Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Síða 8
Smárakvartettinn í Nýja bíói 20. des. 1944. Fremri röðf.v.: Jón Þórarinsson söngstjóri ogÁskeli
Jónsson undirleikari. Aftari röð f.v.: Jóhann Konráðsson, Jón Bergdal, Gústaf B. Jónasson og
Magnús Sigurjónsson.
+
Smárakvartettinn í Gamla bfói í Reykjavík 1955. Við píanóið er Jakob Tryggvason, söngstjóri og
undirleikari. Standandi f.v.: Jóhann Konráðsson, Jósteinn Konráðsson, Gústaf B. Jónasson og
Magnús Sigurjónsson.
SMÁRAKVARTETTINN á Ak-
ureyri hefur nú enn á ný
vaknað til lífsins, að þessu
sinni á geisladiski sem kemur
út um þessar mundir og
geymir 26 lög er fjórmenn-
ingarnir sungu inn á band á
árunum 1954-66. Nánast fár-
ánleg bjartsýni og fádæma heppni liggur að
baki þessari útgáfu sem sést best á því að
17 laganna hafa aldrei fyrr komið á markað
og eru þó tekin upp fyrir nokkrum ára-
tugum.
Mennirnir á bak við
goðsögnina
Eins og nafnið, Smárakvartettinn, gefur
til kynna voru þeir fjórir söngfélagarnir
sem í nóvember 1936 stofnuðu kvartettinn;
Sverrir Magnússon, Jón Guðjónsson, Magn-
ús Sigurjónsson og Gústav Jónasson.
Stjómandi var Jón Þórarinsson.
Til að gera langa sögu stutta þá hætti
kvartettinn um stundarsakir 1940 en var
endurvakinn árið eftir með nýjum tenórum,
Jóhanni Konráðssyni og Jóni Bergdal.
Þrettán árum síðar féll Jón frá langt um
aldur fram og slóst þá Jósteinn Konráðsson,
bróðir Jóhanns, í hópinn en bassarnir tveir,
Magnús og Gústav, létu engan bilbug á sér
finna og sungu með Smárakvartettinum í
þrjá áratugi eða svo lengi sem hann lifði. Og
það eru þessir fjórir, Jóhann, Jósteinn,
Magnús og Gústav, sem eiga raddirnar á
nýja geisladiskinum en stjómandi er hinn
kunni orgelleikari Akureyrarkirkju, Jakob
j Tryggvason, en hann spilaði undir söng
þeirra félaga frá 1953 til ársins 1966 að þeir
létu gott heita og Jarðsungu" Smárakvart-
ettinn með ævintýralegu tónleikahaldi á
Vestfjörðum.
„Ég er laglaus"
Maðurinn á bak við endurreisn Smára-
kvartettsins heitir Egill Örn Arnarson, lag-
laus tölvukennari (að eigin sögn) við Valsár-
skóla á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. En
hvernig skyldi áhugi hans hafa vaknað á
Smárakvartettinum?
„Tengdafaðir minn er Bolli Gústavsson
vígslubiskup en faðir hans var Gústav, ann-
ar bassanna tveggja sem sungu með kvart-
ettinum alla tíð. I fyrrasumar var ég stadd-
ur á Hólum hjá tengdaföður mínum sem dró
þá upp gamla plötu, 33 snúninga, sem Fálk-
inn gaf út 1973. Á annarri hliðinni var söng-
ur MA-félaga en á hinni níu lög með Smára-
kvartettinum og er skemmst frá því að
segja að ég heillaðist upp úr skónum af söng
afa konu minnar og félaga hans þriggja.
Áhugi minn var svo sannarlega vakinn.
Ég ákvað að gleðja tengdaföður minn og
leita uppi fleiri Iög með kvartettinum sem
kunnugir töldu reyndar vonlaust verk. Svo
hófst leitin og uppskeran varð framar öllum
vonum, 26 perlur.
Ótrúleg heppni hefur hvílt yfir þessari leit
og hjálp manna eins og Magnúsar Hjálmar-
ssonar hjá útvarpinu verið ómetanleg. Sem
dæmi get ég sagt frá því að einhverju sinni
ræddi Magnús málin yfir kaffibolla við fé-
laga sinn hjá útvarpinu og var að segja hon-
E R SVO MARGT"
MINNINGARUTGAFA SMARA-
KVARTETTSINS Á AKUREYRI
SM ARAK V ARTETTINN
Söngskrá Smárakvartettsins frá tónleikum f
des. 1944. í kvartettinum voru þá Jóhann Kon-
ráðsson, Jón Bergsson, Gústaf B. Jónsson og
Magnús Sigurjónsson.
Smárakvartettinn 1937. Fremri röð f.v.: Sverrir Magnússon, Jón Þórarinsson söngstjóri og
Magnús Sigurjónsson. Efri röð f.v.: Jón G. Guðjónsson og Gústaf B. Jónasson.
Söngur I fíúi n Akurtyri 1044
/I ösiiMhirmenti:
JÖN ÞÖRAIUNSSON og ÁSKEI.I. JÓNSSON
JÓUANN KONIIÁftSSON
JnS BKRGTiAL
fifSTAV U. JÓNASSON
M \CMÖS .Sfr.l;RJÓNS«ON
fm
^TERSy°MARGr'
SMÁmwmrkMí
Minníngar-
útgáfa Smára-
kvartettsins,
„Það er svo
margt", geisla-
diskur, askja og
28 blaðsíðna
bók, kom út 16.
nóv.
um að líklega myndu ekki finnast fleiri upp-
tökur með söng Smárakvartettsins. Þær
hefðu þó verið til, en vísast búið að farga
þeim eða þær lægju rykfallnar í hulduhorni.
Stuttu síðar á kaffifélaginn leið niður í
geymslu útvarpshússins þar sem hann í
myrkrinu dettur um kassa á gólfinu. Bölv-
andi fálmar hann eftir rofanum, ljósið
kviknar og þá blasir við honum á kassalok-
inu nafnið: Smárakvartettinn á Akureyri.
Og viti menn, þarna voru þá komnar litlar
78 snúninga plötur frá 1945, úr örþunnu
járni og gúmmíhúðaðar, og geymdu níu lög
frá þeim tíma er Jón Bergdal var enn í fullu
fjöri. Þrátt fyrir að plöturnar hefðu ekki
staðist tímans tönn, enda lítið til þeirra
vandað í upphafi og ekki gert ráð fyrir að
þær þyldu nema kannski fjórar spilanir eða
svo, var engu síður skemmtilegt og upp-
lífgandi að finna þær.
Þannig hefur þetta gengið og víða verið
komið við. Þegar spurðist út hvað ég hefði
fyrir stafni hefur síminn varla þagnað hjá
mér og menn ýmist verið að segja mér frá
Smárakvartettinum eða panta hjá mér lögin
sem er nú ástæða þess að tengdafaðir minn
fær ekki einn að njóta uppskeru leitarinnar.
Sannleikurinn er sá að margur popparinn
mætti vel við una ef hann, 34 árum eftir
starfslok sín, gæti fagnað þeim vinsældum
sem Smárakvartettinn virðist njóta enn
þann dag í dag.“
Arfleifðin
Það er ekki einföld geisladiskaútgáfa sem
Egill Örn hefur ráðist í, síður en svo. Disk-
urinn er geymdur í öskju sem líkist í engu
þeirri sem kennd er við Pandoru, þvert á
móti. Upp úr þessari öskju kemur aðeins
gleði; söngur félaganna í Smárakvartettin-
um, textar allra 26 laganna og ritsmíð Bolla
Gústavssonar um kvartettinn en allt þetta
efni er í 28 blaðsíðna bók er fylgir með.
Einnig hefur verið stofnaður sjóður í
tengslum við útgáfuna, Minningarsjóður
Smárakvartettsins á Akureyri, og er honum
ætlað að styrkja efnilega söngnemendur
Tónlistarskólans á Akureyri. Þá er búið að
opna heimasíðu fyrir kvartettinn á verald-
arvefnum (www.nett.is/smarinn) og unnið er
að heimildarkvikmynd um hann sem fyrir-
hugað er að sýna í sjónvarpi í næsta mán-
uði.
„Þetta allt hefði að sjálfsögðu ekki gengið
nema fyrir hjálp góðra manna,“ segir Egill
Örn. „Fjölmargir hafa hlaupið undir bagga
og styrkt okkur. Það sem mér finnst þó
hvað skemmtilegast við þetta allt er að
minning fjórmenninganna skuli enn vera
svo sterk í hugum manna sem raun ber vitni
og að þeir skuli út yfir gröf og dauða verða
til þess að efnilegir söngvarar fái tækifæri
til að menntast, jafnvel á erlendri grund.
Það hefði þeim sjálfum þótt frábært, um
það er ég handviss.“
Höfundurinn er sagnfræðingur.
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. NÓVEMBER 2000
r