Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Page 10
 fssKítlg;'i;íB*i 1 .. - V" • 1 ' » \ \ IIBBM itSfiiiiasifpi Við Potsdamer Platz: Debis-byggingin, sem arkitektinn Renzo Piano hannaði, og áfast við hana hægra megin: skrifstofuhús eftir annan frægan arkitekt, Arata Isozaki. NÝSKÖPUN VIÐ POTSDAMER PLATZ BERLÍN BLÓMSTRAR AÐ NÝJU - II EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Potsdamer Platz er eins og sýningargluggi f/rir stjörnuarkitekta. Hæðinni er haldið í skefjum, engg skýjakljúfg, takk, sögðu borgarfeður, en heildarsvip- urinn er í kaldara lagi. Það er hér sem ýmis stórfyrir- tæki heimsins hafa hreiðrað um sig. EINHVER mesta uppbygging í nokkurri miðborg í heiminum hefur á undanförnum árum átt sér stað við Potsdamer Platz í Berlín. Það er sunnan við Tiergarten og kemur spánskt fyrir sjónir að annar eins mið- borgarkjami skuli ekki vera byggður nær og í betri tengslum við gamla miðhlutann austan við Brandenborgarhlið. Að vísu er þarna sögulega merkilegur staður; Potsdamer Platz var fyrr meir iðandi af lífi, jafnvel fjölfarnasta torg borgarinnar. Allt var það jafnað við jörðu með sprengjuregni í stríðinu og síðar setti Berlínamiúrinn sinn nöturlega svip á svæðið, svo og eyðisvæðið umhverfis hann. A sínum tíma var uin það rætt að skipu- lagsyfirvöld í Berlín settu arkitektum um of stólinn fyrir dyrnar og segðu: Nei takk, enga skýjakljúfa hér. Berlín átti að byggja upp á gamla og góða evrópska vísu, þétt og ekki ýkja hátt. Ýmsir háværir gagnrýnendur sögðu að forskriftin væri 19. aldar stíll. Og Daimler City næst á myndinni til hægri, en Sony Center til vinstri. Trjágróður setur svip sinn á þetta umhverfi eíns og nánast alls staðar í Berlín. 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. NÓVEMBER 2000 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.