Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Side 13
Bærinn og kirkjan á Stóra-Núpi 1896. Seinna á árinu hrundi þessi bær að miklu leyti í Suðurlandsskjáiftanum. Myndína tók Sigfús Eymundsson. KRISTINN GÍSLI MAGNÚSSON í STRÆTÓ Hún kom inn í strætó áberandi sexí Hárhennar varsem glóandi hraun um allar trissur líkamans Vagnstjórinn varlíka rauðhærður ígamla daga alitaf kallaður: sætó í strætó En vel greitt hárið fauk ogfannst ekki hjá sætó sem keyrði strætó VEÐMÁLIÐ í FORNÖLD Á JÖRÐU VAR FRÆKORNISÁÐ A SKÁLHOLTSKIRKJU stendur nú yfir sýning á teikningum eftir Katrínu Briem þar sem hún byggir á ljóðlist langafa síns, sálmaskáldsins Valdimars Briem á Stóra- Núpi í Gnúpverjahreppi. Sýningin var opnuð 30. sept. sl. og stendur út nóvember og ef til vill lengur. Tilefnið er að í byrjun september kom út bók í ritröð guðfræðistofnunar Háskóla ís- lands og fjallar hún að stórum hluta um Valdi- mar Briem, prest og vígslubiskup, frá ýmsum hliðum, þar á meðal trúarskáldið, kennimann- inn, sveitarhöfðingjann og göfugmennið. Leið- araritgerð bókarinnar eftir Rósu B. Blöndals er einnig helguð séra Valdimar. Þar fyrir utan er í bókinni ritgerð um Valdimar Briem eftir Sigurbjörn Einarsson biskup og um Davíðs- sálma séra Valdimars eftir Gunnlaug A. Jónas- son. Nokkrar af teikningum Katrínar Briem prýða bókina. Katrín býr á Stóra-Núpi. Hún er dóttir Jóhanns Briem listmálara og hefur verið skólastjóri Myndlistarskólans í Reykjavík. Hún hefur ekki látið mikið fyrir sér fara á vett- vangi myndlistarsýninga, en af teikningum hennar er ljóst að þar heldur þroskaður lista- maður á teiknipennanum. GS. Séra Valdimar Briem vígslubiskup við bisk- upsvtgslu Jóns Helgasonar 1917, skrýddur biskupskápu Jóns Arasonar. Teikning eftir Katrínu Briem á sýningunni í Skálholtskirkju: „Grýtta kom ég loks á strönd“. Ein af teikningum Katrínar Briem á sýningunni í Skálholti: „Hér niðrí á láði er lágt og Ijósi fjærri". Herbergið mitt er besti vinur minn vegna stærðar sinnar í hornafræði og niðurgreiddrar húsaleigu góðu konunnar sem leigir út frá sér skellihlæjandi Mínir peningar forða henni frá hungri og taprekstri í góðærinu Hún er fyrir aftan mig hvæsandi á ljóðin við hverja útborgun Nú síðast andvarpaði hún í hálsakot- ið: Ég er engin spákona en legg að veði húsaleiguna að þetta krafs þitt fer fljúgandi ki'umpað í ruslafötu útgefanda Hún kunni að veðja á hlaupabraut skáldsins Höfundurinn er skóld í Reykjavík og fyrrverandi prentari. GUÐNÝ SVAVA STRANDBERG TREGI Um djúpbláa nótt undir bláhvelfdum himni hvarfiar einmana hugsun á vængjum innsæis gegnum eilífð Höfundur er myndlistarmaður í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. NÓVEMBER 2000 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.