Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Síða 14
Liberace í kunnuglegu hlutverki skemmtikraftsins, hér með sérsmíðað píanó. Liberace í sjónvarpsþætti með kvikmyndaleikaranum Red Skelton.
LIBERACE
SKEMMTIKRAFTUR AF GUÐS NÁÐ
Lee Liberace.
EFTIR DAGNÝJU KRISTJÁNSDÓTTUR
Píanóleikarinn Liberace var sonur fátækra innflytj-
enda en gæddur ríkulegum tónlistargáfum og þróaði
sambland af klassískri tónlist og dægurtónlist fyrir
fjöldann af stakri snilld í meira en 50 ár. Hann var
slíkur skemmtikraftur að hann var stundum nefndur
„Mr. Showmanship", enda skorti heldur ekkert á
ytri búnað, glys og búninga.
✓
AHVERJUM tónleikum var
píanóleikarinn Lee Lib-
erace vanur að segja sama
brandarann um þá eitruðu
gagnrýni sem hann fékk
yfxrleitt í blöðunum. Hann
sagði: „Mér er alveg sama
en George grét alla leiðina
í bankann."
Herra skemmtanaiðnaður
George var stóri bróðir hans, snjall fíðlu-
leikari og hljómsveitarstjóri í sýningu Liber-
aee. Með umsögninni hér að framan sló Lib-
erace margar flugur í einu höggi. Hann sagði
áheyrendum að gagnrýni menningarvitanna
snerti hann ekki neitt af þvi að hans fremstu
skyldur væru við fólkið í salnum, það borgaði
honum og George launin og hann gæfi því allt
sem í hans valdi stæði í staðinn.
Liberaee var ekki að látast þegar hann
sagði við áheyrendur að hann elskaði þá og
tæki ekki mark á öðrum en þeim. Hann
meinti hvert orð. Hann var sonur fátækra
innflytjenda og reyndist tónlistargáfum
gæddur, píanósnillingur sem braust áfram í
lífinu. Hann vildi verða einleikari á píanó og
gat orðið það en hann vildi líka þóknast fólki,
skemmta þvi og gleðja, og þess vegna þróaði
hann upp sambland af klassískri tónlist og
dægurtónlist fyrir fjöldann og það gerði hann
af snilld.
í meira en fimmtíu ár gaf hann allt sem
hann gat á hverjum einustu tónleikum og
sparaði ekkert til svo að hver einasti tónleika-
gestur fengi það sem hann hafði borgað fyrir,
afþreyingu og jafnvel eitthvað meira. Libera-
ce gerði ófrávíkjanlegar kröfur um fag-
mennsku, bæði til sjálfs sín og samstarfs-
manna sinna, og varð hæst launaði
skemmtikraftur Bandaríkjanna og þar með
heimsins fyrr og síðar.
Lee Liberace var kallaður Herra skemmt-
anaiðnaður - Mr. Showmanship - og var
hylltur og dáður. Hann dó sextíu og átta ára
gamall, af hjartaáfalli, á heimili sínu í Palm
Springs árið 1987 en í Las Vegas stendur Lib-
erace-safnið sem við Kristján og Árni skoðuð-
um í maí á þessu herrans ári. Þar eru fræg-
ustu bílarnir hans og búningarnir og píanóin
og kertastjakarnir og þar er að vísu lítið um
upplýsingar um goðið en þó er hægt að kaupa
alls konar minjagripi og myndbönd og nokkr-
ar bækur eins og Líberace í eldhúsinu og Sag-
an af hinu undursamlega lífi Liberace, en báð-
ar eru eftir hann sjálfan.
A hinni opinberu heimasíðu Liberace má
lesa ofangreinda sögu eftir Liberace-stofnun-
ina - en sú saga er mjög sviplaus og bragð-
dauf miðað við veruleikann.
Liberace við píanóið í „The Dean Martin Show“, skemmtiþætti sem mikið orð fór af.
Pabbi Liberace var stoltur, ungur ítali,
einn af innflytjendum í leit að betra lífi í
Bandaríkjum Norður-Ameríku. Það sem átti
að afla honum auðs og frægðar í nýja heimin-
um var hljóðfæraleikur en hann spilaði á
franskt hom. Franskt horn var ekki það sem
landnemarnir vildu helst hlusta á. Salvatore
Liberace gat helst gert sér vonir um vinnu í
stórborgum þar sem sinfóníuhljómsveitir eða
stærri lúðrasveitir störfuðu.
Árið 1910 vann hann að tímabundnu spil-
verki í Milwaukee og kynntist þar pólsku inn-
flytjendastelpunni Francis Zuchowski. Þau
giftu sig og George fæddist árið 1910. í
Milwaukee var engin eftirspurn eftir frönsk-
um hornum en Francis neitaði að búa í stór-
borg og vildi búa nálægt fjölskyldu sinni.
Næst fæddist Angeline eða Angie og árið
1919 fæddist Wladziu sem kallaður var Walt-
er. Níu árum síðar fæddist Rory, yngsta
barnið, undurfagurt en sannarlega ekki kær-
komið því að hjónaband foreldranna var löngu
komið í vaskinn.
Francis púlaði og þrælaði og hið sama
gerðu eldri börnin þrjú, en faðirinn harðneit-
aði að leggja sig niður við annað en að leika á
franskt horn. Það kom fyrir einstöku sinnum
þegar verulega harðnaði á dalnum og skamm-
ir hinnar pólsku eiginkonu ætluðu allt um koll
að keyra að hann kom heim næsta dag með
peninga og ráða mátti af líkum að hann hefði
unnið sér þá inn í verkamannavinnu en hann
hefði aldrei játað slíkt upp á sig.
Salvatore lagði áherslu á að börnin lærðu
hljóðfæraleik, George átti að spila á píanóið
en byijaði á fiðlu áður en hljóðfærið kom. Það
kom hins vegar og Angie átti að læra á það þó
að áhuginn væri takmarkaður. Litli Wladziu
byrjaði að spila eftir eyranu fjögurra ára.
Francis sá að þetta uppáhaldsbarn hafði
óvenjulega hæfileika og hélt honum við efnið.
Það var ekki erfitt því að drengurinn var
lagður í einelti í skólanum, þótti stelpulegur
og einkennilegur. Píanóið varð hans skjól og
vöm og til þess flýði hann.
Ævintýri líkast...
Allar snillingssögur eiga sína upprunagoð-
sögn þar sem snillingurinn er útvalinn, tekinn
út úr hópnum og kallaður til síns ætlunar-
1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 18. NÓVEMBER 2000