Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Page 12
Málmskúlptúr á miðri breiðgötunni Kurfúrstendamm. Þarna er einn af þremur miðborgarkjörn-
um Berlínar, afleiðing þess að borginni var skipt í tvo hluta. Til hægri rís Europa Center, en fyrir
miðju rís Minningarkirkjan sundurskotin, nú minningarmark um stríðið.
at«S'9«*s
**#»«*«
»#»»«»»
e»*n*i
*#»«*»*
»»*•«««i
»»»««»«
»»««**#
3
SSSíÖtí
»«»»««»
**««««»
»««»«•*
»« r«»»*
«»««»11«
•««»«»«
««.**«*«
» itftBBI
««<««»«
««»*»•»
»«»«»**
•«•»«»«
»•»«•*«
«»«»•»•
*««»»-«•
Oð«S«»S
»»f, ,««■
»*«««■*
•««■•«•
■■•«»••
«■■■«■•
«&••■£*
8«««R»K
**«t»*r«
• ■■S8IÍ*
«««»'»»»
»*■«»»»
•••»»»*•
*Í*SB88
•»»»•«■
K « R * *s
»«*•»«»«
»ft*«C»'8
»»»•*•»
«■•*•«»
*■■«•••
■ »«ti:u»a
iitnsi
■■■•»•■
•*»■»«■
«»•■«««
6«»■»*«
889*888
■■■•««•
•••ÉfsWf
*t*m ,«
«•■•••«
■•*•••«
«••••*•
*■■**»»
*>*«**»;
Hfiííí
ÍIÍ
***!?»#
;; n:
;::s:55
<»«««•(
tliies*
*«*•»•«
*«?*«■«
iimti
*>«««««
*««»»««
*ueif»
*«*»*««
SÍÍJSSS
fliíi
ÍÍS5;;S
«»*•*•*
■ s e # » B f
ífwaisft
Í»(í#ö «
f ,áf tt »st
««SIIR»«g
«««»»*»
»•«»•■«
>SMS»«
* » « » $ ,*■ n ■
«!«»«
tgfea
»»»!*»'
savva
aasaa
Inni í kapellunni við Minningarkirkjuna. Á alla kanta eru veggir með smáskornum rúðum með
bláu gleri. Friðsæll staður í stórborginni.
Áfast við tónleikahús Berlínarfílharmoníunnar er annað tðnlistarhús i sama stíl, ætlað fyrir
flutning á kammermúsík. Það er elnnig hannað af Hans Scharoun.
Berlínarfílharmónían státar af því að hafa
látið sér duga fímm stjórnendur síðan 1887:
von Biilow, Nikisch, Furtwángler, Karajan
og Abbado, sem haldið hefur á tónsprotanum
í þessum virðulega sal síðan 1989. Fyrir stríð
fór mikið orð af Furtwángler, en enginn hef-
ur gert garðinn eins frægan og Herbert von
Karajan, sem var ímynd fullkomnunar og
þjóðsagnapersóna sem átti hallir og flaug
með einkaþotu.
Kúdamm - sýningargluggi vestursins
Þriðji miðborgarhlutinn í Berlín er við
glæsigötuna Kurfiirstendamm, en Berlínar-
búar stytta nafnið og kalla götuna Kúdamm.
Gatan fékk það hlutverk í kalda stríðinu að
vera eins konar sýningargluggi þar sem allur
heimsins lúxus var fáanlegur og þeirri stöðu
heldur hún enn. Þar eru nafntoguð veitinga-
hús og þar snúast nýjustu útgáfurnar af
Daimler-Chrysier, Benz og BMW á upp-
hækkuðum pöllum innan við risastóra
glugga, en fínustu verzlanir borgarinnar
skarta með nöfn eins og Yves Saint Laurent,
Bruno Magli, Aigner og Laura Ashley.
Um og fyrir aldamótin 1900 fóru þeir ríku
og fínu að draga sig út úr borginni og byggðu
sér þá glæsivillur við Kúdamm. A hinum
gullna þriðja áratugi, sem stundum er nefnd-
ur svo, var Kúdamm kölluð „Nýja Vestrið",
þar spruttu þá upp kaffihús, leikhús, nætur-
klúbbar og annað sem hefur aðdráttarafl. Sá
áratugur var þó ekki yfirmáta gullinn fyrir
alþýðu manna, sem varð að láta sér nægja
súpudisk frá Armenkuche, fátækraeldhúsi
ríkisins, þegar verðbólgan náði þeirri ofur-
stærð að menn óku peningaseðlum í hjólbör-
um.
Það var þó fyrst eftir að Rússar lokuðu
samgöngum til Berlínar á landi á árunum
1948-49 og hinni frægu loftbrú var komið á,
að Kúdamm varð eins konar hlið eða að-
komuleið til hinnar tvískiptu borgar. Litlu
síðar, um 1960, reis þar hús í ætt við skýja-
kljúf: Europa Center, algerlega barn síns
tíma, sálarlaus frystikistustíll. En þetta var
ævintýrið sjálft á sínum tíma, því þar voru
þær allsnægtir til sýnis og sölu sem ekki
fengust austanmegin.
Á tali við Krist
Það sem eftirminnilegast er við Kúdamm
er þó hvorki stórverzlunin Kaufhaus des
Vestens né Evrópumiðstöðin, heldur sund-
urskotin kirkja: Gedáchtniskirche - Minning-
arkirkjan. Hún var byggð til minningar um
einhvern keisara sem enginn man lengur
hvað hét, en nú stendur hún sem magnað
minnismerki um eyðileggingu í styrjöldum.
Ekki er nóg með að sprengt hafí verið ofan af
turninum heldur er öll þessi rammlega
steinkirkja eins og gatasigti eftir sprengjur
og skothríð.
A sínum tíma var efnt til samkeppni um
endurbyggingu kirkjunnar og var sú snjalla
lausn valin að láta kirkjuna standa eins og
hún var. Aftan við hana er hins vegar
fimmstrendur klukkuturn, snöggtum lægri
þó en gamla kirkjan, en framan við hana er
áttstrend kapella. Gamansamir Berlínarbúar
kalla þetta „varalitinn og púðurdósina".
Klukkuturninn og kapellan eru alsett smá-
um glerrúðum serc bera daufan, bláan lit inn,
en í kapellunni er fátt annað en sæti og gam-
alt Kristslíkneski. Allmargt fólk sat þar inni;
sumir við íhugun eða bara að hvfla sig, aðrir
við bænagjörð framan við kertastand. Eftir-
minnilegur staður í miðri mannmergðinni og
hraðanum á Kúdamm.
Framhald í næstu Lesbók.
RÓSAINGÓLFSDÓTTIR
ÍSLENSKU ÁRSTÍÐIRNAR
Þarsem mætast stálin stinn stendur þú styi'kur vetur minn. Vef migyfirhöfn athafna þinna svo von mín væðist krafti, til vors. Oggleðin íklædd sumrinu sveiflíkt og ævintýri minninganna til móts við þig von mín, sem allt skilur.
Þegar ég snart hurðarhúninn á húsiþínu, land mitt og opnaði útí vorið, var sem vitund mín fylltist óendanleikan um, þegar allt verður til Ó, þú fagra haust sem vefur sveiga úrlitbrigðum fjölbreytileikans. Megi duiúð þín gefa mér kraft til að fagna því ókomna, er bíður mín.
Höfundur er söngkona og lagasmiður, skemmtikraftur, fyrirlesari og auglýsingahönnuður.
EVA SÓLAN
VETUR
Beinaberar kjúkur
nístandi kuldans
rífa í mig
Sá næturfrosti í sál minni.
Skýin hrannast upp.
Nóttin umlykur mig,
slekkur ljósið í hjarta mínu.
Köld norðurljósin leika
lausum hala og ég finn
hvernig örvar stjarnanna
stingast í mig.
Þokan þéttist,
leggst yfir augu mín
og líf mitt.
HVAÐ MEÐ
ÞIG?
Þegar veröldin er orðin að
eyðimörk myrkurs og skelfingar
munu reiði og örvænting
ráfa um götumar
í leit að fómarlömbum.
Verður þú eitt þeirra.
Því felurðu þig bak við tjöldin
meðan sakleysið þjáist og syrgir.
Horfðu ekki aðgerðalaus á
endalaust,
einn daginn verður það um seinan.
Stríð, sprengjur, hatur, fordómar
ógna lífi annarra, - en þínu.
Þú ert ekki undanskilin.
Dauðinn bankar á dyr okkar allra.
Þegar hatur og dauði em allt um
kring
hvers virði verður lífið.
Þú líka ert fómarlamb.
Ur fölsku öryggi, stígðu fram.
Höfundurinn er sjónvarpsþula.
ÞÓRA BJÖRK
BENEDIKTSD
MÓÐURÁST
Und húmblæju hljóðrar nætur
vill hugurinn hvarfla víða.
Um það sem ég áður átti
og allt var í lífinu blíða.
Þú bernska með blauta sokka
og brennheita móðurást.
Þær stundir koma aldrei aftur
Ekki’ er um slíkt að fást.
Sú minning um móðurhendur
með mjúkar strokur um kinn
er dýrmætust allra ásta
um alla eilífð ég finn.
REGN
Regnið á gluggann guðar
um grafþögla, myrkvaða nótt.
Eg andvaka í húminu hugsa,
hugur samt vakir rótt.
Vitund mín blundar á verði
nú veit ég hvað sækir að mér.
Mín hjartfólgna, hugljúfa minning
á höndum sér aftur mig ber.
Ég sveif á vonanna vængjum
ó, vinur, augu þín blá,
sem heimsins fegursta hyldýpi
ég heilluð fyrir mér sá.
Ég vaki enn á verði
og veit hvað amar að mér.
Ó, leyndarmálið mitt ljúfa
lof mér að gleyma þér.
Höfundurinn er skóld í Reykjavík.
Ljóðin eru úr nýrri Ijóðabók Þóru,
Daggardropum, sem jafnframt er önnur
Ijóðabók hennar.
1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. NÓVEMBER 2000