytjenda
og amerfski draumurinn holdi klæddur.
Hann þróaði sambland af klassískri tónlist
og dægurtónlist af stakri snilld í 50 ár, seg-
ir Dagný Kristjánsdóttir bókmennta-
fræðingur í fyrri grein sinni um hann.
A.R.E.A. 2000
er heiti sýningar á verkum listamanna frá
Suður-Afríku, sem verður opnuð á Kjar-
valsstöðum í dag. Þar eru annars vegar
verk 20 listamanna og hins vegar verk, sem
29 manns lögðu hönd að.
FORSÍÐUMYNDIN
Á forsíðu Lesbókar er mólverk austurrískq listamannsins Gustav Klimt af
Adele Bloch-Bauer, en í Lesbók f jallar Bragi Ásgeirsson um listamanninn.
r
KARLISFELD
HANDAN JÖKLA
BROT
Dreymir mig löngum dalinn handan jökla,
daggstimda morgna, hvítra fossa róm,
fífil í varpa, fjólu í grænum slakka,
freknótta telpu á bryddum sauðskinnsskóm.
Vallgresisangan, ilm frá reynistóði,
elfarnið þungan, hrossagauksins þyt,
grávúðishólma, gæsarungann smáa,
grundina sléttu, silungsvatna glit
Sporðfiman lax og sprækan lækjarsilung,
sprettharða bleikju á veiðimannsins stöng,
ásana brúnu, engjaflákann vota,
andvarann svala, maijátlunnar söng.
Bláhvelfdan himin, blóm í ijallageira,
blikfagra sól og dreifðan töðuflekk,
suðandi æmar, eyrarrós í haga,
angandi reyrinn, lambajarm á stekk.
Bergvatnsins gljáa, birkilaufíð græna,
biikandi rönd af lygnum, fjörrum sæ,
rislágar burstir rétt við fljótsinsbakka,
reykinn, sem liðast upp frá tyrfðum bæ.
Karl ísfeld (Nielsson) fæddist ó Sandi í Aðaldal, syshjrsonur Guðmundar
skólds Friðjónssonar. Ólst upp í Þingeyjarsýslu og Eyjafirði, var blaðamaður
í Reykjavík, ritstjóri Sunnudagsblaðs Alþýðublaðsins. Ljóðabók hans, Svart-
ar morgunfrór, kom út 1946 og sama ór fékk hann fyrstur blaðamanna
móðurmólsverðlaun kennd við Björn Jónsson í ísafold. Þekktastur hefur hann
þó orðið fyrir þýðingar sínar ó Kalevala-kvæðabólkinum. Karl ísfeld lést
1900.
MANNFJÖLDI
OG MANNVAL
RABB
ENN gera því stund-
um skóna að smá-
þjóð geti ektó eign-
ast afburða
listamann oftar en á
nokkur hundruð ára
fresti. Þegar litið er
til sögunnar er nær-
tækt að benda á, að fjórar aldir hafí liðið
frá höfundi Njálu til Hallgríms Pétursson-
ar; frá honum hafí liðið hátt í tvær aldir til
Jónasar Hallgrímssonar og að nærri öld
hafi verið milli Jónasar og Halldórs Lax-
ness. Af þessu má ráða að tíminn milli af-
burðaskálda styttist með vaxandi mann-
fjölda. Tölfræðin segir ugglaust að svo sé,
en náttúran er vís með að hafa tölfræði að
engu. Eins víst er að hópur afburðamanna
á mörgum sviðum lista gæti fæðst og lifað á
sama tíma og síðan gæti hugsanlega komið
langt, magurt skeið.
Fylkingar skálda og myndlistarmanna
voru með ólíkindum sterkar þegar lýðveld-
ið var stofnað 1944. Þjóðin taldi þá liðlega
127 þúsund sálir og samkvæmt tölfræðinni
ætti það varla að duga til þess að eiga einn
afburða listamann.
Lítum fyrst á skáldin. Engin smá fylking
þar í blóma lífsins; flest þeirra búin að
kveða sér rækilega hljóðs og áttu mikið
óort og óskrifað.
Þórbergur var 55 ára þetta merkisár og
nýlega búinn að gefa út Eddu sína. Jafn-
gamall honum var Gunnar Gunnarsson, al-
kominn heim til íslands og nýbúinn að
senda frá sér Fjallkirkjuna. Davíð vantaði
eitt ár uppá fimmtugt, „þjóðskáld“ í huga
landsmanna og höfundur sex ljóðabóka, en
fjórar voru ókomnar. Guðmundur G. Haga-
lín var 46 ára og hafði næst á undan sent
frá sér Sögu Eldeyjar Hjalta. Næstur í
aldri er Jóhannes úr Kötlum, 45 ára, og
staddur í miðju höfundarverki sínu. Jafn-
aldri hans var Jón Helgason prófessor í
Höfn og liðin fimm ár frá útkomu þeirrar
einu ljóðabókar sem hann sendi frá sér.
Borgarskáldið Tómas Guðmundsson var 43
ára og hafði þá fyrir fjórum árum sent frá
sér Stjörnur vorsins. Jafnaldri hans, Krist-
mann Guðmundsson var mikilvirkur höf-
undur og hafði þá nýlega lokið við Gyðjuna
og uxann.
Verðandi Nóbelsskáld, Halldór Kiljan
Laxness var 42 ára lýðveldisárið og hálfn-
aður með eitt af stói-verkum sínum, Is-
landsklukkuna; hann skrifaði Hið ljósa
man þetta ár. Frændi hans, Guðmundur
Böðvarsson á Kirkjubóli, var fertugur og
sendi frá sér ljóðabókina Undir óttunnar
himni á merkisárinu. Þá komu einnig út
Kvæði Snorra Hjartarsonar, sem var að-
eins 38 ára. Enn yngri var Steinn Steinarr,
36 ára, og kominn á beinu brautina; Tíminn
og vatnið varð næsta bók hans. Meðal
þeirra ungu á skáldabekk var Ólafur Jó-
hann Sigurðsson, 26 ára, og átti megnið af
sínu höfundarverki óunnið.
Myndlistarmenn gátu líka stillt upp
sterkri fylkingu við lýðveldistökuna. Al-
dursforsetinn, Einar Jónsson myndhöggv-
ari, gat þá litið yfir megnið af lífsverki sínu,
en átti áratug eftir og vann að trúarlegum
viðfangsefnum. Næstur honum að aldri var
Ásgrímur Jónsson, þá 68 ára, og engin elli-
mörk á karli; hann vann þá að sínum lit-
sterku Húsafellsmyndum. Jón Stefánsson
var innilokaður í Danmörku vegna hern-
ámsins og málaði einmitt þessi árin súmar
af sínum þekktu landslagsmyndum frá Is-
landi.
Jóhannes Kjarval vantaði ár uppá sex-
tugt; hafði aldrei verið betri og átti jafnvel
eftir magnaðasta tímabilið á ferli sínum.
Kristín Jónsdóttir var 56 ára og á þessu
árabili málaði hún eftirminnilegar upp-
stillingar. Júlíana Sveinsdóttir var árinu
yngri; hún bjó og starfaði í Danniörku, en
viðfangsefnin voru oft íslenzk. Asmundur
Sveinsson var 51 árs; vann eins og berserk-
ur og eftir lýðveldisárið liggur meistara-
verk hans, Helreiðin. Gunnlaugur Scheving
stóð á fertugu, þá búsettur í Grindavík og
hafði verið að mála Grindavíkurmyndimar.
Þorvaldur Skúlason var 38 ára og hafði átt
afar sterkt tímabil, og vann þetta ár að frá-
bærum teikningum í Brennunjálssögu sem
Ragnar í Smára gaf út árið eftir. Ari yngri
var Jóhann Briem, sem hafði stundað listn-
ám í Þýzkalandi og var í traustum tengsl-
um við land og menningu. Jón Engilberts
var 36 ára og hafði komið heim frá Dan-
mörku 1940 og frá þessu tímabili er eitt al-
bezta verk hans, Heimþrá. Jafnaldri hans,
Sigurjón Ólafsson, var aftur á móti öll
stríðsárin úti í Danmörku; talinn þar í hópi
framsæknustu listamanna. Svavar Guðna-
son var líka í Danmörku, þá 35 ára og var
að vinna í „fúgustílnum" sem Halldór Kilj-
an Laxness, vinur hans, nefndi svo. Barb-
ara Arnason var 33 ára og hafði þá aðeins
búið á Islandi í sjö ár en þegar búin að
vekja athygli. Nína Ti-yggvadóttir var 31
árs lýðveldisárið, og þá búin að mála frá-
bær portret af Halldóri Kiljan og Steini, en
tæpast hægt að segja að hún hafí þá verið
orðin þekkt og það á einnig við Louísu
Matthíasdóttur, sem var aðeins 27 ára.
Varla mun ofsagt að Páll ísólfsson, sem
hafði eitt ár um fimmtugt, hafi verið megin-
burðarsúlan í íslenzku tónlistarlífi um þetta
leyti sem organisti, kórstjóri og tónskáld.
Annar risi í tónlistinni, sem landsmenn
þekktu þá minna til, var Jón Leifs, þá 45
ára og hafði dvalið langdvölum úti í Þýzka-
landi. Langur tími leið unz verk hans voru
metin að verðleikum.
í byggingarlistinni var líka mikið á döf-
inni lýðveldisárið. Einar Sveinsson arki-
tekt, 44 ára, hafði þá teiknað Melaskólann.
Ágúst Pálsson, 51 árs, vann við að teikna
Neskirkju, en við teikniborð Sigurðar Guð-
mundssonar, sem var að verða sextugur,
tók Þjóðminjasafnið á sig mynd. Guðjón
Samúelsson hafði að vanda mörg járn í eld-
inum. Hann var 57 ára lýðveldisárið; Há-
skólinn risinn og Þjóðleikhúsið komið upp,
en var því miður í herleiðingu og nýttist
leitóistinni ekki fyrr en 1950. Að sjálfsögu
er þetta enginn tæmandi listi; margir mæt-
ir listamenn ótaldir.
„Af þessu máttu sál mín sjá“, hefði Hall-
grímur Pétursson sagt, að mannfjöldinn í
landinu, sem hefur meira en tvöfaldazt síð-
an 1944, dugar ekki einn og sér til þess að
afurðir listarinnar batni að sama skapi.
GÍSLI SIGURÐSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. NÓVEMBER 2000 3