Tíminn - 03.12.1966, Qupperneq 5

Tíminn - 03.12.1966, Qupperneq 5
LAUGAKDAGUR 3. desember 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastrseti 7. Af. greiSslusimi 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr. 105.00 á mán. tnnanlands. — I lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Verðbólguáætlun borgarstjórans Skýrustu einkennin á því frumvarpi til fjárhagsáætlun- ar, sem borgarstjórinn í Reykjaví'k hefur lagt fram fyrir næsta ár, eru þau, að beinlínis er gert ráð fyrir því, að verðbólgan haldi áfram að vaxa og því þurfi að mæta með aukinni tekjuöflun. Fjárhagsáætlunin á að hækka í heild um nálega 17%, en það er svipuð hækkun og orðið hefur að jafnaði á ári öll undanfarin verðbólguár síðan 1960 að einu undanskildu, en þá tók áætlunin stökk upp á við um 47%, en það var líka árið eftir kosningarnar, 1963 þegar „viðreisnarstjórnin'‘ kynti verðbólgubálið sem mest. Hins vegar var það svo á stjórnarárum vinstri stjórnarinnar, að áætlun Reykjavíkur þurfti sáralítið að hækka árlega, og eitt árið alls ekkert, því að miklu meiri hemill var hafður á verðbólgunni. Af þessari miklu hækkun fjárhagsáætlunar Reykjavík ur á næsta ári sést hreinlega, að stjórnendur borgarinn- * ar gera hiklaust ráð fyrir áframhaldandi verðbólgu en engri stöðvun hennar og gera beinlínis ráð fyrir því að þurfa að mæta slikum hækkunum. Er þetta í fullu sam- ræmi við fjárlagafrumvarpið, sem ríkisstjórnin lagði fram, mestu verðbólgufjárlög, sem þjóðinni hafa verið sýnd, samtímis og hún boðaði stöðvun verðbólgu. í samræmi við þarfir þessarar verðbólguáætlunar eru útsvör Reykvíkinga á árinu 1967 áætluð um 18% hærri en á árinu 1966, og þótt gert sé ráð fyrir sama álagning- arstiga, sem engan veginn er víst að dugi til þess að ná fjárhæðinni, 637 milljónum, er augljóst að útsvörin þyngj^st mjög, þar sem fleiri fara í hin hærri álagningar- þrep en áður, og útsvar hvers og eins verður því fleiri prósent af tekjum hans en áður. Ef koma á í veg fyrir, að útsvörin hækki með sama stiga, yrði að breyta stigan- um í samræmi við verðbólguaukninguna á árinu. Loks vakti það ekki minnsta athygli við frumvarpið að þessari áætlun, og var harðlega gagnrýnt af fulltrúum Framsóknarflokksins í borgarstjórninni, að gert er ráð fyrir, að arður borgarsjóðs af þjónustustofnunum borgar- innar hækki hvorki meira né minna en 37,5% og tekju- áætlun þessara stofnana er hækkuð að sama skapi, eða tekjur vatnsveitu um 32%, hitaveitu um 48% og raf- magnsveitu um 21%. Þetta sýnir, að íhaldið ætlar að taka meiri skatt af fólki í borgarsjóð gegnum innheimtu fyrir þessa þjónustu en nokkru sinni fyrr, og var þó ærinn hluti tekinn áður. Það sýnir einnig, að íhaldið ætlar að hækka verulega gjaldskrár þessara þjónustufyrirtækja á næsta ári þrátt fyrir allt tal um stöðvun dýrtíðar. Loks er það eitt skýrasta verðbólgueinkennið á þessari áætlun, að sá hluti tekna borgarsjóðs, sem fer í varan- legar framkvæmdir, minnkar enn stórlega. Rekstrar- kostnaðurinn stórvex, eða um 18,6% og gleypir útsvars- hækkunina alla og meira til, en framkvæmdir dragast saman, þar sem á eignabreytingar færast, (þ. e. varanleg- ar framkvæmdir borgarinnar) 10,5% hærri fjárhæð en árið áður. Fjárhagsáætlunin sýnir því að gert er ráð fyrir áfram- haldandi bullandi verðbólgu í reynd, stórþyngdar álögur á bæjarbúa og æ meiri hluta tekna í rekstur en samdrátt framkvæmda. Þetta er myndin. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Athafnasöm kona verður fyrsti fjölskyldumálaráöherra Dana Dönsku blöðin telja hana líklega til að duga vel ÞAÐ fór eins oj búizt hafði verið við, að minnihlutastjórn Sosialdemokrata í Danmörku situr áfram við völd og nýtur til þess stuðnings flokks Aks els Larsens, sem varð aðalsigur vegarinn í kosningunum. Nokk ur breyting hefur hins vegar verið gerð á stjórninni og er sú sögulegust, að Per Hække rup hefur hætt störfum sem utanríkisráðherra, en Krag gegnir nú bæði störfum for- sætis- og utanríkisráðherra. Hækkerup verður formaður og talsmaður Sosialdemokrata í þinginu og verður því annar áhrifamesti maður flokksins, næst á eftir Krag Hann myndi því að líkindum verða forsæt- isráðherra flokksins, ef eitt- hvað kæmi fyrir Krag. Hække rup mun gjarnan hafa viljað breyta þannig til„ en því til viðbótar hefur það sennilega komið, að Krag er talinn standa lengra til vinstri í utanrikismál um en Hækkerup. og Aksel Lar sen mun því telja það til bóta, að utanríkismálin séu í hönd um hans. ÖNNUR breyting, sem Krqg gerði á ríkisstjórninni og 'vakið hefur talsverða athygli í Dan mörku, er sú, að hann skipaði i fyrsta sinn sérstakan fjölskyldu málaráðherra. Slíkt ráðherra- embætti hefur þegar veríð sett á laggirnar í Noregi, Svíþjóð og Vestur-Þýzkalandi, en hefur ekki áður verið til í Danmörku. í þetta embætti skipaði Krag konu, sem er aðeins búin að sitja á þingi í tvö ár, en þar hefur hún látið málefni heim- ilanna til sín taka á þann hátt, að dönsku blöðin spá yfirleitt góðu um ráðherraferil hennar. Hinn nýi fjölskyldumálaráð- herra Danmerkur heitir Camma Larsen-Ledet. Hún er fædd 1915 og réðist að verzlunarskóla námi loknu til „Vestkysten“, sem er stærsta blaðið í Esbjerg og lengi hefir verig eitt helzta málgagn Vinstri flokksins. Hún byrjaði að vinna þar ýms skrif stofustörf, en fluttist fljót- lega til ritstjórnarinnar og var orðinn ritstjórnarfulltrúi eftir stuttan tíma. Árið 1939 giftist hún Clement Larsen-Ledet, sem nú er ritstjóri við blaðið „Sönd erjyden" í Abenrá, en pað er helzta málgagn Sosialdemo- krata í SuðunJótlandi. Með því skyldu leiðir hennar og Vinstri flokksins, bví að Clement Lar sen-Ledet var þá þegar farinn að vinna fyrir Sosiaidemokrata. Hjónabandið varð einnig til þess, að Camma fluttist frá Es- bjerg til Abenrá. Hún hafði ekki verið búsett þar lengi, unz hún hóf þátttöku í ýmissi fé- lagsstarfsemi. Einkum lét hún æskulýðs- og uppeldismál til sín taka. Hún var kjörin í barnaverndarráð og fleiri slík ar nefndir og vann sér orð fyr ir mikinn dugnað. Árið 1950 var hún kjörin í bæjarstjómina H&ZÍtr.. .v.. '• . . Á Camma Larsen-Ledet í Abenrá og reyndist þar hinn mesti skörungur. Árið 1960 var hún fyrst í kjöri til þings, en náði ekki kosningu í það skipt ið. Árið 1964 náði hún kosn ingu og var endurkjörin með stórauknu atkvæðafylgi í kosn ingunum, sem fóru fram á dög unum. Camma Larsen-Ledet hefur reynzt mjög athafnasöm á þingi. Hún fékk þar það hlutverk að vera talsmaður flokks síns, þeg ar fjölskyldumál og neytenda- mál bar á góma. Þetta fór henni svo vel úr hendi. að það þótti sjálfsögð ráðstöfun, Clement Larsen-Ledet m þegar hún var skipuð formað ur Neytendaráðsins fyrir hálfu • ári. Nú þykir það einnig vel ráðið, að hún er skipuð fyrsti fjölskyldu málaráðherra í Danmörku. ÞAÐ VERÐUR eitt fyrsta verk hins nýja fjölskyldumála ráðherra að koma upp sérstöku ráðuneyti og semja um verka skiptingu þess og annara ráðu neyta, er áður hafa farið nieð með mál, er hér eftir eiga að heyra undir hið nýja ráðuneyti Þar er margt enn óljóst. Full- ráðið er þó, að undir þetta ráðuneyti eiga að heyra öll mál, sem snerla dag- og dvalar- heimili fyrir börn. aðstoð við ógiftar mæður, heimilisaðstoð, og hverskonar tryggingastarf- semi, sem snertir börn og mæður. Heimilisaðstoðin nær nú aðeins til kvenna. en hinn nýi ráðherra vill e.'nmg láta hana ná til karla. sem hafa fyr ir heimili að sjá, en hafa hvorki eiginkonu né ráðskonu til að styðjast við. Takmarkið eigi að vera það að tryggja börnunum sem mest öryggi í uppeldi þeirra, m. a. með þv) að aðstoða þá forsjármenn þeirra, sem þess hafa þörf. Fyrst um sinn, mtin ekki unn ið að nýrri lagasetningu um þetta efni, heldur kappkostað að fá því framgengt, að gild- andi lagaákvæðum verði fram- fylgt til hins ítrasta í þessurr efnum. Þá leggur hinn nýi ráðherra Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.