Tíminn - 25.11.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.11.1966, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 25. nóvember 1966 TÍMINN BOKIN UM PRINSESSUNA UT Á ÍSLENZKU NÝ VERZLUN Sl. laugardag var ný verzl un opnuð að Álfihólsvegi 57 í Kópavogi. Heitir hún Björk, og eigandi er frú Sigríður Karlsdóttir. Er lögð álherzla á að hafa þarna sem flest á boðstólum, fatnað, leikföng, snyrtivöirur og gjafavörur, en á þessum stað í Kópavogi eni mjög fáar verzlanir. Áætlanir eru um að taka upp kvöldsölu í verzluninni, þegar frá líður. Á myndinni er dóttir fni Sigríðar, sem aðstoðar móð ur sína yið afgreiðsluna. (Tímamynd: GE). Kysstu konuna þína PBReykjavík, mánudag. Kysstu konuna þínia, höfundur Willy Bneinholts, útgefandi nóka- útgáfan Eróði, Andrés Kristjáns- son hefur snúið frjálslega a ís lenzku. Á bókarkápu segir „Kysstu kon una þína er satt að segja óiík öllum öðrum bókum. Þetta er tóm stundaiðjufræði eiginmannsins, en efnið er tekið nokkuð sérstæð um tökum og öðrum en þér búizt við. Galdur hennar er nefnilega ! sá, að kenna yður þá list, að öðlast tómstundagaman án þess að þurfa áð stunda nokkra tómstundaiðju. Bækur Willy Breinholst eru ís- lenzkum lesendum að góðu kunn ar, því nokkrar þeirra hafa kom 'ið út í íslenzkri þýðingu undan farin ár. Má reikna með að þessi bók muni njóta jafn mikilla vin- sælda og hinar hafa gert. Kysstu konuna þína er 140 bls. með fjöl- mörgum teikningum eftir Léon. ISLENZKIR MALSHÆTTIR KJ-Reykjavík, mánudag- fslenzkir Málshættir heitir önn- ur bókin í bókaflokknum fslenzk þjóðfræði hjá Almenna bókafélag inu, eins og nafnið ber með sér er þar safn íslenzkra málshátta sem þeir Bjami Vilhjálmsson, skjalavörður og Óskar Halldórsson mag. art hafa tekið saonan og búið til prentunar. í bókinni eru um sjö þúsund málshættir, og er þeim raðað eftir markorðum í stafrófsröð. Víða hef ur verið leitað fanga í þessa bók og er getið um 230 heimildarit í bókinni, sem málslhættir hafa verð teknir úr. Er hér um að ræða ýmist prentuð eða óprentuð heimildarrit. Þótt bókin beri heitið íslenzkir Málahættir, þá er allstór / 'hl-uit málsháttanna af erlendum uppruna, en hafa unnið sér hefð Óskar Halldórsson í íslenzku þjóðlífi manna á meðal í ræðu og riti. Þetta málsháttasafn sem Al- menna bókafélagið gefur nú út, mun vera hið fjórða sem út er gefið á íslenzku, og hafa útgef- endur þessa nýja safns að sjálf- sögðu sótt efnivið I áður útgef in söfn auk þeess sem margir aðilar hafa lagt útgáfunni lið í efnissöfnun. Bjarni Vilhjálihsson kemst svo að orði í formála að máls- háttum megi„líkja við gangsilfur, sem enginn veit hver hefur mót- að“ eða höfundarlaus bókmennta arfur, sem speglar lífsreynslu kyn- slóðanna. fslenzkir Málshættir hafa að geyma ógrynni þjóðlegs fróoleiks, auk þess að vera handhæg upp- sláttarbók, og við fljótlegan yfir- lestur verður ekki ennað séð en þetta sé gullnáma ræðumanna, og ef vel er að verið mætti eflaust semja nokkuð sæmilega ræðu, sem Leiðin mín Leiðin mín, nefnist bók eftir Kristian Schjelderup biskup, en útgefandi er Bókaútgáfan Fróði. Leiðin mín er andleg saga höfund ar, rituð af hreinskilni og sann leiksást. Schelderup biskun heíir víða farið og mörgu kynnzt, eins og sjá má í bókinni. Á striðsárun um var hann um hríð fangi á Grini og flutti fagnaðarerindi Krists meðal fanganna. Skömmu síðar varð han nbiskup í Ilamars stifti. Hingað til íslands var hon um boðið fyrir allmörgum árum, og munu margir enn minnast per sónuleika hans. Ásmundur Guð- mundsson hefur íslenzkað bókina sem er 206 bls: eingöngu samanstæði af málshátt um úr bókinni. Bókin er um 430 lesmálssíður, prentuð í Prentsmiðju Jóns Helga sonar, bundið í Félagsbókbandinu og um útlit sá Hafsteinn Guð- mundsson. Hún kostar kr. 496.- til félagsmanna AB. FB-Reykjavík, þriðjudag. Bókaútgáfan Fffill hefuc gefið út bókina Prinsessan eftir Gunn ÞRJAR BARNA- BÆKUR FRÁ FRÓÐA FB-Reykjavík, mánudag. Bókaútgáfan Fróði hefur sent frá sér þrjár barnabækur, Lottu í Ólátagötu, Strokubörnin _ og Týndur á öræfum. Lotta í Óláta- götu er eftir Astrid Lindgren. Lota er fimm ára, og hún strýk- ur að heiman í reiðikasti, og lif- ir eftirminnlegan dag. Þess bók er einkum fyrir yngstu lesend- uma. Lotta í Ölátagötu er 72 bls. með mörgum teikningum. Strokubörnin er sjöunda barna- bók Hugrúnar. Sagan er skrifuð eftir samnefndu leikriti, sem Hug- rún samdi fyrir bamatíma útvarps ins. Söguþráðurinn hefur nokkuð verið lengdur á stöku stað og efni breytt, en heildarsvipur sögunn- ar mun þó vera hinn sami. Bók- in er 147 bls- með nokkrum teikn ingum. Týndur á Öræfum er eftir Eirík Sigurðsson og segir frá Palla og vini hans Rauð, sem Palli finnur að lokum eftir langa leit í eyðidai. Bókin er einkum ætluð börnuin og unglingum frá 10 til 14 ára. Bókin er 129 bls. NJOSNARI Á YZTU NÖF Bjarni Vilhjálmsson FB-Reykjavík, þriðjudag. Francis Clifford er höfundur bókarinnar Njósnari á yztu nöf, sem komin er út hjá Bókaútgáf- unni Fífli. Sagan hefst í Leipzig, er Sam Laker tekur að sér að reka erindi brezku leyniþjónust- | unnar. Miklar sviptingar verða á jlífi hans, og allt í einu á hann j allt undir því, að honum takist að fremja launmorð. Sögusviðið er Leipzig og Kaupmannahöfn. Að alpersónurnar em Laker ungur sonur hans Patrick, æskuvinkona frá styrjaldarárunum síðari, Kar- en, þáttur þeirra varpar ljósi á, hve algert virðingarleysi getur orðið fyrir mannlegum verðmæt- um, þegar trúin á réttan málstað er annars vegar. Bókin er 248 bls. þýðandi Ásgeir Ingólfsson. ar Mattson. Þetta er saga af ungri finnskri stúlbu, sem þjáist af krabbameini og læknarnir töldu dauðans mat. í dag er hún ham- ingjusöm eiginkona og á lítinn son. Hún er alheilbrigð. Það var árið 1962 að Seija fékk að vita, að hún þjáðist af krabbameini. Þá var hún 21 árs. Fréttin kom 'henni ekki á óvart, hún var hjúkr unarkona og grunaði að hverju stefndi. Hún vissi að þegar lækn- amir sögðu, að hún ætti ekki eft ir nema eitt ár, þá voru þeir mjög bjartsýnir. Einn dag gat hún ekki legið lengur í rúminu og íhugaði ör- lög sín. Hún fóir með vinum sín- um á stúdentaball og þar hitti ihún prinsinn. Núverandi eigl* maður hennar, Gunnar Matcson, hitti hana þar og hann hefur skrií að söguna um hana — „Prinsessan" Þessi bók er komin út í Finnlandi og er að koma út í Ameriku, Eng- landi, Svfiþjóð, Þýzkalandi og Frakklandi. Bókin er 170 bls. og í henni eru nokkrar myndir af Seiju, Gunnari manni hennar og af litla syni þeirra. Ragna Ragn- ars þýddi bókina. Framsýni og forspár FB-Reykjavík, mánudag. Framsýni og forspár Jeane Dix- on, Ryth Montgomery segir frá, er komin út í íslenzkri þýðingu sr. Sveins Víkings, útgefandi er bókaútgáfan Fróði. Frú Jeane Dix on hefur vakið feikna athygli vegna dulhæfileika sinna. Undan farið hafa forspár hennar birzt árlega í blöðum Bandaríkjanna og þótt rætast svo rækilega, að undr- un sætir. Meðal annars sá hún morð Kennedys forseta og gerði ítrekaðar tilraunir til þess að koma í veg fyrjr hina örlagaríku ferð hans til Dallas. í þessari bók segir blaðakonan Ruth Mont jgomery ítariega frá vitrunum og 'forspám frú Dixon. Bókin er 188 I bls. ÞRJÁR BOB- BARNABÆKUR FBReykjavík, finuntudag. Þrjár barnabækur eru nýkomn ar út hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri. Em það Hanna María eftir Magneu frá Kleifum, Valsauga og Indíánaskór inn svarti eftir Ulf Uller og önn- ur útgáfa af bókinni Adda í menntaskóla eftir Jennu og Hreið ar Stefiánsson. Hanna María er skáldsaga handa telpum á aldrinum 12 til 14 ára. Hún á heima hjá afa sínum og ömmu uppi í sveit. Beztu vinir hennar eru litla gimbrin, sem heit ir Harpa, og svo auðvitað hund- urinn hennar, hann Neró, sem er svo skynsamur, að hann skilur allt, sem Hanna María segir við h„nn. Sigurður Gunnarsson heíur þýtt Valsauga og Indíánaskóinn svarta, sem fjallar um Landnema synina Kidda Berson og Jonni Smith og vin þeirra Valsauga, en vinirnir þrir lenda í mörgum æsi spennandi ævintýrum, og allt er það kænsku og þekkingu Vals- auga á náttúrunni að þakka, að þeir komast lifandi úr þessum æv intýrum. Þetta er önnur bókin í þessum skemmtilega bókaflokki. Aðal söguhetjurnar eru þær sömu en hver bók er sjálfstæð saga. Adda í menntaskóla kemur nú út í annað sinn, en áður er komn- ar út Adda, Adda og litli bró'ð ir, Adda kemur heim, Adda lær ir að synda og Adda í kaupavinnu. Nú er Adda komin til Reykjavík- ur og orðin nemandi í Mennta- skólanum. Þar eignast hún nýja vini og mörg skemmtileg atvik koma fyrir í skólanum. Nú er bara ein bók eftir í þessum ágæta bókaflokki, en hún heitir Adda trúlofast. Allar Öddubæk urnar eru prýddar teikningum eft ir Halldór Pétursson listmálara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.