Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Qupperneq 11
Torg með tjaldhimni í Sony Center, glæsileg hönnun eftir þýzka arkitektinn Helmut Jahn. Tilkomumikill staður í heitu veðri, en verður nöturlegur i kulda. Menningarhöllin, Haus der Kuituren der Welt, þóttl afar sérkennilegt hús þegar hún var byggð » 1957 og fékk ýmis viðurnefni, þar á meðal „Vanfæra ostran" Gallar í burðarvirkjum leiddu til þess að þakið féll niður 1980 og fórust þar nokkrir menn. Arkitekt: H. Stubbins. Sérkennilegt hús í „teknó“-stíl er Sýninga- og ráðstefnuhöllin ICC (International Congress Cent- er), byggð á árunum 1973-79 í Vestur-Berlín. Hljómleikahöll Berlinarfílharmoníunnar, sem þýzki arkitektinn Hans Scharoun hannaði. Eitt fegursta hús Berlínar, rúmlega 40 ára gamalt. hvernig er svo útkoman? Um það eru ugg- laust skiptar skoðanir, en óhætt er að segja að hún er í hæsta máta nútímaleg; einskonar sýningargluggi fyrir arkitektúr á aldamótun- um 2000 og dæmi um hvernig til tekst þegar engu er til sparað. Hvar er hugmyndaflugið? „Was fehlt, sind zeit und Phantasie", sagði þýzka listatímaritið art- das kunstmagazin. Of skammur tími, of lítil fantasía, eða hug- myndaflug. Undir það er hægt að taka, að mun meira hugmyndaflug og frumleiki er til að mynda í byggingum Pranks 0. Gehrys, sem að vísu hefur lítillega tekið þátt í upp- byggingu Berlínar, en ekki við Potsdamer Platz. Þessar byggingar bera þess nokkuð merki, að allstrangar skorður hafi verið sett- ar og að mottóið hafi verið; Engan fíflagang hér; Berlín á að vera virðuleg höfuðborg í evrópskum anda. Tilsýndar vekur Debis-byggingin mesta at- hygli; hún hefur af einhverjum ástæðum fengið að rísa hærra en hinar; er 100 m há, en ekki frumlegri en gengur og gerist, enda þótt höfundurinn sé Renzo Piano, annar af höf- undum Pompidou-listamiðstöðvarinnar í Par- ís. Þetta hús er óður til reglustikunnar og hinna hvössu lína, ekkert til að mýkja ásýnd- ina annað en tjarnir umhverfis, sem milda hana agnarögn. Það sem vel hefur tekizt sumstaðar við Potsdamer Platz er samspil lita og forma; gulbrúnar óg brúnar steinflísar utan á háum, bogadregnum veggjum kallast á við kaldari efni í húsum sem enda í svo hvassbrýndum hornum að maður gæti líklega rakað sig á þeim Undir tjaidhimni Sony í Daimler City eru aðalstöðvar Mercedes Benz og hafa frægðarmenn eins og Arata Is- ozaki, Hans Kollhoff og Richard Rogers kom- ið að hönnuninni. Þarna slær örugglega hið þýzka hjarta þó að betra þyki að hafa nafnið á ensku. Ennþá fyrirferðarmeiri er þó húsa- samstæða Sony. Á bak við hana er líka eitt af stóru nöfnunum: Helmut Jahn, sem rekur arkitektafirmað Murphy & Jahn í Chicago. í miðju hennar er stórt hringtorg, yfirbyggt með risastórum tjaldhimni. En það er vita- skuld ekki tjald, heldur eitthvert sterkara efni. Af hringtorginu er farið eftir rúllustig- um upp á efri hæðir, þar sem hægt er að kynnast sýndarveruleika galdrameistaranna hjá Sony. Þar eru veitingahús innandyra og úti á torginu og iðandi mannlíf þegar veðrið er gott. Eg kom þar fyrst í nærri 20 stiga hita og blíðviðri og þá teyguðu menn bjórinn ákaf- lega við hvert borð á torginu. Þar inni eru tré sem lífga upp á fremur harðsoðna hönnun og þann kalda svip sem verður af of miklu stáli og áli og gleri. Allt er það viðunandi í góðum hita, jafnvel tilkomumikið. En ég var þar á ferðinni nokkrum dögum síðar og þá hafði snarkóln- að. Enginn sat lengur við borðin á torginu, því opið er út á milli húsanna og trekkurinn lék lausum hala. í þessari Höll sumarlandsins var þá heldur trist og kaldur grámi stáls og áls ennþá hvassari. Meistaraverk Scharouns Snertuspöl frá nýja húsaklasanum við Potsdamer Platz er liðlega 40 ára gamalt hús sem mörgum finnst að sé fegursta hús Berl- ínarborgar og býr yfir meiri þokka og list- rænum tilþrifum en það sem nýrra er. Þetta er hús Berlínarfílharmóníunnar; konserthús í svo háum gæðaflokki að það rímar við hljóm- sveitina, og við hlið þess er Kammermúsík- húsið í sama stíl. Hvort tveggja er eftir þýzka arkitektinn Hans Scharoun og má segja að þessi verk hans beri af flestum stórhýsum sem risu í borgum heimsins um og fyrir 1960. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. NÓVEMBER 2000 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.