Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Síða 19
Þorsteinn Pálsson sendiherra opnaði sýninguna. Hann stendur hér á milli
Leifs Breiðfjörðs og eiginkonu Leifs, Sigríðar Jóhannsdóttur.
Nokkur verkanna á sýningu Leifs Breiðfjörðs í London.
LEIFUR SÝNIR
GLERVERK
í LONDON
SÝNING á verkum glerlistamannsins Leifs Breiðfjörð stendur nú yfir í
Cochrane Gallery í London og í tengslum við sýninguna hélt hann fyr-
irlestra fyrir nemendur listaskólans Central Saint Martins og starf-
andi listamenn í boði skólans og gallerísins.
„Það var gaman að fá tækifæri til að sýna þarna en ég hef aldrei sýnt í
London áður,“ segir Leifur en honum var boðið að koma og sýna glerverk sín
í Cochrane-galleríinu. í farteskinu hafði hann tíu steinda glugga. „Þetta eru
allt ný verk, flest unnin á þessu ári. Eg vinn alltaf öðru hvoru sýningarverk
meðfram pöntunum og fjögur þessara verka eru unnin sérstaklega fyrir gall-
eríið,“ heldur hann áfram.
Stór glerdeild er við Central Saint Martins-skólann og í galleríinu eru
reglulega haldnar sýningar alþjóðlega þekktra glerlistamanna sem eru um
leið fengnir til að miðla listnemum af reynslu sinni. „Eg var með þrjá fyrir-
lestra í kringum opnunina. Ég hafði tekið með mér mikið af litskyggnum af
verkum mínum, vinnuteikningar og annað slíkt og sýndi þeim. Fyrirlestrarn-
ir voru vel sóttir og allt var þetta mjög spennandi," segir Leifur.
Þorsteinn Pálsson, sendiherra Islands í London, opnaði sýninguna en hún
stendur til 6. janúar nk. „Galleríið er á mjög góðum stað miðsvæðis og mikið
af gluggum framan á því sem eru ákjósanlegir til þess að sýna í glerverk,"
segir Leifur og bætir við að verkin njóti sín líka vel þegar dimma tekur á
kvöldin því að þá séu gluggarnir fallega lýstir og sýningin því ekki síðri en í
dagsbirtu.
BOKAUTGAFAN HOLAR
/2
HALLDÓR KILJAN LAXNESS,
maðurinn á bak við skáldið. Hver var
Halldór Kiljan í raun og veru?
María; elsta dóttir hans, segir frá stóru
ástinni í lífi móður sinnar. Einar
Laxness fjallar um foreldra sína
og Sigríður, eldri dóttir Halldórs
og Auðar, fer á kostum í bráð-
skemmtilegri frásögn af föður
sínum og heimilislífinu á
Gljúfrasteini.
Fjölmargir aðrir, vinir og sam-
ferðamenn Halldórs, taka
einnig til máls og varpa nýju
ljósi og stundum óvæntu á
manninn Halldór Kiljan
Laxness.
NÆRMYND AF
NÓBELSSKÁLDI,
leiftrandi skemmti-
leg, áhrifamikil og
persónuleg bók
um einstæðan
mann.