Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Síða 6
FYRIR nokkrum árum var uppi
sýning á málurum Vínarskólans
í Pompidou-listasetrinu í París,
sem óskipta athygli vakti og
gekk inn í annála fyrir aðsókn. I
fyrsta skipti í sögu safnsins
þurfti að hafa húsið opið til
klukkan tvö á næturnar síðustu
vikuna vegna yfirþyrmandi aðstreymis fólks,
og var þá mörgum brugðið í þessari heims-
borg listanna. Enginn átti von á þessu og
kannski má skoða velgengni sýningarinnar
sem afgerandi rothögg á það sem menn hafa
nefnt klerkavald Parísarskólans, eða, hier-
arki, eins og það almennt er skilgreint í skrif-
um lærðra. Þykir af hinu vonda er svo er
komið, kverkatak á frjálsri listsköpun. Frum-
kvæðið hefur dreifst víða, fyrst til New York,
en svo einnig til nokkurra stórborga Evrópu,
en í öllu upplýsingaflóði, hugmyndafræði,
markaðssetningu, rugli og skrumi tímanna,
er erfitt að átta sig á hvar það er að finna, sé
það yfirhöfuð á nokkru afmörkuðu svæði.
Það sem Parísarbúar voru einkum upp-
numdir af, voru hinir fjarrænu töfrar tíma-
bilsins sem fæddi af sér verkin og skilgreint
hefur verið; yndisþokkafulla úrkynjunin. Er
þá átt við austurrísk-ungverska keisaradæm-
ið sem var að gliðna í sundur og ýmis sígild
borgaraleg gildi að úreldast. Þetta voru tím-
ar aldarloka, fin de siécle, táknsæisins, symb-
olismans, æskustílsins, art nouveau, hins
ávala bogamyndaða og töfrandi línuspils,
jafnt í málverki húsagerð sem listiðnaði, jafn-
framt óhófs, íburðar og litagleði. Tímaskeiðið
einnig iðulega nefnt; fagra tímabilið, Bella
Epoque, stóð fram að fyrri heimsstyrjöld, og
nýtur nú vaxandi aðdáunar, er mörgum opin-
berum á dögum ofskipulags, hrárrar og
skynlausrar hátæknivæðingar.
Einhvern tíma árið 1960 var í Vínarborg
haídin yfirlitssýning á verkum Gustav
Klimts, höfuðmálara Austurríkis, og
var ég þá líkast til ennþá viðloðandi í
Munchen. Hafði haft sterkar taugar til borg-
arinnar í tvö ár, lengstum á leiðinni án þess
að taka stefnuna austur. Vanræksla sem
hrjáð hafði samviskuna í 40 ár og mér tókst
nú loks að friðþægja fyrir að nokkru, þótt
dvölin yrði alltof stutt að sinni. Vínarborg var
ekki endilega i markaðri ferðaáætlun, en nú
héldu mér engin bönd þegar ég vissi af yfir-
litssýningu á verkum Gustavs Klimts í
Belvedere-höllinni, hvar sjá mætti fjölda lyk-
ilverka hans, sem annars eru dreifð víða um
lönd. Eigendunum óljúft að lána þau, og að
Gustav Klimt og Emelie Flöge.
sem gert hefur margan safnamanninn grá-
hærðan. Engan veginn öruggt að ég hefði
orðið uppnuminn af sýningunni 1960, jafn
njörvaður niður í módemismann og ég var
þá, og þeirri einsýni sem var fylgifiskur iðk-
enda hans á þeim ámm. Hið mikla flóð fræði-
kenninga óskeikulleikans sem þá var í há-
marki í París, gefur því lítið eftir sem á sér
stað í hugmyndafræðinni og postmódernism-
anum nú um stundir. Þá hefur Klimt og aust-
urrísk myndlist ekki verið í ýkja mikum met-
um hjá yngri kynslóðum á seinni hluta 20
aldar, frekar að hann væri tákngervingur lé-
legs smekks, ofhlæðis og úrkynjunar líkt og
John Ruskin og félagar. En hvort umtalsverð
breyting verði almennt varðandi mat á lífs-
verki Klimts eftir þessa sýningu skal látið
ósagt, er hér minna til umræðu, hins vegar
mun orðstír hans berast margfalt hraðar og
víðar um heimsbyggðina með aðstoð hátækn-
innar og kann allt eins að marka nokkur
kaflaskil.
Það var fyrst á miðjum sjötta áratugn-
um að ég fór að veita myndum Klimts
verulega athygli fyrir þau seiðandi
mögn sem streyma jafnaðarlega út úr
málverkum hans, hina miklu sálrænu dýpt og
afhjúpandi krufningu kveneðlisins, tálkvend-
isins, hættulegu konunnar, femme fatale. Hin
heildstæðu hrif yfirgnæfa allt stásslegt
skrautið og öll hin mörgu smáatriði sem hafa
yfir sér fjarrænan austurlenzkan blæ.
Þótt flestir hafi einhvern tíma séð mynd
eftir málarann, mun þekking fólks á honum
sjálfum og umfangi listar hans harla bágbor-
in hér á landi, þannig man ég ekki eftir að
hafa séð skilvirka grein um líf hans og lífsfer-
il í íslenzku dagblaði né tímariti og skal lítil-
lega úr því bætt, viðfangið viðamikið og
naumast hægt að gera því nægileg skil í einni
grein.
Gustav Klimt fæddist í Baumgarten í ná-
grenni Vínarborgar 14. júlí 1862 og lést í Vín-
Fram til sjöunda janúará næsta ári býður Vínarborg
upp á einstæða lifun í sölum efri Belvedere sem er
sýning á verkum málarans Gustavs Klimt (1862-
1918); Klimt und die Frauen, eða Klimt og konurnar.
Þetta er í fyrsta skipti í 40 ár að jafn heildstætt úrval
höfuðverka málarans er sýnt á einum stað og því fá-
gætur viðburður sem fólk stímir á frá öllum heims-
hornum. BRAGIÁSGEIRSSON var á vettvangi og
upplýsir eitt og annað af hinum kvenkæra listamanni.
arborg 6. febrúar 1918, var elstur sjö barna
efnalítils leturgrafara frá Bæheimi. Nam við
listiðnaðarskólann í Vínarborg 1876-82, og
hafði þar að kennurum ýmsa mikilvægustu
fulltrúa 'austurrískrar skreytihefðar. Að
námi loknu opnaði hann ásamt Ernst, yngri
bróður sínum og málaranum Franz Matsch,
vinnustofu fyrir veggskreytingar og fengu
þeir ýmis mikilvæg verkefni hjá arkitektum
og leikhúsum næstu árin. Við andlát bróður-
ins 1894 tók Klimt að fjarlægjast hefðbundin
akademísk viðhorf og 1897 lagði hann ásamt
þeim Joseph Maria Olbricht og Josef Hoff-
mann gnmninn að nýjum og framsæknum
austurrískum myndlistarstasamtökum, sem
menn þekkja best undir sérheitinu „Wiener
Secession" (Aðskilnaðarsinnar Vínar) og
varð fyrsti forseti þeirra. Fyrirmyndin var
sótt til Munchen, þar sem svipuð samtök
voru nýstofnuð, en hliðstæða í norðrinu voru
listasamtökin, Den Frie, í Kaupmannahöfn.
Aldamótaárið 1900 fékk Klimt þrjú
verkefni við skreytingu nýja há-
skólans í Vín og hlutu tvö þeirra
seinni heiftúðugan mótbyr, sem
gerði að verkum að ríkið hikaði við að greiða
listamanninum fyrir þau, hið síðasta þeirra
var löngu seinna eyðilagt af þjóðernissinnum.
Hins vegar var þeim strax tekið með mikilli
hrifningu af ungum hugumstórum mennta-
mönnum. Klimt undi ekki nema til ársins
1905 í félagsskap aðskilnaðarsinna, yfirgaf
þá samtökin og hóf mikið flakk um Evrópu og
tók þátt í mörgum sýninum m.a. Tvíæringin-
um í Feneyjum 1910. En þrátt fyrir andstöðu
og höfnun þeirra sem gáfu opinberu línuna í
Austurríki, varð hann eftirsóttasti manna-
myndamálari skartfólks Vínarborgar. Árið
1911 útfærði hann skreytingu í Stoclet-höll-
ina í Briissel, sem var hápunkturinn á ferli
æskustílsarkitektsins Josefs Hoffmanns, auk
þess að allt smátt og stórt var í höndum Vín-
arverkstæðanna. Klimt var hafnað í prófes-
sorstöðu við Vínarakademíuna 1917, aftur á
móti var hann gerður að heiðursmeðlim og
sömuleiðis við akademíuna í Mtinchen.
Um og eftir aldamótin 1900 var sálarlíf
konunnar mjög til umræðu í ljósi
kenninga Freuds um duldir vitund-
arlífsins, ekki síst konunnar. Upp-
finning röntgengeislanna hafði haft mikil
áhrif á ímyndunarafl listamanna og nú kom
sálgreiningin, sem magnaði það upp til muna.
Við í norðrinu þekkjum þetta best í málverk-
um Edvards Munchs, leikritum Ibsens og
Strindbergs og verkum fjölda rithöfunda
Evrópu. Föður- og móðurduldin voru mjög á
dagskrá í sálfræðinni ásamt spurningunni
um óskir, þrár og þarfir konunnar, hverjar
þær yfirhöfuð væru í sínum innsta kjarna.
Því gátu menn ekki svarað og jafnvel Freud
hristi höfuðið er það kom til tals eftir að hafa
rannsakað ferlið í þrjá áratugi og enn standa
menn ráðþrota þrátt fyrir víðtækar rann-
sóknir.
Edvard Munch líkti konum við blóðsugur
sem táldrægju, tortímdu og sygju sköpunar-
kraftinn úr karlmönnum. Allt líf sitt forðaðist
hann náið samband við þær, einkum eftir
sársaukafulla lifun með Tullu Larsen, fyrstu
og einu stóru ástinni, og þrátt fyrir að hann
gæti ekki án konunnar verið í myndheimi sín-
um. Frægt er sálarstríð Strindbergs, þegar
konan var annars vegar, var þó giftur þrem
ólíkum útgáfum og stormasamt samband
hans við Siri von Essen alþekkt. Konur eru
yfirmáta fagrar, munaðargjarnar og heill-
andi, laða manninn að sér og táldraga, snúa
sér að því loknu að næsta punkti á dagskrá án
þess að blikka auga.
Þetta dregið fram vegna þess að nú geta
forvitnir, sem vilja upplifa munúðarfullar
konur virt sköpunarverkin fyrir sér í mál-
verkum Gustavs Klimts í sölum efri Bel-
vedere. Mega um leið þakka fyrir að hinar
ástþrungnu birtingarmyndir róðanna skuli
halda sig við dúkana, vera þar fastskorðaðar,
stíga ekki út úr römmunum, táldragi og töfri
karlpeninginn upp úr skónum, snúi svo við
honum baki, bara sisona.
Sagðar hafa verið margar leyndardóms-
fullar og torræðar hliðar á Klimt, sem aldrei
málaði sjálfan sig og hér um bil aldrei kyn-
bræður sínar, nei, konur skyldu það vera, í
það heila konur. Og þótt hann ætti í ástar-
sambandi við þær margar giftist hann aldrei,
rnar
eignaðist þó þrjú skráð og skjalfest börn, til
viðbótar fimmtán fyrir tist eins og það heitir.
Fór víst eftir þeirri reglu að menn ættu að
njóta kvenna í smáskömmtum, og hofróðurn-
ar féllu flatar fyrir honum ef hann einungis
pírði á þær auga, var þó enginn draumaprins
í útliti en bjó yfír óskilgreindum þokka og
hafði þar fyrir utan dýrslega líkamslykt sem
hafði meiri áhrif en nokkur seiður rakvatns.
Hann hélt konum þannig í hæfilegri fjarlægð
fyrir utan þau augnablik sem hann var í
hnykkvísum flækjum við þær. Menn hafa
skýrt þenna ótta Klimts við konur á þann
veg, að hann hélt alla tíð heimili með móður
sinni, var mömmudrengur, og þegar hún hélt
á vit upprunans og allífsins, aðeins þrem ár-
um á undan honum sjálfum, tóku systur hans
Klara og Hermína við hlutverki móðurinnar
og sáu í einu og öllu um húshaldið.
Róðurnar sem hann málaði tilheyrðu
flestar framsæknum borgaralegum
gildum, sem gáfu menningarlega tón-
inn í Vínarborg um aldamótin, voru
giftar ríkum en önnum köfnum og leiðinleg-
um mönnum. Hann málaði og vélaði þær
sumar, hafði enda lostafull sköpunarverkin
fyrir framan sig augliti til auglitis og enginn í
nágrenninu sem ónáðaði og hví ekki að grípa
tækifærið. Eiginmennirnir borguðu svo fyrir
vinnuna og allir aðilar sagðir hafa unað sáttir
við sitt. Konurnar voru yfirleitt gyðingar,
eins og meirihluti borgarasamfélags tím-
anna, taugaveiklaðar, ofurviðkvæmar og
gæddar tilfinningalegum frumkrafti sem ill-
mögulegt var að hafa taumhald á ef hann á
annað borð braust út.
f austurrískum bókmenntum er Klimt tek-
inn sem skólabókardæmi um mann með móð-
urduld, og sem ekki er fær um að rífa sig
lausan frá móðurinni, lendir þar af leiðandi í
stöðugum árekstrum í samskiptum sínum við
aðrar konur. Heldur þær ótrúverðugari og
lausari í rásinni en móðirin og endar loks með
því að verða andlega ófrjór frammi fyrir
þeim.
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. NÓVEMBER 2000