Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Síða 20
Kammerkór Kópavogs gengst fyrir tónleikauppfærslu
ó óperunni Orfeusi og Evridísi eftir Gluck í Salnum
annað kvöld kl. 20 og ó sama tíma ó þriðjudag.
Stjórnandi erGunnsteinn Ólafsson. ORRI PÁLL
ORAAARSSON fékk einsöngvarana þrjó7 Guðrúnu
Eddu Gunnarsdóttur, Huldu Björk Garðarsdóttur og
Agústu Sigrúnu Agústsdóttur, til fundar við sig.
Égkallaávinumína
snemma morguns,
þegardagurrís.
En til einskis!
Ástin mín kæra
svararmér ekki.
RAKVERJINN Orfeus á um
sárt að binda. Hann syrgir látna
eiginkonu sína, Evridísi. Ákallar
ástarguðinn Amor til að vekja
hana til lífs. Amor svarar því til
að Orfeusi sé heimilt að sækja
hana til Hadesar í Hel en megi
ekki líta til hennar á leiðinni til
baka, þá muni hún á ný deyja.
„Þetta er dramatísk saga, heitar tilfmning-
ar,“ segir Guðrún Edda Gunnarsdóttir alt-
söngkona sem fer með hlutverk Orfeusar í
uppfærslu Kammerkórs Kópavogs.
„Hann kvíðir ógurlega fyrir ferðinni til Helj-
ar. Sér fyrir sér að þetta muni enda með ósköp-
um. En ást hans er svo heit að hann hefur ekk-
ert val, hann verður að reyna.“
Kýs frekar dauðann
Orfeus heldur til Heljar og mætir ýmsum
hindrunum, eins og Fúríu-nornunum, en allt
víkur úr vegi fyrir honum, er hann syngur og
leikur á hörpu. Síðan er honum vísað yfir Ódá-
insvelli til Evridísar.
Svo sem Amor hefur kveðið á um er Orfeusi
W1
bannað að virða sína heittelskuðu viðlits. „Hún
skilur ekkert í hegðun hans á þessari gleði-
stund. Hann neitar að líta til hennar, þegar
hún á þess von að kær elskhugi og ljúfur eigin-
maður faðmi hana og kyssi. Segir henni að
þegja. Þá kýs hún frekar dauðann en að lifa í
návist hans,“ segir Hulda Björk Garðarsdóttir
sópransöngkona sem syngur hlutverk Evridís-
ar.
„Þá getur Orfeus ekki meira. Gefst upp, tap-
ar allri skynsemi, gleymir loforðinu og lítur á
hana,“ segir Guðrún Edda.
Evridís hnígur niður - og deyr.
Orfeus er í öngum sínum. Hvað hefur hann
gert, blindaður af ást? Hann beinir eggvopni
að eigin hjarta.
Öll nótt er þó ekki úti. Amor kemur aftur til
skjalanna. „Hann sér að Orfeus er harmi sleg-
inn, kennir í brjóst um hann og vekur Evridísi
aftur til lífsins - á þeirri forsendu að þau eru
svo gott par og auðsjáanlegt hversu einlæg ást
þeirra er,“ segir Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
sópransöngkona sem fer með hlutverk Amors.
Elskendurnir sameinast til eilífðar.
Rík af blæbrigðum og
grípandi í einfaldleika sínum
Söngkonurnar þrjár eru á einu máli um tón-
list Christophs Willibalds Glucks sé ekki að-
eins falleg, heldur jafnframt aðgengileg. „Hún
er rík af blæbrigðum og grípandi í einfaldleika
sínum,“ segir Hulda Björk.
Óperan var frumflutt í Vínarborg árið 1762
og kom áheyrendum svo mikið á óvart að þeir
klöppuðu ekki á fyrstu sýningum. Hún var
upphaflega samin fyrir geldingsrödd í hlut-
verki Orfeusar, sem þá var siður, drengjasópr-
an í hlutverki Amors og sópran í hlutverki
Evridísar. Fáum árum síðar var aðalhlutverk-
ið endurskrifað fyrir tenór. Er sú gerð verks-
ins kennd við París og er mun lengri en Vínar-
gerðin.
„í óperum og óratóríum af þessu tagi eru oft
einn eða tveir söngvar þekktir. Þama eru ein-
tómir gullmolar," segir Ágústa Sigrún. Guðrún
Edda bendir þó á að arían Che faro sé lang-
frægust.
Stöllurnar bera lof á framtak Kammerkórs
Kópavogs, verkið njóti sín vel í konsertformi.
Þannig mun það líka oft vera flutt enda hlut-
verkin fá, aðeins þrjú talsins, ef kórinn er und-
anskilinn.
Að festa sig í sessi
Ágústa Sigrún er einn af stofnendum kórs-
ins snemma árs 1998 og söng með honum
fyrsta árið. Ségir hún kórinn eiga framtíð fyi'ir
sér.
„Kórinn er að festa sig í sessi í bæjarfélag-
inu og félagar koma nú víða að. Fyrst var eink-
um leitað til fólks sem bjó í Kópavogi. Gunn-
steinn Ólafsson er reyndur stjórnandi og mikill
dugnaðarforkur. Veigrar sér ekki við að takast
stór verkefni á hendur."
Hulda Björk og Guðrún Edda bera kórnum
einnig vel söguna. „Við höfum raunar ekki æft
mikið með kórnum en það sem við höfum heyrt
hljómar mjög vel,“ segir Hulda Björk.
Guðrún Edda samsinnir.
Tónleikarnir endurteknir
ó þriðjudagskvöld
Söngkonurnar eru ánægðar með að tónleik-
arnir verði endurteknir.
„Það er frábært að fá tækifæri til að leyfa
verkefninu að þróast. Það er ekki á hverjum
degi að hægt er að endurtaka tónleika. Við er-
um mjög ánægðar með þetta,“ segir Hulda
Björk.
Barokksveit Kópavogs leikur með á tónleik-
unum. Þeir eru liður í tónleikaröð Kópavogs-
bæjar - Tíbrá.
BYLTING
GLUCKS
GUNNSTEINN Ólafsson, sem stjórna mun
flutningi á Orfeusi og Evridísi, lýsir höfundin-
um, Christoph Willibald Gluck, sem byltingar-
manni. Hann hafi gert miklar breytingar á óp-
eruforminu og haft þannig afgerandi áhrif á
önnur samtímatónskáld,
þeirra á meðal Wolfgang
Amadeus Mozart.
Gluck fæddist í Þýska-
landi árið 1714 og stundaði
tónlistarnám á Italíu. Hann
var við skriftir í Lundún-
um, þar sem Handel bar
ægishjálm yfir önnur tón-
skáld, en hélt síðan til Vín-
arborgar þar sem hann
starfaði lengst af. Þar
kynntist hann ítalska textahöfundinum Ran-
iero de’ Calzabigi.
„Þeim rann til rifja staðlað form ítölsku óp-
erunnar, tilgerð hennar, fyrirsjáanlegur sög-
uþráður og innantóm samtöl og hugðust gera
uppreisn gegn henni,“ segir Gunnsteinn í grein
í efnisskrá. „Hugmyndir þeirra og fagurfræði
áttu rætur að rekja til upplýsingarstefnunnar í
Frakklandi sem boðaði afturhvarf til náttúr-
unnar, til einfaldleikans. Þeir sáu fyrir sér að
óperan ætti að vera einföld í sniði, persónur
skýrar, samtöl eðlileg, efniviðurinn mannlegur
og sannur, tónlist og texti áttu að mynda eina
heild, tilfinningarnar skyldu vera fölskvalaus-
ar og geðshræringin sterk.“
Gluck og Calzabigi töldu, að sögn Gunn-
steins, megingalla ítölsku óperunnar vera
einkum tvenns konar: Tilgangslausar auka-
persónur flæktu söguþráðinn með óþrjótandi
hliðarfrásögnum sem komu grunnþræðinum
ekkert við og aríur og söngles skiptust á með
fyrirfram stöðluðum hætti.
„Þeir einfölduðu söguþráðinn svo aðeins
kjarni frásagnarinnar stóð eftir og settu hann
fram í fáum, afmörkuðum atriðum. í ítölskum
óperum var einnig gerður skýr greinarmunur
á sönglesi (recitativo) og aríum; sönglesið var
sungið við þurran semballeik og aríur við
hljómsveitarundirleik. Bylting Glucks fólst í
því að láta hljómsveitina leika bæði undir söng-
lesi, aríum og kórum og myndaði þannig sam-
ofna heild.“
Christoph W. Gluck
ENDURSKRIFUÐ
ENDALOK
EKKI hafa þeir félagar Gluck og Calzab-
igi fylgt grísku goðsögunni um Orfeus og
Evridísi allt til enda. Samkvæmt henni
sameinast elskendurnir nefnilega ekki.
Þegar Orfeus lítur við hverfur Evridís
aftur niður í djúpið, líkt og í óperunni, en
er ekki vakin upp aftur. Orfeus reikar
harmþrunginn um Þrakíu og leggur fæð
á allar aðrar konur. Fyrir vikið rífur hóp-
ur trylltra þrakverskra kvenna hann í
sundur og kastar höfði hans og hörpu í
sjóinn. Hvort tveggja rekur á land á
eynni Lesbos þar sem véfrétt Orfeusar
rís.
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. NÓVEMBER 2000