Tíminn - 01.12.1966, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 1. desember 1966
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar- Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur • Kddu-
húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur- Bankastrætl i Af.
greiðslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — 1
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDD.A h. f.
Sýndarmennska leysir
ekki vandann
í umræðum þeim, sem urSu í neðri deild í fyrradag um
hið nýja verðlagshaftafrumvarp ríkisstjórnarinnar, benti
Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins á, að
frumvarpið fjallaði alls ekki um kjarna þeirra vanda
mála, sem þjóðin stendur frammi fyrir. Segja má, að
þessi vandamál séu tvíþætt. Annars vegar eru erfiðleik-
ar atvinnuveganna, en t.d. útgerðin þarf nú á mikilli
aðstoð að halda, ef stórir þættir hennar eiga ekki alveg
að falla niður. Sama gildir um mikinn hluta iðnaðarins.
Hins vegar eru svo ráðstafanir til að mæta því dýrtíðar
flóði, sem framundan er, en nú er dýrtíðinni haldið i
skefjum með auknum niðurgreiðslum úr ríkissjóði Að
því hlýtur að koma, að þessum niðurgreiðslum verður að
hætta eða að ríkið verður að leggja á nýjar stórfelldai
álögur vegna þeirra, en þær verða ekki lagðar á öðruvísi
en að stórauka dýrtíðina.
Eysteinn benti á, að niðurgreiðslurnar næmu orðið
730 millj. kr. og alltaf væri þó verið að auka þær. Þá
þyrfti útgerðin að fá hundruð milljóna króna, ef hún ættj
ekki að dragast stórlega saman. Hvar ætlar ríkisstjórnin
að fá þetta fé? Þá yrði óhjákvæmilegt að afla (stóraukins
fjár til verklegra framkvæmda, t.d. vegamála, þar sem
vegakerfið væri að hrynja niður.
„Það, sem ríkisstjórnin er hér að gera.“ sagði Eysteinn
Jónsson, ,,er að stöðva verðlagið á yfirborðinu með nið-
urgreiðslum til bráðabirgða, en síðan mun koma heldur
betur að skuldadögunum. Með þessu er verið að hlaða
bráðabirgðastíflu gegn verðlagshækkunum, sem hlýtur
að bresta, því miður, — og brestur óhjákvæmilega með
miklu flóði og áföllum.“
Með sýndarfrumvarpi ríkisstjórnarinnar um ný verð
lagshöft, er því síður en svo fundin lav ^ á vandamálun-
um, sem við er glímt. Höfuðvandinn er eftir sem áður
óleystur. Þetta á að reyna að dylja þjóðina fram yfir
kosningar með bráðabirgðaúrræðum og sýndarmennsku.
,,Hér er aðeins tjaldað til nokkurra nátta’1, sagði Ey
steinn Jónsson, „og minnir þetta á það hvernig farið var
að 1959, er því var leynt með niðurgreiðslum o.fl., að
verðbólgan magnaðist — og 1 svo eftir kosningar brast
stíflan og verðbólguflóðið steyptist vfir þjóðina“.
Tillögur U Thants
Á þingi Sambands ungra Framsóknarmanna var lýst
stuðningi við þær tillögur, sem U Thant, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur borið fram til lausnar
á styrjöldinni 1 Víetnam. Tillögur hans eru þessar:
í fyrsta lagi er lagt til, að Bandaríkin hætti loftárás
um á Norður-Vietnam.
í öðru lagi er lagt til, að styrjaldaraðilar í Suður-
Vietnam dragi úr hernaðaraðgerðum sínum.
í þriðja lagi er lagt til, að Viet Cong verði viðurkennd-
ur samningsaðili og að setzt verði að samningaborði.
Styrjöldin í Vietnam er orðin vandamál, sem varð-
ar allan heiminn. Um það má deila fram og aftur, hverj-
ir bera þar þyngstu sökina. .Vegna hinna þjáðu íbúa Viet-
nam og heimsfriðarins er það meginmálið, að sem
fyrst verði samið um sanngjarnan frið Enginn einn mað-
ur er vænlegri til að hafa þar forustu en U Thant. Þess
vegpa er það mikilvægt, að friðarviðleitni hans fái stuðn-
ing sem allra flestra.
TÍMINN
ERLENT YFIRLIT
Strauss er óumdeilanlega hinn
sterki maður Vestur-Þýzkalands
Tryggir breytt kjördæmaskipan honum kanslarasætið?
ÞAÐ ER nú óumdeilanlegt,
að Josef Strauss, foringi kristi-
lega demokrataflokksins, er
hinn sterki maður Vestur-Þýzka
lands. Hann hefur átt meiri
þátt í því en nokkur maður ann
ar að sú samvinna kæmist á
milli sósíaldemókrata og kristi
legra demokrata, sem nú er
orðin að veruleika. Einhvern
tíma hefði það þott ótrúlegt, að
Strauss yrði maðurinn, sem
kæmi á slíkri samvinnu, því að
enginn maður hefur verið meira
gagnrýndur af sosíaldemokröt
um en hann. Hann var hins veg
ar sá leiðtogi kristilegra demo
krata, sem var nógu djarfur og
einbeittur til að knýja kristi-
lega demokrata til að fallast á
þau sjónarmið. er gerðu sam-
vinnu flokkanna mögulega.
Strauss átti meginþátt í þvi
að Erhard var steypt úr stóli
Takmark Erhards Var að láta
minnihlutastjórn kristilegra
demokrata fara með völd eftir
að samvinnan slitnaði við frjáLsa
demokrata Þetta var hægt sam
kvæmt stjórnarskránni, nem-í
fyrir lægi, að hægt væri að
mynda meirihlutastjórn. Strauss
kom því til vegar, að kristileg
ir demokratar samþykktu að
reyna að mynda meirihluta-
stjórn undir forustu annars
manns en Erhards. Erhard
féllst á þetta í trausti þess, að
slík tilraun myndi misiheppn-
ast. Strauss fékk það síðan sam-
þykkt, að vinsæll maðuh, sem
var honum handgenginn, Kies-
inger, var kosinn kanslaraefni
gegn vilja Erhards. Það var
svo Strauss, sem skarst i leik-
inn, þegar horfur ,'oru á að
sósíaldemokratar og‘ Irjálsir
demokratar mynduðu stjórn
Hann fékk kristilega demokrata
til, að fallast á skilyrði er
gerði stjórnarsamvinnu þeirra
og sósíaldemokrata mögulegi.
Að launum fyrir þetta, fæi
Strauss sæti fjármálaráðherra í
ríkisstjórninni. En hann ætlar
sér meira. í dag er ekkert sjá-.
anlegt, sem getur aftrað því, að
Strauss verði næsti kanslari
kristilegra demokrata.
ÞAÐ HEFUR styrkt Strauss
mikið, að flokkur hans vann
sigur í kosningunum í Bæjara-
landi fyrra sunnudag, þrátt fyr
ir fylgisaukningu nýnazista.
Öllum kemur saman um, að
sá sigur var fyrst og fremst
persónulegúm vinsældum
Strauss að þakka.
Þegar Adenauer var mjög
gegn vilja sínum að víkja
Strauss úr stjórn sinni fyrir
fjórum ámm, héldu margir að
dagar hans væru taldir sem
pólitísks áhrifamanns. Adenau-
er neyddist til að láta Strauss
víkja vegna Spiegelmálsins, en
ljóst var, að Strauss hafði mis
notað þar mjög aðstöðu sína
Adenauer var þetta allt annað
en ljúft, þvi að hann hafði ætl-
að Strauss að taka við af sér.
Strauss var þá búinn að gegna
stöðu varnarmálaráðherra i
nokkur ár og hafði ótvirætt
sýnt. að hann var manna dug-
Strauss
legastur og stjórnsamastur,
auk þess að vera mesti ræðu-
skörungurinn í hópi vestur-
þýzkra stjórnmálamanna.
Þegar Strauss missti ráðherra
stöðuna, hélt hann heim til
Bœjaralands. Hann vann að því
að skipuleggja flokk sinn og'
notaði jafnframt tímann til að
hugsa ráð sitt. Hann gaf sér
sæmilegan tíma til hvildar, las
mikið og stundaði ýmsar íþrótt-
ir, aðallega þó skotæfingar og
dýraveiðar. Á uppvaxtarárum
sínum var Strauss mikill íþrótta
maður og vann t- d. oftsinnis
hjólreiðakeppni. Vinir h^ns
segja, að hann hafi haft mjög
gott af þessari dvöl sinni heima
í Bæjaralandi Hann hafi gert
sér þess ljósari grein en áður
hvaða mistök honum hafi orðið
á og hvað hann gæti lært af
þeim. Það hafi verið honum
styrkur í þeim efnum, að hann
giftist einkaritara sínum um
líkt leyti. dóttur auðugs bjór-
framleiðanda í Bæjaralandi, og
hafi hún orðið honum mjög til
hjálpar í þessum efnum. Það
verði því nýr Strauss, ráðsett-
ari og aðgætnari en jafnframt
klókari, sem birtist á sjónar-
sviðinu í Bonn, þegar hann tek
ur aftur sæti í ríkisstjórninni.
STRAUSS er 51 árs gamall
og getur því átt mikið eftir.
Það er honum mikill styrkur,
að hann gekk aldrei í nein sam-
tök nazista á uppvaxtarárum
sínum. Hann var Utið pólitísk-
ur þá, en þó heldur andvígur
nazistum. íþróttimar áttu hug
hans. Á stríðsárunum gat hann
sér góðan orðstýr í hemum.
Fljótlega eftir stríðslokin, bar
saman fundum þeirra Adenau
ers og fól Adenauer honum að
skipuleggja kristilega flokkinn
i Bæjaralandi. Strauss sýndi
þar fljótt óvenjulega hæfileika
Jafnframt kom í ljós, að hann
var frábær mælskumaður og
mikill áróðursmaður í persónu
legri kynningu Adenauei hafði
því snemma augastað á honum
sem eftirmanni sínum.
í utanríkismálum hefur það
frá upphafi verið stefna Strauss
að Þjóðvcrjum bæri að hafa
nána samvinnu við Frakka.
Hann hefur einnig verið því
fylgjandi, að Vestur-Evrópu-
þjóðirnar kæmu sér upp svo
sterku varnarkerfi, að þær
væru ekki háðar Bandaríkjun
um í þeim efnum. Sjónarmið
Strauss og de Gaulle hafa því
verið lík á ýmsan hátt. Strauss
hefur hins vegar sýnt, að hann
er enginn kreddumaður, þótt
hann fylgi málstað sínum fast
eftir. Hann getur skipt. um
stefnu og starfsaðferðir, ef
hann kemst að þeirri niður-
stöðu að honum hafi skjátlazt
ÞAÐ ÞYKfR líklegt, að eitt
höfuðatriðið í samningum sosí-
aldemókrata og kristilegra
demókrata fjalli um þá breyt
ingu á stjórnarskránni, að a >
ir þingmenn verði kosnir í ein-
menningskjördæmum. Nú er
helmingur þeirra kosinn á þann
hátt, en hinn helmingurinn eru
uppbótarþingmenn. Sigur ný-
nazista er talinn hafa gefið
þeirri stefnu byr í seglin, að
uppbótarsæti verði afnumin.
Einmenningskjördæmin séu
eina leiðin til að hamla gegn
smáflokkum og nýjum flokk
um, eins og nýnazistum., Víst
er það líka, að verði þau tek
in upp, munu bæði ffjálsir
demókratar og nýnazistar
þurrkast út ogV-Þýzkaland
mun þá búa við tveggja flokka-
kerfi.
Ef horfið' verður að þessu
ráði, er ekki ólíklegt, að kristi
legir demókratar verði sósíal
demókrötum sigursælli, a.m-k.
í fyrstu kosningunum, sem
færu fram samkvæmt þessu
fyrirkomulagi, en það myndi
ekki verða fyrr en eftir 1970.
Næstu kosningar eiga að fara
fram 1969 og verður þá kosið
samkvæmt núgildandi fyrir-
komulagi. Flest bendir nú til,
að það dragist ekki svo lengi,
að Strauss taki við forustu
kristilegra demókrata. Verði
kjördæmaskipun breytt, virðist
því fátt Iíklegra, eins og málin
horfa nú. en að ekki líði
mörg ár þangað til Strauss skip
ar kanzlaraembættið. Þ. Þ.
J
Á