Tíminn - 04.12.1966, Qupperneq 1

Tíminn - 04.12.1966, Qupperneq 1
WHI-443: „Er Wilson heima“? Ætíð er hann hringdí í síma sinn, heyrði þingmaS- or brezka verkamanna- fiokksins, Peter Jackson, grunsamlegt urg á líminni. Jackson, mikiil fri'ðarsinni og andstæðingur kjarnorku vígbúnaðar lét í Ijós gremju sína opinberlega í sjónvarpinu: „Sími minn er hleraður". Einnig aðrir þingmenn urðu var ir hins sama. Mánuðum saman hvísluðust þingmenn Verkamana- flokksins og íhaldsflokksins á um það, að Wilson, forsætisráðherra, léti hlera símtöl háttvirtra þing- manna neðri deildar þingsins, er deildu á stjórn hans í síðustu viku gengu fjórir þingmenn, undir forustu Jacksons, á fund ríkis- stjómarinnar og kröfðust skýr- inga. Gagnvart símahlerunum eru Bretar sem ætíð hafa látið sér annt um vcrnd friðhelgi einkalífs, sérstaklega viðkvæmir. Þess vegna segir í tilskipun frá árinu 1957: Scotland Yard og njósnalögreglan MI 5 mega því aðeins rjúfa póst- leyndina, að grunur leiki á um, að gróft lögbrot hafi verið fram ið, en hægt sé að afla sönnunar- gagna með venjulegum aðferð- nm að innanríkisráðherrann per- sónulega heimili, að fylgzt sé með símtolum. Sérstaklega útbúin oryggLsþjón- usta á vegum póstyfirvalda sér um öll atriði í sambandi við sima- njósnir. Leynisenditækjum, sem geta náð trpp öllum samtölum á heimili manns getur þessi þjón- usta komið fyrir með einföldu bragð. Póstþjónustumaður lokar síman um og lætur líta þannig út, að um bilun sé að ræða. Síðan er sendur maður á vettvang, sem þykist gera við sknatækið, en notar tækifærið til að koma njósnatækinu fyrir Með séretakri heimild þávci / ,di innanríkisráðherra, Butler, vai ár- ið 1961 fyJgzl með símtölum nokk urra öfgafullra vinstrimanna í Verkamannaflokknum. Grunur lék á, að þingmenn þessir væru Krypto-kommúnistar. Þennan atburð notfærði Wilson sér í síðustu viku, er hann með sakleysissvip lýsti yfir: Að vísu hefðu fyrirrcnnarar hans úr íhalds flokknum leyft, að símtöl þing- manna væru hleruð. Hann hefði hins vegar þegar eftir valdatöku sína séð svo um, að þcirri megin- reglu yrði fylgt, að ekki væri fylgzt með símtölum manna. sem gegndu þjóðmálastörfum. Þetta var þó hreinn yfirdreps- skapur. Forusta Verkamanna- flokksins hafði nefnilega sjálf far ið þess á leií árið 1961, að MI 5 rannsóknum væri beitt gegn áður nefndum öfgamönnum innan flokksins. Wilson gat ekki fært sönnur á, að grunurinn gagnvart mönnum þessum ætti ekki við rök að styðjast. Sólarhring eftir áðurnefnda yf- irlýsingu Wilsons í þinginu sá einkaspæjarinn Barry Quatermain fyrir nýju rifrildi, er hann í sjón varpinu lýsti því yfir, að hann hefði fundið lítið senditæki í sim tóli eins íhaldsþingmanna. En frá því að þella símahneyksli komst í hámæli, á Wilson sjálfur í vandræðum með símann sinn. Blaðið I>aily Mail ljóstraði upp um leynisímanúmer ráðherrans í ■ Dovming Street 10, WHI 433. Þús- j undir gamansamra náunga alls staðar að úr Bretlandi gripu þetta einstæða tækifæri, hringdu í núm erið og spurðu: „Er hann Wilson heima?" Síðastliðinn mánudag bað svo Wilson fréttamenn mjög auðmjúk lega að skýra ekki frá símanúmeri smu erlendis Hann óttaðist, að erlendir aðilar færu þá lfka að taka þátt í leiknum. En samtímis fór hann þes á leit við póstmeist- ara sinn að hann léti sér í té nýtt leyninúmer. Endursagt úr þýzka fréttarit- inu Der Spiegel 28. nóv.s.l. Loftárás átta km. frá miðborg Hanoi NTB-Saigon, laugardag. Bandarískar sprengjuþotur vörp uðu í gær miklu magni af sprengj um aðeins átta kílómetra frá mið hluta Hanoi, höfuðborgar Norður- Vietnam og Jiafa bandarískar her- fJugvélar ekki farið svo nærri borg inni í fimm mánuði, í árásarferðir. A. m. k. 20 flugvélar tóku þátt í árásinni. Einu árásaraðgerðimar, sem framkvæmdar hafa verið nær borg ínni voru þann 29. júní í sumar, er candarískair þotur sprengdu í lcft upp olíubirgðastöð um 5.5 krr. frá miðborginni. Af hálfu landarískra hernaðar yfinralda hefur ekki verið gefin r.ein skýring á því, hvers vegna liafnar hafa verið loftárásir á svæði í útjaðri Hanoi. Var aðeins sast að árásaflugvélamar hefðu notfært sér Jhið góða skyggni á þessum slóðum. Ekki hefur heldus verið greint frá því, hverí'i miklu tjóni árás in í gær olli, né 'hddur, hvort bandarískar flugvélar hafi verið skotnar niður Yfirvöld í S-ietnam haía skýrt frá því, að Komizt hafi upp um samsæri ViatcoDg um skemmdar- verk á aðalhöfn Saigon, sem kost að hefur 50 milijqriir dollara. Um hálfa smáiest af sprengi- efni, merktu kínversku verk- smiðjunúmeri átti að nota til skemmdarstarfsins, að því er í fréttinni segir. Fólk á árbakka Saigon-árinnar, þar sem sprengiefnið fannst, hefur skýrt frá því að Vietcong hafi hugs að sér að láta sprengiefnið fljóta í kössum niður eftir ánni og láta það.springa með fjarstýritækj um, er kassarnir rækjust á skip. AMC VILL SELJA BIFREIÐAR TIL SOVÉTRÍKJANNA Bandaríski bílaframleiðandinn „American Motors Corporation“ hefur í hyggju að reyna að selja bila til Rússlands vcgna þreng inga á markaði heimafyrir. Ef þetta tekst þá verðnr AMC fyrsta bamlaríska fyrirtækið, sem selur bíla til kommúnistaríkis. Fram kvæmdastjóri fyrirtækisins, WiIIi- am S. Pickett, sagði á sunnudaginn að hann myndi halda til Rússlands til viðræðna við sovézk yfirvöld. AMC er nú fjórði stærsti bílafram leiðandinn, það seldi á heimamark aði aðeins 346 þúsund bíla árið 1965 á móti 480 þúsund árið 1963. Myndin hér a3 ofan er af hinu sögufræga borgarhliði í Jerúsalem, sem lokað var í fyrri viku, vegna mikilla éeirða, sem þá urðu. Náðu mótmælaaðgerðirnar til beggja hluta borgarinnar, þ. e. hins israelska og jórdanska, en mótmælin beindust helzt gegn Hussein, órdaníukonungi, sem landsmönnum hans mörgum finnst hafa sýnt ísraelsmönnum of mikla linkind, og krafizt þess, að jórdanski her- inn svaraði árásum ísraelska hersins í sömu mynnt. Hliðsins fræga er gætt af hermönnum nótf og dag og má sjá vopnaða varðmenn uppl á þvi. NTB-laugardag. Feneyjar. — Markúsartorgið i Feneyjum lá enn í gær undir vatni og vöxturinn í ánni Arno hélt áfram svo að menn óttuð ust, að hún flæddi yfir bakka sína. Samtímis berast fréttir frá því, að annars staðar á Ítalíu haldi áfram að rigna. í fyrrinótt þustu þúsundir íbúa Flórens út á götur borgarinnar til að fjar lægja bifreiðir sínar frá bif- reiðastæðum meðfram ánni Arno, þar sem þeir óttuðust að ný flóð kæmu. Pretoria. — Þrír leiðtogar afr- ikanska þjóðernisflokksins, Swapo í Suð-vestur Afríku hafa verið handteknir samkvæmt sér stakri heimild í lögum um bar áttuna gegn komtnúnisma. Eru þetta fyrstu handtökurnar sam kvæmt hinum nýju lögum. Moskva. — Fremsta skáld hinn ar svonefndu sosíalísku rann sæisstefnu, Nikolai S. Tikhon ov var í gær sæmdur titlinum „hetja hins sósíalíska starfs", sem er æðsti borgaralegi vegs auki í Sovétríkjunum. Á sjötug asta afmælisdegi skáldsins í dag var hann einnig saamdur Lenin-orðunni. London. — Engar nákvæmar fréttir er enn að hafa af leyni fundi Wilsons, forsætisráðherra Bretlands og Ian Smith nm borð í brezka beitúkipinu Tig- er á Miðjarðarhafi. en talið var, að þessi fundur myndi e. t. v. boða þáttaskil í Rhodesíudeil- unni. Búdapest. — Um þessar mtind ir stendur yfir ráðstefna komm únistaflokks Ungverjalands. Á ráðstefnunni í gær fór Ung verjaland þess á leit við önnur kommúnistaríki að standa sam an og auka baráttuna gegn árás araðgerðum Bandarikjamanna í Vietnam-deilunni. Þá sam- þykktu sjö af fjórtán íulltrú um kommúnistaríkja á ráðstefn unnj að haldin yrði alþjóðleg ráðstefna kommúnistaflokka heims til að ræða deiluna milli Kína og Sovétríkjanna. Tvö kommúnistaríki sendu ekki fulltnía á ráðstefeuna í Ungverjalandi, Kína og Alban ía.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.