Tíminn - 25.11.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.11.1966, Blaðsíða 3
 FÖSTUDAGUR 25. nóvember 1966 TÍRfllNN I SPEGLITIMANS Reita Faria, sem kjörinn var Miss World íyrir skemmstu hefur nú ákvéðið að dveljast nokkurn tíma áfram í Eng- landi þar sem hún að eigin sögn býst ekki við því að fá aftur tækifæri til þess að sjá ýmsa merkis- staði í London. Fröken Faria, sem er lækna- stúdent sagðist einnig vona að hún gæti fengið að fresta loka prófi sánu. Flóðunum miklu á Ítalíu er nú farið að linna og eru íbúar Flórens farnir að geta lifað sínu fyrra lí'fi, og hefur nú verið gefin út tilkynning þess efnis, að óperuárið hefjist nú 27._ nóvember. í Feneyjum hafa flóð þess haft eitt gott í för með sér. Rottumar þar í borg hafa drukknað. Margar þeirra voru svo stórar að kettirnir voiu hræddir við þær. Enskir leynilögreglumenn eru nú að rannsaka mál, sem risið hefur vegna unglinga dansleiks, sem haldinn. var ný lega í ensku borginni Bishop Stortford. Víðs vegar um borg ina hafði verið komið fyrir aug lýsingasjpöldum, þar sem sagt Þessi hárprúði ungi maður er bandaríski rocksöngvarinn Little Richard og er myndin tekn á blaðamannafundi í London fyrir skemmstu en þar var Little Richard að halda söngskemmtun. var, að Gerry and the Pace makers mundu leika á dans leik í einu samkomuhúsi borg arinnar. Yfir 400 ungling ar þyrptust á staðinn og greiddu hátt verð í aðgangs eyri, — en komust fljótlega að raun um, að þeir höfðu verdð gabbaðir. Dansmúsík var að eins leikin af plötum á staðnum og þetta hafði þau áhrif, að ungúngamir urðu yfir sig reið ir, mölvuðu allt og brutu inn- anhúss og síðan komust þeir í brunahana, og sprautuðu vatni inn í húsið. Einnig var ráðizt á heimili borgarstjórans, þar sem unglingar álitu rang- lega, að hann hefði staðið fyrir dansleiknum. Gerry og félagar hans eru leiðir vegna þessa at- burðar, en eitthvað hafði ver- ið rætt við umboðsmann þeirra um að leika á staðnum, en samningar aldrei undirritaðir. : A ' Forstöðumenn rannsóknar- stofnunar nokkurrar í Buffalo hafa hvað eftir annað reynt að fá mýs til þess að anda áð sér sígarettureyk en án árangurs. Tilraunina átti að gera til þess að genga úr skugga um hvaða áhrif sígarettureykur hefði á lungnavef og voru nokkrar mýs settar í glerbúr sem tilrauna- dýr, en í hvert sinn sem síga- rettureyknum var blásið inn i búrið hlupu mýsnar alltaf út í horn og sneru sér undan reyknum eða þær lögðust flat ar til þess að geta andað að sér fersku lofti. Eftir nokiírar misheppnaðar tilraunir ákváðu forráðamenn stofnunarinnar að gabba mýsnar með því að gefa þeim deyfilyf og láta þær anda að sér sígarettureyk sofandi, en það heppnaðist ekki heldur því að um leið og reyknum var blásið inn til þeirra hættu þær að draga andann. Tuttugasta og annan nóvem ber síðastliðin voru liðin þrjú ár frá því að Kennedy Banda- ríkjaforseti var myrtur í Dallas Texas. Þennan dag streymdi fjöldi fólks ,að gröf forsetans í Arlingtonkirkjugarðinn til þess að heiðra minningu for- setans. Hér á myndinni sjáum við systur hins látna íorseta frú Eugene Shriver ásamt eigin manni sínum og þrem börnum þar sem þau krjúpa við gröf forsetans. Á VÍÐAVANGI „Stökkbreyting" Þjóðviljinn vill endilega gera kosningasigur Sósíalistiska þjóð flokksins, flokks Axels Larsens, í Danmörku að sínum sigri og heitir forystugrein hans í gær „Stökkbreyting“. Segir Þjóð- viljinn, að á síðustu árum hafi orðið athyglisverðar breytingar í stjórnmálum Evrópu, og kjós endur og stjórnmálaflokkar hafi með ýmsum hætti gert upp við horf sín. Á Norðurlöndum hafi slíkar breytingar einnig orðið, og það sé staðreynd, að róttæk ir, sósíalistiskir flokkar séu I sókn. Síðan segir Þjóðviljinn; „Hámarki sínu náði þessi at- burðarrás með stórsigri Sósxal istíska alþýðuflokksins í Dan- mörku í kosningunum í fyrra dag; var þar um að r«ða stökk breytingu, flokkurinn meira en tvöfaldaði atkvæðatölu sínj og jók þingmannafjölda sinn úr 10 í 20. Þau málalok vori þeim mun athyglisverðari sein kosningarnar voru gerðar að átökuim um það hvort á þingi Dana ætti að verða meirihluti verkalýðsflokka eða borgara- flokka, og sósíaldemókratar & breyttu fyrri kredduafstöðu | sinni og lýstu vilja sfnum til § samvinnu við Sósíalistíska al- I þýðuflokkinn. Kjósendur veittu þessum tveimur flokkum meiri hluta á þingi, enda þótt þing. mönnum sósíaldennókrata fækk aði um sjö. Einnig hér á íslandi hefur verið Ijóst um skeið að kjós- endur' eru að brjóta af sér hin stöðnuðu viðhorf kalda stríðs ins, einnig hér eru stjórnmál in i deiglunni. Kosningasigur Alþýðubandalagsins í bæjar- stjórnarkosningunum fyrr á þessu ári var óræk vísbending um það að einnig hér má vænta stökkbreytingar til vinstri í næstu kosningum.“ Kommúnistar dragbít- urinn hér Þannig vill Þjóðviljinn telja fólki trú um, að svipuð stökk- breyting sé í vændum hjá ís- lenzkum kommúnistum og flokki Axels Larsens í Dan- mörku. En það er hlægileg ósk hyggja, eins og allar staðreynú ir sýna ljóslega. Axel Larsen sleit alveg böndin, sem tengdu hann við kommúnista, hafnaði Moskvu-leiðsögn 0g útskufaði - Moskvukommúnistum hrein- lega úr flokki sínum. Hann í sagði sem sagt skilið við konrni | únista og stofnaði raunverulegt ÍAlþýðubandalag án þeirra. Hér á landi hafa farið fram ýmsar tilraunir í svipaða átt. Ýmsir Alþýðubandalagsmetin, sem ekki eru kommúnistar hata viljað losa Alþýðubandalagið ur klóm kommúnista og gera það að raunverulegum stjórnmála flokki án húsbóndavalds komm únista. Nú er einmitt nýlokið þingi Alþýðubandalagsmanna scm beinlínis var haldið til þess að fá úr þessu skorið, og það fór á þá lund, að kommúnistar höfðu þar öll ráð í hendi sér, komu f veg fyrir raunverulega flokksstofnun og hafa eftir sem áður öll völd. Þarna skildi alveg á milli hins svokallaða íslenzka Al- þýðubandalags og flokks Axels Larsens, og það gerir allan gæfumuninn. Axel Larsen sagði skilið við kommúnista og vék þeim brott. Flokkur hans náði stökkbreytingunnj vegna þess. Framhald á bls.'T2. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.